Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutunark

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutunark

Ólesinn póstur af Bowtech » 15 Ágú 2013 20:42

Kæru hreindýraveiðimenn

Einn liður í stefnu SKOTVÍS í málefnum skotveiðimanna er að hafa áhrif á hvernig úthlutun hreindýraleyfa verði háttað í framtíðinni. Hátt hlutfall endurúthlutunar bendir til þess að núverandi kerfi sé á margan hátt gallað og skapi óskilvirkni sem hægt væri að koma í veg fyrir. Nýjar tillögur myndu miða að því að draga úr þörfinni á endurúthlutun auk þess að ná fram sanngjarnari úthlutunarreglum.

Svæðisráð SKOTVÍS á norðvesturlandi hefur á undanförnum mánuðum unnið að tillögum til úrbóta sem áætlað er að verði sendar Umhverfsistofnun með haustinu. Áður en til þess kemur, mun SKOTVÍS senda út skoðunarkönnum meðal þeirra sem eru skráðir á póstlista félagsins og biðja um álit og ábendingar til úrbóta Sem mun svo auðvelda og leiðbeina svæðisráði SKOTV'IS á norðvesturlandi að fullmóta sínar tillögur.

Til að fá tillögurnar og spurningarlilstann, þarf að skrá sig á póstlista SKOTVÍS (http://www.skotvis.is) fyrir 18. ágúst 2013, þ.a. hann berist ykkur. Ekki er gerð krafa um að þeir sem taki þátt í könnuninni séu félagsmenn, en SKOTVÍS leggur mikla áherslu á að sem flestir skotveiðimenn komi að því að móta framtíð skotveiða.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma sínum sjónarmiðum á framfæri með þessum hætti.

Fyrir hönd SKOTVÍS og svæðisráð SKOTVÍS á norðvesturlandi

Indriði R. Grétarsson
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Lundakall
Póstar í umræðu: 1
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af Lundakall » 16 Ágú 2013 00:44

Takk fyrir þetta og mjög þarft framtak.
Það er ógeðslega pirrandi að halda að maður fái ekki dýr vegna þess að maður er það aftarlega í röðinni, en fá svo óvænt hringingu um að geta fengið dýr.

Vinur minn lenti í svona aðstæðum fyrir tveimur árum, fékk hringingu ca. 4 dögum fyrir lokun.
Svo lenti ég í þessu núna, hringt í mig fyrir nokkrum dögum, en ég er búinn að ráðstafa mínu fríi og engan veginn í stakk búinn að hlaupa í þetta núna.

Það hefði verið hægt að redda málum ef ég hefði fengið símtalið ca. mánuði fyrr.
Semsagt fyrst og fremst þarf maður að fá stöðuna mikið fyrr svo hægt sé að skipuleggja sig og hafa tíma til að fá menn með sér og slíkt.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af sindrisig » 16 Ágú 2013 18:09

Okkur fyrir Austan finnst þetta ekki gott, að þurfa að sópa upp í slyddu og skít, dýrum sem hægt væri að sækja á dögum sem henta. En þá mætir enginn þannig að við bíðum eftir slyddu og skít og komumst þá oftar en ekki á hreindýr á næst síðasta degi eða svo...

Þetta er nú ekki sett fram til höfuðs einum eða neinum, einungis til að sumir skilji að dýrin eru felld og það eru örugglega heimamenn sem gera það síðustu daga veiðitímans.
Sindri Karl Sigurðsson

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af iceboy » 16 Ágú 2013 23:10

Ég skráði mig í skotvís í fyrra og greiddi félagsgjald, ekki hef ég fengið hvorki félagsskýrteini eða nokkurn póst frá þeim en peninginn minn voru þeir ánægðir að taka, ég mun því ekki taka þátt í skoðanakönnunninni en ég hef nokkuð ákveðnar skoðanir á þessum hreindýraúthlutunum þó svo að ég ætli ekki að viðra þær akkurat á þessum þræði
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Ágú 2013 00:20

Sæll Sindri værir þú til í að útskýra betur fyrir mér þetta með að sópa upp og að dýrin verði feld.
Fáið þið eitthvað fríleyfi á dýrin í restina til að fella kvóta ?
Og endilega láttu skoðanirnar vaða
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af sindrisig » 17 Ágú 2013 12:26

Sæll Þorsteinn.

Nei alls ekki, það er eingöngu farið í biðlistann og hringt út, færð kannski eina klst. til að ákveða þig. Það segir sig sjálft að sá sem þarf að koma með flugi seinnipart fer ekki á veiðar fyrr en daginn eftir og hann sér jafnframt ekki veðrið út um gluggan hjá sér. Þ.a.l. þá detta nánast öll önnur póstnúmer út nema þau sem byrja á 7.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Ágú 2013 14:17

Takk fyrir svarið Sindri þá er engin miskilningur á ferðini :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Kriss Kross
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:17 Ágú 2013 19:07
Fullt nafn:Kristján Sturlaugsson

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af Kriss Kross » 17 Ágú 2013 19:13

Sæll Árnmar - Varðandi félagsaðild þína að Skotvís þá finn ég enga greiðslu hvorki í heimabanka né frá kortfyrirtæki fyrir árin 2012 eða 2013 frá þér. Umsóknin þín um félagsaðild barst okkur 2012 þar sem beðið var um greiðslukortasamning. Ég búinn að senda fyrirspurn á Valitor vegna málsins. Ég myndi gjarnan vilja heyra frá þér í pósti - kristjansturlaugsson@skotvis.is

Kristján Sturlaugsson gjaldkeri Skotvís.
Kv. Kristján Sturlaugsson

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Ágú 2013 19:31

Sæll Kristján.

Já ég skal senda á þig, ekki skal ég tala ílla um skotvís (enda hef ég aldrei gert það hingað til) en ekki kæmi mér á óvart að kortafyrirtækið hafi eitthvað óhreint í pokahorninu.
Nú þarf ég bara að grafa upp greiðsluna á kortinu
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 23 Ágú 2013 00:13

Takk fyrir þetta Skotvís.

Svona könnun er vel til þess fallinn leggjast í sjálfssoðun ásamt því að gagnast okkar málstað.

Því hvet ég veiðimenn til að gefa sér og öðrum stutta stund og taka þátt.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 23 Ágú 2013 00:13

Takk fyrir þetta Skotvís.

Svona könnun er vel til þess fallinn leggjast í sjálfssoðun ásamt því að gagnast okkar málstað.

Því hvet ég veiðimenn til að gefa sér og öðrum stutta stund og taka þátt.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 23 Ágú 2013 00:14

Takk fyrir þetta SKOTVÍS.

Svona könnun er vel til þess fallinn leggjast í sjálfssoðun ásamt því að gagnast okkar málstað.

Því hvet ég veiðimenn til að gefa sér og öðrum stutta stund og taka þátt.

það stóð nú ekki til að stama á lykklaborðinu en svona bara gerist.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Ágú 2013 08:44

Tíminn er útrunnin???
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af johann » 23 Ágú 2013 09:07

Mér finnst það hálf hallærislegt að heimta að menn skrái sig á póstlista bara til þess að svara skoðanakönnun - það er náttúrulögmál að það er aldrei hægt að fjarlægja sig af svoleiðis.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutu

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Ágú 2013 11:54

Ekki fékk ég neinn póst, aldrei lent í því að fá ekki sendingu frá sjálfvirkum póstlista. Kannski ritskoða þeir og vinsa úr þá sem eru óþægir... Við Siggi lendum í þeim flokki á góðum degi... HAHA.
Sindri Karl Sigurðsson

Svara