Hversu flatt er flatt?

Allt sem viðkemur hreindýrum
Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Hversu flatt er flatt?

Ólesinn póstur af Sveinn » 29 Nov 2013 18:06

Augljósa svarið er, þeim mun hraðara þeim mun flatara. Hraði er þó ekki það eina sem ákvarðar feril kúlu eins og oft hefur komið fram hér, BC hefur líka áhrif.

Reiknivél á netinu reiknar út Maximum Point Blank Range (MPBR) sem má kalla Lengsta miðjufæri (LMF) og er mælikvarði á hversu flatur ferill kúlu er.

Til að rifja upp LMF (MPBR), þá hugsa menn sér ímyndaða pípu frá riffli að skotmarki af ákveðinni stærð, þar sem kúlan má ekki fara upp eða niður fyrir skotmark. Til dæmis ef skotmark er 20 cm hringur og menn vita upphafshraða og flugstuðul kúlu (BC), er hægt að reikna lengsta færi sem hægt er að hitta og fella án þess að leiðrétta kíki eða miða yfir - að því gefnu að kíkirinn sé núllaður á rétta vegalengd, sem reiknivélin reiknar út.

Flestir miða yfir á löngum færum eða nota skala á MilDot eða BDC krossum og fáir hafa líklega áhuga á að nota þessa tækni við veiðar. LMF má hins vegar nota til að meta hversu flatar hleðslur eru.

Sló inn í reiknivélina nokkra hraða fyrir 120 gr Btip til að athuga hvaða áhrif þeir hafa á lengd þessa færis (LMF) og þar með hversu flatur ferillinn er. BC = 0,458 (að vísu deilt um það), hæð sjónlínu kíkis frá hlaupi 3,8 cm (1.5 tomma) og stærð skotmarks 20 cm (8 tommur) sem er ca lungna/hjartasvæðið í hreindýri (sbr.UST). Það þýðir að kúlan má ekki fara hærra eða lægra en 10 cm frá miðlínu ímynduðu pípunnar. Reiknivélin:

3000 fps: LMF: 302 m, núll á 256 m (upp 3,6 MOA á 100 m)
3100 fps: LMF: 311 m, núll á 264 m (upp 3,5 MOA á 100 m)
3200 fps: LMF: 320 m, núll á 272 m (upp 3,4 MOA á 100 m)

1 yard = 0.904 m. Reiknivélin gefur upp MOA á 90 m (100 yds), margfaldað með 10/9 gefur MOA á 100 m. Til að fá mRad geta menn margfaldað MOA með 0,29.

Með því að auka hraðann úr 3000 í 3200 fps í þessari kúlu þá bætast við 18 m í LMF, úr 302 í 320 m. Hvorutveggja utan „forsvaranlegs“ færis á hreindýr samkv. UST :)

100 gr Btip hefur lægri flugstuðul (BC 0,353) og fellur því hlutfallslega aðeins meira. Til að ná 320 m LMF þarf 100 gr að vera á ca 3320 fps á meðan 3200 fps duga fyrir 120 gr Btip.

100 og 120 gr Btip eru því "misflatar" þó þær séu á sama hraða.

Gagnlegt á veiðum? Varla. Í dag er LMF/MPBR meira notað sem mælikvarði á hve flatar hleðslur eru - svo framarlega sem menn slá inn sömu stærð af skotmarki og sömu hæð sjónlínu.

Ég held því áfram að núlla kíkinn á 150 m því langflest hreindýr eru felld á bilinu 50-150 m…
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hversu flatt er flatt?

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Dec 2013 22:36

Nokkuð til í þessu. Enda ekki svo nogið, hreindýr er stórt skotmark.

fyrir veiðimann þá er þetta sjaldan vandamál.
All nokkuð kyrt, leiðsögumaður sem gefur upp færið og langoftast undir 200m.
Ekkert á að klikka þar.

Ég vei með 3 hlaupum a Blaser.

6,5-284 0 a 100m. kýkir 6-24 með droppturnum, droppskali út á 500. Finnt á fugla eða tófu. Nákvæmt, enda skptmarkið lítið.
9,3-62 0 á 100 aimpoint eða 3-12 Hugsaður til að vippa í skogi. Max 200 m Skotmark á stórt á hreyfingu, gott að æfa sig á að miða á patrolinn minn!

300 wsm er það sem ég nota við leiðsögn. kíkir 3-12. 0 a cyrka 175 engir turnar ekkert sem getur breytt sér, allt fast og beint! í uppáhald er heit hleðsla 150g nosler ballastic tip eða 150 g Hornadey Tsx sami ferill! ( á felaga sem er í leiðsögn, hann er með sakoinn sinn 10 yfir á 200 ) Veimaðurinn klárar all undir 250 m hvort eð er! Minn er samt 6 undir á 200 6 yfir á 100. ca 1/3 ofanfra a 300. fljóta aðeins yfir hrygginn á 400, rett yfir stolpanum á 500. ! Hann er einfaldlega hugsaður þannig að ef ég þarf að skjóta þá er allt farið í rugl! Litill tími fyrir of mikklar pælingar. Gróft skot á færið og ég get lúðrað!

Skotmennska á hreindýr snýst oftast um að vera yfirvegaður. Færin einföld. Skyttur sem skjóta gat úr gatinu á pappír. En vamba svo í stressi :mrgreen:

Fræg er löng saga af Hákonum heitnu, Aðalsteinssyni, sem rétti marskyttunni með millu riffilinn gamla Mauserinn sinn með orðunum, notaðu þennan hann hyttir!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hversu flatt er flatt?

Ólesinn póstur af gylfisig » 03 Dec 2013 09:58

Læk á þetta, Einar :D
Gott svar hjá þér.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Hversu flatt er flatt?

Ólesinn póstur af Sveinn » 03 Dec 2013 18:19

Góðir punktar, Einar, oft enginn tími til að fikta í turnum á veiðum. MPBR eða lengsta miðjufæri er ein aðferð til að sleppa við að fikta í turnum eða miða yfir - ef menn eru innan þessa færis og núllaðir samkvæmt því. Eftir þessa fjarlægð verða menn að miða yfir. T.d. ef hægt er að kreista 150 gr Btip kúlu úr 300 WSM á 3300 fps (nosler.com) fæst miðjufæri upp á ca 350 m (núll ca 300 m). Eftir það verður að miða yfir.

Hefur þú prófað 125 gr Btip á 300 WSM?

Góð sagan af Hákoni :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hversu flatt er flatt?

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 03 Dec 2013 21:43

Þetta er áhugaverðar niðurstöður hjá þér Sveinn, eru þessar tölur ekki örugglega fyrir 6,5 mm Nosler kúluna og þar sem ég nota cal 308 :) ákvað ég að skoða kúluna sem ég er að nota á hreindýr miða við þá hleðslu sem hefur verið að koma best út hjá mér, 125 gr Nosler BT á 3150 fps
miða við 8 tommu skotmark og sjónauka 1,5 tommur frá hlaupi

Maximum PBR: 303 m Maximum PBR Zero: 259 m
Range of Maximum Height: 146 m Energy at Maximum PBR: 1400.5 ft•lbs
Jens Jónsson
Akureyri

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Hversu flatt er flatt?

Ólesinn póstur af Sveinn » 03 Dec 2013 22:47

Þetta eru tölur miðaðar við 30 cal (7,85 mm) en ónákvæmar :) - meira rúnnaðar upp svona til að gefa hugmynd. Misjafnt við hvaða stærð skotmarks er miðað, allt frá 8 og upp í 10 tommur (20 - 25 cm). Miðað við BC á 150 Btip (0.435), 1,6" frá hlaupi, 3300 fps og 9 tommu skotmark er MPBR um 340 m og núllið um 290 m.

Tölurnar í fyrsta póstinum eru 6.5 mm kúlur, 8" skotmark.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Svara