Hreindýraveiðileyfi og UST

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35
Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af skepnan » 08 Jul 2013 22:23

Sæl öll, hérna er mín reynsla af því að sækja um hreindýr og að vita hvað skal gera.

Ég ásamt örfáum öðrum skotveiðimönnum sótti um hreindýraveiðileyfi nú í vor þegar ráðherra og UST náðarsamlegast ákváðu kvótann nokkrum mánuðum of seint enn og aftur. Ekki var ég dreginn út en var þrítugasti á biðlista og hafði því ekki of bjartar vonir um að fá dýr, en viti menn ég fékk tölvupóst og varð að láta vita innan viku (smá munur á umhugsunartíma). Ég tók því.
Þá þegar og eftir það hafa allir tölvupóstarnir snúist um það að ef ég tek ekki próf, borga ekki fyrir mánaðamót, læt ekki vita strax eða hitt og þetta og nokkrir póstar um það að það sé ekki örugt að borga á eindaga þann 1.júlí. Annars missi ég dýrið.
Enga fékk ég senda staðfestingu né kvittun þegar ég borgaði staðfestingargjaldið.
Núna er ég búinn að standast skotprófið, greiða greiðsluseðilinn í heimabankanum og núna er ég mikið að velta því fyrir mér hvort að ég sé að fara að veiða hreindýr í haust eða ekki.
Þegar ég kaupi vöru eða veiðileyfi hjá öðrum eins og Strengjum, Lax-á, Stangó eða hverjum sem er þá fæ ég KVITTUN um leið :evil:
Enga hef ég fengið staðfestingu né kvittun á því að ég hafi keypt þessa vöru af þeim, enga-ekki múkk!!

Á vefnum hjá UST sem að snýr að hreindýrum eru linkar inn á t.d. Reglugerð um stjórn hreindýraveiða.
Þar stendur meðal annars: Umhverfisstofnun setur sér starfsreglur sem skulu vera almenningi aðgengilegar.

Nú er ég búinn að leita dyrum og dyngjum að því hvort að ég eigi ekki að fá kvittun fyrir kaupum á vöru sem að ég er þegar búinn að greiða fyrir, á vef UST en er engu nær.
Fá gædarnir bara lista yfir alla þá sem að hafa greitt leyfið og merkin sem að ég hef heyrt um en get ekki lesið um á vefnum hjá UST? Þarf ég bara að bóka gæd og vona það besta eða er UST svona dauðyflis hægt að afgreiða þá vöru sem að hún selur???

#Umhverfisstofnun setur sér starfsreglur sem skulu vera almenningi aðgengilegar.#
Já einmitt mín reynsla af téðri stofnun :mrgreen: :evil:

Kveðja Keli
Síðast breytt af skepnan þann 09 Jul 2013 01:05, breytt í 1 skipti samtals.
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 08 Jul 2013 22:41

Sæll Keli

Þú færð böndin og líklega kvittunina í pósti á næstu dögum trúi ég. Ef þú ert með allt þitt á hreinu þá er þér óhætt að bóka leiðsögumann, reyndar myndi ég gera það sem fyrst... það er líklega margir að verða frekar mikið bókaðir.

Á hvaða svæði fékkstu úthlutað, ertu að fara í fyrstu ferðina þína á hreindýraveiðar?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af jon_m » 08 Jul 2013 23:28

Sæll

Ég var einmitt að spá í þetta sama núna áðan, ættu merkin ekki að fara að skila sér ? Ætli ég hafi gleymt að leggja inn á UST fyrir veiðikortinu ?

Margir hafa brennt sig á því að vera ekki búnir að greiða fyrir veiðikortið og fá þess vegna ekki hreindýraleyfið sent heim. UST menn eru ekkert að hafa fyrir því að minna þig á það þó svo að þú sért búinn að borga 130 þús kall fyrir leyfið.

Í fyrra þurfti einn veiðimaður hjá mér að byrja veiðidaginn á að keyra í Egilsstaði til að sækja leyfið og merkin. Þess vegna er regla hjá mér að spyrja alla um kennitölu og númer leyfis þegar þeir bóka leiðsögn.

En við leiðsögumenn fáum engar upplýsingar um veiðimenn, hvorki hverjir fengu úthlutað, hverjir hafa greitt fyrir leyfið eða hvernig mönnum gekk á skotprófinu.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af Morri » 09 Jul 2013 01:31

Sammála fyrsta ræðumanni

UST er skítastofnun, flest samskipti mín við starfsmenn hennar eru sér í lagi hægvirkar og alls ekki liðlegir á neinn hátt.

Allskonar reglur sem okkur eru settar og svo standur yfirvaldið ekki við sitt, gefur ekki kvttun hvað þá annað.

Hinsvegar hef ég sótt um nokkrum sinnum og hefur þetta allt gegnið upp þau ár sem ég hef fengið úthlutað, hafi ég staðið við mitt eins og ég hef gert.


Allt á síðustu stundu í þessum efnum, sem er stofnuninni og starfsmönnum hennar til mikillar skammar.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af skepnan » 09 Jul 2013 01:40

Sælir Stefán og Jón.
Veiðikortið var ég búinn að greiða þegar á útmánuðum og fá í hendurnar eigi margt löngu síðar :lol:
Leiðsögumann vorum við félagarnir, sem að erum með sitt hvort dýrið, búnir að ræða við fyrir þó nokkru síðan. (Ekki óvanir veiðileiðsögu sjálfir þó aðrar skepnur sé um að ræða í okkar tilfelli :geek: )

Já Stefán, þetta er í fyrsta sinn sem að ég fer á hreindýr og eins er með veiðifélagann, beljur á ásnum eru okkar happadráttur í þetta sinni. Við gætum seint talist óvanir veiðimenn en það að fá upplýsingar á þessum h*******vef hjá UST er erfiðara en að ná ljónstyggum dýrbít á tunglskinsbjartri nóttu undan vindi. Það eru engar leiðbeiningar fyrir þá sem að eru að fá dýr í fyrsta sinn á vefnum, engar....

"Umhverfisstofnun setur sér starfsreglur sem skulu vera almenningi aðgengilegar."
Er þetta flókið?? Ef að ég vill fá að vita hvort að ég eigi ekki að fá kvittun fyrir kaupum mínum þá ætti það að vera aðgengilegt á vef UST ekki satt? Ég á ekki að þurfa að bíða og vona og sjá til. Ég á að geta flett því upp á netinu, þetta ætti að vera allt upp á borðinu.

Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af iceboy » 09 Jul 2013 08:33

Keli fyrst þú ert að dásama þetta batterý svona mikið :lol: þá ætla ég að segja þér aðeins frá mínum samskiptum við þá í vor.

Mér fannst ég hafa lesið þegar að ég var að skila veiðiskýrslu og sækja um nýtt veiðikort að þegar ég myndi greiða fyrir kortið þá ætti ég að setja kennkitölu sem skýringu, sem ég gerði.

Nema það að ég borgaði mitt veiðikort, kort konunar og kort pabba. Og setti að sjálfsögðu þeirra kennitölur sem skýringu.

Svo liður og bíður og pabbi fær er svo rukkaður um veiðikortagjaldið því annars fái hann ekki hreindýrið sem honum hafði verið úthlutað.

Svo ég hringi í UST og fæ þau svör að þeir geti ekki séð það þegar maður borgar fyrir einhverja aðra (þetta voru 3 greiðslur ekki ein greiðsla með samanlagðri upphæð) eitthvað fór konan sem ég talaði við að skoða þetta og á meðan ég spjallaði við hana þá þá fann hún þessar 3 greiðslur, tók ca 2 min og reddaði þessu, það má hún eiga að hún var liðleg að þessu leiti.

En þá fór ég að velta fyrir mér, fyrst ég borgaði 3 sinnum, en þeir geta ekki séð fyrir hverja ég er að borga, halda þeir þá að ég sé bara að styrkja UST að gamni mínu?????
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Jul 2013 09:14

Þetta er allt soldið skrítið batterí!
Persónulega held ég að það æti að leggja það niður eða allavega kl´júfa í abnnarsvegar umsýsluhluta og hinsvegar eftirlitsaðila með mengun og iðnaðarsalti og því öllu!
Ástæðan þess að veiðistjórnun fór þarna inn eru hefndaraðgerðir Össurar Skarp er embættið var ekki sammála honum!
Annað sem mér finnst merkilegt að vextir af arðinum sem á að greiða bændum, þeim vöxtum og verðtryggum er stolið! Eða virðast allavega ekki skila sér hvorki til veiðimanna né landeigenda, heldur verður eftir í hýtinni UMST!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af TotiOla » 09 Jul 2013 13:02

Ef þeir ætla svo á annað borð að hafa biðlistann á síðunni þá ættu þeir nú að sjá sóma sinn í að reyna að uppfæra hann amk. einu sinni í viku. Mér finnst allavega tilgangslaust að hafa mánaðargamlar upplýsingar þarna :evil: Það hefur ekkert gildi fyrir okkur. Betra að sleppa þessu bara.
biðlisti.JPG
Biðlisti UST
biðlisti.JPG (25.24KiB)Skoðað 2776 sinnum
biðlisti.JPG
Biðlisti UST
biðlisti.JPG (25.24KiB)Skoðað 2776 sinnum
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af TotiOla » 09 Jul 2013 15:22

P.s. Veit einhver hvað talan Tarfar á svæði 7 er komin upp í? Hreyfist hún hægt eða hratt?

Ég held að það hafi verið eitthvað um 130 á undan mér (s.s. 100 á undan mér 10. júní) og væri til í að fara að undirbúa mig ef þetta er að nálgast hundraðið.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af jon_m » 09 Jul 2013 18:36

Það voru 30 leyfi sem var skilað á svæði 7 nú um mánaðamótin sem á eftir að endurúthluta. Ég veit ekki hvernig þau skiptast milli kynja. Biðlistinn verður uppfærður þegar búið er að úthluta þessum leyfum.

En eru menn búnir að sjá nýja flotta listann yfir leiðsögumenn ? Það er búið að taka Félag leiðsögumanna 3 mánðui að fá þessar breytingar inn.
http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/h ... menn/#Tab3

Ég vona að þetta sé lélegur brandari hjá UST :o|
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 10 Jul 2013 03:39

Jæja Keli ég fékk merkið og einhver plögg með í pósti í dag les þetta í vinnunni á morgun og skoða betur ;-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Jul 2013 13:38

Held að best væri að klúfa Veiðistjóra aftur frá Umhverfisstofnun.
Veita hreindyraráði meira sjálfstæði.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Jul 2013 13:43

Held að best væri að klúfa Veiðistjóra aftur frá Umhverfisstofnun.
Veita hreindyraráði meira sjálfstæði.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af skepnan » 11 Jul 2013 00:25

Sæll Þórarinn, það er kominn nýr uppfærður biðlisti hjá UST og tarfar á svæði sjö eru komnir í 37, svo að þú getur farið að slaka á aftur :lol:
Enn er ég engu nær um komandi hreindýraveiðar, enginn sést hér pósturinn og hreindýraveiðar að hefjast eftir helgi.
Af hverju eru ekki verklagsreglurnar á vef UST? Svo að þeir sem sækja um í fyrsta sinn og þeir sem fá úthlutað í fyrsta sinn viti hvað sé að gerast og hvers er ætlað af þeim.
Af hverju stendur ekki t.d. eftir eindaga eru leyfin og merkin send viðtakenda bla-bla-bla.......
Og líka útskýrt hvað þessi merki eru. Það er ekki hægt að sjá neitt um merkin á HEL***** vefnum hjá UST#%¨°* :evil: Byrjendur hafa ekki hugmynd um hvað þessi merki eru né hafa þeir nokkra tilfinningu fyrir því hvað sé að gerast :evil: :evil:
Ef að stangveiðileyfa fyrirtækin myndu haga sér svona þá færu þau ansi fljótt á hausinn.

