Meiddur tarfur felldur

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Meiddur tarfur felldur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Feb 2013 22:12

Við leiðsögumenn erum stundum kallaðir til þegar til hreindýra sést sem er eitthvað athugavert við svo sem meiðsli og annað viðlíka.
Svo var nýlega að ég var kallaður til, til þess að líta á tarf sem hökti á þremur fótum við Grænanes í Norðfirði.
Eftir að hafa kíkt á tarfinn sem ekki tippti í vinstri framfót, ákvað ég að fella hann, það leit út eins og hann væri bógbrotinn.
Við skoðun kom í ljós að bógliðurinn var stokkbóginn og liðurinn orðnn krepptur og fóturinn þar af leiðandi of stuttur til að dýrið gæti stigið í hann.
Skrokkurinn var fleginn og liðurinn úrbeinaður og sagaður úr og komið til Náttúrustofu Austurlands sem rannsakar hann betur, ásamt lifrinni og kjálkunum.
Tarfurinn reyndist samkvæmt áætlun minni vera 7 til 8 vetra, liðhoraður og það vantaði í hann fremsta jaxlinn í neðri góm hægra megin.
Við nánari skoðun kom einnig í ljós gamalt skotsár á hrygg tarfsins, kúla hafði tekið ofan af einu háþorni á hryggnum, svo skarð sást eftir.
Viðhengi
IMG_8408.JPG
Sigfinnur Waldorf Karlsson bóndi í Grænanesi stendur yfir tarfinum föllnum.
IMG_8419.JPG
Bógliðurinn á vistra fæti var hnýttur með ofvöxt í beinum, þar af leiðandi nokkuð boginn.
IMG_8422.JPG
Eins og sést vantar fremsta jaxlinn hægra megin.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 15 Feb 2013 22:22, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Meiddur tarfur felldur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Feb 2013 22:14

Hérna sést kúlufarið í hryggnum á tarfinum.
Viðhengi
IMG_8420.JPG
Svona leit skarðið í hryggnum út, frá hlið.....
IMG_8421.JPG
og svona ofanfrá.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Meiddur tarfur felldur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Feb 2013 22:18

Að endingu, svona til fróðleiks, kúlufarið mitt gegn um skrokkinn.
6,5-284 Nosler ballistic tip 100 gr. á um 3500 feta hraða.
Uppfært 16. feb.
Viðhengi
IMG_8415.JPG
Innskot.
IMG_8416.JPG
Útskot.
IMG_8414.JPG
Kúlan smaug á milli rifja og opnaðist varla.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 16 Feb 2013 07:23, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Meiddur tarfur felldur

Ólesinn póstur af karlguðna » 16 Feb 2013 00:51

sælir veiðimeistari ,ef ég má gerast svo djarfurað spyrja, hvaða riffil ertu með, heldur þú að tönnin hafi verið skotin úr dýrinu??
svo verður þú að láta okkur vita hver er ástæðan fyrir "fötlun" dýrsinns þegar rannsókn er lokið.

e.þ. va ekki hraðinn "bara" rétt rúmlega 3300 fet. :D
Síðast breytt af karlguðna þann 16 Feb 2013 19:33, breytt í 1 skipti samtals.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Meiddur tarfur felldur

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Feb 2013 01:31

miðað við þetta allt þá er þetta hið besta mál og er að mínu mati flokkað undir líknar dráp
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Meiddur tarfur felldur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Feb 2013 22:53

Karl, nei ég hef enga trú á að tönnin hafi verið skotin úr honum, það sést ekkert á kjálkunum eða kinninni á honum, svo mér finnst það frekar langsótt og ósennilegt.
Adrei að vita samt, meiri grísinn ef hann hefur verið með opinn munninn og kúlan eða kúlubrotið hefur smellhitt tönnina.
Nei þetta eru 3500 fet á sekúndu mælt með hraðamæli sem þeir eiga Maggi og félagar á Hvolsvelli.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Meiddur tarfur felldur

Ólesinn póstur af karlguðna » 16 Feb 2013 23:37

Nei það er satt , dálítið langsótt, annars virðist hafa verið skotið ærið oft á greyið .
flott skot.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
heimirsh
Póstar í umræðu: 1
Póstar:36
Skráður:30 May 2012 19:20

Re: Meiddur tarfur felldur

Ólesinn póstur af heimirsh » 22 Feb 2013 12:25

Reynslubolti þessi tarfur...viðeigandi að annar slíkur hafi að lokum fellt hann. :)
Heimir S Haraldsson

Svara