Nýr veiðitími á hreindýr!

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Dec 2013 11:03

Félagi Sindri, þó þitt nef nái ekki lengra en þetta, nær það samt nógu langt til að þetta sem þú segir er allt gott og gilt, ég hefði ekki getað orðað það betur :D
Það er svo sem ekkert sem mælir á mót því að skjóta kýr fram yfir 20. sept. nema það sem Sindri segir, þessi sífelldi órói í hjörðinni.
Þessi hætta á að villast á litlum törfum og beljum er fyrir hendi allt veiðitímabilið og breytist ekki þó komið sé fram yfir miðjan sept. og hornin orðin hvít.
Ég hef líka velt þessu fyrir mér með hlutfallið milli tarfa og kúa í veiðikvótanum og hef þá skoðun að það mætti að skaðlausu auka hlut tarfanna í þessari veiði.
Sveinbjörn minn, þú ert nú frekar gáfuleg pappaskytta verð ég að segja, miðað við margt annað sem ég hef séð á ónefndum spjallborðum hér á alheimsnetinu :lol:
Mér finnst ekkert að því að veiða kýr fram á vetur, ef menn nenna því eins og þú segir Sveinbjörn og ég held að reynslan af haustinu sé bara góð svo ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði reynt áfram.
Sveinbjörn, mæl þú manna heilastur færa veiði á trófítörfum aftur á fengitímann og fyrst eftir hann.
Hins vegar er of seint að færa hann aftur í desember vegna þess að þá eru stæstu tararnir farnir að fella hornin og ekki svo eftirsótt trófi svona bandsköllóttir 8-)
Trófiveiðin erlendis til dæmis á rauðhirti í Pólandi fer öll fram á fengitímanum, vegna þess að þá er auðveldast að ná stærsu törfunum.
Ég hef gert tillögur um að gera þetta hér á landi en vægast sagt fengið dræmar undirtektir, eða kannski frekar algert skilningsleysi :?

E.S.
Þetta er skemmtilegur þráður, takk fyrir hann Einar, það er langt síðan ég hef haft tækifæri til að láta ljós mit skína svona skært :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Dec 2013 13:15

Það sem gerir þráðin skemtilega er fólið sem tekur þátt í honum og það að ná að halda umræðunni málefnalegri. Við þurfum ekkert að vera sammála en jákvæð umræða er alltaf.... eh jákvæð :-)

Held að það sé líka vefstjórum að þakka. Vefurinn er nokkuð laus við dónaskap, sennilega mikið vegna þess að við skrifum undir nafni!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 20 Dec 2013 01:48

Ég er Feministi og komst að því eftir spjall við unga samstarfskonu. Ég er ákaflega ánægður með að hafa náð þessum þroska. Sennilega telst ég frjálslyndur feministi og því sjálfvalinn í brú milli karlægra gilda og sjónarmiða Feminista.

Mitt í öllum þessum hugsunum blossaði upp áhugi á Hreindýrum og er nokkuð ljóst að við Feministar þurfum að hafa skoðun á því. Svo er ég flokksbundinn í Alþýðuflokki þó ég hafi reyndar rankað við mér munaðarlaus í herkví kvennalistans. Nú svo er það staðreynd að það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum og þar á meðal ég. Hver vill svo ekki frelsi, skattalækkun, framkvæmdir og aukin umsvif í anda hægrifrjálshyggju.

Með alla þessa reynslu legg ég til að ég verði settur í nefnd ásamt vel skrifandi ritara svo að Siggi og aðrir pirri sig ekki yfir smá ritvillum. Til þess að lýðræðið virki best tel ég heppilegast að ég verði einn í þessari nefnd ásamt ritara sem hefur ekki atkvæðis rétt.

Minn gamli óttalausi, réttsýni og alvitri leiðtogi Jón Baldvinn sagði gjarnan sem svo og tók utan um fingur sinn og sagði. Í fyrstalagi og þá vissi eg að nú kæmi mikil speki.

Ekki ætla ég að leggja mig að jöfnu við minn gamla formann og sleppi því öllu fingra pati.

1. Það á að markaðsetja leyfi á tarfa með stór horn á þeim tíma sem best er að ná þeim. 5 leyfi sem eiga að kosta allan aurinn. Það kemur til með að skapa umtalsverðan virðisauka og störf. Hvað með kjötið segja flestir og mitt svar við því að það er einskinsvirði af Tarf á þessum árstíma og ef útlendingurinn vill taka það með heim borgar hann aukalega fyrir það. Annars fer það í refafóður. það er hefð fyrir því að gjald fyrir stór horn eru verðlögð langt umfram það sem kjöt kostar.

Við sem störfum í 101 Reykjavík verðu vör við ferðamenn sem koma okkur undarlega fyrir sjónir. Vilja td. sofa í tjaldi með allan lúxus sem hægt er að selja. helst í vondu veðri á afviknum stað. Glápa á norðurljós og taka myndir. Gera eitthvað annað en það hefur gert áður.

það er fullt af peningum í veiðitengdri ferðaþjónustu. Auk þess er ekki útilokað að tarfar sem eru búnir að berja sína hjörð saman séu frekar illa undir vetur búnir og því líklegt að um afföll verði í þeirra hóp. Það því má ætla að Hornaveiði á fáum dýrum hafi nokkuð um stofnstærð að gera.

2. Íslendingar vilja ekki borga fyrir horn og óætt kjót og því yrði ekki samkeppni við núverandi Hreyndýraskyttur.

3. Það er forræðishyggja að vera með og reglur um það hvenær sé best að skjóta beljur. Vissulega á að vera griður á þeim tíma þegar stofninn kallar á sitt næði vegna tilhleypinga. Því ekki að skjóta beljur frá 15 ágúst með hlé á viðeigandi tíma. Fái ég úthlutað og telji mínum hagsmunum betur borgið með því að fara seint þá er það mitt mál. Fari ég á þeim tíma sem dýrin eru í aflöng fæ ég vont kjót er yrði sjálfssagt kallaður ASNI.

4. Sama á að gilda um tarfa. Þú kaupir leyfi og það er þitt að nýta það á þann hátt sem þú hefur vit og þroska til.

5. Stjórn veiða á að vera í höndum heimamanna og leiðsögumenn með í öllum veiðiferðum. Leiðsögumaður ber ábyrð á því að koma veiðimanni af og á veiðislóð. Sú ábyrð er mikil og ef Siggi lenti í því að glata mér færi mín góða koma beint á lögfræðistofu sem hætti ekki fyrr en öll hans Camo föt yrðu tekin í skaðabætur :lol:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Dorii
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:01 Oct 2013 13:51
Fullt nafn:Halldór Helgi Ingvason

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Dorii » 20 Dec 2013 02:47

Ég hef alltaf verið seint á ferðinni í skjóta mína belju, núna síðast var ég mjög seint og við lentum í miklum ævintýrum og mannskaðaveðrum en það gerir bara söguna að ýkjusögu án ýkjanna :) Siggi var gædinn og kom okkur heilum og glöðum heim :) Ég skaut dýrið mitt af snjóhengju þetta árið.....geri aðrir betur......mynd á öðrum þræði :) Ég hef ekkert við það að athuga að tímabilið sé flutt aftar, voru menn hvort eð er ekki að skjóta bara einhvern kálf þegar það mátti.....ekki endilega afkvæmi beljunnar sem féll? Siggi farðu svo að drífa þig út úr torfkofanum og inn á feisið.....þar eru ansi skemmtilegar umræður og myndir af hreindýraveiðum. Sveinbjörn.....þig langar ekki í camofötin hans Sigga.....kannski kínverska náttkjólinn hans þar sem þú ert svona mikill feministi eins og þú segir :D
Halldór Ingvason
Akureyri

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 20 Dec 2013 09:46

Ok hér eru komnir nokkrir pungtar. Dóri vill skjóta seint og það er allt í lagi mín vegna.
Ég þekki líka menn sem vilja vera snemma, nota sumarfrí og vera úti þegar dagur er lengstur og heiðar þurrastar. Ekkert að því heldur.

Sveinbjörn ræddi um að haustveiði á hornum, þá í lok fengitíma tæki ekki frá íslenskum veiðimönnum, þar sem við vildum ekki hrútabragðskjöt! Auðvitað tekur þetta frá okkur líka. Kvótinn stækkar ekkert þó einhver dýr séu skotin seinna á haustinu. Það er ekki svo að tarfar hryji niður dauðir hvort eð er í lok veiðitíma!
Sveinbjörn er að líka tala um veiitengda ferðamennsku. Þar lyggur nefnilega hundurinn grafinn. Það var ekkert rætt við þá sem koma að veiðitengdri ferðamennsku. Að fella eitt dýr á Íslandi kostar erlendan túrista svipað og fella 4-5 í Afríku :-) Af hverju var ekkert rætt við þá sem eru í veiðitengdri ferðamennsku á Íslandi? Af hverju er búnaðarsambönd að velja veiðitíma! Er þetta ekki arfur frá gamalli og vondri tíð, þegar venjulegir veiðimenn fengu ekki að veiða dýr, heldur þurftu að þvælast milli, hreppstjóra og hreindýraráðs til að fá að veiða, allskonar klíkuskapur í gangi!

