Síða 1 af 9

Veiði dagsins 2013

Posted: 23 Jul 2013 15:34
af Veiðimeistarinn
Jæja, þá er það byrjað! Fyrsti túrinn hjá mér í gær, fór með veiðimann og þrjá gormenn á svæði 3.
Byrjuðum á að fara upp á Fjarðarheiðabrúnina Héraðsmegin, gengum austur yfir á Kötludali og sáum yfir að Vestdalsvatni hvar úr rennur Gilsá, gengum síðan niður með öllum Gilsárdal vestanverðum, niður undir Ormsstaði skönnuðum síðan hálsinn fram og niður í Tókastaði, hinn þægilegasti göngutúr tæpir 20 kílómetrar á átta tímum.
Þá frétti ég af törfum á Hvannstóðsdal á Borgarfirði austur, frá Jóni Sigmari Sigmarssyni (toppguide) svo var sest í bílinn og brunað niður í Hvannstóð, með viðkomu í kaupfélaginu á Borgarfirði þar sem ég upplodaði byrgðirnar af Cola light, hvað annað.
Við Hvannstóð hittum við veiðmenn Jóns Sigmars (toppveiðimenn) þeir sögðu okkur allt um staðsetningu tarfana þeir voru á Hrútahjallanum og runnu inn fyrir fossinn í dalbotninum.
Þá hófst seinni hálfleikurinn klukkan orðin 19:00 og ekkert að gera annað en drífa sig upp á Hrútahjalla og inn hann allan, ekki voru tarfarnir á sínum stað svo gengið var fyrir dalbotninn undir Jónsskörðum, rétt áður en við komum í Mínuskörðin mættum við kúahjörð með kálfa alls um 100 dýr þar af um 40 mylkar kýr.
Síðan fundum við tarfana alveg inni í dalbotni á hjallanum undir Mínuskörðum, það tók fjótt af, tarfurinn féll á 232 metra færi, klukkan korter fyrir ellefu pm, lungnaskot ofarlega, kúlan 100 gr. Nosler ball.tip. kom ekki út en gerði sitt gagn, lungun voru í mauki.
Síðan var sprett innan úr tarfinum sem er að líkindum kringum 90 kíló (viktaði 89 kg.), hann dreginn niður á skafl, fylltur af snjó og grafinn niður, hann verður sóttur í dag á sexhjóli.
Þá var bara að ganga aftur í bílinn 10 kílómetra leið, þangað vorum við komnir um klukkan eitt í nótt eftir rúmlega 20 kílómetra labb á Hvannstóðsdalnum á 6 tímum, þá höfðum við gengið alls rúman 41 kílómeter á 14 klukkustundum.
Góður dagur ,,þegar hóflega er veitt og veiðimaðurinn leggst þreyttur til hvílu".

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 23 Jul 2013 19:53
af Árni
Það er skemmtilegast að hafa fyrr þessu! og brenna nokkrar (coke-light) kaloríur í leiðinni!

Hvernig er það annars, er í lagi að kæla svona mikið svona snögglega? og er engin hætta á að rebbi litli sitji að hlaðborði um nóttina?

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 23 Jul 2013 21:01
af Eggert
Glæsilegt Þar sem ég fékk ekki úthlutað í ár les maður allar veiðisögur af áfergju
hef verið að velta fyrir mér er ekki neitt verið að veiða tarfa á svæði 2?
eða er eitthvað lítið af þeim á svæðinu.
áfram með veiðisögur
Eggert Bergsveinsson
eggertb1@gmail.com

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 24 Jul 2013 00:08
af Veiðimeistarinn
Nei, það er ekki gott að kæla skrokkana svona hratt niður, það getur orðið til þess að duðastirðnunin verður of hröð og hætta á að kjötið verði seigt, auk þess sem hætta er á að mengun komist í kjötið, fjallalækirnir hérna fyrir austan eru mismikið mengaðir af gæsaskít, skulum við segja.
Hins vegar var ekki um mikið að velja í þessu tilfelli 15 gráðu hiti þegar tarfurinn féll og allar líkur á að hitnn færi fljótt í 20 gráður með hækkandi sól, kjötið er fljótt að súrna við svoleiðis hita og brennandi sólarljós.Nei það heyir til algerra undantekninga að rebbi leggist á svona fyrstu nóttina, refurinn leggst ekki á æti fyrstu nóttina þegar við leggjum það út að jafnaði eins og við vitum sem erum að brasa við útburð.
Nei það er löitið byrjað að veiða tarfa á svæði 2, aðeins hefur verið veiddur einn skógartarfur við Arnheiðastaði í Fljótsdal.
Síðan eru tilmæli að veiða fjalltarfana austan Jökulsár í Fljótsdal en þar er tæplega orðið fært um slóðana vegna snjóalaga.
Það eru engir eða sárafáir tarfar á Fljótsdalsheiðinni um þessar mundir, hreindýrin eru búin að éta sig þaðan í bili, þessir skógartarfar fara samt upp í heiðina þegar líður á veiðitímabilið, en þeir renna líklega hratt inn heiðina ef þar eru engar kýr eins og nú er.
Aðeins hafa sést um 150 kýr inni á Vesturöræfum en þær eru í þjóðgarðinum og þar má ekki veiða fyrr en 15. ágúst.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 24 Jul 2013 13:45
af Tf-Óli
Þetta var magnaður veiðitúr.
Allir leiðangursmenn hafa ágæta fótavist, þrátt fyrir minniháttar roða á iljum og tám.
Kjötdeild hópsinns kom tuddanum til byggða í gær. Var sú för þeim til sóma :D
Bestu þakkir fyrir okkur.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 25 Jul 2013 20:48
af Björninn

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 25 Jul 2013 23:10
af E.Har
Glæsilegt og gaman að heyra af þér nur á fjörðum :-)

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 26 Jul 2013 11:15
af gylfisig
Við Húsvíkingar vorum að veiðum á sv. 7 núna í vikunni með leiðsögumönnunum Alla Bróa, og Vali.
Byrjuðum að leita við Ódáðavötn og nágrenni að vænum törfum, en þeir voru ekki auðfundnir.
Ég náði þó að lokum góðum tarfi, líklega uppi við Kistufell.
Dilkurinn vóg 94 kg.
Færið 264 m. og tarfurinn féll fyrir 165 grs Nosler bt. kúlu úr TRG-inum mínum í cal 300 wm. Lagði ekki í höfuð, eða hálsskot á þessu færi, þar sem aðstaðan var mjög slæm til að skjóta. Ég skaut því rétt aftan við bóg. Engar skemmdir á bógum, hvorki við inn eða útgat.
Seinni daginn var farið upp að Bjarnarhíði, og leitað utan í Bratthálsi. Sáum fyrst ekkert nema beljur þar.
Undir kvöld sáum við loks nokkra tarfa utan í Bratthálsinum, og náðum þar öðrum, sem var reyndar ekki stór... 75 kg dilkur, en mjög fallegur. Hann var mænuskotinn á 102 m. færi með Sauer cal 270.
Kúla 130 grs Interbond. Snyrtilegt skot hjá félaga mínum. Engar kjötskemmdir þar heldur.
Leiðin inn í Bjarnarhíði er varla fær núna nema sæmilega öflugum jeppum. Við vorum á honum Garpi mínum sem er Hilux á 38 " dekkjum, og á bíl Alla G. sem einnig er á 38 "
Við fórum með tuddana niður í Skriðustekk, þar sem enn og aftur var tekið afar vel á móti okkur af Höskuldi og félögum.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 26 Jul 2013 11:17
af gylfisig
,

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 26 Jul 2013 11:20
af gylfisig
,

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 26 Jul 2013 11:23
af gylfisig
,

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 26 Jul 2013 12:29
af E.Har
Snirtilegt og gaman að fá svona sögur.
Algjörlega sammála þér með að taka bógskot ef færið lengist eða aðstæður eru ekki 1000 %

Kúlan fer ca 100 m á 0.1 sec 300 m er þá 0,3 sek og ef greiið t.d lítur upp er komið snoppuskot og allt í rugli, eða vindhviða eða .............

það þarf að vera stutt og allt vel kyrrt og yfirvegað til að hausa.
Og ekki fyrir menn á fyrstu dýrum.

Allavega flottir tarfar og til lukku. :P

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 26 Jul 2013 13:23
af johann
Flott veiði Gylfi og til lukku.

Gps hnitin á myndunum segja að seinni tarfurinn hafi fallið við Líkárvötn í rúmlega 800m 24. júlí og sá fyrri í hlíðum Kistufells í Berufirði í tæplega 700m 23. júli.

Nú er forvitnilegt að bera saman þessar upplýsingar við hvað er á fá hjá UST,

23. júlí - Sv. 7 - "Alli bróa með tvo veiðimenn [...] Einnig felldi annar veiðimaður með Alla Bróa. "
24. júlí - Sv. 7 - "Alli Bróa með einn veiðiman [...] Veiðimaður með Alla felldi við Líkárvötn."

ósköp rýrt og ónákvæmt.

[edit]

svissaði hnitum, fyrri við kistufell og seinni við Líkárvötn.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 26 Jul 2013 16:05
af gkristjansson
Ég vill bara minna á að það er að sjálfsögðu hægt að koma þessu inn á www.gkr2004/hreindyr þá er hægt að geyma og skoða ýmsar upplýsingar um felld dýr, bara senda mér tölvupóst (gkristj@gkr2004.com) og þá skelli ég færslunum inn.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 26 Jul 2013 23:19
af Veiðimeistarinn
Það eru fleiri að gera góða ferð á Hvannstóðsdalinn :D Þessari mynd rændi ég af Jóni Agli 8-) Þessir lágu undir Jónsskörðunum ;)

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 27 Jul 2013 15:28
af Veiðimeistarinn
Hér er slóð á kort með staðsetningunni á tarfinum á Hvannstóðsdalnum á vefnum hjá Guðfinni Kristjánssyni.
http://www.gkr2004.com/hreindyr/synakort.php
Með því að klikka á pungtinn á kortinu koma í ljós frekari upplýsingar.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 28 Jul 2013 17:36
af gkristjansson
Sælir,

Það er reyndar betra að nota eftirfarandi slóð:

http://www.gkr2004.com/hreindyr/skodadyr.php

Það er síðan hægt að velja árið 2013 og þá kemur færslan upp.

Ef þið notið slóðina sem Siggi setti in þá fáið þið kort yfir allar færslur í kerfinu, þær eru því miður ekkert voðalega margar :( en kannski erfitt að finna þennan tarf innan um alla punktana.....

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 04 Ágú 2013 12:20
af Veiðimeistarinn
Stundum er veiði dagsins ekki mikil, bara leit og yfirferð, svo var í síðasta veiðtúr hjá mér.
Ég fór með tvo veiðimenn á svæði 1, við leituðum alla Brúardali inn að Brúarjökli, áðum að vísu á Laugarvöllum þar sem við áttum ágæta nótt. Leituðum síðan út alla Vesturdali, Breiðastykki, Fiskidal, Kartöflugarð og Þríhyrningskróka, Háfsvatnadæld, Jökuldalsheiði norðan vatna, Lón og út á Kollseyrudal.
Þar sáum við loksins um 30 kýr með kálfa, sem brugðust ókvæða við eftirgrenslan okkar við þarveru þeirra, þau floppuðu alveg og breyttust í hálfgerð flugdýr á augabragði og ruku í hánorður beint upp í vindinn, meira að segja ég hafði ekki roð við þeim enda ,,svo gamall sem á grönum má sjá" kannski er það ekki aldurinn, kannski hlupu dýrin bara hraðar en ég á að venjast.
Þau hlupu í einu kasti norður hjá veðurstöðinni í Langadalnum og upp á eldri gamla veginn upp undir Þjóðfelli og þegar við veiðimenn nálguðums þau, komumst í svona hálffæri þá stóðu þau náðasamlegast á fætur og hurfu upp í þokuna yst á Þjóðfellinu með stefnu rakleitt norður svona sirka á Selárbotna.
Þá var gefið til rólegheita farið heim í Vaðbrekku, fötin þurrkuð og kröftum safnað.
Síðian var haldið árdegis aftur af stað nú í samfloti með Vigfúsi mági mínum leiðsögumanni sem var að fara með sína eðla frú til veiða.
Var nú haldið rakleitt norður í Þjóðfell og þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið kvöldið áður. Farið var norður með Þjóðfelli norður í Grímstaðadal eystri, út undir Súlendur og niður í Selárborna, niður undir Hrútfell en ekkert hreindýr sást þó skyggni væri gott miðað við aðstæður en lágskíjað var og gekk á með rigningarskúrum, farið var heim við svo búið.
Þetta varð sem sagt nær þriggja daga sædesíing þar sem eknir voru nær 800 kílómetrar alls, veiðmenn mínir voru samt bara þokkalega brattir eftir þetta allt saman, enda höfðu þeir séð mikið af landinu sem þeir hafa ekki séð áður.
Ökumaðurinn segir afleitt að kalla svæði eitt, einhverskonar hjólastólasvæði eða aktu taktu, það sé argasta öfugmæli en ,,aktu, aktu" hins vegar nær lagi og réttnefni.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 06 Ágú 2013 00:41
af sindrisig
Þú ættir nú að lauma inn mynd af kótelettuveislunni... Annars takk fyrir túrinn, flott veiðiferð, þó ekkert hafi verið veitt.

Re: Veiði dagsins 2013

Posted: 06 Ágú 2013 11:54
af Veiðimeistarinn
Ég var nú svo gráðugur í kótelettuveizlunni að ég gleymdi að taka mynd.....!!!!!! (svo hafði ég eingan kubb, né astraltetugubb).
Ykkur fjarðabúunum er ekki fisjað saman, ekkert að fara á, aktu aktu svæðin, þegar handfærin gefa miklu betur!