Nýr veiðitími á hreindýr!

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Dec 2013 15:04

Nýr veiðitími á hreindýr!

Ok kominnn með meiri upplisingar og eins og venjulega þá á að sparka í veiðimenn!

Fyrir nokkrum árum var farið í tilraun með að veiða ekki kálfa.
Hugmyndin var að þeir plummuðu sig svo vel að sennilega væri ekki ástæða til að skjóta þá.
Niðurstaðan var sú að þeir virtust standa sig ágætlega og allt í lagi. Við veiðimenn litum þetta hýru auga og reiknuðum með stofnstækkun og auknum veiðikvóta í staðin.

Núna koma það rétta í ljós. Nú skal flytja veiðitímann aftur. Til að vernda kálfa. Seinka veiðitímanum á beljur um 10 daga! Það sem ér finnst merkilegt við þetta er að aldrei hefur mátt hagga þessum tíma aftar á haustinu vegna fengitíma.

Ef menn telja að kálfar belja sem eru skotnar fyrir 10 eigi erviðara uppdráttar, af hverju má þá ekki veiða þá ? það myndi ýta hluta veiðanna fyrr og dreifa álaginu á timann betur.

Allt frekar en ýta mönnum lengra inn í skammdegið!

Fyrir utan hitt sem mér finnst enn merkilegra er hvernig Umhverfisstofnun, svið Sjálfbærni, veiði-og VERNDARTEYMI vinnur! Ekkert rætt við Skotvís eða fulltrúa veiðimanna! Ekkert rætt við leiðsögumenn, bara kýlt á hlutina! Er svona langt í Jökuldal eða Egilstaði eða Mjóeyri að ekki sé hægt að ræða við menn!

Það var rætt við hreindýraráð. Einn frá ráðuneiti og 3 frá búnaðarsamböndum.
Þetta eitt er ástæða til að stokka upp í þessu kerfi! það þarf breytta samsetnningu hreindýraráðs og alla veiðistjórnun frá Umhverfisstofnun!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Dec 2013 18:23

Sæll.

Hvar finnur þú þessar upplýsingar á netinu? Eru þær aðgegnilegar öllum eða er þetta eitthvað sem bara velvaldir menn hafa aðgang að?

Ég sá ekkert um þetta í fljótu bragði á UST.is eða hreindýr.is, kannski hefði ég bara þurft að leita betur.

En ef þetta er svona þá verður þetta helvíti flott, allir á veiðar 20 ágúst til 1 sept. Það verður þá líklega ekki neitt sérstaklega mikið kaos á hreindýra slóð þá.

Þetta verður bara meiri og meiri vitleysa með hverju árinu
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 17 Dec 2013 19:04

Sælir/ar.
Þetta verður bara meiri og meiri vitleysa með hverju árinu sem líður, segir Árnmar.
Mikið er ég sammála honum og hef reyndar frá upphafi fundist ýmislegt skrýtið varðandi þetta kerfi.
Hef þess vegna aldrei sótt um dýr hérlendis. Maður tók þá ekki dýr frá öðrum sem vildi veiða hérlendis.
Hef frekar kosið að fara erlendis ef tækifæri gafst til þess.
Þegar fimm skifta reglan var tekin upp, þá sá maður endanlega hvað þetta var gallað kerfi.
Með því að hafa ekki sótt um leyfi vegna þess að maður kaus sjálfviljugur að taka ekki þátt í leiknum, þá má segja að maður hafi skotið sjálfan sig í fótinn varðandi það að sækja ekki um dýr. Þeir sem ekki hafa sótt um dýr teljast ekki með samkvæmt þessari reglu og lenda því í raun aftast í röðinni, ef þeir eru ekki dregnir út í upphafi ;)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Dec 2013 20:01

Þú finnur þetta hvergi á vefnum.
Samráð er nefnilega bara fyrir suma :twisted:

Ferlið er að tillaga kom frá Náttúrustofu Austurlands.
Nýtingar og Verndarteymi Umhverfisstofnunar tók málið upp
á fundi með búnaðarsamböndunum ( Hreindyraráði )
Sendir síðan tillöguna til ráðherra til undirritunar, en þar er málið núna.

Ekkert rætt við veiðimenn, ekki Skotvís ekki Skaust, ekki félag leiðsögumanna. :mrgreen:
Ekki einusinni splæst í sýndarsamráð eða kynningu. :shock:

Held að ég fari að gera það að markmiði mínu að þetta verndarsvið vei lagt niður og hreindýraráð öðruvísi mannað! Skil ekki alveg, einn valinn af ráðuneiti, tveir af búnaðarsamböndum, og einn af sveitarfélögum! Af hverju eru ekki leiðsögumenn og veiðimenn þarna inni til jafns við sauðfjárbændur?

Leggjum niður þetta svið hjá Umhverfisstofnun!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 17 Dec 2013 20:31

Sæll Einar.
Já það er nú það.
Eins og þú setur þetta upp, þá minnir þetta óneitanlega á nefndina sem kom að nýja vopnalaga frumvarpinu.
Þ.e. hvernig hún var skipuð, hvernig hún starfaði, fyrir hverja, við hverja var haft samband og ótalmargt fleira ;)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Dec 2013 20:42

Ég hvet nú alla til að anda bara rólega.
Mér finnst þetta besta mál, við leiðsögumenn gerðum þessa tillögu til Náttúrustofu Austurlands fyrir nokkrum árum en þetta fékk ekki hljómgrunn þá.
Við gerðum reyndar tillögu um að fresta kýrveiðunum til 12. ágúst og jafnhliða því yrði leyft um leið að veiða á Snæfellsvæðinu í þjóðgarðinum sunnan Kárahnjúkavegar.
Nú er spurningin hvort enn er gert ráð fyrir að veiðar í þjógarðinum hefjist ekki fyrr en 15. ágúst eins og verið hefur eða hvort þær megi hefjast 10. ágúst.
Þetta setur veiðarnar enganvegin í uppnám, staðreyndin er sú að það eru sárafár kýr veiddar fyrir 10. ágúst hvor eð er, reyndar fyrir 20. ágúst ef út í það er farið.
Það er nógur tími og ekki ásett milli 10. og 20. til að veiða allar þær kýr sem hingað til hafa veiðst fyrir 20. ágúst.
Þetta er kórrétt hvað kálfana varðar, eftir að farið var að setja þá á, er hver dagurinn til bóta sem þeir geta verið með kúnum, 10. águst er gott skref á þeirri leið.
Gleymum því ekki að kálfafriðunin er þegar farin að koma okkur til góða, ég minni á fjölgun dýra í veiðkvóta síðasta árs í þeim efnum.
Það er síðan hið besta mál að færa yfirstjórn hreindýraveiðanna heim í hérað þar hefur stjórnin alltaf átt heima, ég fer aldrei ofan af því að stjórnunin versnaði til muna þegar hún var futt úr héraði fyrir par áratugum síðan.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Dec 2013 21:05

Mér finnst fáránlegt að gera svona án samráðs við bæði veiðimenn og félag leiðsögumanna.
Mèr finnst sérkennilegt að standa svona að málum.
Ég skil rökin alveg og þá sérstaklega að henda veiðimönnum burtu yfir sumartimann svo við truflum ekki aðra túrista. Hvað kálfana varðar þá hef ég altaf verið þeirrar skoðunar að fella eigi kálfa með beljum til ca 10 ágúst. Það yrði til að dteifa mönnum aðeins á veitímann.

Ef þetta er það sem menn stefna að með að fara heim í hérað, þá held ég að einhvað annað fyrirkomulag á hreindýraráði sé nauðsinlegt!

Ég er eins og menn vita enginn sérstakur áhugamaður um veiði og verndarteymi Umhverfisstofnunar, en þetta ber hvorki því teymi né hreindýraráði vel söguna!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Dec 2013 21:59

Já, góðan daginn ,,Ragnar Reykhous" 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Dec 2013 22:59

Okey strákar ef ég skildi þetta rétt þegar hætt var að skjóta kálfa þá voru rökina að talið að þeir myndu plumma sig því þeir væru orðnir nógu stálpaðir en ef það myndi ekki vera staðreynd þá yrði farið að skjóta þá aftur með.
Er ég nokkuð að mismynna að þetta voru orðin eða orðalagið við afnám kálfaveiðana.
Og ef ég miskil þetta ekkert því er þá verið að færa tíman aftar?
Drápust kálfarnir eða ekki? Eða er bara verið að breyta leikreglunum ?
Pínu áttaviltur í þessu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Dec 2013 23:28

Já kálfarnir pluma sig alveg fínt og lifa allir, það hefur allavega enginn kálfur drepist enn af því kýrin hafi verið skotin frá honum eftir að þeir voru friðaðir.
Ef kálfunum er hins vegar gefinn tíminn til 10. ágúst pluma þeir sig betur.
Hins vegar eru rökin fyrir því að færa kýrveiðina aftur til 10. águst ekki vegna kálfanna, það er vegna þess að kýrnar eru tæplega orðnar nógu vænar 1. ágúst og oft illa gengnar úr hárunum sem er merki um að þær séu ekki komnar í fullan bata.
Þess vegna er þetta svona meira að slá tvær flugur í einu höggi, með að lofa kúnum að bæta aðeins við sig og mjólka kálfunum jafnframt þessa tíu daga, það munar um þessa daga þó þeir séu ekki margir.
Það var sagt þegar kálfaveiðinni var hætt að ef þeir plumuðu sig ekki yrði málið endurskoðað, það var samt ekki talað um að fara aftur til þess sem áður var að fella kálfa sem fylgdu kúm, heldur voru uppi hugmyndir um að selja sér veiðileifi á kálfana ef til þess kæmi.
Enn sem sagt, einginn kálfur dó og þeir pluma sig ágætlega, þó gott væri að gefa þeim aðeins fleiri daga með kúnum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Dec 2013 23:31

Held að aðalástæðan sé að við séum fyrir öðrum túristum og getum truflað göngufólk!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Dec 2013 11:02

Takk fyrir svarið og ef dýr er betur eða alveg gengið úr sér er þá ekki líka mikið fallegra skinn og hárin fastari ?
En það má líka alveg gefa gaum af orðum Einars ferðamannaiðnaðurin er orðið mjög öflugt og sterkt þrýstingsafl og ég skil vel pirringin að ekkert skuli rætt við leiðsögu eða veiðimenn heldur er einhver feluleikur með þetta þó að ég held að ég og Einar og jafnvel bara allir finnist þetta bara af hinu góða þá er ekki hægt að láta það óátalið hvernig okkur er sýnt hverjir eigi að stjórna veiðunum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Dec 2013 11:41

Ferðamannaiðnaðurinn er ekki vandamál, það hafa sárafáir ef nokkrir árekstrar orðið milli veiðimanna og ferðamann til dæmis á Snæfellssvæðinu sem er þó það svæði þar sem flestir ferðamenn fara um á hreindýraslóðum, ferðamannatíminn er svo gott sem liðinn í byrjun ágúst.
Þetta er tilbúið vandamál, uppdiktað af náttúruverndarmönnum og ,,taliban" þjóðgarðsinnum.

Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar ekki er tekið mark á rannsóknum nema þegar það hentar ,,þessu" liði :evil:
Ég get nefnt sem dæmi að samfara vinnu við Rammaáætlun 1 þar sem ég átti sæti í einum faghópi, þeim er fjallaði um hlunnindi og ferðamennsku, var gerð rannsókn á ferðamynstri ferðafólks og það kom í ljós að 96% ferðafólks ferðast á bíl og fara nánast aldrei út úr honum, en aðeins 4% er gangandi ferðafólk.
Samt skyldi miðað algerlega við gangandi ferðamenn 4% þegar ferðamennsku hlutinn var metinn inn í áætlunina, ekkert tillit var tekið til þeira 96% sem ferðast á bílum og reynt er á allan máta að torvelda þeim umferð um óbyggðirnar af þessu sama fólki :twisted:

Það er nú alls ekkert vit í þessu :o
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 18 Dec 2013 11:45

Ef það var óhætt að seinka tímanum fram í snjóa, af hverju hefur það ekki verið gert fyrr?
Ef menn hafa skoðað myndirnar frá Sigga í lok veiðitímanns í haust þá langaði ekki marka út í bilinn!
Ef menn ætla að keyra núverandi biðlistakerfi og hringja í menn eftir sumarleyfum er lokið, ekkert frí!
Ef menn vilja sjá málefnalega umræðu þá á að taka hana, ekki fara á bak við okkur!
Ef menn telja að vanhöld séu á kálfum þá vil ég upplisisngar um það!
Ef menn telja að beljur þyngist gríðarlega á þessum 10 dögum þá vil ég sá það koma út úr veiðitölum
Ef menn í verndarteymi UST vilja samstarf við okkur þá gildir það um allt ekki bara þegar þeim þóknast!
Ef menn vilja stjórnun heim til búnaðarsambandanna þá þurfa þeir aðila að vera menn til að ræða við veiði- og eftirlitsmennina í kringum sig! :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 18 Dec 2013 11:48

Siggi það er líka til ný skýrsla sem á að stinga ofan í skúffu í samgönguráðuneitinu um að það sé hættulegra per kólmeter að ganga, en t.d fara á bíl!

Hvað ferðamenn varðar, þá eru þeir sem ég hef hitt aðallega forvitnir og spenntir að sjá dýrin, bæði veidd og óveidd! :P

Engir árekstrar :P
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 18 Dec 2013 20:57

Oftar en ekki hef ég heyrt talað um brundbragð af törfum sem skotnir eru seint á haustin.

Hvað er til í því og hverjir hafa smakkað hvor tveggja og geta sagt til með vissu um það hvort að þetta sé satt og rétt ?
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Dec 2013 21:20

Það er svolítið misjafnt hvenær brundbragðið kemur í tarfana.
Ég hef veitt tarfa 15. sept. síðasta veiðidag tarfa sem ekki eru komnir með neitt brundbragð.
Það virðist misjafnt eftir svæðum hvenær bundbragðið kemur fyrst fram í törfunum, það kemur seint bragð af törfunum á svæði 1 en síðan er það verra eftir sem austar dregur að því er virðist.
Almennt ætti samt að vera allt í lagi með flesta tarfa fram að 10. sept.
Þetta fer líka eftir aðstæðum, ef stór tarfur er búinn að helga sér beljuhóp og farinn að reka minni tarfa frá, þá er líklega komið bragð af honum, það sést líka á því hvort þeir eru byrjaðir að míga á afturlappirnar á sér, séu þeir byrjaðir á því er örugglega komið bragð af þeim.
Tarfar þó stórir séu sem eru einir að þvælast eru líka síður með bragð og hægt að skjóta þá fram á siðasta dag.
Ég hef smakkað svona og þekki muninn, þetta er alveg óætt þegar brundbragðið er komið í þá.
Það þarf ekki smakk til að komast að þessu, í fyrsta lagi á vanur leiðsögumaður að sjá þetta á töfunum á löngu færi, þá meina ég vanur leiðsögumaður!
Síðan leynir það sér ekki þegar komið er að föllnum tarfi hvort það er komið bragð af honum, það leynir sér ekki á lyktinni af honum, til dæmis blóðinu, það angar ef til dæmis þarf að blóðga hann, síðan er skinnið á honum gjarnan þvalt og gulleit aftantil og lyktin leynir sér ekki.
Þessi lykt er megn súrlykt út í steka ólykt sem leynir sér ekki, minnir svilítið á kattarhlandslykt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 18 Dec 2013 22:53

Hvað mælir þá á móti því að skjóta beljur fram yfir 20 sept?

