Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
pgests
Póstar í umræðu: 2
Póstar:17
Skráður:25 Ágú 2012 07:55
Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af pgests » 02 Sep 2013 00:04

Veit einhver hér hvernig gengur að veiða kvótann? Hver er staða veiðanna miðað við tíma? Hefur verið að ganga mikið upp biðlistann? Væri gaman að fá upplýsingar ef einhver veit. Hversu mörg dýr á eftir að veiða?

kv

Pálmi
Pálmi Gestsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af jon_m » 02 Sep 2013 02:04

Sæll Pálmi

Ég fékk þennan póst frá UST á fimmtudag.

Kæri veiðimaður

Ertu búinn að skipuleggja hreindýraveiðina?

Rétt um helmingur hreindýrakvótans hefur veiðst það sem af er
veiðitímabils. Heildarkvótinn er 1229 dýr en einungis um 600 dýr hafa veiðst
nú þegar mánaðarmót nálgast og veðurspá sýnir kulda í kortunum.

Umhverfisstofnun vill hvetja veiðimenn til að gera ráðstafanir tímanlega
vegna veiðinnar. Slæm veðurspá er víða um land næstu daga en vonandi verður
heppilegra veður til veiða áður en langt um líður.

Gott skipulag og fyrirhyggja eykur ánægju veiðinnar. Liður í því er að fara
tímanlega til veiða þar sem annars má búast við að þéttskipað verði á
veiðislóð síðustu veiðidagana í september. Veiðimenn sem ekki hafa skipulagt
veiðiferðina eru hvattir til að gera það tímanlega í samráði við
leiðsögumann.

Heimilt er að veiða tarfa til og með 15. september og kýr til og með 20. september.
Nokkrir veiðimenn munu veiða kýr á svæðum 8. og 9. í nóvember en aðrir þurfa
að ljúka veiðinni fyrir þennan tíma.

Bestu kveðjur
Umhverfisstofnun

Svo er hér staðan 25. ágúst sem er uppgefin á síðunni hjá UST (http://www.hreindyr.is)

Það er því töluvert eftir eins og sjá má og flestir biðlistar eftir kúm eru á enda. Ég held því að það sé frekar ólíklegt að allar kýrnar náist í ár, amk. á svæði 7. En það er best að koma sér af stað og reyna að bæta eitthvað úr þessu.
Viðhengi
Capture.PNG
Staðan 25. ágúst
Capture.PNG (9.09KiB)Skoðað 3293 sinnum
Capture.PNG
Staðan 25. ágúst
Capture.PNG (9.09KiB)Skoðað 3293 sinnum
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af E.Har » 02 Sep 2013 09:47

Þetta hefur verið að ganga brösulega. :|
Annarsvegar vegna þess að of fáir hafa komið á veiðislóð og hinnsvegar vegna þess að dýrin eru á síður aðgengilegaum svæðum.

Meðan stærstuhjarðirnar voru á 1/2 þá var auðveldara að eiga við þetta, oftast styttra í vegi og hægt að leita stærri svæði. Núna er stór hluti stofnsinns á 7 og 8 á þvælingi inn við Víðidal eða kringum smájökklana, Þrándarjökuul og Hofsjökul. Það þýðir bara bootcamt. :P Svo er það alltaf spurning um ástand veiðimanna þegar komið er í svona mikið fjallaskrölt. :mrgreen:

Hörðustu og hæfustu leiðsögumenn hafa jafnvel stundum átt í brasi með að finna dýr.

Allavega þá er það mín skoðun að menn verða að fara að drífa sig, ég er ekki viss um að hægt verði að skila inn leyfum, eða réttara það verði ekki hægt að endurúthluta og menn sitji þá uppi með kostnaðinn.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Sep 2013 10:31

Ég þarf bara sólarhrings fyrirvara fyrir svæði 1 og Sigurð á lausu Þá er ég til í slaginn ef einhver vill :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 03 Sep 2013 19:20

E.Har skrifaði:Þetta hefur verið að ganga brösulega. :|
Annarsvegar vegna þess að of fáir hafa komið á veiðislóð og hinnsvegar vegna þess að dýrin eru á síður aðgengilegaum svæðum.

Meðan stærstuhjarðirnar voru á 1/2 þá var auðveldara að eiga við þetta, oftast styttra í vegi og hægt að leita stærri svæði. Núna er stór hluti stofnsinns á 7 og 8 á þvælingi inn við Víðidal eða kringum smájökklana, Þrándarjökuul og Hofsjökul. Það þýðir bara bootcamt. :P Svo er það alltaf spurning um ástand veiðimanna þegar komið er í svona mikið fjallaskrölt. :mrgreen:

Hörðustu og hæfustu leiðsögumenn hafa jafnvel stundum átt í brasi með að finna dýr.

Allavega þá er það mín skoðun að menn verða að fara að drífa sig, ég er ekki viss um að hægt verði að skila inn leyfum, eða réttara það verði ekki hægt að endurúthluta og menn sitji þá uppi með kostnaðinn.
Ég var á svæði 7 um síðustu helgi og sá helling af dýrum, fór fína ferð á Hofsdal með Stebba Sniper þar sem við tókum okkar beljur án teljandi vandræða. :)

Ég fékk fréttir af mörgum dýrum á svæði 7 frá allra hörðustu leiðsögumönnum sem ég hef hitt og ég varð ekki var við að nokkur skortur væri af dýrum á þessu svæði.

Mér finnst að menn sem fara á hreindýr verði að vita hvernig þeir ætla koma veiðinni í hús áður en þeir skjóta :!: helst áður en þeir velja veiðisvæði sumir eiga ekkert erindi upp til fjalla. :roll:
Jens Jónsson
Akureyri

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 03 Sep 2013 19:20

E.Har skrifaði:Þetta hefur verið að ganga brösulega. :|
Annarsvegar vegna þess að of fáir hafa komið á veiðislóð og hinnsvegar vegna þess að dýrin eru á síður aðgengilegaum svæðum.

Meðan stærstuhjarðirnar voru á 1/2 þá var auðveldara að eiga við þetta, oftast styttra í vegi og hægt að leita stærri svæði. Núna er stór hluti stofnsinns á 7 og 8 á þvælingi inn við Víðidal eða kringum smájökklana, Þrándarjökuul og Hofsjökul. Það þýðir bara bootcamt. :P Svo er það alltaf spurning um ástand veiðimanna þegar komið er í svona mikið fjallaskrölt. :mrgreen:

Hörðustu og hæfustu leiðsögumenn hafa jafnvel stundum átt í brasi með að finna dýr.

Allavega þá er það mín skoðun að menn verða að fara að drífa sig, ég er ekki viss um að hægt verði að skila inn leyfum, eða réttara það verði ekki hægt að endurúthluta og menn sitji þá uppi með kostnaðinn.
Jens Jónsson
Akureyri

johann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af johann » 04 Sep 2013 08:28

Hvernig gekk að koma dýrunum úr Hofsdal niður á Hamar?
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 04 Sep 2013 10:16

Það gekk vel við veiddum undir Grenishnausnum og fórum nokkuð bent niður hlíðina á veginn í Hofsdal og þaðan fluttum við þau með bíl á Hamar.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af jon_m » 04 Sep 2013 10:30

Ég fór með tvo veiðimenn í Innribót í Hofsdal á mánudaginn. Þar voru á milli 300 og 400 dýr.

Við vorum 5 saman og tók það um 6 tíma að koma báðum dýrunum í heilu lagi yfir í Geithellnadal þar sem bíllinn beið.



Þeir sem vilja getað veitt hvar sem er á svæði 7 þurfa að gera ráð fyrir að vera minnst 2 til að sækja kú og minnst 4 til að sækja tarf. Það er ömurlegt að fara tómhentur heim af því að maður hafði ekki mannskap í að sækja dýrin.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

johann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af johann » 04 Sep 2013 15:16

kannast við það
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af E.Har » 04 Sep 2013 15:59

Veidum á svipuðum slóðum á fimtudag í seinustu viku innst í Hofsdal tókum annað dýrið heilt niður en hlutuðum það seinna. Var svo á 6 á eftir tarf vikunni þar áður en helgin þar áður tókum við 2 Beljur í Geithellnadal. Fengum svo eina þægilega í lokin upp á Sviðihornahraunum. :P Á bara einn túr erftir á 5. Enda er ég bara kornflexpakkakarl í þessu og tek eins fáa og ég kemst upp með :mrgreen: :mrgreen:

Skil samt ekki menn sem velja að sækja um á fjörðunujm og nenna ekki að labba!
Firðirnir geta verið puð og það er það sem gerir þá eftirminnilega. Bara að drifasig um leið og ekki er þokuspá :-)

Í dag er t.d flott veður en ekki nema 22 að veiða!
held að það hafi verið felld ca 15-17 dyr í gær!

Ég allavega skil þetta ekki. :? :?

Dagurinn styttist með hverjum deginum.
11 dagar eftir í törfum!
16 í Beljum og eftir að fella helling!

