Flutningur stjórnsýslu um málefni hreindýra

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:
Flutningur stjórnsýslu um málefni hreindýra

Ólesinn póstur af jon_m » 24 Jan 2014 22:38

Þetta fannst mér mjög áhugaverð lesning
http://www.althingi.is/pdf/erindi_mals/ ... &malnr=202

Merkilegt að öll sveitafélögin styðji tillöguna athugasemdalaust, en Skotvís, Félag leiðsögumanna, Náttúrustofur og Umhverfisstofnun séu flest sammála um að hugmyndin að flytja þetta til hreindýraráðs sé fráleit eins og hún er framsett. Reyndar mjög óljóst í tillögunni hvernig á að útfæra þetta.

Allir eru þó sammála um að þessi vinna ætti að fara sem mest fram á Austurlandi þar sem reynslan og þekkingin er mest.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Flutningur stjórnsýslu um málefni hreindýra

Ólesinn póstur af sindrisig » 24 Jan 2014 23:49

Ekki kæmi mér það á óvart að Siggi Aðalsteins væri að pikka eitthvað sniðugt núna...

Annars er margt gott og síðan einnig sumt sem ber að varast við að flytja þetta heim í hérað. Gott að hafa þetta þar sem hlutirnir gerast, boðleiðir styttri og eftirlit einfaldara. Kannski að kunningjatengsl og slíkt gæti orðið til vansa en það er að sjálfsögðu óréttlátt að ganga að því sem sjálfsögðum hlut.

Segi ekki meir, bíð eftir Veiðimeistaranum og öðrum snillingum...

kv
Sindri Karl Sigurðsson

Svara