Síða 2 af 3

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 20:26
af Gisminn
Númer 21 á bið á kú svæði 1 og vonandi er það nó til að eiga gott spjall við Veiðimeistarann :-)

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 20:43
af TotiOla
Hvar fannst biðlistann Þorsteinn?

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 20:43
af TotiOla
Eða fékkstu kannski póst? Ég er ekkert búinn að fá frá UST.

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 20:50
af karlguðna
http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Pla ... 6820bfa91d

hér er hægt að fletta upp sínum úrdrætti

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 20:59
af Veiðimeistarinn
Ég held að það sé að öllum líkindum nóg Þorteinn 90% ;)

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 21:00
af Gisminn
Karl svaraði þessu en ég var að vinna og fékk hringingu frá vini að nafnið mitt heði komið upp nr 21 á bið :-)

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 21:16
af Bowtech
Ekki gekk það í 4 skiptið..... En óska öllum þeim sem fengu dýr til hamingju

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 21:20
af Gisminn
Vonandi er það rétt Sigurður en ef það dugar ekki þá eigum við alltaf gott spjall og kemur ár á eftir ári :-)

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 21:31
af TotiOla
karlguðna skrifaði:http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Pla ... 6820bfa91d

hér er hægt að fletta upp sínum úrdrætti
Takk fyrir þetta. Var búinn að skoða þarna en biðlistinn sem þarna er sýndur er bara takmarkaður. 20% af leyfum eða eitthvað slíkt.

Mig langar að vita hversu aftarlega maður er í röðinni :D Veit einhver hvort, hvenær og hvernig þeir hjá UST gefa það út.

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 21:45
af Veiðimeistarinn
Þorarinn þú færð tölvupóst í nótt eða fyrramálið, þar sem fram kemur hvort þú fékkst leyfi eða hvar þú ert á biðlistanum 8-)

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 22:12
af Pálmi
Tarfur á 7 :D

Re: Útdráttur

Posted: 23 Feb 2013 22:31
af oliar
No.4 á bið með tarf á svæði 3.... ætii ekki að vera vandamál :-)

Re: Útdráttur

Posted: 24 Feb 2013 01:41
af Stebbi Sniper
Það verða gleðileg jól hjá Hamarsliðum í ár... :lol:

Re: Útdráttur

Posted: 24 Feb 2013 02:38
af TotiOla
Veiðimeistarinn skrifaði:Þorarinn þú færð tölvupóst í nótt eða fyrramálið, þar sem fram kemur hvort þú fékkst leyfi eða hvar þú ert á biðlistanum 8-)
Takk fyrir þetta Sigurður :D

Bíð spenntur eftir að sjá hvort ég er nr. 35 eða 335.

Re: Útdráttur

Posted: 24 Feb 2013 08:35
af jon_m
Mér skildist á Bjarna og Steinari að pósturinn færi ekki út fyrr en á mánudag, þannig að menn skyldu ekki örvænta ef hann berst ekki í dag.

Pálmi, verður þinn ekki tekinn af veginum með 338 ? Mætir bara í Hreinn 2013 og æfir þig aðeins fyrst á 650 metrunum.

Stebbi, fékkstu tarf á 7 ?

Jón M

Re: Útdráttur

Posted: 24 Feb 2013 18:24
af Stebbi Sniper
Ég fékk belju... Það er nóg fyrir mig að bera eina belju! Minna vesen en þessar tarfaveiðar og dugir mér fram á næsta tímabil...

Re: Útdráttur

Posted: 25 Feb 2013 20:09
af Spíri
Tarfur á svæði sex :D maður grætur það ekki.

Re: Útdráttur

Posted: 25 Feb 2013 22:41
af jon_m
Stebbi það er minnsta vesenið og lang ódýrast að kaupa kjötið í Nóatúni, ég hélt að vesen væri það sem menn væru að sækjast eftir. A.m.k sótti ég minn tarf í fyrra á stað sem enginn hafði nent að fara á allt sumarið þó að allir vissu af törfum þar uppi.

Nú verður gerður leiðgangur eftir þeim stóra á svæði 6, vona að Þórði sé sama um að taka þann næst stæðsta ;)

kveðja
JM

Re: Útdráttur

Posted: 25 Feb 2013 23:06
af Stebbi Sniper
Já það er satt... ég get nú alltaf haft það opið að hirða upp grjót fyrir Auja ef mig langar að hafa meira fyrir ferðinni... :?

Gangi þér vel með 130 + Tuddann...

Re: Útdráttur

Posted: 26 Feb 2013 13:12
af TotiOla
TotiOla skrifaði:Takk fyrir þetta Sigurður :D
Bíð spenntur eftir að sjá hvort ég er nr. 35 eða 335.
Þá er það komið á hreint :lol:
Af þeim sem sóttu um hreintarfi á svæði 7 varst þú númer 345 en kvótinn var 184 dýr. Þetta þýðir að 160 eru á undan þér í biðröðinni. Athugið að hér er ekki búið að taka tillit til fimm skipta reglunnar þannig að mögulega verða einhverjir teknir fram fyrir biðröðina.