Með veiðistjórn heim í hérað, þá er tillaga þess eðlis kominn fram á þingi að undirlagi top náunga. þar er lagt fram að hreindýraráð ('obreytt) fari með yfirstjór þessara mála! Persónulega tel ég verndarteymi Umhverfisstofnunar skelfilegt. En nýja tillagan gerir ráð fyrir að upp verði tekið gamla kerfið! Hreindýraráð er óbreitt. Einn fulltrúi skipaður af ráðherra, einn af sveitarféölgum og 2 af búnaðarsamböndum! 4 samtals! Engin fulltrúi leiðsögumanna! Engin fulltrúi veiðimanna!
Er ekki þá bara næstaskref að úthluta dýrum á bæini eða hreppana! 1 dýr á eldavél, sv geta veiðimenn mætt í röð hjá starfsmanninum og vælt um að fá að veiða restina!

1 það er ekkert að því að færa stjórnina heim í hérað. En það verður að breyta samsetningu hreindýraráðs. Skaust, Skoatvís, Leiðsögumenn verða að eiga þar fulltrúa, allavega frekar en búnaðarsambönd! Einhver frá ráðuneiti til að tryggja fagmennsku.

2 Haustveiði eftir fengitíma er eitt en að fresta veiðitíma er annað. þarna er verið að taka af þeim sem eru með veiðitengda ferðaþjónustu möguleika á kúnnum. Ef menn eru núna allt í einu að hafa áhyggjur af kálfum, má þa ekki bara veiða þá til 15 ágúst!

Hvorutveggja breyting á veiðitíma, og breyting á stjórnun hreindýraveiða er einhvað sem hefði átt að ræða. Einhvað sem er eðlilegt að fjalla um, bæði kosti og galla. Af hverju hvorugt málið var kynt fyrir leiðsögumönnum eða veiðimönnum, finst mér næg ástæða til að stoppa þau. Ég vil ekki svona vinnubrögð. það er eitt að einhver þingmaður leggi til illahugsaða breytingu á stjórnun, en öllu verra að Verndarsvið Umhverfisstofnunar og Hreindýraráð leggi til við ráðherra í skjóli myrkurs breytingar án nokkurs samráðs. Það segir mér að hvorutveggja er óhæft!

Ég mun beita mér til að stoppa þetta. Einfaldlega vegna þess að mér finnst vanhugsað hvernig menn ætla að standa að stjórnun heima í héraði og einnig að mér finnst engin fagleg umræða hafa farið fram um veiðitímabreytinguna! Af hverju, til hvers, fyrir hvern, hversvegna eru spurningar sem ég vil fá svör við.
Með öðruvísi samsettu hreindýraráði, getur vel verið að ég fylgi þessu. Eftir faglega umræðu, getur vel verið að hægt sé að selja mér breyttan veiðitíma. En eins og þetta er í dag, þá beiti ég mér! Ég vil ekki sjá búnaðarsambönd velja hvar á að veiða dýr, ég vil ekki henda veiðimönnum út af veiðisvæðum til að hliðra til fyrir annarskonar ferðamennsku!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 20 Dec 2013 21:45

Sæll Einar.

Þú talar um að breyta samsetningu hreindýraráðs.
Einn frá Skaust.
Einn frá Skotvís.
Einn frá leiðsögumönnum,
og
einn frá ráðuneyti, til að tryggja fagmennnsku.

Hvers vegna einhverja frá þessum félögum ?
Af hverju ekki einn frá búnaðarsamböndum ?
Get varla séð að það náist samstaða um fulltrúá frá leiðsögumönnum, eins og umræðan hefur verið um þá hér ;)
Hvað kemur þér til að halda að fulltrúi frá ráðuneyti tryggi fagmennsku ?
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 20 Dec 2013 23:02

Já Einar við erum svo gott sem sammála heyrist mér.

Það má að skaðlausu breyta veiðitíma um það erum við sammála.

Þess vegna tel ég að veiðitími eigi að ráðast af fengitíma og svo má prútta um það hvenær má hefja veiðar og hvar ástar-hollið kemur inn. Hvort að leiðsögumaður fáist svo til að fara með þá sem kjósa að veiða seint ætti að vera mál veiðimanns og leiðsögumans. Svo að sjálfssögðu yrðu hreindýr friðuð þann tíma sem stofninn þarf í fæðingarorlof.

Þetta á að ganga jafnt yfir Tarfa og Beljur. Og skal því haldið til haga að við Feministarnir teljum ragnt að hygla öðru kyni fremur en hinu.

Varðandi stjórnun veiða verðum við Einar seint sammála en það gerir ekkert til því að ég veit BETUR af því að ég er Feministi. EN að því sleptu þá tel ég farsælast að við Veiðimenn og Konur stundum veiðar í sátt við þá sem hafa búsetu og nálægð við menn og skepnur á viðkomandi veiðisvæði. Það má vera að vegna fákunnátu telji ég eðlilegt að þeir sem stunda sauðfjárbúskap og eiga í sumum tilfellum þau lönd sem veitt er á. Hafi talsvert um það að segja hvar og hvenær sé heppilegast að veiða.

Ég yrði frekar snautlegur í minni fákunnáttu mættur á fjöll á þeim tíma sem fjárleitir fara fram. Það yrði sóun á umtalsverðu magni af Diesel olíu á minn Lág-Fjallabíl. Fyrir þá sem ekki þekkja til fjárleita þá koma þær mér þannig fyrir sjónir að hópur af fólki í ósamstæðum fötum hleypur um óskipulega með köllum og undarlegum hreyfingum.

Svo þarf að reikna út arð og reiða fram bætur vegan tjóns og ágangs og votta ég hverjum þeim sem í því lendir samúð mína. Frændur eru frændum verstir og hugsanlega væri vönduð kona frá Tollstjóranum í 101 heppilegri í þau verkefni.
Síðast breytt af Sveinbjörn þann 20 Dec 2013 23:04, breytt í 1 skipti samtals.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 20 Dec 2013 23:03

Já Einar við erum svo gott sem sammála heyrist mér.

Það má að skaðlausu breyta veiðitíma um það erum við sammála.

Þess vegna tel ég að veiðitími eigi að ráðast af fengitíma og svo má prútta um það hvenær má hefja veiðar og hvar ástar-hollið kemur inn. Hvort að leiðsögumaður fáist svo til að fara með þá sem kjósa að veiða seint ætti að vera mál veiðimanns og leiðsögumans. Svo að sjálfssögðu yrðu hreindýr friðuð þann tíma sem stofninn þarf í fæðingarorlof.

Þetta á að ganga jafnt yfir Tarfa og Beljur. Og skal því haldið til haga að við Feministarnir teljum ragnt að hygla öðru kyni fremur en hinu.

Varðandi stjórnun veiða verðum við Einar seint sammála en það gerir ekkert til því að ég veit BETUR af því að ég er Feministi. EN að því sleptu þá tel ég farsælast að við Veiðimenn og Konur stundum veiðar í sátt við þá sem hafa búsetu og nálægð við menn og skepnur á viðkomandi veiðisvæði. Það má vera að vegna fákunnátu telji ég eðlilegt að þeir sem stunda sauðfjárbúskap og eiga í sumum tilfellum þau lönd sem veitt er á. Hafi talsvert um það að segja hvar og hvenær sé heppilegast að veiða.

Ég yrði frekar snautlegur í minni fákunnáttu mættur á fjöll á þeim tíma sem fjárleitir fara fram. Það yrði sóun á umtalsverðu magni af Diesel olíu á minn Lág-Fjallabíl. Fyrir þá sem ekki þekkja til fjárleita þá koma þær mér þannig fyrir sjónir að hópur af fólki í ósamstæðum fötum hleypur um óskipulega með köllum og undarlegum hreyfingum.

Svo þarf að reikna út arð og reiða fram bætur vegan tjóns og ágangs og votta ég hverjum þeim sem í því lendir samúð mína. Frændur eru frændum verstir og hugsanlega væri vönduð kona frá Tollstjóranum í 101 heppilegri í þau verkefni.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 21 Dec 2013 00:35

Sælir.
Afhverju á skotvís endilega að eiga fulltrúa í þessu ráði ?? hversvegna ekki STÍ ?? eflaust er mun fleiri veiðimenn inna þeirra aðildarfélaga en nokkurtíman í skotvís.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Dec 2013 00:47

Við því er einfalt svar Jón minn og það er að Skotvís er opinberlega félag veiðimanna en STÍ er skotíþróttasamband sem hefur ekkert með veiðar að gera. En ekki ætla ég í hin skoðanaskiptin um veiðitímann því ég hef ekki þekkingu á nátturulegum hegðunum eða atferli hreindýra.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 22 Dec 2013 15:36

Jón nákvæmlega ekkert mál að finna hæfa fulltrúa bæði leiðsögumanna pg Skotvís!
Stjórnir félaga sem eru kosnir á aðalfundi sjá um það! Treysti fullkomlega stjórn leiðsögumanna til að sjá um mín mál þar. Þó þú og nafni þinn séuð ekki sáttir v Skotvís, vegna safnara mála eða mismunandi á áhersla á safnara ,álum, þá er Skotvís bara eina landsamband veiðimanna.

Stí hefur ekkert og aldrei viljað hafa neitt með veiðar að geta. Að vísu var fulltrúi Eirra líka í skotvoppnanefndinni! En þessi þráður er auðvitað ekki um skotvoppnalögin. Eða slíkt.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara