Veiði dagsins 2013

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Ágú 2013 20:20

Það er rétt hjá þér Gylfi, þarna var 308n á heimavelli 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 31 Ágú 2013 21:18

Já... alltaf öruggur.. á öllum færum!
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
pgests
Póstar í umræðu: 9
Póstar:17
Skráður:25 Ágú 2012 07:55

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af pgests » 01 Sep 2013 02:11

[/
gkristjansson skrifaði:Sæll Pálmi,

Þú er sjálfsagt þegar búinn að reyna þetta en framgangurinn er eftirfarandi:
- Fara í "stillingarnar mínar" í vinstra horninu á síðunni, undir "Forsíða"
- Velja "Prófíll" flipann
- Velja "Breyta smámynd"
- Smella á "Browse" til að finna myndina á tölvunni þinni og velja hana
- Smella á "Senda" til að uppfæra prófílinn

Það eru takmörk á stærð myndarinnar:

Hámarksstærðir; breidd: 100 punktar, hæð: 90 punktar, skráarstærð: 53kB.

Veit ekki hvort þetta hjálpar en sakar ekki að reyna.
Pálmi Gestsson

User avatar
pgests
Póstar í umræðu: 9
Póstar:17
Skráður:25 Ágú 2012 07:55

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af pgests » 01 Sep 2013 02:17

Takk fyrir þetta gkristjánsson, en það er eftirfarandi sem ég hnýt alltaf um og á erfitt með að möndla einhvernveginn.

"Hámarksstærðir; breidd: 100 punktar, hæð: 90 punktar, skráarstærð: 53kB."


Virðist vera einfalt, en kostar handavinnu (sem ég virðist ekki ná, kannski er ég alltaf með of stórar myndir) Var satt að segja að hún (síðan myndi sjá sjálf um að aðlagana að sínum forsendum.

kannski ég geri fleiri tilraunir.
Pálmi Gestsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gkristjansson » 01 Sep 2013 08:06

Sæll Pálmi,

Ef myndin er of stór þá er þér velkomið að senda mér hana í tölvupósti og ég gæti síðan möndlað hana í rétta stærð og sent til baka til þín (gkristj@gkr2004.com).
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 01 Sep 2013 09:25

Ég var alltaf með sama vandamál og Pálmi, þ.e. myndirnar alltaf of stórar.
Ég einfaldlega minnkaði þær beint, með því að:
Hægri klikka á viðk. mynd, og velja síðan OPEN WITH..
velja þar MICROSOFT OFFICE forritið, sem flestar tölvur eru með, til að opna myndina...
þar er valið, i flipa uppi: EDIT PICTURE
Siðan er valið: RESIZE
AÐ lokum valið þar: PERCENTAGE OF ORIGINAL HEIGHT...
þar er hægt að skrolla upp eða niður, hvað myndin minnkar mikið í %
Muna bara að gera SAVE i restina.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 10
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gkristjansson » 01 Sep 2013 09:45

Sælir,

Ég geri það sama og Gylfi nema að ég fer fyrst í "compress" og vel "document" valkostinn. Þetta minnkar dýptina á litum í myndinni og þar með stærðina á myndinn.

Síðan, eins og Gylfi, þá fer ég í "resize" valkostinn og reyni að nálgast upplausnina sem þarf að vera (100 x 90), síðan vel ég venjulega "save as" svo að forritið yfirskrifi ekki upprunalegu myndina....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
pgests
Póstar í umræðu: 9
Póstar:17
Skráður:25 Ágú 2012 07:55

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af pgests » 01 Sep 2013 12:17

Bingó! Kærar þakkir fyrir hjálpina félagar, tókst loksins að klóra mig fram úr þessu. :D
Pálmi Gestsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 01 Sep 2013 12:40

Víð fáum þá vonandi eins og eina mynd... því til sönnunar :D
Viðhengi
23072013507.jpg
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
pgests
Póstar í umræðu: 9
Póstar:17
Skráður:25 Ágú 2012 07:55

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af pgests » 01 Sep 2013 13:53

Þið sjáið prófílmyndina, er það ekki?
Pálmi Gestsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 22
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 01 Sep 2013 14:07

Jú,, en það er bara mynd af einhverjum Spaugstofukalli :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Sep 2013 20:24

Jú kallinn flottur með alvöru útiskegg og tilbúinn í veiði :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Ingvi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:41
Skráður:23 Jul 2013 10:28
Fullt nafn:Ingvi Reynir Berndsen
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Ingvi » 02 Sep 2013 09:06

þetta forrit er gott til að minka myndir
http://www.irfanview.com/
Ingvi Reynir Berndsen
Savage 10/110 FCP HS Precision
Finn Classic 512
Remingtone 870
Xreme 2
CZ 455

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Sep 2013 21:22

Jæja þá er timi til kominn að setja inn fleiri veiðimyndir, það hefur verið mikið að gera og langir dagar, hérna kemur afrakstur síðustu daga og uppsóp.
Páll Arnarson veiddi tarf á svæði 2 í Múlahrauni. Hann var 55 kg. tvævetur, veiðiriffill Páls er Tikka T3 cal. 308 kúla 150 gr Nosler b.t. færið 122 metrar.
Viðhengi
IMG_7352.JPG
Það er ekki magnið sem skiptir máli, heldur gæðin.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Sep 2013 21:27

Anna Borgþórsdóttir Ólsen veiddi tarf á svæði 1 við Sandhnjúka hann vóg 86 kíló og hafði bakfitu 61 mm. Veiðriffill Önnu er Tikka T3 cal. 6,5x55 kúlan 125 gr. Nosler partition. Færið var 160 metrar.
Viðhengi
IMG_9826.JPG
Það var varla stætt og moldrokið með afbrigðum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Sep 2013 21:31

Ingvar Júlíus Guðmundsson veiddi 90 kg. tarf á svæði 1 við Austari símakofa hann var með 50 mm í bakfitu, veiðriffillinn Sako 75 cal. 7mm. Rem. Mag. kúlan 140 gr Norma Orix og færið 170 metrar.
Viðhengi
IMG_9820.JPG
Já menn urðu krímugir í moldrokinu síðasta mánudag.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Sep 2013 21:36

Jóhann Þór Arnarson veiddi 85 kílóa tarf með 50 mm. bakfitu í Austari brekku á svæði 1. Veiðriffill Jóhanns er Sako Forrester cal. 243 kúlan 100 gr. Norma Orix og færið var 126 metrar.
Annað hornið á tarfinum var miklu minna og knýtt, hefur orðið fyrir einhveju hnjaski snemma á vaxtartímanum.
Viðhengi
IMG_9831.JPG
Jóhann Þór með bráð sína í Austari brekku á Haugsöræfum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Sep 2013 21:42

Guðni Einarsson veiddi vænan tarf á svæði 1 í Austari brekku á Haugsöræfum 3. sept. Tarfurinn vóg 115 kíló með 90 mm. bakfitu og fallegt trophy.
Þetta er með stærstu törfum sem hafa veiðst með mér, hef veitt annan 115 kg. einn 116. kg tvo 117 kg. og sá þyngst hjá mér hingað til var 118 kg.
Get svo sem ekki hælt mér af þessu á neinn hátt vegna þess að Guðni valdi tarfinn sjálfur.
Veiðriffill Guðna er Winchester Model 70 cal. 270 Win. hann notaði 130 gr. Barnes TTSX kúlu og kvartar yfir hvað þær opnist illa. Færið var 200 metrar.
Viðhengi
IMG_9843.JPG
Leisögumaðurinn var svo montinn af veiði Guðna að hann tróð sér með inn á myndina!!!
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 03 Nov 2013 17:44, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Sep 2013 21:48

Það er skammt stórra högga á milli í gær veiddi Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður 117 kg tarf á svæði 1 við Sandhnjúka, hafði sá 75 mm. í bakfitu sem ekki er mikið miðað við svona stóran tarf.
Eins og ég sagði hér ofan er þetta næst þyngsti tarfur sem hefur veiðst með mér ásamt öðrum sömu þyngdar.
Veiðriffill Jóhanns er Sauer cal. 2506, hann notaði Barnes TSX kúlu 100 gr. og færið var 230 metrar.
Viðhengi
IMG_9852.JPG
Jóhann ásamt Vilhjálmi syni sínum og framtíðar veiðimanni við tarfinn sem var vel við vöxt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 54
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Sep 2013 21:54

Þorsteinn Birgisson veiddi einnig í gær 104 kg. tarf með 72 mm. bakfitu, veiðstaðurinn Urðir sunnan Mælifells á svæði 1.
Veiðriffill Þorsteins er Mauser 03 cal. 6,5x65 hann notaði 129 gr. Hornady Interbond kúlu og færið var 125 metrar.
Ekkert veiddist hjá mér í dag, ég tók því rólega, veiðmennirnir mættu ekki fyrr en um kaffileitið og við kíktum aðeins í Eiríkstaða og Hákonarstaða heiðarnar.
Viðhengi
IMG_9857.JPG
Þorsteinn við terfinn eftir 12 km. hlaup.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara