Síða 1 af 1

Endalok 5 ára reglunnar?

Posted: 08 Jan 2014 21:43
af Stefán Einar
Sælir

Ég plottaði upp þeim gögnum sem UST hefur gert aðgengilegt varðandi fjölda umsókna og kvóta á móti samsvarandi árum.

Tvennt stingur í augu.
Hröð aukning á umsóknum á meðan hreindýrakvótinn er á svipuðu róli.

Viðbúið er að umsóknaraukningin muni einhverntíman taka enda. Ólíklegt hlýtur þó að teljast að kvótinn muni aukast í einhverju samræmi við umsóknir - að öllu óbreyttu.

Með sama áframhaldindi vexti umsókna, mun vægi 5-ára reglunnar aukast í úthlutunum - sem á endanum mun þurfa að breyta í 6-ára reglu osfv.

Svo við endum ekki allir sem þurftalingar á kvóta-bótum - þá verður stofninn að stækka eða að fækka umsóknum.

Farsælast væri ef áhugi landeigenda jykist á að fá hreindýr í sín beitarlönd svo hægt verði að snúa við þessari þróun.
Til að svo verði - munu þeir þurfa að bera meira úr bítum en við núverandi fyrirkomulag.


Kv.

Stefán

Re: Endalok 5 ára reglunnar?

Posted: 08 Jan 2014 22:11
af Björninn
Fækkaði umsóknum ekki töluvert 2013 miðað við 2012?

[edit]
Fletti þessu upp. Í fyrra voru 3581 umsókn um 1229 leyfi.
Sjá hér: http://ust.is/einstaklingar/veidi/hrein ... utdrattur/
[/edit]

Re: Endalok 5 ára reglunnar?

Posted: 08 Jan 2014 22:46
af jon_m
Ég held að umsóknum muni fækka enn meira á milli ára. Skotprófin hafa mikið að segja og einnig eru æ fleiri sem setja kostnaðinn fyrir sig.

Re: Endalok 5 ára reglunnar?

Posted: 08 Jan 2014 22:57
af Stefán Einar
Þetta er rétt - mér hafði yfirsést þessi vefsíða. En skv. henni var á síðasta ári 3.581 umsókn.

Tölurnar í línuritið fékk ég af: http://www.ust.is/default.aspx?pageid=6 ... b65139f79a

Kv.
Stefán

Re: Endalok 5 ára reglunnar?

Posted: 08 Jan 2014 23:39
af Jenni Jóns
Ef miðað er við hvað mörg svæði fóru á varaumsókn á síðasta ári þá er 5 ára reglan ekkert að fara detta út á næstunni.

http://ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/#Tab7