Kannski verðhækkanirnar sitji í mönnum. Þetta er orðið dyrt en menn verða að skila inn tímalega ætli þeir að fá endurgreitt!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af gkristjansson » 05 Sep 2013 12:24

Bara svona að gamni þá tók ég töfluna á http://www.hreindyr.is fyrir vikuna 25. Ágúst og bætti við hlutfalls reikningi:
Stada_Vika_6.JPG
Stada veida vika 6
Stada_Vika_6.JPG (46.62KiB)Skoðað 2724 sinnum
Stada_Vika_6.JPG
Stada veida vika 6
Stada_Vika_6.JPG (46.62KiB)Skoðað 2724 sinnum
Þannig að miðað við þessa töflu þá varið búið að fella 45% af kvótanum fyrir kýr og 72% af kvótanum fyrir Tarfa.....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Sep 2013 17:49

Held reyndar að þetta sé staðan 1. sept., UST hefur gleymt að uppfæra dagsetninguna, sem gerir útlitið ekki bjartara... Eftir að veiða um 340-350 kýr, flestar á sv. 1 og 7 og miðað við þessa töflu, 20 dagar eftir af beljutíma. Það þýðir að það þarf að veiða að meðaltali um 17 beljur hvern dag það sem eftir lifir af tímabilinu... :roll: Miðað við veiðifréttir á UST-vefnum er langt frá því að menn séu að ná því þessa dagana, vantar veiðimenn. Tarfaveiðin lítur mun betur út.

Svo er bara að vona að beljuleyfin, sem ekki næst að nýta í ár, bætist við kvóta næsta árs :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

johann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af johann » 05 Sep 2013 18:00

það er fjandanum erfiðara að fá fólk til að bera beljur fyrir mann á svæði 7.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af gkristjansson » 05 Sep 2013 18:04

Já, þetta lítur ekki beint vel út.

Miðað við þær töflur sem eru á vefsíðunni, þá reiknaði ég eftirfarandi út:

344 Beljur eftir af kvóta. Í síðustu vikunni sem er skráð hjá þeim veiddust 85 stykki. Ef við segjum að þetta sé einhverskonar meðaltal, þá tæki 344 / 85 = rétt rúmlega 4 vikur að fella þær Kýr sem eftir eru. Mér finnst heldur ólíklegt að þetta náist.

167 Tarfar eftir af kvóta. Í síðustu vikunni sem er skráð hjá þeim veiddust 80 tarfar. Ef við segjum að þetta sé einhverskonar meðaltal, þá tæki 167 / 80 = rétt rúmlega 2 vikur að fella þá Tarfa sem eftir eru. Þetta er sennilega ekki ólíklegt að náist.

Miðað við mína reynslu / skoðun á UST og hreindýra veiðistjórn þá, því miður, er ég ekki svo bjartsýnn að halda að þeir muni koma til með að flytja ónýttan kvóta á milli ára......
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af sindrisig » 05 Sep 2013 19:17

Af hverju ætti ekki að reikna með því að kvótinn verði fluttur á milli ára? Ég veit ekki betur en að farið sé eftir talningu hversu mikið leyfilegt er að veiða og ef stofninn stækkar er aukið við og öfugt.

Ég sé nú samt ekki í fljótheitum að reynsla þessa árs gefi til kynna að aukinn kvóti = aukin veiði nema þá helst að þeir sem fari fái að skjóta tvö, svona tveir fyrir einn dæmi.

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af Bowtech » 05 Sep 2013 19:51

Skylst reyndar að ef það verði einhver fjöldi eftir af dýrum (100) að þá verði fengnir aðilar til að fella rest í ásættanlegan fjölda. En spurning hver raunin verður?
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af iceboy » 05 Sep 2013 20:54

er ekki rétt hjá mér að hluti beljanna á svæði 8 verði skotnar í november?

Veit að það eru allar í svæði 9 en minnir að það ætti að skjóta sumar á svæði 8 á sama tíma
Árnmar J Guðmundsson

Björninn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af Björninn » 05 Sep 2013 23:14

Jú það er rétt, eitthvað af kúm á svæði átta verða veiddar í nóvember.
Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
pgests
Póstar í umræðu: 2
Póstar:17
Skráður:25 Ágú 2012 07:55

Re: Staða veiðanna í dag. Hálfur mánuður eftir

Ólesinn póstur af pgests » 05 Sep 2013 23:22

Hefur þetta ekki gengið óvenju illa í ár? Eru dæmi þess að kvótinn hafi ekki náðst?
Pálmi Gestsson

Svara