Biðlistarnir

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af E.Har » 27 Feb 2013 10:13

Var samt ekki verið að tala um að einhvað ætti að breyta reglunum um skotprófið?
Ég vil auðvitað að það sé árlegt, það tryggir lágmarks æfingu.

Er samt ekkert rosalega hrifin af útfærslunni.
Tilgangurinn er að tryggja að veiðimaður geti skotið skammlaust og að hólkurinn og stækkunarglerið séu í lagi.

Sé t.d ekki af hverju ekki má fara eftir öryggiskröfum skotfélags sem flest banna að labba með riffil út að skífu. Svo má setja spurningu við 3 skot í stað 5. bara svona fyrir þá sem eru stressaðir á hita.
Gruppan er hvort eð er komin í ljós með 3 :D Þó það skipti mig ekki máli. Finnst þetta óþarfa stress.

Sitja lyggja er ekkert atriði fyrir mér. Einhvernvegin finnst mér menn oft vera upp á steinum, á veiðum :roll:

Síðan hitt, menn verða að meiga fá riffil lánaðan á veiðislóð. Skytta ber sjónaukanum sínum í stein og trystir honum illa. Auðvitað smelli é Blaser fyrir framan :mrgreen: Þó það se ekki í lagi þannig!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Árni
Póstar í umræðu: 5
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af Árni » 27 Feb 2013 10:31

Það er rétt þannig, þú dettur ekki af biðlista ef þú færð úthlutað eftir að tímabilið hefst.
Dæmi 1.
Þú færð úthlutað af biðlista 3 ágúst og neitar, þá detturu ekki af biðlistareglunni.

Dæmi 2.
Þú færð úthlutað af biðlista 14 júlí og neitar, þá dettur þú af biðlistareglunni.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af skepnan » 27 Feb 2013 12:13

Sælir allir,(væri nú gaman ef kvenpeningurinn tæki meiri þátt umræðunum ;) )

Þetta er tekið úr listanum um framkvæmd fimm skipta reglunar:
#Ekki telst sem úthlutun hafi viðkomandi verið boðið dýr eftir að veiðitímabil hefst nema viðkomandi hafi þegið leyfið og náð dýri #
Svo að ef þú sækir um og færð úthlutað, þá fellur fimm skipta reglan út. Það er það sem ég get skilið úr þessum reglum.
http://ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/
Þetta er neðst á síðunni.

[quote="Dr.Gæsavængur"]Það er klárt mál að þetta fyrirkomulag verður að endurskoða. Mér finnst að menn ættu að standast skotpróf áður en þeir sækja um dýr, quote]
Atli, þetta tel ég ekki vera góða leið. Það að borga fyrir að fá að taka þátt í umsókn um hreindýraleyfi er ekki sniðug hugmynd. Það hafa fleirri komið með þessa hugmynd og hún virkar eins og opið "skotveiðileyfi" á okkur, fyrir mig. Þannig að við skotveiðimenn verðum rukkaðir fyrir allan andskotann af því að við viljum það :evil: Stígum varlega til jarðar með það að biðja yfirvöld um að taka meira fé af okkur.
Hvert ætti aukapeningurinn að fara sem að kæmi inn fyrir þá sem ekki fengju úthlutað, í nýjan bíl fyrir Svandísi eða arftaka hennar? Ekki fengju menn endurgreitt. Ekki fengjum við heldur að vita hvert féið færi enda hefur ennþá ekki komið rökstuðningur um það af hverju hreindýraveiðileyfin hækkuðu svona mikið :evil:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 11 Mar 2013 12:07

[/quote]
Dr.Gæsavængur skrifaði:Það er klárt mál að þetta fyrirkomulag verður að endurskoða. Mér finnst að menn ættu að standast skotpróf áður en þeir sækja um dýr, quote]
Atli, þetta tel ég ekki vera góða leið. Það að borga fyrir að fá að taka þátt í umsókn um hreindýraleyfi er ekki sniðug hugmynd. Það hafa fleirri komið með þessa hugmynd og hún virkar eins og opið "skotveiðileyfi" á okkur, fyrir mig. Þannig að við skotveiðimenn verðum rukkaðir fyrir allan andskotann af því að við viljum það :evil: Stígum varlega til jarðar með það að biðja yfirvöld um að taka meira fé af okkur.
Hvert ætti aukapeningurinn að fara sem að kæmi inn fyrir þá sem ekki fengju úthlutað, í nýjan bíl fyrir Svandísi eða arftaka hennar? Ekki fengju menn endurgreitt. Ekki fengjum við heldur að vita hvert féið færi enda hefur ennþá ekki komið rökstuðningur um það af hverju hreindýraveiðileyfin hækkuðu svona mikið :evil:

Kveðja Keli
Ég skil vel þetta sjónarmið þitt Keli, og er ég alveg sammála því að við þurfum að vera vakandi fyrir því að peningarnir séu ekki plokkaðir af okkur og ef svo er í hvað þeir fara. Á vissan hátt ertu samt hvort eð er búinn að borga fyrir að vera með í hreindýraútdrætti áður en kemur að skotprófi með því að borga fyrir veiðikort, en það er önnur saga. En ég sagði að það verði að endurskoða þetta fyrirkomulag. Það væri hægt að breyta mörgu. Það væri t.d. hægt að hafa það þannig að þú borgir einungis skotfélagi fyrir að taka skotpróf (4000kr.) og þennan 500 kall til ríkisins borgiru einungis ef þú færð úthlutað dýri.. Þá þarf enginn að hafa áhyggjur hæstvirtum umhverfisráðherra og hennar fararskjótum :) Jú, þá ertu samt að borga skotfélaginu peninga fyrir skotpróf sem mögulega nýtist ekki ef þú færð ekki dýr. En þetta gjald væri í versta falli góð æfing og staðfesting þess að þú og vopnið þitt virkar.

Málið er að þetta myndi fækka svo um munar umsóknum í dýrin. Menn myndu ekkert vera að sækja um nema þeir virkilega ætluðu sér að veiða dýr. Mjög margir held ég sem sækja bara um af gömlum vana til að vera með og sjá svo til með vorinu hvort konan vilji frekar fara til kanarí :)

Þetta er allavega mín skoðun og ég fagna umræðu um þetta. Hún þarf að vera háværari til að ná fram einhverjum breytingum á þessu gallaða skotprófsferli. Vil samt að það komi fram að ég er mjög hlynntur skotprófunum og fagna þeim. En reglurnar um þau voru settar fram í flýti í fyrra og sömu reglur gilda í ár og það virðist ekkert vera í gangi sem breytir þeim fyrir það næsta eða þar næsta.
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

Árni
Póstar í umræðu: 5
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af Árni » 11 Mar 2013 12:32

Held nú reyndar að þetta sé bara ágætt ferli eins og þetta er núna.

Umsóknum fækkaði töluvert og núna eru engar endurgreiðslur á staðfestingargjaldinu svo þeir sem ætla að taka þau dýr sem þeir fengu úthlutað eru líklegir til að þreyta prófið áður en þeir greiða staðfestingargjaldið og þarafleiðandi ætti biðlistavinnan að byrja fyrr í ár en áður.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Mar 2013 13:26

Sæll Atli

UST sér alveg um að setja þessar reglur, að vísu var beðið um umsögn prófdómara og Pálmi sendi inn umsögn um þetta próf frá okkur.

Ekki þótti ástæða til þess að taka þeim ábendingum sem komu til UST á síðasta ári, þar sem þær voru fáar, flestir sem sendu inn umsögn, lögðu þó til að fækka skotum úr 5 í 3, en þeir voru ekki margir. Ef prófdómarar og skotfélög vilja ná fram breytingum á þessu prófi þá er ljóst að þeir sem eru í forsvari fyrir skotfélöginn ganvart UST, þurfa að funda saman eða koma upp sameiginlegum umræðugrundvelli til þess að samræma hvaða breitingum við viljum ná fram. Þá þarf eitthvern til þess að leiða það starf áfram, því ég hef nú trú á því að UST myndi begja sig undir mikinn þrýsting frá skotfélögunum um að breita framkvæmdinni, ef við stæðum saman um að breyta þessu á skynsamlegann veg.

Það verður aldrei nóg að setjast hver og einn niður í sínu horni og skrifa umsögn, menn munu ekki taka neitt mark á því ef þetta kemur bara frá einum aðilla, þá er enginn vigt í umsögninni, sama hversu skynsamlega hún hljómar.

Ég er personulega á þeirri skoðun, eins og margir aðrir að þessi göngutúr með byssuna út á völlinn með opinn lás, er tilgangslaus og að það sé ekki verk UST að setja öryggisreglur sem samrýmast ekki þeim reglum sem almennt eru í gildi á skotvöllum víða um landið.

Mér finnst að þetta próf eigi ekki að snúast um að reyna að líkja eftir veiðum, því slíkt er ekki hægt á skotvöllum, eins og flestir þekkja.

Fyrst og fremst á þetta próf að snúast um það að þú getir komið með riffil, tekið hann upp úr töskuni, stillt honum upp og passað upp á að opna lásinn, til þess að sína að þú sért ábyrgur og veifir ekki riffli með lokaðan lás innan um annað fólk. Svo þarft þú að geta hitt skammlaust 5 skotum í mark á 100 metra færi og pakkað rifflinum aftur í töskuna og fengið niðurstöðuna úr prófinu.

Ég veit ekki um neinn sem gengur um með opinn lás eða boltalausann riffil á hreindýraveiðum og ég sé heldur ekki tilganginn í þessum þætti prófsins. Ég sá heldur ekki tilgang með því að senda inn umsögn, þar sem reynslan sýnir að ekki er hlustað á þær, nema ef þær hafa eitthverja vigt á bakvið sig.

Skotvís hefur þó eitthvað verið að reyna að fá fund með UST mönnum til þess að koma sínum sjónarmiðum að og ef það hefur tekist þá hefur augljóslega ekki verið hlustað á þeirra tillögur, sem ég man nú ekki nákvæmlega í hverju fólust.

Skotprófið var þó augljóslega algjör nauðsyn, menn geta svo rifist bæði um gjaldtöku og framkvæmdina, sem eru að mínu mati mun veigaminni atriði, heldur en að koma sjálfu prófinu á.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af prizm » 11 Mar 2013 13:44

Sæll Stefán.

Alveg er ég sammála þér um þetta atriði með lásinn :)
Væri ekki spurning um að formenn skotfélaganna tali sín á milli og sendi saman póst til skotvís um þau atriði sem má bæta og láta þá ganga í málið fyrir hönd skotfélaganna(þá ættu þeir að vera með töluvert meira vogarafl).
Það væri til gamans hægt að tilgreina hve margir meðlimir eru í skotfélögunum til að fá aðeins betri jarðveg :)
Með kveðju
Ragnar Franz

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 24 Mar 2013 22:13

Það heyrist ekkert af skotskífunum enn frá UST og ég ætla rétt að vona að þær berist ekki til okkar prófdómara fyrir páskana úr þessu.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Árni
Póstar í umræðu: 5
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af Árni » 25 Mar 2013 15:04

Ég verð að segja að það finnst mér magnað.

Það þýðir að þeir sem fengu úthlutað hafa ekki séns á því að þreyta prófið áður en þeir greiða staðfestingargjaldið ?

Það er þá ansi dýrt að falla fyrir þá sem gera það...
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Stefán Einar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:05 May 2012 20:49

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af Stefán Einar » 15 Ágú 2013 17:55

Ég ákvað að endurlífga gamlan og skemmtilegan þráð - sem reyndar hafði farið útum víðan völl.

Upphaflega var spurt hvort menn hefðu einhverja tilfinningu fyrir hvað getur gengið langt inná biðlistana?

Eru menn eitthvað tilbúnir að spá í þetta núna á miðjum veiðitímabili?
Með kveðju frá Sviss
Stefán Einar Stefánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Biðlistarnir

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 Ágú 2013 20:14

Ætli menn vilji nokkuð ræða þessa biðlista í dag. Veiðar ganga vægast sagt ömurlega á sumum svæðum og miðað við sögusagnir þá er byrjað að skila inn leyfum. Tilvitnun í Gróu á Leiti hefur ávallt verið varasöm eftirbreytni en hún fær að standa hér á meðan einhver sem veit meir hrekur hana.

Tja ætli ég verði nú ekki bara að taka ofan fyrir kellingunni í þetta skiptið. Þetta er allt opinberað hér: http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/. Þetta er orðið viku gamalt og allt að gerast.
Sindri Karl Sigurðsson

Svara