Mér er farið að lítast betur og betur á ferðirnar hjá Lax-Á þar sem að farið er í viku og hreindýr skotið og sjóbleikjuveiði stunduð og bara gaman fyrir ekki svo mikið hærra verð AÐ MINNSTA KOSTI fæ ég strax að vita hvort ég fái leyfi og ef svo er þá fæ ég kvittun um leið. + það að hægt er að fara inn á vefinn hjá þeim og fá upplýsingar :o

Þessi upplýsingarskortur hjá þessari stofnun er búinn að ýfa á mér kambana :twisted:


Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af TotiOla » 11 Jul 2013 00:36

skepnan skrifaði:Sæll Þórarinn, það er kominn nýr uppfærður biðlisti hjá UST og tarfar á svæði sjö eru komnir í 37, svo að þú getur farið að slaka á aftur :lol:
Sæll og takk fyrir ábendinguna :D Ég sef þá rólegur fram að næstu uppfærslu (hvenær sem hún verður).

Ég tek líka undir ummæli þín varðandi upplýsingaskort hjá UST, og þá sérstaklega varðandi upplýsingar fyrir "byrjendur" í hreindýra-sportinu.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 3
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af jon_m » 11 Jul 2013 08:45

Hér er mynd fyrir Kela og aðra sem eru að fara í fyrsta skipti.

Ég lenti í því í fyrra að maður sem var að fara í fyrsta skipti mætti austur án þess að vera búinn að fá leyfið. Hann fékk tölvupóst um að hann hefið fengið dýr, hann fékk tvo reikninga sem hann borgaði samviskusamlega og stóð í þeirri trú að hann gæti þar með haldið til veiða. Eins og þið bendið á þá kemur hvergi neitt fram um að menn fái send merki í pósti.
Viðhengi
leyfid.png
Hreindýraleyfi
leyfid.png (217.75KiB)Skoðað 2524 sinnum
leyfid.png
Hreindýraleyfi
leyfid.png (217.75KiB)Skoðað 2524 sinnum
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af skepnan » 13 Jul 2013 01:13

Nú settist ég niður eftir hádegismatinn og sendi veiðistjórnunarsviði hjá UST tölvupóst og spurðist fregna en þeir hljóta að taka snemma á sig náðir þarna á föstudögum, þar sem að engin bárust svörin.
Ég sé hérna ofar að Bergþór fékk sitt sent fyrripart vikunnar en ég bíð enn :cry:
Hafa allir sem búnir eru með umsóknirnar sínar fengið póst og hversu lengi eru þeir hjá UST að senda þetta út? Tvær vikur liðnar og enn hefur ekkert spurst til Búkollu og Hreins :lol: :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 13 Jul 2013 11:49

Keli held satt best að segja að þar sem ég er með tarf og tarfatímabilið byrjar fyrst þá sé sent a þá fyrst sem eiga tarf :-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 13 Jul 2013 12:26

Keli held satt best að segja að þar sem ég er með tarf og tarfatímabilið byrjar fyrst þá sé sent a þá fyrst sem eiga tarf :-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hreindýraveiðileyfi og UST

Ólesinn póstur af Bowtech » 13 Jul 2013 15:07

Skilst að það séu flestir í fríi fram í ágúst hjá veiðistjórnunarsviði ust, spurning með þá sem eru staðsettir á austurlandi.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara