Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Allt sem viðkemur hreindýrum
Björninn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason
Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Björninn » 21 May 2013 00:05

Sælir

Langaði að fá ráðleggingar um val á kúlu fyrir lungnaskot í cal 6.5x55 á Hreindýr.

Hef nú ekki prófað mikið úrval af skotum í riffilinn, og allt saman verksmiðjuskot. Er kominn með slatta af kopar sem ég var að hugsa um að biðja Hlaðverja um að hlaða fyrir mig. Það sem hann hefur farið best með hingað til af því sem ég hef prófað eru 130 graina skot frá Norma.

Hann virtist síst hrifinn af 140 graina Sellier & Bellot skotum, hvort sem það voru skotin sjálf, eða þyngdin á kúlunni (hef ekki prófað önnur skot með 140 gr. kúlu). Þau voru út um allt blað.

Ef einhver lumar á góðum uppástungum varðandi kúlu og hleðslu, þá væri það vel þegið, hvort sem er á þræðinum eða í einkaskilaboðum.
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af skepnan » 21 May 2013 00:53

Sæll Björn, prufaðu að lesa þennan þráð:
endurhledsla/kula-i-6-5x55-t374.html
Þarna er verið að fjalla um einmitt það sem þú spyrð um :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Björninn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Björninn » 21 May 2013 00:57

Takk fyrir það Keli, rak einmitt augun í þennan þráð eftir að ég stofnaði minn ;)
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 May 2013 01:33

Kúla: 120 grs Nosler bt.
Púður. N160
Hleðsla: 46,o -48,5 grs.
Primer: cci.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 May 2013 09:32

Ég býst við að nota 120 grs Sierra Pro Hunter í 6,5 x 47.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 May 2013 09:45

Sæll Björn

Flott væri að láta fylgja hvaða twist er í hlaupinu sem þú ert með, en annars eru 120-130 gr. kúlurnar frekar safe í flesta 6,5 riffla eftir því sem ég hef heyrt, séð og prófað.

Sjálfur er ég með 8 twist og minn virðist éta þyngri kúlurnar betur (hvað nákvæmni varðar). Hlað-ararnir mæltu með og hlóðu fyrir mig 140 gr. Sierra GameKing sem kom rosalega vel út og tarfurinn steinlá :)

S.s. Ef þú ert með hratt twist þá get ég mælt með þeirri kúlu. Annars mundi ég prófa það sem Stefán og Gylfi mæla með.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Björninn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Björninn » 21 May 2013 11:58

Sælir og takk fyrir svörin.

Held hann sé örugglega með 1/8 twist. Þetta er Howa riffill ef það segir ykkur twistið. Heldurðu að önnur 140 gr. skot gætu komið vel út þó að S&B skotin hafi verið svona áberandi verri en léttari skotin?
Síðast breytt af Björninn þann 21 May 2013 13:14, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af jon_m » 21 May 2013 12:50

Sæll

Ég hef verið að nota 100 graina Sierra GameKing SPBT með góðum árangri í 25-06.

Ég sé að hún er 140 grain fyrir 6,5 mm og ProHunter er 120 grain eins og Stebbi bendir á.
http://www.sierrabullets.com/index.cfm? ... aliberID=6

Margir vilja nota Nosler Ballistic Tip sem er mjög góð kúla, en hefur sína kosti og galla.
Ég held það það séu meiri líkur á að menn særi dýr og/eða skemmi með Ballistic Tip ef menn hitta illa, amk. er það mín reynsla.

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 May 2013 13:17

Björninn skrifaði:Sælir og takk fyrir svörin.
Held hann sé örugglega með 1/8 twist. Þetta er Howa riffill ef það segir ykkur twistið. Heldurðu að önnur 140 gr. gætu komið vel út þó að S&B skotin hafi verið svona áberandi verri en léttari skotin?
Sæll aftur Björn

Voru þetta verksmiðjuhlaðin S&B skot? Ég hef svo sem ekki reynslu af þeim en ég mundi veðja á að Hlað-menn gætu gert töluvert betri skot fyrir þig og saman geti þið fikrað ykkur áfram þangað til þið finnið góða hleðslu.

Ég hef verið að láta þá hlaða fyrir mig, eins og áður kom fram, og held ég að ég sé að verða búinn að prófa allar 6,5mm kúlur sem þeir bjóða upp á :D Út frá því sé ég hvaða kúlur mér líkar vel við og koma þokkalega út. Í framhaldi er svo hægt að fara að fikta með púðurmagn og síðar kúlusetningu.

Ég mundi ráðleggja þér að fara til þeirra og biðja þá að hlaða 50-100 skot þar sem þú velur þér nokkrar mismunandi kúlur. T.d.:
1 - 20x 140 gr. Sierra GameKing/SBT eða Nosler Ballistic Tip
2 - 15x 130 gr. Sierra GameKing
3 - 15x 120 gr. Sierra SPT, 120 gr. Nosler Ballistic tip eða 125 gr. Partition.

Hlað-menn eru með þaulreyndar og þokkalega mildar hleðslur sem gott er að vinna út frá auk þess sem þú getur út frá þessu öðlast smá innsýn í hverju riffillinn þinn vill skjóta og aukið líkurnar á að finna góða kúlu fyrir hreindýr.

Ef þú hefur svo tök á að hlaða sjálfur eða þekkir einhvern sem getur hlaðið fyrir þig þá mundi ég fylgja ráðleggingunum hér að ofan og prufa ennþá fleiri kúlur. Allar þyngdir og útgáfur :) og sjá hvað skilar góðri ákomu og ásættanlegum ferli, miðað við það færi og aðstæður sem þú telur þig komast í.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Björninn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Björninn » 21 May 2013 14:29

Takk kærlega fyrir þetta.

Já skotin voru verksmiðjuhlaðin. Við skutum 4 skífur með þeim, 5 skot á hverja, og ein skífan hefði verið fall á Hreindýraprófinu, en hinar þrjár staðið, en ekki mikið meira en það. Skutum á sama tíma 6 skífur með 130 graina Norma skotunum, og voru þær allar fínar, fyrir utan eitt skot (prófið hefði samt verið staðið) sem skrifast á mig en ekki skotin.
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af E.Har » 21 May 2013 15:08

http://www.norma.cc/en/Products/Hunting ... Partition/
Er ekki mestar líkur á að þú hafir verið að skjóta þessu? 140 gr
Man svona fljótt á litið ekki eftir 130 gr norma! Veiðkúlu!

Altaf spurning um kúlutýpu!
Fyrsta dýr lungnaskotið, myndi ég mæla með kúlu sem opnast ekkert alt of hratt,
Svo þessi partition er bara fín. Þetta er rólegt og ljúst cal sem skemmir ekki mikið.
Ert ekkert að fara að hausa svo,

Annars er meira atriði að æfa sig en kúlugerðin.
Persónulega finnst mér staðsetningin á gatinu skipta mestu máli.
Svo fremi sem um veiðikúlu er að ræða. B-tipp virka ef þær eru á réttum stað.
Líka í bógskotum. En ef þær lenda í axlarlið þá fer allt í döðlur.
Hefðbundnar sveppandi veiðikúlur gera það fín á lungnasvæðinu, og hanga oft þokkalega saman þó þær lendi í beini. Vésin ef menn vamba, :roll: Og ætti alls ekki að nota á háls eða haus!

Svo fyrir bógskot, snirtilegt lungnaskot, breytir það ekki öllu úr þessu caliberi.
Veldu kúlu / skot sem þú nærð prófinu af öryggi með. Settu kúluna nákæman stað.
Málið dautt :mrgreen:

Eina sem er að menn vilja gjarnan léttar kúlur til að fá flatari feril. Ef ef rifillinn vill þyngri þá verður hann að fá að ráða :lol:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Björninn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Björninn » 21 May 2013 15:26

Sæll Einar og takk fyrir svarið.

Norma kúlurnar sem ég var að skjóta voru ekki veiðikúlur, heldur þessar hér:
http://www.norma.cc/en/Products/Target/ ... en-Target/

Skaut reyndar fyrsta dýrið í fyrra, kú á svæði 9. Lungnaskot með .243 á um 200 metrum. Það var 100 gr Oryx kúla. En er ennþá rennblautur á bakvið eyrun í þessu ;)
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af skepnan » 21 May 2013 20:34

Sæll Björn, þar sem þú ert með Howa riffil þá ertu með 1-8" tvist og tjútt :D Svo er bara að æfa sig og æfa sig og æfa sig og........... enda er það bara gaman ;)

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Björninn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Björninn » 21 May 2013 22:58

Jamm gaman er það, verst bara hvað það er helvíti dýrt ;)
Kveðja,
Björn Gíslason

Björninn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Björninn » 25 Jun 2013 10:27

Mynd

Jæja, þá er bara eftir að fara og sækja tarfinn :mrgreen:
Kveðja,
Björn Gíslason

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Kúla fyrir Hreindýr í 6.5x55

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 25 Jun 2013 12:40

sælir, prohunter 120 og 43.8 af N-550 virkaði mjög vel hjá mér, undir 1/2 tommu, úr 1-8 twist.
Sigurður Kári Jónsson

Svara