Bogveiði á Hreindýr leyfð á Grænlandi!

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Bogveiði á Hreindýr leyfð á Grænlandi!

Ólesinn póstur af Bowtech » 30 Jun 2013 19:55

Samkvæmt fréttatilkynningu fiski og veiðimálaráðuneyti Grænlands að þá hafa bogveiðar á Hreindýr verið leyfðar.

Kröfur að hafa lokið bogveiðinámskeiði til samræmis við danska bogveiðiprófið eða IBEP.

Sjá nánar á http://bogveidi.net/
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Bogveiði á Hreindýr leyfð á Grænlandi!

Ólesinn póstur af karlguðna » 03 Jul 2013 15:35

Hvernig er það, er einhver von til þess að þetta gerist á Íslandinu . ? þá þyrfti nú svolítið meiri VEIÐIMENSKU að ég held til að ná dýri ! en við erum nú ekki með tærnar þar sem Grænlendingar eru með hælana þegar kemur að veiðihæfileikum , enda erum við orðnir hálf úrkynjaðir í þessu og öngum treystandi nema hann hafi GÆSLUMANN og þá er nú veiðimenskan farin þegar þeir örfáu sem eftir eru með snefil af veiðimanni í sér eru látnir leiða skussana að dýrinu og eina sem "veiðimennirnir" þurfa að gera er að taka í gikkinn, nei segji nú bara svona !!!!! vona að engin veiðimaðurinn verði vitlaus..

kveðja Kalli "veiðimaður"
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Bogveiði á Hreindýr leyfð á Grænlandi!

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Jul 2013 22:46

Þetta er frábært og líst mér vel á ef þetta mun líka verða leyft hér heima. Það er rétt að það þarf miklu meiri veiðimennsku, eða réttara sagt miklu meiri aga og þolinmæði. Það yrði að gera strangar kröfur til þeirra sem ætla að veiða með boga, enda þarf að komast nálægt og ekki má leyfa sér neina sénsa.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Bogveiði á Hreindýr leyfð á Grænlandi!

Ólesinn póstur af Bowtech » 04 Jul 2013 20:54

Satt er að bogveiði krefst mikils aga og þolinmæði til að geta komist ásættanlegt færi.

Með kröfur varðandi búnað að þá virðast þær vera að minnka eins og t.d í Alaska og Kanada þar sem afl boga hefur verið minnkað, en kröfur um skotvopn staðið í stað. það fannst mér merkilegt þegar ég var að skoða reglur á milli ára. Kröfur til bogveiðifólks eru hins vegar miklar og eru einmitt hvað mestar á norðulöndunum og eru önnur lönd að horfa til þeirra.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara