Hreindýraveiðin byrjuð

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jul 2013 20:35

Þá er hreindýraveiðin farin af stað þetta árið. Tarfaveiðin hófst á miðnætti síðustu nótt.
Að minnsta kosti 11 tarfar virðast hafa fallið fyrsta veiðidaginn flestir á svæði 7 og 6.
Veiðimaður með okkar manni Jóni Magnúsi Eyþórssyni felldi fyrsta tarfinn á þessu tímabili.
Jón, þú skuldar okkur veiðisögu................!!!!!!!!!!!!

https://www.facebook.com/hreindyr#!/hreindyr
http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/h ... juli-2013/
Viðhengi
IMG_0302.JPG
Ég er bara heima, fór ekkert á veiðar í dag, talaði bara í símann með öngulinn í rassinum!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Jul 2013 21:09

Hehehe ég hélt þetta væri bara veiðimeistarinn að byrja að túr-a :lol:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 15 Jul 2013 23:49

Já þetta er byrjað Meistari. Þessir tveir sofnuðu samtímis á Fagradal klukkan 05:30 í morgun. Ég var gorsveinn.
Við sjáumst svo hressir fljótlega 8-)
CIMG1350 2.JPG
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jul 2013 07:18

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... iditimans/
Til hamingju Daníel, flottur!
Óli áttu ekki nánari veiðisögu?
Nei ég byrja ekki að túra fyrr en 22. ef ég man rétt, þá einmitt með Óla.
Eru þið feðgar búnir að finna tarfana Óli?........þú lofaðir.......
Viðhengi
Sumar + hreindyr 2012 037.JPG
Já Óli, ég er tilbúinn og fær í flestan sjó.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jul 2013 20:02

Já, og frétt í Morgunblaðinu á bls. 8
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 3
Póstar:16
Skráður:28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn:Ívar Karl Hafliðason

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af ivarkh » 17 Jul 2013 16:06

Þessi hefur nú ekki verið þungur í drætti heim :) p.s. Ef einhver skilur óþarf skæting ætti það að vera þessi mæti veiðimaður!!
Kv Ívar Karl

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jul 2013 21:20

Ég stofnaði þennan þráð hér til fróðleiks og skemmtunar og umfram allt uppbyggilegara orðaskipta um veiðitímabilið sem er nýhafið ;)
Ívar Karl frændi minn 8-) á þessu spjalli erum við ekki með óþarfa skæting :!:
Verum ekki með nein leiðindi hérna, hver sem í hlut á, sýnum um fram allt þroska og allar okkar beztu hliðar :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 3
Póstar:16
Skráður:28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn:Ívar Karl Hafliðason

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af ivarkh » 18 Jul 2013 18:42

Frændi ég var að benda á að þessi tarfur var feldur í Krossdal (Sýnis mér) og þar hallar land undan fæti. Þakka þér samt fyrir þennan þráð því það er fátt skemmtilegar en að lesa hreindýraveiðisögur
Kv
Kv Ívar Karl

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 3
Póstar:16
Skráður:28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn:Ívar Karl Hafliðason

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af ivarkh » 18 Jul 2013 22:33

Fór í mína fyrstu leiðsögn á þessu ári á svæði 7 þann 17 júlí og var stefnan tekinn á Búlandsdalinn, við vissum að það væru nokkrir að fara á tarfaveiðar þann dag og því ákveðið aðfara snemma af stað. Þar sem við Jökuldælingar erum betri í að vaka frameftir heldur en að vakna snemma var úr að við legðum af stað á miðnætti og vorum mættir á planið hjá stíflunni um 2. Það er bjart og falllegt veður og birtan fín fyrir veiði. Skildum bílinn og sexhjólið eftir og löbbuðum af stað inn dalinn að sunnanverðu (sem sagt austanverður Siggi :D) og stoppuðum reglulega og horfðum í kringum okkur. Þegar við komum upp á Ívarshjalla sáum við tarfa á Hrossamýrum. Þeir voru búnir að dreifa vel úr sér þar og voru í tveimur aðal hópum. Þarna var klukkan orðin rúmlega 5 að morgni og við skoðum þá vel og vandlega og ég fann fljótlega tarf sem mér fannst vera meðal þeirra stærri þarna og líka vel hyrndur en hann var í þeim hópi sem innst var. Þeir sem hafa veitt þarna vita að Hrossamýranar eru erfiðar til veiða enda lítið um skjól til að komast að dýrunum og vindurinn oft erfiður. Þegar við eigum svona 100m metra eftir að komast í færi rjúka dýrin sem voru fyrir utan okkur af stað inneftir. Við horfðum á eftir öllum hópnum upp Háölduna og langleiðina uppí Jökulbotnana og við á eftir en komust fyrir þá undir Stórhöfða og þeir komu þeir labbandi til okkar og fremstur var tarfurinn sem ég hafði séð og biðum eftir að hann gæi færi á sér og fékk hann örugglega eftir gott lungnaskot. Þarna var klukkan orðinn 7 um morgun og tók þá við labb í bílinn að sækja hjól og töfrateppi um 6 km. Hjólinu var ekið inn dalinn að Háöldinni og aftur labbað þar upp og dýrið dregið niður. Drátturinn gekk vel en gátum dregið á snjó hluta af leiðinni en tarfurinn var vænn og vigtaðist 98kg. Hann var fleginn og vigtaður hjá feðgum á Lindarbrekku.
Viðhengi
Dráttur.jpg
Dráttur.jpg (165.6KiB)Skoðað 3630 sinnum
Dráttur.jpg
Dráttur.jpg (165.6KiB)Skoðað 3630 sinnum
IMG_1192.JPG
IMG_1192.JPG (83.22KiB)Skoðað 3630 sinnum
IMG_1192.JPG
IMG_1192.JPG (83.22KiB)Skoðað 3630 sinnum
Kv Ívar Karl

User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af oskararn » 22 Jul 2013 22:45

Sæll Siggi.
Engar nýjar fréttir af hreindýraslóð síðan fyrir helgi?
Kv, Óskar
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Morri » 22 Jul 2013 23:38

Ég fór í túr um helgina, á laugardaginn var felltur tarfur á sv 1, 92kg tarfur á Sunnudal. Var í 6 tarfa hópi í 550m hæð. Lungnaskot á 280-290m færi sem félagi minn skaut með .308win, Remington 700 - Simms 2.8-1 x 40.

Á sunnudaginn var svo farið inn á Stafsheiðardal, inn af Norðurdal í Breiðdalnum. Þar sem Stafheiðardalur og Vatnsdalur mætast var kíkkað inn í báða dali um allar hlíðar. Vatnsdalsmegin sást í hjörð sem lá, sennilega bara tarfar í henni, svona 20stk. Inn í Stafsheiðardal sá ég 2 dýr sem reyndust vera í 590m hæð, annar þótti mér álitlegur og svo einn tittur með. Við röltum af stað í þau dýr og litum ekki meira við hjörðinni. Þegar klifri var lokið upp stallinum sem dýrin voru á og ég leit upp fyrir brúnina voru tarfarnir bara rétt hjá okkur. Ég náði fljótlega að lauma rifflinum upp á brúnina og hleypa af skömmu seinna þar sem tarfurinn var á beit. Færið var 70 metrar og hausskot, enda færið afar gott. Tarfurinn steinlá án nokkurra eftirmála. VIð skotið reis þriðji tarfurinn á fætur, sem var nokkuð minni en sá sem í valnum lá. Fallþungi reyndist 95kg. Riffillinn er Sako 85 í .308win. Kíkirinn; Zeiss diavari 6-24x56 og skotið með 10x stækkun. Veðrið var eins og best var á kosið, glampandi sól allan daginn og bráðahiti.

Hornin voru alveg óskemmd, mjög flott og verða þau sett á platta.


Bráðskemmtilegur túr.

Leiðsögumaður var Sigfús Heiðar
Viðhengi
CAM00794.jpg
CAM00794.jpg (70.48KiB)Skoðað 3375 sinnum
CAM00794.jpg
CAM00794.jpg (70.48KiB)Skoðað 3375 sinnum
Síðast breytt af Morri þann 24 Jul 2013 00:18, breytt í 1 skipti samtals.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Jul 2013 09:13

Til lukku og flott dýr og Heiðar er góður maður :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af KarlJ » 23 Jul 2013 14:03

Flottur tarfur Morri.
Karl Jónsson. Akureyri.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraveiðin byrjuð

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Ágú 2013 20:48

Í gær þegar við vorum á veiðum í Miðfjarðardrögum fundum við þennan veturgamla hreintafr dauðan við Litlu Kverká suð vestur af Háurð skammt frá bílslóðinni, hann var tæplega orðinn kaldur svo hann hefur sennilega drepist þá snemma um morguninn eða nóttina áður.
Ég tók innan úr honum (hann var orðinn ansi súr) og þá kom í ljós að kúlubrot hafði hæft hann í vömbina og orðið honum að aldurtila.
Það er ekki gott við því að gera að taka eftir þegar svona gerist, svona sært dýr getur fylgt hjörðinni ótrúlega vel fyrsta kastið þó þau drepist fljótlaga.
Ég talaði við leiðsögumanninn sem var að veiða á svæðinu daginn áður hann sagði mér að þetta hefðu allt verið kler skot hjá þeim.
Þar kemur að kjarna málsins, dýr geta særst þó þau standi ekki beint í skotlínunni aftan við dýrið sem skotið er.
Ég hef séð dýr særast sem var aftanvið dýrið sem skotið var, þau verða samt að standa aftar eins og gefur að skilja, og dálítið til hliðar, þess vegna mæli ég meðal annars svona mikið með léttum vargkúlum til dæmis 100 gr ball. tip í 6,5 á miklum hraða, þær sundrast alveg og ná aldrei að fara heilar í gegn og geri þær það er það sem í gegn fer hálf kraftlaust ryk sem engum skaða getur valdið.
Við vorum að gera því skóna leiðsögumaðurinn og ég að þetta hefí sennilega verið eftir 6,5x55 með 130 gr. kúlu, hann vissi ekki hverrar gerðar kúlan var en útgatið úr dýrinu sem skotið var með honum var hnefa stórt.
Þetta er dæmi um þunga kúlu sennilega á eins mikilli ferð og hægt er, en þarna er massinn svo mikill að brotin sem koma af kúlunni sem sundrast svona mikið eru stór hættu leg öllu sem er í nokkurra metra radíus aftan vð dýrið sem skotið var.
Viðhengi
IMG_9509.JPG
Þetta var myndalegasta grei þar sem hann lá en flugan var farin að sækja í hann.
IMG_9513.JPG
Þarna sést blóðhlaupin vömbin með gordreggjum í blóðinu eftir að þeg hafði hleypt innan úr honum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara