Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotvís á

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotvís á

Ólesinn póstur af Bowtech » 23 Feb 2014 10:56

Á heimasíðu Skotvís er búið að birta heildarniðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotvís á Norðvesturlandi um hreindýraúthlutun..
En einnig er hægt að sjá loka tillögu Svæðisráðs.

Hvetjum sem flesta að skoða það. Hafi menn spurningar eða athugasemdir þá er mönnum bent að
hafa samband við Skotvís þar sem málið er nú í þeirra höndum.

http://skotvis.is/stjorn-framkv%C3%A6md ... 3%B0ileyfa
Síðast breytt af Bowtech þann 23 Feb 2014 21:20, breytt 2 sinnum samtals.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af skepnan » 23 Feb 2014 17:58

"Tillaga að breyttu kerfi við úthlutun á hreyndýraleyfum.

Umsækjendur hreindýraveiðileyfa greiði við staðfestingu á umsókn 25% af endanlegu verði hreindýraveiðileyfis."
HAA? eru menn að grínast. Er þetta komið frá lögfræðinga og forstjóra elítunni í Reykjavíkinni?
Þetta getur ekki staðist lög, að borga til þess að fá að taka þátt í lottói. Er kominn smá laxveiðileyfafílingur í suma? Hver á að hirða vextina? Af hverju ekki gera þetta bara grímulaust og segja að þeir sem eigi mestan pening fái að fara en aðrir ekki....
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af gkristjansson » 23 Feb 2014 19:26

Verð að segja að ég er sammála Skepnunni, líst ekkert á það að borga fyrst og síðan taka þátt í lotteríinu.....

Fannst líka skrýtið að, frá mínu sjónarhorni, þá virtist skoðana könnunin sýna það að menn vilja almennt að skotprófið gildi lengur en eitt ár en sá ekkert um það í tillögunni.....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 Feb 2014 20:46

Sammála Skepnunni,,, og fimmára reglan út ,,,,, það er ekki sanngjarnt að sumir fái dýr á fimm ára fresti (eða sex) og aðrir alltaf,,, það hlýtur að vera hægt að gera þetta betur,,,, þetta er vont kerfi,,,,
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2014 20:50

Svarið kom tvisvar :(
Síðast breytt af Gisminn þann 23 Feb 2014 20:53, breytt 2 sinnum samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2014 20:52

En tekurðu eftir að þeir sem vilja gildistímann lengri vilja líka hafa skotprófið á undan umsókn ?
Með vísan í skepnuna er það ekki súrt að borga skotpróf og fá ekki dýr en með að kalla þetta réttu nafni lotto þá er best að útskýra að maður borgar fyrirfram í lottoum svo það hlytur að standas lög ef lottó er löglegt nema í þessu lotteryi færðu endurgreitt ef þú færð ekki vinning..
En Ef menn vilja hafa eitthvað við þetta að athuga og segja sýna skoðun er þeim bent á að hafa samband við Skotvís þar sem við höfum í svæðisráðinu skilað af okkur tillögu í samræmi við könnunina og okkar afskiptum lokið.
Ég veit vel að menn hafa mjög misjafnar skoðanir og þær komu sumar fram þegar niðurstöðurnar voru birtar fyrst og ykkur gefinn kostur á að segja ykkar álit.
En þá fór aðal púðrið í að benda á svarhlutfallið var lágt.
En ég mun ekki fara að standa í svörum meir fyrir þetta ég tók þann slag í fyrri umræðu.
hreindyr/takid-thatt-i-skodunarkonnun-t ... t1537.html
hreindyr/framlengdur-frestur-til-ad-tak ... t1562.html
veidi/nidurstodur-konnunar-a-hreindyrau ... t1808.html
En eins og Sindri bendi á í síðasta svari í síðasta hlekknum þá hefði könnun með umsókn verið best en nú var gerð könnun þar sem virðist vera að athuga fjármagnsteymi og gætamál að mestu leiti ekki veiðifyrirkomulag og það sem mér sárnaði mest að utanaðkomandi aðili fékk listann frá ust um þá veiðimenn sem fóru á hreindýr í fyrra. Okkur var hafnað að fá hann.
En þakka fyrir mig og eins og ég sagði í upphafi þá er þetta komið á Skotvís.
Ps þeir sem eru á 5 ára regluni á svæði 1 með Tarf eru ekki einusinni öruggir veltur allt á skilum á leyfum. ;)
Síðast breytt af Gisminn þann 23 Feb 2014 22:49, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2014 21:07