Er það vanvirðing við ástarlíf :?:

Eða hætta á því að veiðimenn og hugsanlega leiðsögumenn villist á littlum törfum og beljum :?:

Svo hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna það sé ekki hærra hlutfall tarfa í veiðum. Er það vegna þess að hugsanlega geri óvanir mistök og tarfur falli fyrir belju :?:

Ég er pappaskytta og er nánast eingöngu í því að gata pappa og er þess vegna skammlaus við að upplýsa mína vanþekkingu þegar kemur að þessum hreindýraveiðum.

Og afhverju má ekki veiða beljur fram á vetur ef menn nenna því?

Og því ekki að selja útlendingum leyfi á gamla tarfa í desember. Þá er stuttur vinnudagur hjá leiðsögumönnum og oft heyrir maður varað við hreindýrum á þessum eða hinum veginum.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af sindrisig » 19 Dec 2013 00:10

Ég get sett mína útgáfu af svari við þessari spurningu þinni Sveinbjörn.

Það er verið að leyfa veiðar á kúm seinnipart haustsins í Lóninu. Það hefur gengið mjög illa að ná þeim þar á hefðbundnum veiðitíma, kannski að hluta vegna þess hversu illa gengur að fá leyfi hjá sumum landeigenendum. Þekki þetta atriði ekki nóg til að staðhæfa neitt. Auðvitað geta dýrin haldið sig á svæðum sem nánast fuglinn einn kemst yfir og það sé skýringin að hluta eða öllu leiti.

Það eina sem ég hef séð sem getur skapað ákveðin vandamál er að á síðustu dögum veiðitímans getur verið komið bölvað rót á hjörðina, tuddarnir graðir og eru að reka hornin í hina nýgröðu. Það getur því verið dálítið mál að fella belju úr hópi sem er aldrei kjurr og er haldið saman í einum hnapp af tuddanum. Þetta rjátlar síðan af brundpungnum á nokkrum vikum og hjörðin róast.

Nef mitt nær nú lítið lengra en þetta. Annara er lengra...

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 10
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nýr veiðitími á hreindýr!

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Dec 2013 10:43

Nokkuð til í þessu með að trufla ekki ástarlífið.
Veiðitíminn var miðaður við að ná dýrunum fyrir fengitímann.
það var talið ragnt að trufla hjarðirnar á þeim tíma.
Viða eru veiðar bara aftan við tímann og það hefur verið heimild í lögum til að veiða aftan við fengitímann.
Sveinbjörn varstu ekki með belju í Lóni í haust? :P
Ástæðan fyrir haustveiðum er annarsvegar að ervitt var að ná dýrum á 9 á hefðbundnum veiðitíma og hitt að trufla ekki göngutúrista.

Gallin er auðvitað kalsasamara veður, styttri dagur blautari heiðar ofl. :?
Þið sáuð myndir hér á vefnum frá Sigga í snjó og kalsa þessa seinustu daga í haust!
Persónulega þá finnst mér allt í lagi að taka umræðu um svona hluti.

Ástæða þessarar umræðu er að mér skilst að þegar hætt var að skjóta kálfa hafi því verið haldið fram að það væri ekkert vésin fyrir þá. Við veiðimenn fengjum stærri hjarðir í staðin.
Skilst að dyraverndarfélag hafi sent inn einhverja fyrirspurn. Aðrir segja að þetta sé til að henda óverðugum túristum í burtu fyrir verðuga! :twisted:

Vandin er bara að það fór engin umræða af stað. Ekkert rætt við leiðsögumenn eða veiðimenn. Bara smell á seinkun án umræðu. Nýtingar- og verndarteymi Umhverfisstofnunar ber ábirð á þessu. Ræddi við hreindýraráð (Búnaðarfélögin) en sleppti að ræða við aðra og laumaði svo plagginu að því er mér skilst til ráðherra. Leiðsögumenn og veiðimenn verða að koma að svona umræðu.

Hvað varðar hrútabragð þá sá ég í fyrra tarf sem var byrjaður að míga sig og lét fjörlega kringum beljur ca 5 sept! Allavega var ekki mikill áhugi á honum í mínum hóp, þegar mönnum var bennt á að hugsanlega væri bragðið af honum soldið sérstak :D :lol: Hann var svo sem ekki stór heldur!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara