Veiði dagsins 2013

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af E.Har » 06 Sep 2013 10:23

Glæsilegar myndir :-) :D
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 06 Sep 2013 10:35

Þetta er rosa flott krúna hjá Guðna Einarssyni... Verður örugglega flottur ef hann fer í uppstoppun!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 2
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 09 Sep 2013 10:47

Stebbi Sniper skrifaði:Þetta er rosa flott krúna hjá Guðna Einarssyni... Verður örugglega flottur ef hann fer í uppstoppun!
Ég ákvað að láta stoppa hausinn upp, enda ekki á hverjum degi sem maður veiðir svona "naut" eins og ég heyrði vana hreindýramenn kalla skepnuna. Hausinn var óvenjulega stór og breiður yfir granirnar. Þessi veiðiferð verður mér eftirminnileg, eins og raunar allar hreindýraveiðiferðir mínar.

Sigurður veiðimeistari Aðalsteinsson frá Vaðbrekku stóð sannarlega undir nafnbótinni en af honum hef ég lært mest af því sem ég veit um hreindýraveiðar. Hann á heiðurinn af því hvernig til tókst, þótt ég fengi að velja dýrið og fella það. Lærlingurinn var bara að sýna að eitthvað af fróðleiknum hafði síast inn í áranna rás.

Í þetta skipti notaði ég Barnes TTSX kúlu í fyrsta sinn á hreindýr. Flott kúla sem grúppar vel í rifflinum mínum. Ég byrjaði mínar hreindýraveiðar á að hausskjóta en dýralæknir ráðlagði mér að lungnaskjóta dýrin frekar. Síðan hef ég lungnaskotið hreindýr enda er það skynsamlegt ætli maður að nýta kjötið. Með lungnaskoti er dýrið blóðgað um leið og það er fellt. Nú fór kúlan aðeins of neðarlega og tók í sundur æðarnar ofan við hjartað og braut bóglegginn sem frá sneri. Mér þótti tarfurinn of lengi að detta og sendi honum því annað skot ofar og þvert í gegnum bæði lungun. Þá steinlá höfðinginn.

Þegar tekið var innan úr dýrinu hafði ég á orði að fyrri kúlan hefði kannski ekki opnast nógu vel, kannski hefði hann fallið strax ef hún hefði tæst meira. Skotsárin voru mjög hreinleg og kjötskemmdir litlar. Ég hef notað nokkrar kúlnagerðir í gegnum tíðina á hreindýr, Nosler BT, Sierra Grand Slam, Winchester Power Point, Swift Scirocco og nú Barnes TTSX. Yfirleitt hafa dýrin fallið fyrir einu skoti. Aðalmálið er að hitta dýrið á réttan stað.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2013 19:33

Jæja nýjar myndir.
Viktor Mester frá Ungverjalandi veiddi vænan tarf á svæði 1 við Stakfell.
Tarfurinn vóg 110 kíló með bakfitu uppá 88 mm.
Veiðiriffillinn var BLAZER R93 375 H&H Mag. kúlan soft point 300 gr. já hann stein lá. færið 140 metrar.
Viðhengi
IMG_9870.JPG
Viktor Mester
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 11 Sep 2013 21:52, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2013 19:37

Daði Jónsson veiddi tarf við Geldingafell á svæði 6 skörun við 2.
Hann vóg 90 kg. og var með 65 mm bakfitu.
Veiðriffillinn var Tikka 300 Win. Mag. og færið 101 meter.
Viðhengi
IMG_9879.JPG
Daði Jónsson er af kyni veiðimanna.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 10 Sep 2013 19:47, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2013 19:44

Garðar Eyland Bárðarson veiddi 90 kílóa tarf á Múla á svæði 2 við Háukletta í Kelduárdrögum.
Tarfurinn vóg 90 kg með 51 mm bakfitu.
Veiðiriffill Garðars var Mauser 98 Otterup cal 6,5x55 Kúlan var 140 gr. (alltof þung kúla :lol: )
Soft point úr Winchester skoti. og færið var 130 metrar. (mátti ekki vera lengra fyrir þessa kúlu 8-) )
Viðhengi
IMG_9896.JPG
Garðar alvalega smitaður af veiðibakteríunni ásamt Jóhanni Helgasyni tengdasyni sínum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2013 19:50

Kristján Már Kárason veiddi tarf við Eyjakofa á Eyjabökkum, hann vóg 95 kg. með 40 mm. bakfitu.
Veiðriffillinn var Sauer 202 cal. 308 kúlan A-Max 150 gr. og færið 115 metrar.
Viðhengi
IMG_0014.JPG
Horft til fjallanna!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af TotiOla » 10 Sep 2013 20:56

Veiðimeistarinn skrifaði:Jæja nýjar myndir.
Viktor Mester frá Ungverjalandi veiddi vænan tarf á svæði 1 við Stakfell.
Tarfurinn vóg 110 kíló veiðiriffillinn var BLAZER R93 375 H&H Mag. kúlan soft point 300 gr. já hann stein lá. færið 140 metrar.
300 gr. 8-) Það er ekkert annað. Fékkstu að ganga frá dýrinu? Ef svo er, áttu þá ekki myndir af skotsárinu? Það væri áhugavert að fá að sjá ef þú átt þetta til.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Sep 2013 21:24

það eru bara long range caliber, þessa dagana !
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

konnari
Póstar í umræðu: 8
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af konnari » 10 Sep 2013 21:26

Ótrulega flott uppstilling hjá honum Kristjáni.....hann kann þetta, þetta er til fyrirmyndar ! Og n.b. með S&B 1.5-6x42......það þarf sko ekkert mega stækkun á veiðiriffil :D
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Spíri » 10 Sep 2013 21:53

357HH má það? Þegar ég fékk leyfi fyrir.338 var mér tilkynnt að ég mætti ekki veiða neitt á Íslandi með honum. Hefur eitthvað breyst?
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 7
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af sindrisig » 10 Sep 2013 23:32

Auðvitað hefur eitthvað breyst. Það er allt miklu grænna þessa dagana og bláiliturinn í himninum hefur ekki verið svona vel sjáanlegur til fjölda ára hérna fyrir austan.

Glæsilegar myndir enda leggur Siggi sig allan fram við að taka þær.
Sindri Karl Sigurðsson

EBjornss
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:24 Ágú 2013 09:56
Fullt nafn:Eiríkur Björnsson

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af EBjornss » 11 Sep 2013 09:58

Sælir. Útlendingar mega nota sinn veiðiriffil hér á landi, óháð caliberi, enda er engin hámarkshlaupvídd til hreindýraveiða. Annað gildir um mörlandann, sem hefðbundið er!

Kveðja, Eiríkur Björnsson.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Sep 2013 20:37

Hinn mikli hvíti veiðimaður Axel Kristjánsson, alltaf síungur brá sér til hreinaveiða í dag.
Það væri svo sem ekki í frásögu færandi, nema kannski að hann er 85 ára og nú í haust eru 50 ár síðan hann fór fyrst til hreindýraveiða ásamt félögum sínum, Þorsteini Thorarensen, Vilhjálmi Lúðvíkssyni og Kjartani Bjarnasyni leiðsögumanni á Þuríðarstöðum, sem nú eru allir látnir.
Árið 1963 héldu þeir félagar á hestum upp frá Sturluflöt í Fljótsdal inn á Flatarheiði til hreindýraveiða og veiddu þrjú hreindýr.
Nú nákvæmlega 50 árum seinna hélt Axel enn til veiða og aftur upp frá Sturluflöt ásamt veiðifélögum sínum Karli syni sínum og dóttursonunum Daða og Axel Sigurðarsonum, ásamt leiðsögumanninum, undirrituðum á torfærujeppa hans.
Axel hitti á dýr skammt innan við Strútsfoss meðfram Strútsá, þar felldi hann 80 kg. tarf með 55 mm. bakfitu.
Á nærri sama stað slógu þeir félagar upp tjöldum fyrir 50 árum og fengu sér Séníversnafs við ketaljós í kvöldkyrrðinni, eftir að hafa matast áður en þeir gengu til hvílu.
Veiðiriffill Axels er Remington model 721 cal. 300 H&H Mag. með 150 gr. Hornady SST kúlu, færið var 98 metrar.
Viðhengi
IMG_0016.JPG
Axel með tarfinn 50 árum eftir að hann kom fyrst upp í Flatarheiðina.
IMG_0028.JPG
Veiðifélagarnir Daði Sigurðsson, Karl Axelsson, Axel (Nafni) Sigurðarson og höfðinginn sjálfur Axel Kristjánsson kampakátir með feng dagsins.
IMG_0037.JPG
Axel bendir á staðinn þar sem þeir félagar tjölduðu fyrir 50 árum síðan.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 11 Sep 2013 21:54, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Halldór Nik
Póstar í umræðu: 1
Póstar:17
Skráður:27 Jun 2012 23:26

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Halldór Nik » 11 Sep 2013 20:43

TotiOla skrifaði:
Veiðimeistarinn skrifaði:Jæja nýjar myndir.
Viktor Mester frá Ungverjalandi veiddi vænan tarf á svæði 1 við Stakfell.
Tarfurinn vóg 110 kíló veiðiriffillinn var BLAZER R93 375 H&H Mag. kúlan soft point 300 gr. já hann stein lá. færið 140 metrar.
300 gr. 8-) Það er ekkert annað. Fékkstu að ganga frá dýrinu? Ef svo er, áttu þá ekki myndir af skotsárinu? Það væri áhugavert að fá að sjá ef þú átt þetta til.
Sæll Þórarinn!

Það vill svo til að ég á myndir af skotsárinu og rifflinum sem hann Viktor notaði ;) ég læt þær fylgja!
IMG_2663_1.jpg
IMG_2663_1.jpg (89.42KiB)Skoðað 2183 sinnum
IMG_2663_1.jpg
IMG_2663_1.jpg (89.42KiB)Skoðað 2183 sinnum
IMG_2635_1_1_1.jpg
IMG_2635_1_1_1.jpg (95.78KiB)Skoðað 2183 sinnum
IMG_2635_1_1_1.jpg
IMG_2635_1_1_1.jpg (95.78KiB)Skoðað 2183 sinnum
Mbk.
HN

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af TotiOla » 11 Sep 2013 20:49

Halldór Nik skrifaði:Sæll Þórarinn!
Það vill svo til að ég á myndir af skotsárinu og rifflinum sem hann Viktor notaði ;) ég læt þær fylgja!
Sæll Halldór
Glæsilegt! Gaman að sjá þetta. Bæði bráð og byssu.
Takk fyrir :D
Mbk.
Þórarinn Ólason

karlguðna
Póstar í umræðu: 7
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af karlguðna » 12 Sep 2013 17:31

Sælir allir,,, og enn og aftur takk fyrir frábæran þráð,,en ég gét ekki annað en verið ósammála Sigurði súperstar Veiðimeistara hvað varðar 6,5x55 og athugasemdinni hér að ofan ! 140 grein "of þung kúla" og "130 metrar hámarks færi" hef sjálfur fellt kú með 140 grein, feteral verksmiðju kúlu (blýoddi) á 150 metrum og þó ég sé ekki nein alvöru riffilskytta þá hefði ég treyst mér upp í 250 metra án þess að þurfa að stilla kíkir , heldur nota bara mildodið í kíkinum. fallið er mismunandi á milli "hleðslna" ekki endilega kúlna , þó "sverari" kúlur taki á sig meiri vind og hægi fyrr á sér en grennri kúlur , ég er reyndar mikill aðdáandi 6,5x55 og fékk smá sting í hjartað þegar svo mikilsvirtur veiðimaður setur svona aðfynnslur framm. Maður með ekki meiri reynslu af riffilskotfimi á náttúrulega bara að halda kjafti en hér er´etta
maður bara kann ekki að þegja :P
hér er eitt myndband frá kananum og allir vita að hann bullar ekki :mrgreen:
https://www.youtube.com/watch?v=k9wuqmi3S9Q
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Sep 2013 18:12

Svo þetta sé nú sagt á íslensku.....þá er 140 gr. kúla í 6,5 allt of þung kúla til hreindýraveiða af þeirri einföldu ástæðu að það þarf ekki svona þunga kúlu til að drepa hreindýr.
100 gr. kúla dugir fullkomlega og engin ástæða til að nota þyngri kúlu.
Auk þess sem létta kúlan hefur hraðari og flatari feril sem lágmarkar fall út í 300 metra.
Ég var að grínast með það að 140 gr. kúla úr verksmiðjuhlöðnu skoti þolir ekki mikið meira en 130 metra áður en hún fer að falla meira en góðu hófi gegnir!
Það er hins vegar staðreynd að sé kúlan létt og skotið hratt, kemur það oft niður á nákvæmninni, en ,,nota bene,, við þurfum sem betur fer ekki á benc rest nákvæmni að halda á hreindýraveiðum.
1,5" grúbba er kappnóg fyrir öll hausskot síðan er brjóstholssvæðið á kú cirka 50x50 cm að stærð, svo þar ætti 25 cm. grúbba að duga alveg bærilega.
Ég nota eingöngu 100 gr. kúlur í minn 6,5-284 og er dauðasáttur við 1,5" grúbbur á 100 metra færi skotið með tvífæti og bakstuðningi við öxl af borði.
Hún ælar að verða langlíf þessi míta að það þurfi enhverjar fallbyssur til að drepa hreindýr og hlaða einhverjum fallbyssukúlum í ,,baunabyssurnar" sem ég kalla svo og á þar við flest hylki undir 60 mm að lengd.
Ég skaut hreindýr aldrei með öðru en 222 og 40 -52 gr. kúlum áður en ég varð leiðsögumaður og var skyldaður til að nota að lágmarki 6mm.
Ég hef orðið 40 ára reynslu af hreindýraveiðum og þá á ég við mánuð til sex vikur á ári.
Miðað við fimm vikur til jafnaðar á ári gera það 200 vikur alls eða sem eru nærri 4 ár samfellt.
Ef einhver hérna inni hefur viðlíka reynslu væri gaman fyrir mig ef hann gæfi sig fram, við hefðum örugglega margt að spjalla.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 7
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af karlguðna » 12 Sep 2013 19:18

Takk fyrir gott svar , en minni á að "aðgát skal höfð í nærveru sálar" :P en hvenær byrjaðir þú eiginlega að veiða hreindýr ?? 8 ára??? :lol:
ég á reyndar núna 270 win. og er mjög sáttur nema fyrir lætin í "kvikindinu" . áfram veiðimenn.
fleiri myndir !! tusinde takk fra danmark
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Sep 2013 20:02

Ég hef nú alltaf verið frekar hrokafullur :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara