Veiði dagsins 2013

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Nov 2013 17:47

Í dag var fyrsti túrinn minn í nóvemberveiðinni, fór í dag á veiðar á svæði 8 þar veiddi Ívar Pálsson kú við bæinn Hvamm í Lóni í góðu samstarfi við Unnstein bónda.
Kýrin var um 40 kg. mylk, veiðriffill Ívars var Howa 1500 cal. 243 kúlan ballistic tip og færið 234 metrar.
Það er mikið af dýrum í Lóninu, við fórum gangandi úr bústað í Klifabotnum fljótlega eftir að skotljóst var orðið eftir að hafa séð dýrin af pallinum við bústaðinn eftir tveggja kílómetra göngu var kýrin felld, alls voru gengnir sex kílómetrar og farið við svo búið í hádegismat, áður en dýrið var sótt og flegið heima á ''balkon".
Viðhengi
IMG_0459.JPG
Ívar með bráð sína í glampandi sól og blíðu en ekki mjög hlýrri.
IMG_0460.JPG
Ívar með aðstoðarmönnum, Sigurjóni Ugga syni sínum og leiðsögumanninum undirrituðum.
IMG_0462.JPG
Meistarinn að störfum og gormennirnir fylgjast með af innlifun og sérstökum áhuga, Hvammur í Lóni í baksýn.
IMG_0467.JPG
Þetta finnst Ívari alltaf skemmtilegast að gera, ja svona ef kýr eiga í hlut:
IMG_0481.JPG
Ívar komn í hús með bráðina þar sem hún var kunnáttusamlega flegin.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Nov 2013 21:51

Jæja, þá er ég orðinn heimsfrægur í Danmörku líka :D

http://www.dr.dk/tv/se/nak-aed/nak-aed- ... sland-7-10
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Nov 2013 22:01

Heheh kallinn flottur og jeppinn líka en eitthvað ryðgaður á kartöflumálinu :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Spíri » 28 Nov 2013 12:51

Var ekkert veitt í þessari ferð??? En annars skemmtilegur þáttur, vonandi verður framhald :D
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af oskararn » 28 Nov 2013 13:49

Þetta eru vinsælir þættir í Danmörku, meira matreiðsluættir en veiðiþættir og einhverra hluta vegna er ekki lögð mikil áhersla á veiðina. Eina 10 - 12 þætti má sjá á dr.dk og þar neðst á síðunni finnast þeir, fýlsveiði í Færeyjum, rjúpa í Noregi, skarfur á Jótlandi svo eitthvað sé nefnt.
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

karlguðna
Póstar í umræðu: 7
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af karlguðna » 28 Nov 2013 16:02

haha bara snylld ,, er í danmörku og rembist við að læra kartöblumálið :lol: þeir kunna að hafa gaman danirnir ,,, margir verri en þeir gét ég sagt ykkur ,,, takk fyrir þetta veiðimeistari
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gkristjansson » 28 Nov 2013 21:26

Mér er bara spurn, hvernig smakkaðist maturinn í raun og veru? gott eða ekki svo?
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Nov 2013 21:46

Hann smakkaðist merkilegt nokk, bara vel.
Súpan var dálítið sérstök, bragðaðist eins og kjötsúpa ég fann ekki sviðabragðið fyrr en ég borðaði sviðabitana, hrossabjúgun smökkuðust eins og þau væru saltlaus en annars var bragðið af þeim eins og af öðrum reyktum mat, lundinn var bara með sjófuglsbragði.
Aðalréturinn í honum var bragðið af sígna fiskinum dómínerandi og skyrið ofan á sósunni í þeim rétti hvarf í bragðið af sígna fiskinum sem og bragðið af sósunni sem var búin tíl úr mysu og rjóma.
Lifrin var fín svona eldgrilluð en svolítið óver dönn en bragðgóð.

Annars hvet ég ykkur til að skoða uppskriftirnar og prufa :D
http://www.dr.dk/mad/opskrifter/nak_og_ ... og-aed.htm
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af TotiOla » 01 Dec 2013 16:27

Ég gat ekki annað en brosað þegar ég las þetta svar þitt Veiðimeistari :D Svona í ljósi nýlegrar athugasemdar þinnar við póst hérna á spjallinu. Svo ég leyfi mér nú að vitna í sjálfan þig.
Veiðimeistari skrifaði:Það verður að segjast eins og er að þetta er vægast samt slæm íslenska
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jan 2014 14:03

Hérna er svona smá statestikk til gamans.
Var að fara yfir mína pappíra, ég er búinn að vera hreindýraleiðsögumaður frá árini 1991 eða í 23 ár.
Á þeim tima hef ég fylgt 388 veiðimönnum til veiða eða tæplega 17 mönnum og konum að meðaltali á ári, þessi ár.
Mörgum hef ég fylgt oft á tíðum eða ár eftir ár, eftir tíðni þess sem þeir hafa fengið úthlutað veiðileyfum, það gera kringum 1200 manns í allt.
Öll ár frá 1991 þar til á síðasta veiðitímabili fylgdi ég flestum veiðimönnum á ári eða á bilinu 40 til 90 veiðimönnum á ári.
Ég er greinilega farinn að eldast var ekki með flesta á síðasta ári, það gerði hins vegar Eiður Gísli Guðmundsson, ég held samt að ég hafi verið númer tvö.
Viðhengi
SigA6005.jpg
,,Keisarinn", sá eftirminnilegasti, veiðimaðurinn, Axel Kristjánsson 1998.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 30 Jan 2014 16:10

Þetta er alveg hreint ótrúlega fallegt dýr. Hversu mörg voru hornin... er það rétta orðið? Point á enskunni góðu. Hefur örugglega verið öldungurinn á svæðinu þetta dýr.
Árni More Arason
Keflavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jan 2014 18:48

Það er satt þetta var virkilega fallegt dýr, hann hefur verið orðinn 6-7 vetra, skrokkurinn af honum var 115 kíló.
Útvextirnir á hornunum á honum eru milli 20 og 25 en hann mælist ekkert sérstaklega, til þess er krónan uppi á vinstra horninu frekar léleg, hún hefur bara 3-4 útvexti og þá frekar stutta og fær mikinn mínus vegna þess í mælingu í bone & crokket :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gkristjansson » 30 Jan 2014 20:48

Jæja,

Bara svona að gamni (pínu nördalegt, Siggi fyrirgefðu "lenskuna") en mér datt í hug að skoða upplýsingarnar á hreindýrum, veiðitölur samkvæmt http://www.ust.is, miðað við hreindýra kvótann og held ég hafi fundið þetta:
Kvoti_og_veidi.JPG
Kvóti og veiði
Kvoti_og_veidi.JPG (16.41KiB)Skoðað 2088 sinnum
Kvoti_og_veidi.JPG
Kvóti og veiði
Kvoti_og_veidi.JPG (16.41KiB)Skoðað 2088 sinnum
Veit ekki með ykkur en mér finnst svolítið skrýtinn munurinn á "kvóta" og því sem menn segjast hafa skotið (veiðiskýrslur), hélt að kvótinn hefði fyrir það mesta verið fylltur öll þessi ár....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 30 Jan 2014 22:25

Kannski gefa þessar tölur vísbeningar um þá sem skila röngum veiðitölum... það getur varla verið að þetta hafi með það að gera hversu ílla skilavefurinn er útbúinn. :lol:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jan 2014 23:12

Ja, þetta hlítur að liggja í því að menn sleppi að skrá hreindyrið inn á veiðiskýrsluna þegar menn endurnýja veiðikortið og svo þeir sem ekki skila veiðiskýrslum og endurnýja ekki veiðikortið.
Það er nú kannski hátt hlutfall að það séu nálægt 25% sem ekki skila veiðiskýrslum 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara