Skotvís og skotprófin

Allt sem viðkemur hreindýrum
Björninn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason
Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Björninn » 01 Mar 2013 21:00

Skotvís vill að menn hafi staðist skotpróf til að umsókn um hreindýr teljist gild. Vissi það ekki fyrr en ég las þetta:

http://skotvis.is/umsagnir-alyktanir-og ... vali%C3%B0

Hvað finnst mönnum um það? Þó þetta sé kannski ekki mikill peningur er fúlt að þurfa að punga honum út og fá svo ekki dýr, og jafnvel nokkur ár í röð. Finnst frekar skrýtið að Skotvís sé að berjast fyrir meiri útgjöldum fyrir okkur...
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af gkristjansson » 01 Mar 2013 21:04

Ég er sammála þessu, ekkert vit í því að borga fyrir skotpróf ef þú færð ekki dýr.

Hélt að Skotvís væri okkar hagsumna samband, núna þarf ég að endurhugsa þetta.....

Svo ég tali nú ekki um okkur "Útlendingana", þurfum við þá að koma heim til að taka skotpróf bara til að geta sótt um hreindýr........
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Árni » 01 Mar 2013 21:21

Væri gaman að heyra í einhverjum úr stjórn Skotvís hver pælingin er á bakvið þetta, það eina góða sem ég sé við þetta er einmitt það sem þú segir, það sækja engir útlendingar um og því fleiri dýr fyrir okkur á klakanum.

Hinsvegar núna eftir fyrstu reynsluna af þessu þá held ég að flestir þreyti þetta próf áður en þeir greiða staðfestingargjaldið hvort eð er, amk þeir sem eru ekki 100% vissir að ná því.
Og með því ætti að síast hraðar út en fyrri ár.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Mar 2013 21:33

Hugsunin er að fækka þeim sem langar bara að vera með og athuga hvort þeir fái dýr yfir í alvöru umsóknir en ég sammála að samt er þetta fullmikið ef menn fá ekki dýr.
Ég trúi ekki öðru en að það sé hægt að leysa vandann með brottflutta Íslendinga.
Og jú Skotvís er fyrir veiðimenn og því fleiri veiðimenn sem segja sýnar skoðanir þeim mun markvissari verður skotvís að ég tel.
Ég gekk í Skotvís á sínum tíma til að geta tjáð mína sýn á málum og reynt þannig að hafa áhrif en ekki tuða bara úti í horni og menn eru ekki alltaf sammála mér en það er allt í lagi ef ég veit að mín rödd hefur heyrst og að ég tali ekki um ef ég fæ góð rök hvers vegna menn eru ekki á sama máli.
En ég fór inná hlekkinn og mér sýnist að allt sem ég var svo í nöp við í fyrra sé á réttri leið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Björninn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Björninn » 01 Mar 2013 21:45

Ég er í Skotvís, og hef ekki séð mikið eftir aurnum hingað til, en finnst þetta svolítið skrýtið baráttumál.

Ég held að með því að hafa skotpróf yfir höfuð, að þá fækki þessum sýndarumsóknum nóg, og séu ekki vandamál.

Væri ekki betra fyrir Skotvís að berjast frekar fyrir því að sumir fari að lögum og ákveði kvótann á réttum tíma? Þá væri hægt að hafa umsóknar- og úthlutunarferlið fyrr og þar með skotprófið. Þannig að ekki sé verið að reyna koma leyfunum út korter fyrir lok tímabils.
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Mar 2013 21:47

Hvernig er ferlið í öðrum löndum þar sem er próf sækir maður fyrst um dýr og fer í próf eða sannar maður að maður er hæfur til að sækja um dýr?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 01 Mar 2013 22:28

Já þá kom að því að við getum verið almennilega ósammál og um frekar ómerkilegt tækniatriði sem allir eiga að geta haft skoðun á.

Hvað varðar drenginn frá Grænás þá tel ég að UST eigi að viðurkenna skotpróf frá Evrópu. Og tel ég ekki ólíklegt að einhverskonar fyrirkomulag sé þar til staðar sem geti sannað hæfni manna til veiða á stærri bráð.

Einnig er það verðugt verkefni fyrir skotvís að fá okkar hæfnispróf viðurkennd í sem flestum löndum.

EN snúum okkur að landafjandanum og hans raunum. Ég verð að segja eins og er að í mínum huga tel ég að sá sem standist hæfnispróf eigi að öðlast rétt til að sækja um leyfi til að stunda veiðar á stærri dýrum. Með öðrum orðum hæfnisprófið veitir rétt til að sækja um.

Og rökin eru ósköp einföld.
Sá sem ekki vill greiða 5000kr í prófgjald ætti að snúa sér að hagkvæmari kostum þegar kemur að veiðum og áhugamálum.

Sá sem ekki er tilbúinn til útláta vegna skota sem er hjá sumum frá 5.000kr og að 50.000kr.
Sá kostnaður er breytilegur frá manni til mans. Sumir þurfa fleiri tækifæri og meiri æfingu en aðrir til að standast prófið.
En oftar er það nú svo að þegar menn eru komnir af stað í að æfa sig þá er það gaman og við höfum gaman að því að skjóta. Nú þegar við förum að skjóta meira eykst hittni og við förum öruggari til veiða.
Nú komi sú staða upp að ekki eru tök á því að fara í próf, kaupa pakka af skotum. Já eða falla á tíma eða lenda í atburðarrás ófyrirséðra atburða og allt annað sem upp á kemur í lífi vinnandi manna.

ER þá ekki best að komast að því sem fyrst ?? Áður en greitt er staðfestingargjald fyrir Hreindýr og önnur útgjöld sem eru fyrirséð í framhaldi af því??
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Magnus
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:18 Feb 2013 15:23
Fullt nafn:Magnús Sigmundsson

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Magnus » 01 Mar 2013 22:36

En gildir ekki skotprófið næsta ár og þarnæsta? Ef menn eru búnir að ná skotprófinu og fá ekki dýr, er ekki þar með að það sé glataður peningur, því það nýtist næstu ár. Eða er ég að misskilja, þurfa menn að taka prófið í hvert skipti sem þeir sækja um hreindýr, þótt hafi náð því árið á undan?
Magnús Sigmundsson

Björninn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Björninn » 01 Mar 2013 22:40

Já Magnus, þú ert að misskilja, það þarf að taka prófið ár hvert.

Sveinbjörn,
5000 kr í sex ár eru 30000 kr fyrir þann sem er óheppinn.

Þú spyrð:
"ER þá ekki best að komast að því sem fyrst ?? Áður en greitt er staðfestingargjald fyrir Hreindýr og önnur útgjöld sem eru fyrirséð í framhaldi af því??"

Jú einmitt. Og þess vegna ætti að þrýsta á ráðherra að fara að lögum og ákveða ekki kvóta tveimur mánuðum seinna en lög gera ráð fyrir. Þar með væri hægt að flýta umsóknarferli og skotprófum fram fyrir staðfestingargjald :)
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 01 Mar 2013 23:12

Já það eru alltaf tvær hliðar á öllu. Sá sem ekki æfir sig í sex ár er líklegur til að falla þegar kallið kemur. Tölfræðin frá því í fyrra bendir til þess.

Nú verður fyrir komulagið þannig að það verða nóvember veiða. Sé skilningur minn réttur þá á að vera hægt að fara í skotpróf þegar tímabili líkur og það próf standi svo út komandi tímabil.

Varðandi UST og þeirra nálgun á úthlutunnarreglum tel ég heppilegast að hafa þær skoðannir fyrir mig eins og er. Því að fari ég að ausa úr mér þegar kemur að stjórnvisku Vinstrigrænna yrði það full löng lesning
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af kúla » 01 Mar 2013 23:22

Búinn að fá dýr og það verður ekkert skot próf :lol:
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Mar 2013 23:28

Uss uss Sveinbjörn ;) En varðandi prófið þá erum við félagar að skotvís í bestu aðstöðunni til að leiðrétta ef okkur finnst að kkur vegið eins og í þessu dæmi.
Hvernig væri til dæmis að koma því á framfæri við okkar félag að við viljum ekki þetta fyrirkomulag
því það er ekki hægt að bæta þeim er ekki fá hreindýr kostnaðinn því það væri ósanngjarnt fyrir próftökuaðilan.
Það má ekki gleymast að félagsmenn eru félagið og félagið fylgir meirihluta félagsmanna.
Ég vil nota annað orðalag en Sveinbjörn og segja að veiðimaður æfir sig reglulega við virðingu við bráðina svo hún falli örugglega og trúi að flestir geri það.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Mar 2013 23:39

Nokkur atriði til umhugsunar.

Held að t.d norræn skotpróf dugi en þar þarf að taka próf árlega til að meiga veiða með riffli.
Rök fyrir að menn taki prófin er að tryggja að menn æfi sig.
Rök fyrir að taka þetta snemma er til að fækka draugaumsóknum.
Rök um verð halda barla, kostnaður ekki hár fyrir utan að ég reikna með að skotfélög fari að gefa þeim sem taka próf afslátt á móti af t.d árgjaldi.

Helstu rök gegn þessu er t.d að meiri líkur eru að einhvað komi fyrir hólkin í millitíðinni.

Ég hef eginlega ekki skoðun skil rökin í báðar áttir.

Myndi frekar byrja á að breyta prófreglunum.
Aðlaga þær að skotsvæðum, enda á markmiðið að vera að tryggja að skyttan geti skotið og að búnaðurinn sé í lagi. Ekkiað menn geti labbað með oðin hólk að skoða skífu :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af skepnan » 01 Mar 2013 23:47

Sælir allir, of oft hafa menn komið með þessa hugmynd um það að byrja að rukka ÁÐUR en happadrættið hefst. Í hvert einasta sinn sem að ég hef séð það hef ég harðlega mótmælt þessum hugmyndum og varað við því að gefa stjórnvöldum "skotleyfi" á okkur skotveiðimenn. Núna síðast hérna á vefnum undir:hreindyr/bidlistarnir-t1083-20.html
Það að gefa yfirvöldum möguleika á því að taka okkur ósmurt í ra*****ið, þíðir eingöngu að þau koma hlaupandi með stálsag með til að gera þetta verra(eða ösku :twisted: )

Og svo kemur þetta ári eftir að hugmyndirnar byrjuðu:
Skotpróf skilyrði fyrir gildri umsókn. Með því að skilyrða umsókn um hreindýr við það að umsækjendur skuli vera búnir að standast skotpróf mun það draga úr sýndarumsóknum um veiðileyfi. Það hlýtur einnig að teljast eðlilegra ferli að þeir veiðimenn sem vilja halda til hreindýraveiða byrji á því að taka próf til að sýna fram á hæfni sína til að halda til slíkra veiða en að þreyta prófa eftir að hafa fengið úthlutað veiðileyfi. Á fyrsta ári skotprófsins var mikill fjöldi endurúthlutana og ekki náðist að veiða kvótann. Með því að færa skotprófið framar í ferlið má gera ráð fyrir að þeir sem sæki um séu líklegri til að halda til veiða sem aftur dregur úr endurúthlutunum seinna á tímanum og tryggir að endurúthlutun sé í lágmarki og að veiðikvóti náist.

Niðurstöður samtala við UST:

„Þessi breyting á umsóknarferlinu kallar á breytingu á reglugerð og jafnvel lögum um hreindýraveiðar. UST og SKOTVÍS voru sammála um að ræða þetta mál áfram og mun SKOTVÍS hafa frumkvæði að því að þessi umræða við veiðistjórnunarsvið haldi áfram og síðan tryggja að sú umræða nái eyrum ráðherra því hér er um mikilvægt mál fyrir veiðimenn að ræða.“

#Niðurstöður samtala við UST:# Einmitt samtala við UST, yfirvöld mætt með sallann og tilbúinn að :evil: :twisted: :evil: :twisted:
Af hverju eru menn að biðja um að láta rukka sig um hærri upphæð en þarf???
Eru menn ekki lengra komnir frá því að láta Dani einoka sig og húðstrýkja fyrir snærisspotta stuld? Að væla um það að láta rukka sig meira er ekki góð leið til þess að fólk taki mark á okkur. Ef að menn virkilega vilja að fólk taki tillit til okkar og virði okkar áhugamál, þá þurfa menn að standa í lappirnar hvað varðar svona hluti.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Mar 2013 23:55

Þetta er skemtilegt innlegg frá kela en við Einar erum á sömu línu við sjáum tilganginn en skiljum rökin gegn þessu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Stefán Einar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:05 May 2012 20:49

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Stefán Einar » 02 Mar 2013 10:59

Einfalt reikningsdæmi:

Ef það eru 2000 umframumsóknir - og skotprófið kostar 5000 Kr, þá er verið að umframskattleggja okkur sem samsvarar 10 miljónum króna. Þetta tekur ekki með í reikninginn þegar menn falla og endurtaka prófið, m.ö.o sennilega lágmarkstölur.

Það væri e.t.v. verjandi ef þessir peningar rynnu beint til eflingar hreindýrastofnsins - en það munu þeir aldrei gera.
Við höfum ekkert um verðlagningu skotprófsins að segja; ekkert um notkun á þessum peningum og ekkert um útfærsluna á prófinu.
Ef okkur vantar fleiri skattstofna - þá er um að gera að samþykkja þetta - þótt ég hafi ákveðna fyrirvara þar um.
Með kveðju frá Sviss
Stefán Einar Stefánsson

egill_masson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af egill_masson » 31 Mar 2013 00:27

Þaðmá kannski fljóta með í þessari umræðu að UST staðfestir þá skoðun Skotvís að skotfélögunum er frjálst að ráðstafa sínum 4.000 krónum einsog þau vilja, t.d. með því að endurgreiða þeim sem taka prófið. Það ætti að þrýsta á skotfélögin að lækka sína gjaldtöku - allavega fyrir sína félagsmenn.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 31 Mar 2013 09:10

SÆLIR.
Ætti þá ekki Skotvís að fara fyrir með góðu fordæmi og niðurgreiða skotprófið fyrir sína félagsmenn eða gefa þeim afslátt á félagsgjöldum. Ekki leggja þeir til mannskap í framkvæmd, eða standa í rekstri skotsvæða né leggja á nokkurn hátt út kostnað eða vinnu vegna framkvæmdar þessara skotprófa.
Annars er ekkert mál að leigja Skotvís eða öðrum skotsvæði á 4.000 pr. mann og þá geta menn haldið sín próf á sínu gjaldi sjálfir.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 14
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Gisminn » 31 Mar 2013 10:16

Jón minn Skotvís er ekki skotfélag og 4 á manninn fyrir leigu er bara græðgi en hugmyndin er góð.
Kannski maður skoði það nánar að skovís semji bara við eitthvað félag fyrir sýna félagsmenn fyrir x upphæð eins og þetta var hugsað fyrir félagsmenn skotfélagana en þetta væri snild.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Skotvís og skotprófin

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 31 Mar 2013 11:55

Sæll Steini minn.
Ég hef nú verið kallaður ýmislegt í gegnum tíðina en aldrei gráðugur. það getur verið að þér fynnist þetta hátt gjald, en mér þætti gamann að sjá það skotfélag sem er ekki að borga með rekstri skotvallana sinna, allavega standa vallargjöld á okkar velli ekki undir rekstri, viðhaldi og endurbótum á vellinum. Og stór hluti okkar félagsgjada eru nú þegar að fara í þetta. Þannig að ég held að alla vega í mínu félagi séu menn ekki að horfa í þennan aur sem prófið kostar.
Ef menn hafa ekki burði til að stunda þetta sport þá verða menn bara að finna sér eh. annað að gera. Ég væri alveg til í að fara í hreindyr ég bara tími því ekki og er að stefna á annað í veiði, væri líka alveg til í stunda stangveiðina meira bara tími því ekki heldur kýs frekar hjólið og skrattast með sjóstöngina í staðinn.
En þetta að leggjast sífellt á skotfélöginn sem vonu kallana, og heimta að þau gefi eftir af takmökuðum fjáröflunarleiðum sínum, og það af meðal annars af félagi sem á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta í málinu finnst mér ekki stórmannlegt. ( Er svo sem ekki hissa þar sem Skotvís hugsar eigöngu um eigið rassgat, en það er alla vega mín skoðun)
Ég mun eftirleiðis leggja til að Frumherji, eða eh. svipað fyrirtæki verið látið um þessa framkvæmd í framtíðinni en ekki skotfélöginn, og er þá líka nokkuð víst um að gjaldið verður ekki 4.500- kall þá og ekki prófað utan vinnutíma 9-5.
En auðvitað er mönnum frjálst að hafa sínar skoðanir, og leita þangað sem kjörinn eru best ég væri alla vega ósköp feginn að þurfa ekki að standa í þessu brasi hálft sumarið þótt mér finnist það lúmskt gamann og hafi hitt fullt af skemmtilegum skyttum, og það að allir sem ég hef prófað hafa verið mjög sáttir við þjónustuna og ekki verið kvarta yfir verðinu.
Annars ætla ég ekki að tjá mig um þetta freka enda altaf í vondu skapi eftir svona umræðu, ætla að fá mér grafna gæs og sauðahangikét og fara svo á völlin og skjóta pínu.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Svara