En mig gæti langað að taka þátt og segja mínar skoðanir ef þetta verður fjörlegt en þá verða þær í mínu nafni ekki Svæðisráðs eða Skotvís bara mínar og þær kannski eru ekki þær sömu og tillögunar þar sem ég lofaði ykkur að niðurstaða könnuninar yrði látin gilda í tillöguni
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af skepnan » 23 Feb 2014 22:16

Og svo þegar UST ákveður að hækka einhliða veiðileyfagjald um helming eða meira, (annað eins hefur nú gerst) , þá er þetta farið að verða heldrimannasport :evil:
Jafnvel í laxveiðiruglinu er þetta ekki svona vitlaust. Þú borgar ekki úthlutunarnefndinni áður en dregið er um veiðileyfi t.d. í Elliðaánum.
Ef að ég segðist ætla að draga úr ákveðnum fjölda veiðileyfa úr ánni hjá mér og léti alla áhugasama borga mér 20-30 þúsund krónur, greiddi svo þeim óheppnu til baka en hirti vextina þá færi ég fljótt í fangelsi fyrir fjármálasvik og svikamyllu.
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2014 22:27

Mín skoðun keli er að rökin þín halda ekki! Hreindýrið er jafn dýrt því ef þú ætlar á hreindýr ertu búinn að reikna með því í fjármálaplaninu þínu og þá ætti ekki að muna þig miklu eða engu hvort þú borgar 25% 15 Feb eða 1 Apríl það er jafn dýrt svo elítan kemur þessu ekki við og vextir af þessu eru ekki miklir en þetta gæti sparað mann á ust gott eða slæmt?Og miðað við hvað ég held að sé mikil fölsk eftirspurn ætti menn að verða nokkuð öruggir með dýr eða 5 skiptareglann allavega að verða barn síns tíma og með að borga strax flýtir það öllu ferli og endurgreiðsla til þín ef þú fékst ekki dýr verður 60 dögum seinna en kosturinn er augljós að það mun vera orðið öllum ljóst löngu áður en tímabilið hefst að þeir eru með dýr í stað þess að hægt er að hanga til 1 Apríl núna og svo fá menn endurúthlutun og geta þá enn hnagið og svo framvegis.
Ef við tökum vexti gróft og ákveðum forsendurnar bara núna þá er dæmið nálægt þessu.tek bara flatt meðal 50/50 kú og tarf veiðigjald
3570-1277=2293=> 2293X 26250kr = 60191250kr og miðað við 6% vexti Þá gerir þetta 3611475/12=908682kr miðað við að þetta liggi í mánuð ekki 60 daga ef krafan yrði svo að endurgreiða þeim sem ekki fá vextina er það þá 902868/2293=393,75kr á mann og þessar 131króna setur ekki einu sinni atvinnulausann á hausin hvað þá millistéttarmannin ;)
En kostirnir eru 394krónu virði ! Gætar geta skipulagt allt fyrr, veiðimenn líka og það sækir engin um bara til að vita hvort hann fá dýr fyrir forvitni. það er of dýrt að tapa peningnum þegar kemur að því að hafna dýrinu :twisted:
Og endurgreiðsla getur mögulega örðið fljótari þegar reynsla er komin á og mín skoðun er að Ust á ekki að fá vextina.
Hvað Ust áhrærir er það annar handleggur sem kemur þessum tillögum ekkert við.
Síðast breytt af Gisminn þann 23 Feb 2014 23:31, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Lundakall
Póstar í umræðu: 2
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Lundakall » 23 Feb 2014 23:01

Sælir
Ég er einn af þeim sem ekki fékk að taka þátt í könnuninni. Er félagi í Skotvís og Skotreyn svo ég taldi mig eiga að fá þetta sjálfkrafa. Þegar það gekk ekki eftir gerði ég tvær tilraunir til að fá þetta sent - en ekkert gekk.

Nú er bara spurningin hvort einhver sem hefur tíma og nennu geri skoðanakönnun inni á þessum frábæra vef sem allir alvöru veiðimenn lesa. Það væri hægt að sníða könnunina að hluta til eftir þessari frægu Skotvís-könnun sem mér finnst reyndar missa nokkuð marks vegna þess hve margir fengu ekki að vera með. Svo væri hægt að bæta við þessa könnun ýmsu sem menn hafa verið að ræða hér í þessu samhengi.

Það væri að mínu mati reglulega gott innlegg í umræðuna og ýmsir í sömu sporum og ég gætu komið sínu sjónarmiði á framfæri.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Feb 2014 23:03

Er innifalin forfallatrygging í þessu gjaldi?

Ég var nú greinilega ekki búinn að lesa þetta nógu vel í fyrstu atrenu og litaði því fyrrasvarið gult. Hvað um það ég set verulega stórt spurningamerki við að borga 1/4 af gjaldinu fyrirfram og fá það síðan ekki endurgreitt nema að borga 1.500 kr fyrir að fá peninginn minn til baka.

Í góðum mafíósamyndum er þetta innbyggt í söguþráðinn en þetta er örugglega það galið að þessi misnotkun á fé annara, sem verið er að stinga upp á, verður kærð.





(Í laxveiðinni er hægt að selja öðrum leyfið ef eitthvað kemur upp á. Þarna er féð einfaldlega glatað og það 1/4 af veiðileyfinu.

Mér finnst skrýtið ef þetta stenst lög eins og þú lýsir þessu Þorsteinn. Er það virkilega þannig að þetta gjald er óafturkræft? Við erum að tala um 6 mánuði fyrir veiðiferð.)
Síðast breytt af sindrisig þann 23 Feb 2014 23:19, breytt í 1 skipti samtals.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Feb 2014 23:06

Hvað sem öðru líður er það bjargföst skoðun mín að hreindýraveiðleifa úthlutunarkerfið sé bara ágætt eins og það er í dag.
Einfalt, gegnsætt, skilvirkt og hefur virkað ágætlega hingað til, hvaða skoðun sem veiðimenn hafa annars haft á því.
Eins og fram kemur í öllum þeim tillögum sem imprað hefur verið á samfara þessari könnun hjá Svæðisráði SKOTVÍS á Norðurlands vestra, gera þær ekkert annað en flækja kerfið, gera það ógagnsærra, og að sumu leiti óframkvæmanlegt, samanber að leyfa veiðimönnum á fara án leiðsögumanna á veiðar.
Ég minni á að það var unninn óbætanlegur skaði á þessu kerfi, þegar eftir síðasta leisögumannanámskeið var hleypt inn svo og svo mörgum kornflexpakkagædum.
UST og Umhvefisráðuneytið eru engan vegin í stakk búin til að semja reglur um hverjir ættu að fara leiðsögumannalausir á veiðar, þegar þeir geta ekki einu sinni valið skammlaust ínn á hreindýraleiðsögumannanámskeið og hleypa þar inn jafnvel mönnum sem aldrei hafa farið á hreindýraveiðar.
Það er ömulegt að sjá þessa menn vafra um öræfin dögum saman án þess að finna dýr eða koma veiðimönnum sínum skammlaust í færi við dýr, vilji svo ólíklega til að þer detti um hjörð einhvernsstaðar á veiðslóðinni.
Ég vil samt taka fram að þarna komu líka inn menn sem eiga fullt erindi í þetta og hafa staðið sig með ágætum, svona um það bil tæplega helmingurinn af þessum 30 sem voru útskrifaðir þarna ef útskrift skyldi kalla, flestir fóru bara strax eftir námskeiðið og rifu upp kornflexpakkana og hirtu úr þeim skírteinin sín!
Til að breyta þessu kerfi þarf betri könnun en þessa og umfram allt með hærri svarprósentu en 18%.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 23 Feb 2014 23:18, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2014 23:07

Nei gjaldið er ekki óafturkræft það er hugað með sanngirnissjónarmiðinu í huga.Svo sem óvæntum veikindum,Atvinnumissi eða öðrum stórum skakkaföllum sem ekkert mál er að sanna.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2014 23:23

Sæll Sigurður ég er ekki sammála að kefið sé fínt því mér finnst það handónítt og ætti í raun ekki að vera í lottóferli en ég er mjög sammála að 18% er lág prósenta en sem pínu reynslu bolti að taka sýni og stikkprufur þá er skoðun 18% ekkert mikið frábrugðin 80% samanborið við 1kg í snyrtingu eða 100kg gallaprósentan er svipuð
1000 manna úrtak fyrir alþíngiskostningar er með skekkju í úrlitum um 1-3% en 1000 af kostningabærum er lítil prósenta ekki satt.
En ég er að mörgu leyti sammála að gætalaus á ekki að fara enda er það ekki í tillögu okkar svæðisráðs og í skoðanakönnununi var ekki vilji fyrir því ef ég man rétt
En sjáum til dæmis þessa 5 skiptareglu(6 skipa) og tökum sv 1 fyrir tarf sem dæmi 96 tarfar 17 á skiptareglu 96 fá og 17 þurfa að vona að 17 hætti við og sá sem var 1 á bið er í raun númer 18
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Feb 2014 23:30

Gleymdu því ekki Þorsteinn að einhverjir af þessum 17 fengu úthlutað núna, eða 22% af þessum 17 samkvæmt útreinaðri töflu Jóns M hérna á öðrum þræði, það gerir allavega 4 sem hafa fengið úthlutað, (kannski eru þeir fleiri ef kerfið er svona óréttlátt og gallað) :D
Minni einnig á að biðlistinn um tarf á svæði 1 tæmdist upp í nálega 60 áður en veiðitíma lauk í fyrra.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2014 23:40

jú ég gleymdi að taka þetta með í reikninginn satt er það :-) en það breytir ekki minni skoðun á að kerfið er gallað og ég vill fá allar og þá meina ég allar óþarfa tafir út úr þessu svo sem tafir á úthlutun kvóta tafir vegna forvitnis umsókna tafir vegna mikills umhugsunartíma áður en þú þarft að skila eða staðfesta tafir vegna næsta umhugsunartíma.
5 skiptareglan er mjög ógagnsæ og ég vil helst sjá henni eytt út vegna þess að hún yrði óþörf.
Þetta vil ég persónulega ég vil líka að gætar séu skilyrði og ég vil ekki lengri líftíma á skotprófi því þá eru aftur orðnar mikklar líkur á óæfðum skyttum og verndunarþátturinn út um gluggan
Og mig grunar að sumir séu bara að lesa könnunina ekki tillögu svæðisráðsins könnunin er fyrir skotvís að vinna úr frakar ef þeir vilja en þetta er tillaga svæðisráðsins
http://skotvis.is/alyktanir/tillaga-sv% ... 3%B0ileyfa
Og Sindri það var fallið frá þessum 1500 krónum en þú sérð tillöguna nákvæmlega eins og hún er í hlekknum hérna fyrir ofan.Og þetta er bara tillaga enn en ef hún fer lengra verður eitthvað reynt að snýða eða breyta reglum örugglega til að allt standist lög ef eitthvað er óljóst.
Þetta er í fagráði nú með lögfræðingum og fleyrum þannig að þetta kemur í ljós.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 24 Feb 2014 00:10

Sæll Siggi

Ég er að nokkru leiti sammála þér með margt af því sem þú segir... mér finnst sumar tillögur svæðisráðsins ekki leiða gott af sér þó tilgangurinn sé góður, þ.e. að draga úr sýndarumsóknum. Mér finnst margt til þess vinnandi að endurúthlutunar kerfið sé skilvirkara og mér personulega finnst einfaldast að bæta því inn í umsóknina hvort menn séu tilbúnnir að taka dýr eftir að veiðitímabilið hefst ef þeir fá ekki úthlutað strax í upphafi. Það er bara eitt hak í viðbót í umsóknarferlið, en myndi kannski létta vinum mínum hjá UST verkið að endurúthluta dýrum.

Ég myndi til dæmis alltaf haka við slíka spurningu, en veit um nokkuð marga sem myndu ekki gera það, þannig þurkast þeir bara út úr endurúthlutunar listanum og sparar starfsmönnum UST vinnuna við að hringja í þá sem ekki hafa áhuga á því að taka dýr. Hitt finnst mér rugl, það er að segja að borga 25 % þegar þú sækir um og búa svo til vinnu við að skila þessum peningum til baka... Ég sé enga ástæðu til þess að leggja meira inn hjá UST en ég þarf...

Ég get alveg séð fyrir mér að það sé hægt að sálga þessari 5 skipta reglu með því að bæta við einni slembitölu á ári fyrir þann sem fær ekki úthlutað hreindýri, ef það er ekki mikið mál í framkvæmd. Ég og frúin höfum reyndar fengið úthlutað annað hvort einu eða tveimur dýrum flest árin eftir að hún tók byssuleyfi, fyrir það var ég alveg að komast á 5 skipta regluna, en ég get varla kvartað undan úthlutunarkerfinu á meðan ég kemst á veiðar...

Ég er líka að nokkru leiti sammála Sigga með það að menn ættu ekki að fá að fara einir á veiðar, ég held að það gæti endað ílla. Hins vegar finnst mér það fáránlegt að leiðsögumenn með hreindýraveiðum sé eina starfstéttin á Íslandi sem nýtur slíkrar vendurnar að það er nánast vonlaust að komast að í henni, ég átta mig allavega ekki á því í fljótu bragði hvernig maður kemst inn í þetta kerfi.

Ég hinsvegar nenni varla að velta mér lengur uppúr þessu leiðsögumanna námskeiði hjá þeim UST mönnum, ég tel engar líkur á því að þeir félagar komist skammlaust frá þessu næst þegar verður farið af stað í þetta. Þetta síðasta námskeiðsbrölt á þeim félögum er eitt mesta klúður sem ég hef orðið vitni af.... en ég væri örugglega sáttur ef ég hefði náð inn á síðasta námskeið! en hvílík skítalykt sem leggur enn af þessu hjá þeim... ójbara...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Lundakall
Póstar í umræðu: 2
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Lundakall » 24 Feb 2014 00:31

Ég held að hjá mörgum sem ekki fá úthlutað strax, sé brýnt að fá að vita sem fyrst hvort þeir eiga möguleika á úthlutun síðar.
Margir þurfa að skipuleggja sumarfríin sín með góðum fyrirvara og geta ekki komist á veiðar með stuttum fyrirvara og þá er ég aðallega að tala um þá sem hafa langt að sækja.

Erum við ekki sammála um að óafturkræf greiðsla mundi hjálpa til að menn ákveði hvort þeir taka dýr eða ekki. Svo er þá spurning hve mikið á að greiða og fyrir hvaða tíma. Er eitthvað mikið að greiða t.d. 20 þúsund fyrir 1. maí - mér finnst það bara sanngjarnt, ef menn eru í alvöru að hugsa um að taka dýr.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af skepnan » 24 Feb 2014 00:34

Steini, þeir sem fá úthlutað borga líka vexti svo að það er rangt hjá þér að mínusa þá frá strax í upphafi.
Og hvort sem að ég fengi borgað fyrir að úthluta veiðileyfum, kindum, frystikistum eða norðurljósum þá yrði ég kærður og sakfelldur ef ég reyndi að fara þessa leið.
Ég hef og mun halda áfram að berjast í hvert skipti sem að á að hækka gjöld, búa til gjöld, rukka eða heimta pening af okkur veiðimönnum/byssueigendum af því bara.
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Heildar niðurstöður könnunar um tillögu Svæðisráð Skotví

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Feb 2014 07:30

Það er alveg sama hvaða leið verður valin til að fækka sýndarumsóknum og stytta tímann í endurúthlutununum....!
Vandamálið er og verður alltaf það að það eru of fá hreindýraveiðileyfi í boði og það sem verra er þau verða of fá í boði meðan hreindyr á Íslandi eru ekki fleiri en 5000 8-)
Þetta snýst alltaf þegar upp er staðið um framboð og eftirspurn, sú míta skýtur alltaf upp kollinum vegna þess einfaldlega að þetta er lögmál sem ekki verður framhjá komist.
Þá er bara eitt til ráða, ráðið sem alltaf er notað þegar þetta kemur upp, það er að hækka verðið, það er það eina raunhæfa til að minnka eftirspurnina og hefur alltaf verið notað hingað til.
Það var undarlegt að svarið við spurnigunni um verð veiðileyfa í könnunni, var að miklum meirhluta svarenda finnst verðið ogf hátt.
Það sýnir bara að svarendur í könnuninni eru illa tengdir við ranveruleikann, en með því að lækka verðið mundi vandinn aukast til muna og þessar flóknu úrlausnir sem menn leggja til yrðu gagnslausar.
Á meðan verð er að úthluta gæðum úr takmarkaðri auðlind eins og hreindýrin eru, fer ég ekki ofan af því að núverandi kerfi er er mjög gott eins og það er, þó það sé ekki alveg gallalaust.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara