Síða 7 af 9

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 20:23
af Jenni Jóns
Veiðimeistarinn skrifaði: ,,baunabyssurnar" sem ég kalla svo og á þar við flest hylki undir 60 mm að lengd.
Sæll Sigurður hvernig líst þér á cal 25-06 það er 63,10 mm hylki en er samt hægara en cal 308 :roll:

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 20:51
af gylfisig
Hér er 308 win hylki, og asskoti góð veiðikúla í það :D

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 21:12
af Veiðimeistarinn
Ef ykkur verður eitthvað rórra á get ég sagt flest hylki undir 65 mm falli undir ,,baunabyssuskilgreininguna" hjá mér.
Annars vitið þið mæta vel hvað ég er að tala um og hártoganir þessu lútandi dæma sig best sjálfar :lol:

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 21:13
af konnari
Jens ! Hvernig færð þú það út að 25-06 sé hægara en .308win ?? Svo er 25-06 63.35mm á lengd svo það sé alveg á hreinu.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 21:28
af Jenni Jóns
konnari skrifaði:Jens ! Hvernig færð þú það út að 25-06 sé hægara en .308win ?? Svo er 25-06 63.35mm á lengd svo það sé alveg á hreinu.
Ég skoða bara hleðslutöflur fyrir bæði hylkin t.d. http://www.lapua.com/en/products/reload ... relodata/5
og lít svo á hraðatölurnar fyrir svipað þungar kúlur.

.25-06 Remington

Test barrel: 580 mm (23”), 1 in 10” twist
Primers: Large Rifle
Cases: Remington, trim-to length 63,10 mm (2.484”)

100 gr kúla á 3248 fps


308 Winchester

Test barrel: 610 mm (24”), 1 in 12” twist
Primers: Large Rifle
Cases: Lapua, trim-to length 51,00 mm (2.008”)

100 gr kúla á 3425 fps

það er mesti skráði hraði fyrir viðkomandi kúluþyngd. :P

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 22:04
af konnari
Jens ! Ég held að þú ættir að lesa aðeins meira í þessum fræðum áður en þú setur fram svona vitleysu.......þú getur ekki borið saman léttustu fáanlegu kúlu í .308 við milliþunga kúlu í 25-06 ! Það er eins og bera sama epli og appelsínur, nær væri þá að bera saman 70gr. kúlu í 25-06 við 100 gr. Kúlu í .308 þá færðu út allt aðra útkomu.....ætli 25-06 sé ekki þá á um 3750-3800 fetum !!

N.b. BC stuðull á þessari 100gr. Kúlu í .308 er bara 170 sem er hræðilega lélegt á móti 260 fyrir 70 gr. Kúlu í 25-06 og þú veist hvað það þýðir !

Venjuleg 100 gr. kúla í .25 cal er með BC stuðul uppá sirca 350-400 þannig að þrátt fyrir pínu hraðari upphafshraða hjá .308 með 100gr. kúlu þá er .25-06 mun flatara en 308 með jafn þunga kúlu.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 22:19
af Stebbi Sniper
Heh... það er alltaf jafn skemmtilegt hvað kúlur og kaliber geta farið þversum ofan í marga!

Fyrir þann sem kann á byssuna sína skiptir þetta í rauninni samt ekki miklu máli. Svona þangað til færið fer að fara mikið yfir 400 metra, þá fer þetta að skipta máli og þá skilja þungu kúlurnar með háa BC stuðulinn hinar eftir í reykmekki bæði hvað fall og aðalega hvað vindrek varðar.

Fyrir þennan venjulega veiðimann sem er hvorteð er ekki að tegja sig lengra út en á 200, max 250 metra myndi ég samt segja léttar og hraðar kúlur væru betri, vegna þess að þá þarf minna að hugsa um fall.

130 eða 140 grs veiðikúla í 6,5 x 55 er bara mjög fín veiðikúla svo lengi sem þú kannt á riffilinn þinn með þeirri kúlu.

Það er til nokkuð einföld formúla til þess að reikna það út hvaða kúla er best eftir því á hvaða færi menn eru að skjóta, kannski ég, eða einhver annar sem kann hana hendi henni hér inn við tækifæri!

Væri samt sniðugt að láta þennan þráð ekki leysast upp í pissukeppni um kúlur og kaliber, heldur halda áfram á sömu braut... Takk fyrir mig Sigurður, þú átt mestan heiður af þessum þræði!

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 22:23
af konnari
Stebbi Sniper skrifaði:
Væri samt sniðugt að láta þennan þráð ekki leysast upp í pissukeppni um kúlur og kaliber, heldur halda áfram á sömu braut... Takk fyrir mig Sigurður, þú átt mestan heiður af þessum þræði!
Lika á þetta :D

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 22:29
af gylfisig
Ég hugsa að það sé nú bara verið að taka aðeins harðsperrurnar úr Sigga. Ósköp saklaust. En auðvitað vita allir hreindýraveiðimenn hvað hann er hrifinn af 308 sem veiðikaliberi, og á hinn bóginn, meinilla við 25-06. Eða var það öfugt ? :D

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 22:37
af konnari
Hér er ein góð veiðikúlu í .308win......þetta er 250gr. soft point kúla, ekki mikið pláss eftir í .308 hylkinu :lol:

Mynd

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 12 Sep 2013 22:42
af Stebbi Sniper
konnari skrifaði:Hér er ein góð veiðikúlu í .308win......þetta er 250gr. soft point kúla, ekki mikið pláss eftir í .308 hylkinu :lol:

Mynd

Mæli með því að menn kunni að setja fram í rílur er þeir ætla að skjóta þessum kafbáti! :lol:

