Veiði dagsins 2013

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2013 12:48

Ég er nú hálf heppinn í dag, hvað þá veiðimennirnir sem hefðu lent í því, þarf ekki að fara til veiða enda hálf hryssingslegt veður úti við og gott að kúra bara inni við.
Það er slidduhríð og grátt í rót og hvasst, sennilega hálfgerð bylritja á fjöllum og engar fréttir að hafa af veiðum í dag ekkert komið um það á hreindyr.is
Set hérna inn nokkrar myndir frá veiðitímabilinu sem tengjast kannski ekki beint veiðum en hafa orðið til á fjölmörgum veiðiferðum tímabilsins.
Andstæðurnar geta verið miklar, ekki gott að átta sig á hvort ég er í suðrænum löndum eða Sahara.
Viðhengi
IMG_0132.JPG
Svona var veðrið þegar ég leit út í morgun, þriflegt eða hitt þó heldur.
IMG_9752.JPG
Stóri hreindýrahópurinn á svæði1 400 til 500 dýr, vill einhver telja? Svona sá Sindri hann á skaflinum á Mórilludalnum.
IMG_9497.JPG
,,happy happy happy tolgth" suðræn lönd og seiðandi konur, nei bara sturtan á Laugarvöllum.
IMG_9750.JPG
Sahara eða hvað, nei bara sandgil á Einbúasandi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Sep 2013 12:39

Það stefni bara í rólegheit í dag, sama leiðindveðrið út, samt eru mættir hjá mér tveir grjótharðir veiðimenn með gormann með sér og ætla að veiða 2 kýr á svæði 1.
Ekkert veðurútlit í dag til að það megi takast, erum að bíða eftir að rofi eitthvað upp, förum kannski á rúntinn seinnipartinn að skoða stöðuna.
Hér eru myndir af ástandinu hér útivið á Vaðbrekku klukkan 12 á hádegi.
Viðhengi
IMG_0133.JPG
Heldur meiri snjó er að sjá í dag þegar litið er inn dalinn, en var í gær.
IMG_0134.JPG
Svona kemur ástanið fyrir augu út dalinn, kindurnar norpa enn sumar undir fjárhúsveggnum, þær hörðustu hafa þó drifið sig á beit í nágrenninu.
IMG_0136.JPG
Fjallajeppinn uppfenntur fyrir dyrum á Vaðbrekku.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Sep 2013 13:40

Ja allavega ertu með félagsskap þarna í óbyggðum :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Sep 2013 19:21

Jæja það var haldið aftur til veiða í dag og útlitið í morgun þokkalegt og vitað hvar dýrin voru.
Haldið var rakleitt út í Gestreiðastaðaaxlir og voru dýrin norðan í þeim við Kollsseyruna (sem er á).
Þar náði Sigurgeir Hrafnkelsson að fella eina mylka kú, hún viktaði 45 kg. með bakfitu 17 mm.
Veiðriffill Sigurgeirs var Mauser 98 cal 6,5-284 kúlan A-Max 100 gr. og færið 90 metrar.
Ólafur Óskar Ólafsson og Halldór Ingvason löbbuðu hins vegar með undirrituðum á eftir hópnum inn Gestreiðastaðaaxlir og norður þaðan í átt að Kollsseyrudal, þá fór hins vegar að bæta í veðrið og á hálsinum austan Kollsseyrudalsins var hins vega varla stætt og grenjandi snjókóf, menn orðnir sárir í andliti og nokkuð seilaðir undan veðrinu, var þá ákveðið að snúa frá og reyna aftur á morgun.
Viðhengi
SDC10985.JPG
Sigurgeir við kúna sem veiddist í dag.
IMG_0137.JPG
Ólafur og Halldór um það bil sem ákveðið var frá að hverfa.
SDC10993.JPG
Menn gerðust seilaðir í andliti eftir sem veðrið og snjókófið herti.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 7
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af sindrisig » 17 Sep 2013 22:12

Já það var nú svona umhorfs við smalamensku í Jökuldalnum á laugardaginn. Fljótt skipast veður í lofti, verst að nú eru menn í vandræðum neðar í dalnum enda ekki beint sama blíðan og á laugardag.
me-me.jpg
Smalamennska í fullum gangi
me-me.jpg (44.43KiB)Skoðað 2844 sinnum
me-me.jpg
Smalamennska í fullum gangi
me-me.jpg (44.43KiB)Skoðað 2844 sinnum

Og hér er mynd frá í hitteðfyrra frá svipuðum tíma:
Hreindyr 2011.jpg
Skagafellið við "eðlilegar" aðstæður
Hreindyr 2011.jpg (40.4KiB)Skoðað 2844 sinnum
Hreindyr 2011.jpg
Skagafellið við "eðlilegar" aðstæður
Hreindyr 2011.jpg (40.4KiB)Skoðað 2844 sinnum
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Sep 2013 20:21

Jæja, jæja, þá er ballið loksins búið, í dag fór ég með síðustu veiðimennina á tímabilinu, þó tveir dagar séu eftir verður hér látið staðar numið.
Á morgun legg ég land undir fót og áfangastaðurinn Ameríka til afslöppunar, það dugir ekki minna.
Í dag veiddu Ólafur Óskar Ólafsson og Halldór Helgi Ingvason hjá mér sína kúna hvor á Kollseyrudalnum á svæði 1.
Kýr Halldórs var geld tvævetla 38 kg. Veiðiriffill hans er Tikka T3 cal 25-06 kúlan 117 gr. Sierra gamehead ú verksmiðjuhlöðnu Sako skoti og færið um 150 metrar.
Kýr Ólafs var mylk 42 kg. Veiðriffill hans Sako 75 cal. 6,5x55 kúlan 120 gr Nosler Ballistic tip. og færið 190 metrar.
Þeir voru vel búnir með Tóta gormann og snjóþotu til að draga bráðina á í bílinn eins og mönnum sæmir, sem koma westan um Kaldbak.

Takk kærlega fyrir veiðitímabilið veiðimenn og allir sem hafa verið með mér í andanum gegn um þennan, Veiði dagsins þráð. Vona að einhverjir hafi haft gagn og gaman af!
Viðhengi
IMG_0175.JPG
Undir háu hengjubelti, höfði drúpir kú. Halldór með tvævetluna.
IMG_0153.JPG
Ólafur með kúna og allt á kafi í snjó.
IMG_0169.JPG
Þetta eru sko menn með réttu græjurnar.
IMG_0185.JPG
Allt klárt Ólafur, Þórólfur og Halldór búnir að koma veiðinni fyrir á flutningsgrindinni góðu og allir ánægðir.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 03 Nov 2013 18:18, breytt 3 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 18 Sep 2013 20:28

Jæja Sigurður. Góða ferð til Ameríku. Láttu ekki ruglhausana þar drepa þig. :D :D

Hafðu bestu þakkir fyrir að hafa haldið uppi þessum fréttaþræði af hreindýraveiðinni.
Búið að vera gaman að fylgjast með öllum þessum ferðum, og sjá allar myndirnar.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

egill_masson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af egill_masson » 18 Sep 2013 21:21

Tek undir með Gylfa - kærar þakkir fyrir stórskemmtilegan þráð.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

lurkur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:7
Skráður:04 Jul 2012 16:21

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af lurkur » 18 Sep 2013 21:34

Þakka skemmtilegan þráð og góða ferð í hreppinn.
kv. Jóhann Freyr Jónsson
Hafnarfjörður

marin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af marin » 18 Sep 2013 21:53

Tekur undir hjá með Gylfa og fleirum, takk fyrir skemmtilegan og fróðlegan þráð og góða skemmtun í Ameríku.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af KarlJ » 19 Sep 2013 00:40

Takk fyrir Siggi, það hefur verið gaman og fróðlegt að fylgjast með þessum þræði.
Hafðu bestu þakkir fyrir að gefa þér tima í þetta.
Kv Kalli
Karl Jónsson. Akureyri.

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Sep 2013 09:32

Frábær þráður og hafðu það sem best í Ameríkuhrepp :-) 8-) :P
Kveðja
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Garpur » 19 Sep 2013 11:57

Takk fyrir góðan þráð, og hafðu það sem best.

kv.
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af skepnan » 19 Sep 2013 12:01

Þakka þér fremur Sigurður.
Þetta var frábær túr sem ég fékk að fara með þér og þessi þráður var búinn að vekja eftirvæntinguna all mikið áður :shock: :lol:
Hafðu það gott í fríinu og ekki versla of mikið í Cabelas :mrgreen:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

karlguðna
Póstar í umræðu: 7
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af karlguðna » 19 Sep 2013 16:44

takk veiðimeistari fyrir frábæran þráð , myndir og skemmtilegt spjall, njóttu hvíldarinnar.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2013 16:39

Þetta er svona viðbót við veiði dagsins, ég rakst á þetta á facebook!
Viðhengi
IMG_9555.JPG
Kokkurinn Nikolaj Kirk gerir klárt fyrir málsverð við Miðfjarðarheiðarkofa.
IMG_9538.JPG
Myndatökuliðið og aðstandendur í Kvíslamótum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 2
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 04 Nov 2013 18:15

Ég ætla eins og margir aðrir að þakka kærlega fyrir þráðinn! Þetta er búin að vera skemmtileg lestning og ég vona að þú heldir svipuðu efni úti á næsta ári! Góða ferð í Ameríkuhrepp!
Árni More Arason
Keflavík

reynirh
Póstar í umræðu: 2
Póstar:30
Skráður:22 Feb 2012 20:52

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af reynirh » 05 Nov 2013 01:04

01112013447.jpg
Fór og sótti mína kú núna 1 Nov. Frekar létt veiði innan girðinga í Flatey sv.9
Fór og sótti leiðsögumannin rúmlega 8, farnir af stað um 0845 ca 20 km á veiðislóð,
Komnir þangað um kl 0900 og kusa féll 0930 færi 204 metrar dágóður hliðarvindur.
Riffill Howa 1500 308 kúla 165 sierra gameking.
Þurfti náttúrulega að miða ca eina Hreinkú yfir svo að 308 réði við verkið og kúlan fór inn á milli rifja í hjarta og út á milli rifja, mjög snirtilegt og engar kjötskemdir.
Heimleiðin var skemmtileg líka því að um kl 10 hljóp lagfóta yfir veginn og lá hún líka fyrir 308 á ca 200m og miðað ca 4 tófur yfir svo að 308 réði við verkið.
Búinn að flá um kl 11 og komin upp að Skálafellsjökli kl 1230 í rjúpu.
Viðhengi
IMG_9186.JPG
Reynir Hilmarsson Húsavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Morri » 05 Nov 2013 23:59

Glæsilegt Reynir

Fanta góður veiðitúr þetta!

.308 náttúrulega ætti ekki að vera framleitt.....

Rjupna-aflabrögð fréttnæm á þessum slóðum?
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

reynirh
Póstar í umræðu: 2
Póstar:30
Skráður:22 Feb 2012 20:52

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af reynirh » 06 Nov 2013 09:54

Nei Morri rjúpnaveiði er frekar slök þarna, en ég elti 9 rjúpna hóp á laugardag í 3 tíma á laugardag og komst aldrei í færi, færði mig svo yfir í næsta dal og náði þar 2 af 3.
Var að heira tölur frá 0 og upp í 6,
En heirði svo af einum með 40+ í Hamarsdal, (veit ekki um sanleikgildi þeirrar tölu).
Reynir Hilmarsson Húsavík

Svara