Hreindýrið 2013 fallið.

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16
Hreindýrið 2013 fallið.

Ólesinn póstur af Spíri » 14 Ágú 2013 01:54

Þá er maður kominn heim eftir frábæran túr austur, og langar mig að deila með ykkur upplifuninni af þessum stórskemmtilega túr. Þar sem ég var með tarf á svæði sex þetta árið var ekið á sunnudag í Breiðdalinn þar sem við gistum, en við vorum tveir með dýr, ég með tarf og félgi minn með kú. Við tókum daginn snemma á mánudag og var ræs kl, 04:00 enda áttum við stefnumót við leiðsögumanninn okkar Hann Rúnar Ásgeirsson á Ásunnarstöðum í Breiðdal kl 05:00. Ókum við með Rúnari upp á Öxi því þar var ætlunin að veiða enda hafði frést af dýrum þar, en í stuttu máli þá sá Rúnar dýr mjög fljótlega en það voru menn komnir á undan okkur í þau, (greinilega fleiri sem vakna snemma :D ) og áttum við ekki séns á að fara í þá hjörð þar sem við misstum af henni þegar að þeir sem voru á undan okkur voru búnir að skjóta. Þá hófst mikil leit af af dýrum en í stuttu máli sáum við ekki dýr fyrr en um kl 11:00. og voru það þrír tarfar sem voru í töluerðri fjarlægð frá okkur og var tekin ákvörun að freista þess að ná einum af þeim. Hófst þá mikill eltingarleikur niður í dalbotn yfir á og svo upp hinum megin til að komast fram fyrir tarfana, eftir um ca. 30 mín hlaup komst ég í færi og náð að fella minn gaur, og var hann tekinn á 330 metrum. Reyndist þetta hinn vænsti tuddi og vigtaði hann 101kg þegar búið var að flá og snyrta.
Þá hófst leitin af beljunni og fundum við ekki beljuhjörð fyrr en kl.18:00 og var þá búið að brölta miklar vegalengdir, voru menn að verða svartsýnir að beljan myndi ekki fynnast þann daginn. En það gékk mjög hratt fyrir sig að ná beljunni, og var búið að fella hana innan við 30 mín frá því hjörðin sást fyrst, myndarkú sem vgtaði 40kg þegar búið var að flá og snyrta, en beljan var tekinn á 80 metrum sléttum. Komum við svo niður á verkunarstað um kl. 23:00 þar sem dyrin voru fláð og vigtuð.
Rifflarnir sem notaðir voru í þessar veiðar voru rem 700 6mm.284 á tarfinn og svo lánaði ég félaga mínum sako75. 243 á beljuna.
Viðhengi
beljan ´13.jpg
beljan ´13.jpg (29.28KiB)Skoðað 2041 sinnum
beljan ´13.jpg
beljan ´13.jpg (29.28KiB)Skoðað 2041 sinnum
tarfur ´13.jpg
tarfur ´13.jpg (26.07KiB)Skoðað 2041 sinnum
tarfur ´13.jpg
tarfur ´13.jpg (26.07KiB)Skoðað 2041 sinnum
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Hreindýrið 2013 fallið.

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 14 Ágú 2013 09:04

Helvíti gott 8-)
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hreindýrið 2013 fallið.

Ólesinn póstur af gylfisig » 14 Ágú 2013 10:15

Magnaðir kallar.
En ég vil samt benda á, að " hreindýrið 2013 " var fellt á fyrstu mínútu veiðitímans.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreindýrið 2013 fallið.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 14 Ágú 2013 10:34

Flottur Þórður!

Hvaða kúlu ertu að nota í 6-284? Ertu með c.a. hlauphraða og fall út á 330 metrum með þessu cal?

Þetta eru mjög fín dýr sem þið hafið náð í. Manstu c.a. hvar þið fellduð þau (örnefni)?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hreindýrið 2013 fallið.

Ólesinn póstur af Spíri » 14 Ágú 2013 20:00

Já drengir ég ætlaði nú ekki að hljóma hrokafullur, en vitanlega átti fyrirsögnin að hljóma "hreindýrið MITT 2013 fallið" :lol: en varðandi hraðann þá er ég ekki alveg með hann á hreinu en gæti trúað að við hlaup sé hann einhversstaðar í kring um 3300 fet á sek. Hann er ca á núlli á 300metrum með því að skrúfa krossinn tvær moa upp en riffilinn er uppsettur hjá mér þannig að hann er núllaður á 200 metra fyrir nosler BST 70 grs. Kúlan sem ég notaði var nosler portition 100grs. Fyrra skotið fór full neðarlega í bóginn þannig að hann féll ekki strax setti ég þá aðra í hann og fór hún í hausinn.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hreindýrið 2013 fallið.

Ólesinn póstur af gylfisig » 15 Ágú 2013 08:16

Ég meinti það nú ekki þannig... einungis að " hreindýrið 2013" er fallið.
Það tókst víst að fella það, fyrir rest :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hreindýrið 2013 fallið.

Ólesinn póstur af Spíri » 01 Sep 2013 22:48

Þar sem mér finnst alltaf gaman þegar menn nenna að setja inn myndir og myndbönd má ég til með að deila með ykkur augnablikinu þegar ég tók í gikkinn. Þess skal getið að tarfurinn er kominn í kistuna og voru etnir hreindyrahomborgarar á mínu heimili ég gærkvöldi ;)


http://www.youtube.com/watch?v=M_qhdhtR ... e=youtu.be
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hreindýrið 2013 fallið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Sep 2013 10:37

Til hamingju Þórður minn og ég var að fá mitt frá ekki smá góðum kjötskurðarmeistara sem fær 110% í enkunn og verðið bara hæódýr meigi hún hafa bestu þakkir fyrir.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara