Veiði dagsins 2013

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Ágú 2013 18:52

Jæja, í gær gekk mjög vel eftir veiðilausan dag í fyrradag. Fór með fjóra heiðursmenn á veiðar með 1 tarf og 3 kýr á svæði 1.
Fundum dýrin ásamt Snæbirni leiðsögumanni í Heljardal inn af Stakfelli, dýrin runnu upp úr Heljardalnum innst upp og austur á Heljardalsfjöllin.
Mínir menn keifuðu á eftir þeim upp snarbratta hlíðina (mishratt þó), þegar upp var komið lögðust dýrin til að hvíla sig og sumir mennirnir líka!
Síðan var gengið í málið menn stilltu sér upp allir fjórir tilbúnir hver með sitt dýr í sigti, síðan taldi leiðsögumaðurinn í, einn hvellur bergmálaði í öræfakyrrðinni og fjögur dýr hnigu til jarðar færin frá 100 m til 250 m.
Þorkell D. Eiríksson veiddi 48 kg. mylka kú með 30 mm. bakfitu, færið var 240 metrar veiðiriffillinn Howa Talon Thumbholer cal. 270 Win. kúlan Nosler Ballistic tip 130 gr.
Þorsteinn Hafþórsson veiddi 49 kg. steingelda kú, (að vísu svolítið vel hyrnda en það eru mistök leiðsögumannsins) hún var með 21 mm bakfitu, færið var 200 metrar veiðiriffillinn Sako 85 hunter 6,5x55 kúlan 120 gr. Nosler Ballistic tip.
Þórir Jónsson veiddi 46 kg. mylka kú með bakfitu 15 mm. færið var 160 metrar Veiðiriffillinn var Sako 75 cal. 270 Win. kúlan 130 gr. Nosler Ballistic tip.
Hallgrímur Hallsson Veiddi 90 kg tarf með 62 mm. bakfitu, færið var 200 metrar veiðiriffillinn Sauer 202 cal. 2506 kúlan 100 gr. Nosler Ballistic tip.
Viðhengi
IMG_9679.JPG
Þorkell Daníel Eiríksson (skepnan)
IMG_9688.JPG
Dorsteinn Hafþórsson með hornprúðu geldkúna í boði leiðsögumannssins.
IMG_9706.JPG
Þórir Jónsson við sína kú ásamt Jóhanni Má syni sínum.
IMG_9694.JPG
Hallgrímur Hallsson, það er þessi með húfuna.....
IMG_9715.JPG
Svo var lænað upp fyrir leiðsögumanninn.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 27 Ágú 2013 20:02, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Ágú 2013 18:54

Framhald.......ekki framhjáhald....hehehe...
Viðhengi
IMG_9722.JPG
Þorsteinn kannar vígreifur valinn.......hhhhmmmmm......kannski er þetta nú líkara slagtaríi en veiðum.......
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Ágú 2013 19:10

Í dag var veidd ein hreinkú við Grímsstaðakerlinguna þar var 500 dýra hópurinn á leið inneftir, eftir talningu í fljótheitum virðast vera milli 30 og 40 vænir tarfar í hópnum.
Tryggvi Jónsson veiddi 47 kílóa kú með 8 mm. bakfitu. veiðiriffillinn var Sako Forrester cal. 243 já einn af þessum gömlu óbilandi góðu. Kúlan V-Max af hæfilegri stærð kýrin lungnaskotin vel aftan við bóg kjötskemmdir 0 kúlan fór ekki í gegn þó hún færi á milli rifja kúlubrotin sátu í lungunum úti við rifjahylkið, sem voru í mauki. Færið var 150 metrar.
Viðhengi
IMG_9731.JPG
Fallegur skrokkur og algerlega óskemmdur.
IMG_9727.JPG
Tryggvi Jónsson
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Ágú 2013 19:43

Takk fyrir mig þetta var ótrúlega gaman :lol:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 28 Ágú 2013 00:35

Flottur þráður hjá þér Veiðimeistari og fínar myndir. Uppstillingarnar til fyrirmyndar.
Gangi þér vel á lokasprettinum.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

konnari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af konnari » 28 Ágú 2013 10:27

.
Síðast breytt af konnari þann 28 Ágú 2013 10:29, breytt 3 sinnum samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

konnari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af konnari » 28 Ágú 2013 10:28

Siggi Veiðimeistari !

Varstu eitthvað búinn að taka saman hjá þér kaliberin sem verið er að nota í ár ? Þú settir inn einhverntímann í fyrra helvíti góða töflu þar sem þú hafðir skráð hjá þér (ég finn það ekki lengur hér á spjallinu) ! Það væri fróðlegt að sjá þetta hjá þér ef þú átt þetta til :D

Kv.

Ingvar K.
Kv. Ingvar Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 7
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af karlguðna » 28 Ágú 2013 14:51

Takk fyrir þetta ,,,það gerist nú ekki flottara en þetta , og gaman að fá að fá að heyra veiðisöguna og hvaða verkfæri og cal menn eru að nota + fjarlægðir og fl. og ekki skemma myndirnar fyrir. tær snylld .
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gkristjansson » 28 Ágú 2013 15:27

Siggi er sjálfsagt á veiðum eins og er þannig að ég tek mér það bessaleyfi að setja eftirfarandi inn:
Caliber.JPG
Caliber notuð
Caliber.JPG (58.05KiB)Skoðað 1988 sinnum
Caliber.JPG
Caliber notuð
Caliber.JPG (58.05KiB)Skoðað 1988 sinnum
Ymislegt.JPG
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

konnari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af konnari » 28 Ágú 2013 15:44

Glæsilegt ! Takk fyrir það......það vantar að sjálfsögðu mikið inn í 2013 tölurnar þar sem tímabilið er rétt hálfnað...gaman að fá lokatölur fyrir 2013 þegar veiðitímabilinu lýkur.

Kv.
Ingvar K.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Ágú 2013 22:02

Það gekk vel á veiðum í dag, fundum dýr fyrir utan Grímsstaðakerlinguna við Krummaskarðið.
Sveinn Aðalsteinsson félagi okkar hérna veiddi væna mylka kú sem viktaði 44 kg. Veiðriffill Sveins er Tikka T3 með nýju skefti cal. 6,5x55 kúlan var 120 gr. Ballistic tip og færið 130 metrar.
Andrés Ívarsson veiddi gelda 42 kg. kú veiðiriffill Andrésar er Steyr Mannlicher cal 308 færið var 200 metrar og kúlan 150 gr. Sierra Gameking.
Viðhengi
IMG_9736.JPG
Félagi Sveinn með sína eðla kú.
IMG_9744.JPG
Andrés með veiðina og Mannlicherinn og Zeiss Qonquest 6,5-20 sjónaukann.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Ágú 2013 22:40

Hva... 200 m. hvernig var hægt að hitta eitthvað með svo þungri kúlu úr 308? :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Ágú 2013 22:41

Hva... 200 m. hvernig var hægt að hitta eitthvað með svo þungri kúlu úr 308? :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Ágú 2013 22:48

Sumir eru bara meðetta.....svo var það mikið upp á móti brekkunni!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Morri » 29 Ágú 2013 00:27

Andrés helvíti góður


Og Gylfi með puttan á púlsinum hehe... .308 getur margt
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Ágú 2013 21:15

Veiðarnar eru farnar að ganga betur, það veiðist á hverjum degi þessa dagana (sjö-níu-þrettán).
Sindri Sigurðsson félagi okkar hér og Hermann Leifsson félagi hans komu aftur eftir að hafa farið veiðilausir heim í byrjun mánaðarins, þeir veiddu sína kúna hvor í dag með einum hvelli.
Félagi Sindri Sig. veiddi 46 kg. mylka kú með 15 mm bakfitu í Mórilludal á Hólsfjöllum. Færið var 124 metrar veiðiriffillinn var Mauser FR8 cal. 7mm. Rem. Mag. Kúlan var Nosler Accobond 140 gr.
Hermann veiddi 37 kg. mylka kú með 2 mm bakfitu í Mórilludal einnig eins og gefur að skilja.
Veiðriffill hans er Mauser Otterup cal. 6,5x55 og kúlan Berger VLD Hunt 130 gr.
Viðhengi
IMG_9766.JPG
Sindri Sig. með kúna. Hvað er svosem verið að nota sjóngler á veiðitólið þegar þess þarf ekki!
IMG_9770.JPG
Hermann Leifsson með feng sinn og Otterupinn, Mórauði fjallgarður í baksýn.
IMG_9774.JPG
Það er alltaf svo krúttlegt að mynda dýrin saman þegar þau eru veidd einum hvelli, þá er svo stutt á milli þeirra.
IMG_9778.JPG
Fjallasýn af Mórauða fjallgarði, milli bílsins og Hermanns sést á Grímsstaðakerlingu, glittir í Grímsstaðakarl og Hólskerlingu. Til hægri sést á Herðubreið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 29 Ágú 2013 21:37

Ehemm,,,,, held að maðurinn á næstneðstu mynd, ætti nú að passa puttana sína :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Morri » 29 Ágú 2013 22:50

Kvöldið

Mér finnst alveg magnað að það séu dýr á þessum slóðum núna,Hólsfjöllunum og nærsvæðum.

Eru mörg dýr þarna á ferðinni?

Maður sækir líklegast bara um á svæði 1 næst, stutt að fara og gaman að veiða í sinni heima heiði líka þegar maður er búinn að fara töluvert um hins svæðin. Var í veiðitúr á Sv 1 í byrjun tímabils, veiddum í Sunnudal þá.

Gaman af svona fréttum
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Ágú 2013 22:59

Gylfi, engin hætta þessi var tvítékkaður eins og yfirleitt er gert hjá mér!
Þetta var um 500 dýra blandaður hópur sem við vorum í í dag, vænir tarfar innan um, síðan er annar 150 dýra hópur þarna einhvernsstaðar sem við sáum ekki í dag, hann var við Krummaskarðið í gær en sá stóri var við Grímsstaðakerlinguna í fyrradag, þetta virðist heldur a leið úteftir ef eitthvað er.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af skepnan » 30 Ágú 2013 00:15

Sæll Sigurður, enn og aftur mestu þakkir fyrir frábæran túr. Þarna lærði ég, óvanur maðurinn, ótrúlega margt og þessi hópur sem að við vorum svo heppnir að fá að veiða með var einstaklega skemmtilegur. Allir að segja okkur til og fræða okkur á því sem verið var að gera og af hverju osfrv...
Nú erum við stútfullir af fróðleik og þykjumst kunna allt sem að hreindýraveiðum viðkemur :lol: (næstum því :? :oops: )
Láglendisbóndanum af Suðurlandsundirlendinu gekk aðeins hægar að "renna" upp snarbratta hlíðina en hinum fjallageitunum :lol: :lol: enda var haft á orði að ekki væri vitað hvort lýsti meira af andliti mínu eða tungunni, þegar upp var komið, enda bæði jafn stórt :lol: :lol: :lol:
Hvað er þessi hlíð há Sigurður? Það virkaði töluverður spotti neðan frá séð, hvað þá þegar litið var niður :o
Mikið vildi ég óska þess að til væri myndband af þessari ferð og þessu samskoti okkar og gleðivímu leiðsögumannsinns sem var manna kátastur með þetta allt :D
Þessi ferð og eltingaleikur okkar við þessa 500 dýra hjörð verður sögð oft hér eftir í góðra vina hópi og á endanum verður fjallið orðið 2500 metra hátt og hjörðin 5 eða 6000 dýr :lol:
Með kærum þökkum fyrir túrinn, hafragrautinn og skyrhræringinn :shock: og gestrisnina að Vaðbrekku.
Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Svara