Hreindýraveiðar sv. 9

Allt sem viðkemur hreindýrum
Einar P
Póstar í umræðu: 2
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð
Hreindýraveiðar sv. 9

Ólesinn póstur af Einar P » 08 Jun 2013 07:35

Ég fékk póst í gær frá UST um að ég hefði fengið úthlutað af varaumsókn minni kú á svæði 9. Þar sem fyrirvarinn er stuttur og ég verð að vera búinn að greiða fyrir 12 júní þá vantar mig upplýsingar frá þeim sem þekkja svæðið. Það sem skiptir mestu máli er hvenær dýrin eru á svæðinu, það er besti veiðitími, ég var mjög aftarlega á biðlista á svæði 5 og gerði ekki ráð fyrir úthlutun á varaumsók á svæði 9 og er þess vegna búinn að bóka mikið af verkefnum á tímabilinu ágúst til október. Væri þakklátur ef einhver sem þekkir til vildi svara.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraveiðar sv. 9

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jun 2013 09:50

Einar:
Veiðar á svæði 9 eru einungis leyfðar í nóvember, eins og fram kemur á hreindýravef UST.

,,Á veiðisvæði 9 verða einungis heimilaðar veiðar á hreinkúm í nóvember og leyfi auglýst og þannig og sótt um þau sem slík".

http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/

Í nóvember eru flest dýr þarna komin nálægt byggð svo þá ætti að vera auðvelt að veiða þau þarna.

P.S.
Ég er með leiðsöguleyfi á svæði 9 og til í slaginn í nóvember.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðar sv. 9

Ólesinn póstur af jon_m » 08 Jun 2013 10:00

Ég skal ráðleggja þér.

Hringdu í Sigga á Borg eða Skúla Ben þá færðu bestu upplýsingarnar. Þeir eru ekki hér á spjallinu.
Það er samt hætt við að þeir séu fullbókaðir og þú verðir að finna þér einhvern annan leiðsögumann.

Sigurður Guðjónsson, 781 Hornafjörður, 478-1028/894-2935/854-1935
Skúli H. Benediktsson 765 Djúpivogur, 478-8930/891-9440
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Einar P
Póstar í umræðu: 2
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Hreindýraveiðar sv. 9

Ólesinn póstur af Einar P » 08 Jun 2013 12:00

Auðvitað var maður ekki búinn að lesa upplýsingarnar nógu vel, nóvember er besti mánuðurinn fyrir mig. Ég held ég verði bara að skella mér á hreindýr í haust, passar fullkomlega Elgveiðunum lýkur oftast um 20 okt og þá er gaman að eiga hreinkú í nóvember. Ég verð í sambandi við þig Sigurður.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraveiðar sv. 9

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jun 2013 16:16

Þetta smellpassar allt hjá þér!
Já við verðum í sambandi!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Björninn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Hreindýraveiðar sv. 9

Ólesinn póstur af Björninn » 11 Jun 2013 00:09

Þú hringir auðvitað í Sigga á Borg. Annað er rugl á svæði 9.
Kveðja,
Björn Gíslason

Svara