LEIÐSÖGUMENN

Allt sem viðkemur hreindýrum
karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason
LEIÐSÖGUMENN

Ólesinn póstur af karlguðna » 26 Feb 2013 22:41

Hver eru verðin hjá GÆDUNUM í ár ? eru menn tilbúnir til að gefa það upp svona opinberlega ??
og þá bæði með og án bíls .!
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: LEIÐSÖGUMENN

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Feb 2013 22:51

Já að sjálfsögðu auðvitað.

Mínir taxtar eru eftirfarandi:

20.000 á dag og 15.000 á hvert fellt dýr + VSK = 43.750 á 1 dýr á dag með VSK. 62.500 á 2 dýr á dag með VSK. 81.250 á 3 dýr á dag með VSK.
Finnist hins vegar engin dýr eða ekkert veiðist þá tek ég ekkert fyrir þann dag (nema veiðmaður skjóti feilt eða klúðri hlutunum á einhvern hátt eftir að ég er búinn að koma honum í færi) 8-)

Bíll, pakki + 100 km. á dag. 25. þús. á dag og 140 kr. á kílómeter fram yfir 100 kílómetra og olía á bílinn, það er ekki reiknaður VSK á bílkostnað.

P.S.
Flott hjá þér að hafa yfirskriftina hérna alla með stórum stöfum.
Það undirstrikar mikilvægi okkar LEISÖGUMANNANNA :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: LEIÐSÖGUMENN

Ólesinn póstur af karlguðna » 26 Feb 2013 23:03

Svona eiga menn að vera, ekkert pukur. ef maður er vel keyrandi er þá eitthvað mál að nota bara sinn eigin bíl ??

Það er líka spurning hvort ekki eigi setja HÁTTVIRTUR fyrir framan líka. :lol:
Síðast breytt af karlguðna þann 26 Feb 2013 23:48, breytt í 1 skipti samtals.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: LEIÐSÖGUMENN

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Feb 2013 23:08

Nei, ekkert mál, ég vil helst að menn fari á eigin bíl.
Vil spara minn, hann fer svo helvíti ílla á svona brölti dag eftir dag.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: LEIÐSÖGUMENN

Ólesinn póstur af jon_m » 26 Feb 2013 23:41

Held að verðin sem Siggi gefur upp séu mjög svipuð og hjá öðrum. Þetta er amk. nákvæmlega sömu tölur og hjá mér, nema að ég hef ekki verið með kílómetragjald þó farið sé yfir 100 km. Spurning um að bæta því við þar sem oft þarf að keyra langar vegalengdir með skrokkinn í kjötvinnslu.

Hef tekið 25 þús fyrir að sækja 1 - 8 kalla á flugvöllinn, annað hvort á Höfn (250 km) eða Egilsstöðum (140 km). Kemur svipað út og 140 kr/km + olía, kannski heldur ódýrara.

Afnot af töfrateppi eru 5 þús kr og fláning 5 þús.
Gisting 5000 kr í svefnpoka og 7000 kr í uppbúnu (http://simnet.is/fossardalur/)

kveðja
JM
Síðast breytt af jon_m þann 27 Feb 2013 18:37, breytt í 1 skipti samtals.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: LEIÐSÖGUMENN

Ólesinn póstur af E.Har » 27 Feb 2013 09:57

Glæsilegt :P

Ég hef fyrir nokkru gefist upp á þessu.
Held mig við kornflexpakkastaðalinn :-)

Útseld vinna á mér frá mínu fyrirtæki er 12300 kr tíminn + vsk
Síðan þarf ég uppihald fyrir austan gistingu og fæði svo niðurstaðan er sú að ég er allt of dýr til að geta gert þetta í atvinnuskini.

Fer bara nokkra túra með félagana eða hleyp undir bagga með öðrum ef t.d þoka hefur valdið áhlaðanda. Þá skiptir minna máli í heimilisbókhaldinu hvað menn borga :roll:
Vil einnig ekki gera mikið af þessu. Þetta á að tilheyra þeim sem eru að reyna að gera þetta faglega.

En það er með þetta eins og margt annað, soldið að borga en lítið að fá.
Oft er þetta bölvað puð. Langir dagar og í raun margir dagar sem detta líka út vegna veðurs og ekki hægt að selja út.
Búnaður slitnar og týnist. Bílar skemmast.
Allavega tókst mér aldrey að reka þetta með neinum +

Svo kornflexpakkin hentar mér. Komast á 2-4 svæði. Æðisslegt :lol:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara