Fallþungi hreindýra?

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 25 Feb 2013 22:47

Þannig var að þegar ég fékk áhuga á því stunda eldamennsku þá rak ég mig stundum á ýmis hugtök sem talið er sjálfssagt að allir viti. Gott dæmi um það er smjörbolla sem á að þynna út eftir kúnstarinnar reglum þegar sósa er gerð. Þetta vafðist fyrir mér og ekki batnaði það þegar ég komast að því að það ætti að sletta saman bræddu smjöri og hveiti. Þá vöknuðu aðrar spurningar eins og hvað mikið og hvernig.
Það er nú þannig í reynd að matreiðslumeistarar gera þau mistök í sínum bókaskrifum að gera ráð fyrir því að grundvallar upplýsingar berist með móðurmjólkinni.

Ég hef grun um að svipuð staða geti átt sér stað við ýmsar aðrar aðstæður og er ég nokkuð viss um að nú sé einhver að velta því fyrir sér hugtakinu fallþungi hreindýra. Hvað er átt við?

Er verið að tala um fellt dýr með haus og hala? Eða er verið tala um fellt dýr sem búið er að taka innan úr og flá?
Já svo má taka þetta lengra og velta því fyrir sér hvað meðal tarfur gefi af sér af kjöti þegar kjötiðnaðarmaður er búinn að fara höndum um dýrið.
Sama á við kýr og hvernig skipist svo þetta góða hráefni? Hvað má gera ráð fyrir háu hlutfalli af hakki og gúllas. Og hvað koma svo mörg kíló af steikum?

Nú er það svo að fyrir liggur talsvert af góðum þráðum um kúlur, verkfæri og veiðimyndir.
En hvernig væri að fá svör við einföldum spurningum sem sumir veigra sér við að spyrja. Hagnýt ráð frá reynsluboltum sem snúa að umhirðu frá falli og í frystikistu.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Feb 2013 23:00

Fallþunginn er vigtaður eftir að búið er að taka af haus, hala húð, lappir og innan úr.. það er strípaður skrokkur með beinum eins og hann hangir á meðan hann kólnar!

Allra stærstu tarfar eru rétt um og yfir 130 kíló fallþungi, minnir samt að ég hafi eitthvern tíman séð 137 kg. Meðal Tuddi er líklega í kringum 90 kg.

Kjötnýttni af Tudda dettur mér í hug að geti verið um 50 - 55 % og kannsi eitthvað hærra af beljum 55 - 60 %.

Mjög væn belja er yfir 50 kg í fall þunga allgengt gæti verið svona 37 - 40 kg.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Feb 2013 23:15

Þetta er allt rétt og satt hjá þér Stefán!
Nema!
Stæstu tarfar eru ekki mikið yfir 120 kíló, þó eru undantekningar þar á, þyngstu tarfar viktaðir á vikt eru rétt yfir 130 kíló.
Þessar tölur sem oft heyrast nefndar um fallþunga mjög stórra tarfa, eru því miður oftast áætlaðar tölur, sérstaklega af törfum sem eru hlutaðir sundur á fjalli og bornir úrbeinaðir til byggða.
Það virðist vera tilhneiging til að kríta liðugt í þeim efnum þegar þeir fara að síga í hjá burðarmönnunum eftir sem burðurinn lengist.
Það er með það eins og ortakið, fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur.
Síðan er nýtingin heldur betri úr tarfaföllunum en falli af kúm og það er lélegri nýting eftir sem fall kúnna er léttara.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af karlguðna » 25 Feb 2013 23:31

og hvenær eru svo tarfarnir feitastir ??
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Feb 2013 23:40

Þetta var nú kannski meiri tilfinning hjá mér, frekar en ég hefði eitthvað haldbært fyrir mér í þessu... minnir samt að ég hafi séð bæði 137 og 133 kg á gamla hreindýra vefnum... svo heimildirnar eru nú kannski ekki allar frá fyrstu hendi.

Ég hélt reyndar að nýtinginn á kú væri betri en á törfum... það er eins og mig minni að ég hafi verið að hafa í kringum 22 - 25 kg af 40 kg kú. En ég hef þó ekki vigtað þetta undanfarin ár.

Personulega finnst mér þetta vera stór hluti af veiðiferðinni sem Sveinbjörn talar um hér að ofan... þ.e. að taka þetta alla leið sjálfur! Labba, leita, skjóta, afhausa, taka innanúr, labba heim með beljuna mína á öxlunum, flá, hengja upp, úrbeina, hakka og snirta steikur, frysta... steikja og eta!

Fara með húðina og gefa Ágústu á Djúpavogi, til fatagerðar...

Best væri svo að geta líka legið fyrir skolla yfir því sem ekki nýtist!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af Björn R. » 26 Feb 2013 00:29

Fallþungi þessa eina tarfs sem ég hef fellt var 99kg þar af fengust um 40kg af kjöti. Lungnaskotinn á 70m með 150grs kúlu, cal 308
Leiðsögumaðurinn tjáði mér að vigtin væri í góðu meðallagi eins og hann orðaði það. Fyrir utan að veiðidagurinn tók 16 tíma þá var sjálf veiðin hálfgerð túristaveiði. Gátum skriðið niður fyrir þá og að grjótbarði og vorum því alveg í felum. Höfðum því nægan tíma til að spá og spekulera og samskutum á tvo tarfa. Hinn tarfurinn var lítið léttari í fallþunga en þó náðust tæp 50kg af honum var mér sagt.
Skinnið var hirt og prýðir nú einn stofuvegginn. Minnir að sútunin hafi kostað fyrir austan í fyrra um 30.000 sem mér fannst vel sloppið miðað við verðin á kálfaskinnunum í Geysi í Haukadal, þá voru þau seld þar á 20.000 smá bleðlar

Bara svona ef einhver vill vita einhverjar raun tölur

Með kveðju
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af prizm » 26 Feb 2013 05:19

Ég hef nú eingöngu farið í tvær ferðir austur og bæði skiptin á tarf.
Sá fyrri(2011) var með fallþungann 86Kg og fékk ég um 45Kg af hreinu kjöti.
Sá seinni(2012) var 100Kg og fékk ég ef ég man rétt rétt yfir 50Kg af hreinu kjöti.
Því miður sé ég ekki að ég hafi fengið úthlutað þetta árið sem er svo sem í lagi þar sem ég á enn rúmlega hálft dýr eftir núna :)

Veiðidagurinn á fyrri tarfinu hófst um kl 07 og var hann felldur um kl 14 og vill ég nú þakka hr Sigurði Veiðimeistara fyrir að hafa bent okkur á þennann tarfahóp.
Í fyrra hófst veiðidagurinn um kl 6 og var dýrið fellt um kl 10.
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af gkristjansson » 26 Feb 2013 10:14

Vill bara benda ykkur á "nýja" hreindýra vefinn (í vinnslu en er þegar aðgengilegur) þar sem við erum að reyna að safna saman svona upplýsingum þannig að menn geti nálgast svona upplýsingar "online" ;)

Er einhver ykkar sem hefur fellt dýr á til upplýsingarnar þá endilega senda til mín með eins mikið af upplýsingum og þið hafið (hnit, dagsetning, fall þyngd, caliber, tími notaður, vegalengd gengin, lengd færis, tegund kúlu, nafn veiðimanns, nafn leiðsögumanns, og svo framvegis, því meira því betra...). Svo er ekki verra að fá mynd líka til að "hengja við færsluna".

Endilega sendið póst á mig (gkristj (at) gkr2004.com) og ég set þetta inn og þið getið síðan séð þetta á http://www.gkr2004.com/hreindyr ;)
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Feb 2013 10:18

Feldi tarf í sumarlok 2012, 96 kg, og fékk tæplega 50 kg af kjöti af honum.

Svo er hausinn af honum vonandi á leiðinni til mín einhvern tímann á næstunni 8-)
Mbk.
Þórarinn Ólason

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af konnari » 26 Feb 2013 11:09

Ég feldi tarf í lok júlí 2011 og var hann rúm 110 kg. og fékk ég 52.5 kg. af kjöti + lifrina.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Björn Árnason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:26 Feb 2013 15:02
Fullt nafn:Björn Árnason

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af Björn Árnason » 26 Feb 2013 15:07

Sæll Sveinbjörn,
ég felldi tarf á svæði 3 í fyrra sem var um 93 Kg.
Ég og gormaður minn tókum okkur góðan tíma í úrbeiningu þegar suður var komið og afurðir skiptust svona hjá okkur:
Steikur: 25,2 Kg
Smásteikur: 13,26 Kg
Gúllas: 6,7 Kg
Hakk: 8,15 Kg

Samtals: 53,31 Kg
kv, Björn Á.

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af E.Har » 27 Feb 2013 10:30

Búin að vera að brasa í þessu nokkur árin :-)
Fáir tarfar yfir 100 kg.

2 yfir 115,

Ívar Erlends 118 gamall durgur á svæði 9. (krúnunni var stolið í Hafnarfyrði svo ef einhver veit um hana þá má senda mér línu, lítið greinótt lurkakróna,)
Valur Righter byssusmiður á Ísafyrði. 125,5 hlutaður í tvent en vigtaður á hafnarvoginni á Ísafyrði, hanginn áður en hann fór í vinnslu. Tekinn á svæði 5, Sandvík blóð sviti og tár! :roll:

Flestir hafa verið undir 100 kg og einn niður undir 80 kg! Ekki eðlilegt að finna afa tarfanna í hverjum túr.

Beljurnar voru líka stærri niður á fjörðum. En í raun snýst þetta oft um hve hæfan veiðimann þú ert með. Að hann geti náð því besta sem er í boði úr viðkomandi hjörð.

Hitt er svo annað mál að þetta er svona pínu pissukeppni :-)
5-10% meira eða minna kjöt skiptir ekki öllu máli. Meira atriði að njóta veiðimennskunnar og fella dýrið sitt snirtilega.

Annars er ég bara grófur á þessu, lífþyngd - dilkur - kjöt helmingast við hverja vigtun. :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af sindrisig » 27 Feb 2013 20:16

Beljur yfir 50 kg. eru ekki að gefa af sér umframþyngd í öðru en fitu, sem nýtist helst sem skóáburður eða í útikerti.

Hefðbundnar kýr niðri á Fjörðum eru að gefa af sér 20 - 27 kg. þá er fallþungi á bilinu 40 - 50 kg. Ekki algilt að fá meira kjöt af hærri fallþyngd.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Fallþungi hreindýra?

Ólesinn póstur af Spíri » 27 Feb 2013 20:44

hr1.jpg
2012 modelið
hr1.jpg (25.55KiB)Skoðað 3826 sinnum
hr1.jpg
2012 modelið
hr1.jpg (25.55KiB)Skoðað 3826 sinnum
Ég felldi tarf 2011 og vóg hann 104 kg(skrokkurinn) og var hann vigtaður hjá meistara Reimari, en sá sem ég skaut í fyrra vigtaði 95 kg. líka vigtaður hjá Reimari. Sá þyngri var að gefa rétt um sextíu kíló af kjöti, hakki og gúllasi en sá léttari var að gefa einhver 55 kíló. En þess skal getið að engar kjötskemmdir voru á þeim bræðrum þar sem þeir voru báðir skotnir í hausinn.
Viðhengi
hr2.jpg
2011 modelið
hr2.jpg (24.54KiB)Skoðað 3826 sinnum
hr2.jpg
2011 modelið
hr2.jpg (24.54KiB)Skoðað 3826 sinnum
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Svara