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 13 Sep 2013 00:45
af Veiðimeistarinn
Það virðist aldrei meiga minnast á kúluþyngdir, hraða og kaliber, þá þurfa allir að keppast við að pissa og vita ekki hvort á að pissa á eplin eða appelsínurnar :lol: :lol: :lol: :lol:

Takk fyrir góð orð í minn garð :D

Hérna eru líka ansi skemmtileg vísindi frá Guðfinni bónda á Ungverjalandi :)
http://www.gkr2004.com/hreindyr/synakort.php

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 13 Sep 2013 11:24
af Guðni Einars
Ég skoða bara hleðslutöflur fyrir bæði hylkin t.d. http://www.lapua.com/en/products/reload ... relodata/5
og lít svo á hraðatölurnar fyrir svipað þungar kúlur.
Líklega er réttast að leita að kúlum sömu gerðar og með svipað Sectional Density (SD) við samanburð á milli ólíkra skothylkja. Til dæmis mætti bera saman 115 grains kúlu í .25-06 Remington (SD .0249) og 165 grains kúlu í .308 Winchester (SD .0248). Samanburður á hleðslutöflum í Nosler 6 bókinni sýnir að .25-06 Remington er töluvert mikið hraðari en .308 Winchester með þessum kúluþyngdum.

Sigurður veiðimeistari Aðalsteinsson er hrifinn af léttum kúlum á miklum hraða. Hann byggir það á langri reynslu af hreindýraveiðum og ekki síst því að hafa gert að óteljandi hreindýrum. Hreindýr eru ekki sérlega skothörð sé skotið fyrir aftan bóg (lungnaskot) eða í haus. Mörg hreindýr hafa verið felld með kúlum sem þykja of veikbyggðar á stærri bráð eins og t.d. elg eins og Nosler BT eða Hornady SST.

Það hefur verið forvitnileg umræða í nágrannalöndum um blýmengun í kjöti frá byssukúlum sem splundrast mjög í bráðinni. Þess vegna virðist vera tilhneiging til að færa sig yfir í sterkbyggðari kúlur (bonded) eða úr einsleitu efni (homogen) til að krydda ekki villibráðina með blýi.

Hver veiðimaður velur sér svo veiðikúlu eftir eigin sannfæringu því það er mikilvægt að treysta bæði kúlunni, rifflinum og sjálfum sér á veiðislóð.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 13 Sep 2013 12:25
af E.Har
Úps þar sem ég er að nota 300 wsm þá minnir mig að hylkið þar sé 53 mm
Hraðasta sem ég kem 125 gr ballastictip er um 3700 fet :-)

Hleð það samt venjulega um 3450 fet/sec. :D

En að öllu gamni sleptu þá er flatara betra fyrir menn sem skjóta ekki mikið.
Menn sem skjóta mikið og þekkja hólkinn sinn eiga auðveldara með að reikna með droppi.

Annars er þetta allt bara spurning um ró við að toga í gikkinn og að setja kúluna á réttan stað :mrgreen:

Annars frábær þráður og skemtilegar myndir.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 13 Sep 2013 13:11
af skepnan
Stebbi Sniper skrifaði:
konnari skrifaði: Mæli með því að menn kunni að setja fram í rílur er þeir ætla að skjóta þessum kafbáti! :lol:
Nei Stebbi, þarna þurfa menn að nota tvíhenduaðferðina :geek: Byrjað er með hlaupið beint upp í loftið og haldið þéttingsfast með báðum höndum um skeptið ofanvert og neðan til í axlarhæð. Síðan er hleypt af og höndunum sveiflað hratt niður og fram í leiðinni, endað er með hlaupið í láréttri stöðu og miðandi á viðkomandi skotmark. Ef rétt hefur verið með farið ætti kúlan að hafa kastast úr hlaupinu á þægilegum hraða til þess að hitta viðkomandi skotmark. En munið að æfingin skapar meistarann :ugeek:
Góða skemmtun

Kveðja Keli :D

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 15 Sep 2013 12:05
af Veiðimeistarinn
Jæja áfram með smérið!
Geldingahnapparnir fóru til veiða eins og venjulega seint á veiðitímanum.
Jóhann P. Hansson veiddi 88 kílóa tarf með bakfitu 54 mm. í Fjallgarðinum við Flugufell á svæði 1. Veiðiriffillinn Ruger 270 Win. Kúlan 110 gr. V-Max og færið 202 metrar.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 15 Sep 2013 12:08
af Veiðimeistarinn
Jónas Þór Jóhannsson Geldingahnappur veiddi 83 kg tarf með bakfitu 50mm. á Lónum við Flugufell.
Riffillinn Sako Forrester 243, færið 170 metrar.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 15 Sep 2013 12:16
af Veiðimeistarinn
Þeir eru bara myndalegir við innanúrtökuna Geldingahnapparnir. Brynjar fer innan í Jóhann handlangar og Jónas trakterar þá á súkkulaðirúsínum á meðan.
Leiðsögumaðurinn þurfti ekki að setja blóð á puttana í þessum túr, gat bara leikið sér og montað sig í allskonar uppstillingum.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 15 Sep 2013 12:20
af Veiðimeistarinn
Axel Ingi Eiríksson veiddi tarf í Langadal við Þríhyrning á svæði 1
Veiðiriffill hans er Tikka cal 308 kúlan Nosler Accubond 150 grain og færið 100 metrar.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 15 Sep 2013 12:25
af Veiðimeistarinn
Grímlaugur Björnsson veiddi tarf við Lónakíl á svæði 1.
Veiðriffillinn er Winchester NN cal 243 með 100 gr. soft point kúlu og færið var um 60 metrar.