Hausskot eða ekki hausskot

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Mar 2014 15:37

Það hafa allaf komið upp umræður um það af og til hvort reyna eigi hausskot á hreindýr eða ekki.
Oftar en ekki eru þær umræður litaðar af vanþekkingu og fordómum.
Það er hins vegar deginum ljósara að það þurfa að vera uppi ákveðnar aðstæður til að reyna hausskot með tilliti til þess að árangurinn verði viðunandi.
Síðan skiptir miklu máli að veiðimaðurinn sé með rétt búið upp í hendurnar á sér, það er að vopn og skotfæri séu af þeirri gerð að hausskot sé gerlegt.
Riffillinn og sjónaukinn á honum verða að vera þeirrar gerðar að hæfi til þessara verka, riffillinn helst með létta kúlu sem hægt er að skjóta af honum á hraðanum 3100 til 3500 fet per sekund við hlaup, sjónaukinn með aukinni stækkun helst milli 12x og 20x eða meira og vera skýr.
Aldrei skal reyna hausskot nema með varmit kúlu svo sem Ballistic tip, A-Max, V-Max eða sambærilegum kúlum sem sundrast þegar þær hitta bráðina og aldrei skal reyna hausskot nema dýrið snúi allri hliðinni á hausnum að skyttunni.
Það er vegna þess að sé horft beint framan á dýrið er heilinn ekki stærri en 5x7 cm á stærð en ef horft er á hliðina er heilinn á við góðan hnefa manns eða um það bil 10x12 cm. svona cirka helmingi stærri.
Rökin fyrir því að ekki sé gerlegt að nota þungar kúlur sem þenjast þegar þær hitta bráð, svo sem soft point, eru þau að þungar kúlur fara yfirleitt hægt yfir, eða undir 3000 fetum, suma miklu hægar.
Það er þess vegna hætta á að þær fari í heilu lagi, þenjist lítið eða opnist jafnvel ekki, gegn um hausinn á hreindýrinu, til þess að drepa dýrið þurfa þær þess vegna að fara í gegn um heilann til að drepa dýrið, dýrið rotast jafnvel ekki ef kúlan er meira en tommu frá heilanum, fyrir neðan hann eða framan, vegna þess að höfuðbeinin eru svo mjúk og þunn að lítil fyrirstaða í þeim.
Það er í þeim tilfellum sem menn hafa lent í því að missa dýr frá sér kjálkaskotin, en hitti kúlan dýrið í snoppuna framan við augun fer dýrið jafn gott og fyrir, aðeins með blóðnasir eins og þegar við fáum á kjaftinn á balli.
Galdurinn við léttu varmit kúluna á miklum hraða er sá að hún splundrast þegar hún hittir bráð, jafn vel þó beinin í hausnum hafi þetta litla mótstöðu og allar varmit kúlur 100 gr. eða stærri hafa nógu mikinn massa sem springur í allar áttir, til að drepa dýr og er þá nokk sama hvar kúlan huttir i hausinn, ef hún hittir á bein á annað borð, en hitti hún ekki á bein fer dýrið jafn gott hvort að er.
Færið til hausskota er afstætt, ef veiðimaðurinn er vön riffilskytta og þekkir vopn sitt vel, aðstæður eru góðar og ekki mikill vindur er engin goðgá að reyna hausskot allt að 250 til 300 metrum eða meira.
Viðhengi
121_2189.JPG
Hausskot sem heppnaðist fullkomlega.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Mar 2014 19:25

Ekki er þetta hnífurinn frá Andras Mester sem ég sé þarna á myndinni?
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af gylfisig » 09 Mar 2014 21:22

Bahh..... ég tæki hálsskot, frekar en hausskot, ef er verið að tala um 250-300 m. færi.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Mar 2014 22:40

Jamm ég líka en það er þráður núna á Hlað sem heitir að reikna vitlaust og þar er umræðan komin í hauskot á 300 metrum og þar fer einhver 2014 með skuggalega kunnuglegar fullyrðingar sem mér finnst ég kannst leiðinlega mikið við.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af gylfisig » 09 Mar 2014 23:38

Hahahahahahha.......
það er ansi sterk lykt þarna inni á Hlað, sem maður kannast við.
Er reyndar að bíða eftir að sjá svar þar varðandi hvort eitt skot hafi dugað á umræddan haus á 330 metrum. :D
Liklega hefur gleymst að svara því :D :D .eða óþægilegt að svara :D
Ég skýt ekki á haus á hreindýri á lengra færi en 250 m. Ég tel mig vana skyttu (búinn að stunda veiðar með rifflum í meira en þrjá áratugi, auk þess að hafa alltaf notað fyrsta flokks riffla á hreindýraveiðum. Mér finnst háls á hreindýrstarfi hins vegar ágætis skotmark.
Ég er algjörlega sammála Gisminn, C 47 ásamt Valdi inni á Hlað.is.
Vildi gjarnan sjá Vald hér á þessum vef.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 10 Mar 2014 00:48

þetta er fín yfirferð hjá Sigga varðandi mun á léttum og þungum kúlum til hreindýraveiða.
Mér finnst hann samt gera aðeins of mikið úr hraðamuninum á léttum og þungum kúlum þegar komið er út á 300 metra, t.d er 100 gr 6,5 mm Nosler BT sem hefur upphafshraða 3500 fps komin niður í 2550 fps á 300 metrum miða við uppgefinn flugstuðul, Nosler BT 140 gr 6,5 mm kúla sem hefði upphafshraða 2960 fps en það er útreiknaður hraði miða við sama slagkraft á kúlunum við hlaup væri á 2370 fps á 300 metrum þá er hraðamunur innan við 200 fps.
En líklega er hann ekkert að miða við þetta heldur muninn Nosler BT 100 gr kúlunni úr sínum riffli á 3500 fps og svo Berger 185 gr kúlunni úr 308 rifflinum mínun :) á 2700 fps sem er á 2190 fps á 300 metrum og flýgur í gegnum flest án þess að þenjast eins og hún ætti að gera.

Svo eins og Siggi hefur margoft bent á þá er maður ekki eins viðkvæmur fyrir fjarlægðarmælingum með léttari kúlu vegna fallsins á kúlunni
á 300 metrum má skeika ca 13 metrum í fjarlægðarmælingu með 185 gr kúlunni
en ca 19 metrum með 100 gr kúlunni.

Á bakvið þetta eru einungis útreikningar samkvæmt fyrirliggjandi gögnum á netinu og ber að taka með fyrirvara. Upphafshraðinn á kúlunum er mældur nema á 140 gr 6,5 mm hann er útreiknaður.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Mar 2014 10:17

Guðfinnur, þetta er ekki hnífurinn frá Andras Mester, þarna á myndinni en hann er býsna líkur honum ;)
Gylfi og Þorsteinn, það er eiginlega meiri vandi að skjóta á háls en haus á hreindýri, hálsliðirnir í hálsinum eru kannski svona um 10 cm. að þvermáli og þar gildir það sama, þung soft point kúla á ekki miklum hraða, fer beint í gegn án þess að opnast neitt, dýrið rotast stundum ekki einu sinni þó svoleiðis kúla nánast snerti hálsliðna.
Svoleiðis kúla fer rakleitt í gegn og mikið af kraftinum í henni er ónotaður, hún getur eftir atvikum farið í gegn um annað hreindýr eða á kaf í jörðina.
Varmit kúla springur við að hitta dýrið og allur krafturinn í henni nýtist inni í hálsinum á dýrinu þegar hún splundrast í frumeindir sínar og þarf þess vegna ekki að snerta beinið í öllum tilvikum til að drepa dýrið, hún rotar það alla vega og það steinliggur þó kúlan sé aðeins frá hálsliðunum, upp í kannski sirka 5 cm. hvoru megin er gerir þetta svæði um 20 cm. sem gerir sama flöt og ef skotið er á haus, það eru svona 20 cm. frá hornrót niður á kjálkabarð sem er það svæði sem drepur dýr klárlega sé skotið á það með varmit kúlu.
Rotist dýrið er það allavega komið niður og þá er það á valdi leiðsögumannsins að taka eftir hvort dýrið sé líklegt til að standa upp aftur og það þurfi að senda því aðra kúlu.
Óyggjandi merki þess að dýr muni standa upp aftur er þegar afturlöppin sem upp snýr fer að hreyfast reglulega, gerist það haska ég mér svona heldur að dýrinu og mænusting það og blóðga.
Annað mál takið eftir, ég blóðga dýr alltaf á bringukoll, mér finnst alveg ömulegt að sjá hálsskorin hreindýr sérstaklega á myndum.
Viðhengi
IMG_7796.JPG
Á þessari mynd sést vel hvar á að stinga við bringukollinn, stungan er rétt fyrir framan bringukollinn sem er dökka svæðið milli fótanna á dýrinu.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 10 Mar 2014 10:45, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Mar 2014 10:41

Siggi. Ég hef fram að þessu alltaf verið með Nosler bt kúlu á hreindýr.
Ekkert dýr hefur staðið á fótunum, eftir að hafa fengið 165 grs kúlu úr TRG í sig, hvort sem hún hefur farið í haus, háls eða í bóg
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Mar 2014 11:27

Takk fyrir fræðin Siggi ég ætti að sleppa með mína 120gr NoslerBT hún ætti að splundrast nokkuð vel en ég var aðalega eins og þú að hugsa út frá öryggi við að fella því hálsinn er lengri heldur en svæðið fyrir hausskotið og ýfið minni hreifing fyrir utan að Nosler í haus er ekki sérstaklega gott myndefni eins og þetta grey sem ver tekið milli augnana
Viðhengi
símadótið mitt 003 (Small).jpg
símadótið mitt 003 (Small).jpg (105.96KiB)Skoðað 2941 sinnum
símadótið mitt 003 (Small).jpg
símadótið mitt 003 (Small).jpg (105.96KiB)Skoðað 2941 sinnum
Síðast breytt af Gisminn þann 10 Mar 2014 13:58, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Mar 2014 13:38

Persónulega finnst mér 250-300 metrar of langt fyrir hausskot.
Staðan er þannig að flestir sem við erum að þjóna hafa ekki mikkla reynslu.
Það að skjóta dýr og pappír er ekki alveg það sama þó öll æfing komi að gagni.
Ef menn eru að skjóta það vel að 5*7 cm é 300 m sé ekki vandamál og dýrið alveg þvert hvað er að því að bógsskjóta? Með þassari nákvæmni þá setja menn kúluna snirtilega inn og út milli rifja :roll:
Rétt bógsskot á dýr sem snýr þvert skemmir ekkert neme mestalagi hvart hammara :P
Vandin er nefnilega sá að á 300 metrum er liðin nokkur tými frá því þú tekur í gikkinn þangað til kúlan lendir. Dýrið þarf rétt að lyfta haus eða stiga hálft skref framávið til að þú sért í vanda. :o

Ég hef ekkert á móti hausskotum. Á mín sjálfur með 125 og 150 gr ball tipp kúlum á 3500-3700 fetum!!! ( Þá nær maður stundum að sprengja hornin alveg af!) En myndi ekki taka svoleiðis skot nema á stuttu færi, bestu aðstæður og allt gjörsamlega kyrrt! Finnst í raun ekkert að bógskotum.
Stærti kosturinn við þau er að skotmarkið er stærra. Í raun allt svæðið framan við þynnd.
Og ef menn eru jafn nákvæmir og þeir segjast þá skemma þeir ekkert þar heldur!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 10 Mar 2014 23:02

Nú er allt komið á haus ef svo má segja.
Strákarnir í Ameríkuhrepp sem hafa ekki undann við að framleiða kúlur. Ráðleggja V-Max á littla hunda og önnur dýr sem ekki eru ætluð til átu.
A-Max á pappa og svo koma aðrar gerðir sem eru ætlaðar á miðlungs stór dýr. Enn ein gerðin er svo ætluð á fullvaxnar skepnur.

Hér er úr vöndu að ráða því að ef ég vitna í Sigga á Vaðbrekku með kúluval og viðkomandi setur svo létta V-Max í belginn á dýrinu þá getur orðið umtalsverður subbuskapur.

Gott dæmi um það er skot sem frægur Franskur veiðimaður setti á rangan stað á tarf einum sem stóð upp á hól á Grænlandi. Hylkið var 300WSM og fór mikinn þegar kúlan rauk af stað.

Stefán hreindýra sérfræðingur kvað all snarlega upp úrskurð um að þessi subbuskapur færi ekki um borð í bátinn. Skömmu seinna aumkaðist hann yfir Fransmann og var spotti settur í skrokinn og dýrir dregið á eftir bátnum all nokkra vegalend.

Ekki hafði ég frekari fréttir af gorugum skrokk sem Fransmann hafði veg og vanda af. Sá var ekki á veiðum til að versla sér kjöt og lét hann sér nægja myndir.

Mér finnst það frekar leiðinlegt verk að ráðleggja kúlur til veiða á hreindýrum og tek því þessum umræðum fagnandi. Eftir sem áður kem ég til með að ráðleggja óvönum mönnum hefðbundnar veiðikúlur og læt svo sérfræðinum í héraði um rest.

Við framsóknarmenn höfum reyndar verið lengi þeirra skoðunnar að heppilegast væri að það yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að velja rétta kúlu fyrir veiðimenn. Sem yrði svo skömmtuð af hreppstjórum til þeirra sem verðugir eru.

Ávinnigurinn yrði umtalsverður gjaldeyrissparnaður og mætti nýta krafta þeirra sem eyða tíma í endurhleðslu og netgláp í þarfari hluti.

Gott dæmi um vel heppnað nefndastarf í svipuðum dúr er 308 win.

Eftir margra ára prófanir færustu sérfræðinga margra vestræna þjóða var það samdóma niðurstaða að 308 Win. sé besta og fjölhæfasta skothylki sem heiminum hefur staðið til boða.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Mar 2014 23:05

Áts :twisted:
En hvenær má búast við kúlum í littla apparatið mitt sem ég nota mikið þessa dagana :o
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 10 Mar 2014 23:12

Það er komið í ferli og bréfdúfan er lögð af stað til Vínlands.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Mar 2014 00:58

Jæja Sveinbjörn.
Nú fórstu alveg með það.
VIÐ framsóknarmenn !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Mar 2014 07:42

Flottur Sveinbjörn..... ;) :D 8-) :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af E.Har » 11 Mar 2014 11:16

Það er þetta með hálfa hamborgarann. :mrgreen:

Því meira sem ég velti þessu fyrir mér því verr er mér við hausskot líttvanra manna á löngu færi.
Án tillits til hvað þeir hafa getað skotið af borði á pappír á láréttum fleti. :P
Öll riffilsskotmennska hjálpa, ö-ll æfing er góð, en veiðireynsla telur mest og einnig bara hvernig karakterar menn eru. Hversu yfirvegaðir þeir eru við að skjóta. :roll:

Ég á nokkra veiðifélaga sem ég treysti í hausskot. En hugsa að ég myndi samt lýggja við hliðina á þeim með puttan á gikknum, ef þeir ætluðu að hausskóta á yfir ca 150m. (Ef kvikindið steinlyggur ekki þá myndi ég senda 150 gr beint í bóginn sama hvernig það snéri, gor eða ekki gor!)
Flestum sem ég þekki myndi ég ráðleggja frá hausskoti. Flestir reikna vind og halla illa. Margir eru pínu stressaðir við að drepa og toga örlítið í skeptið um leið og þeir toga í gikkinn! Heilt yfir held ég að allir sem ekki eru búnir að fella meira en 7-8 dýr eigi að stefna á bógskot. Og allir ef færið er meira en 150 m. Auðvitað segi ég stefna á því ef allt er td lyggjandi og allar aðstæður hinar bestu þá getur verið hagstæðara en hausa, en mér finnst að hálfur hamborgari sé það lítið atriði að menn egi að bógsskjóta. Setja hinnsvegar metnað í að gera það vel. Ef menn geta skotið tippið af mús á 300 m þá er ekki skotaskuld að bógskjóta snirtilega. Hálfur hammari og það er tryggt að ekkert vésin verður!

Fyrir ca 5 árum vorum við Tóti Borgars á svipuðu róli á Fellaheiði. Rákumst á særaðn 3ja vetra tarf. Það reyndist vera lítið kúlubrot í lærinu á honum. Hann fór út á mýri og lagðist niður. Við töluðum við Jóa Gutt og ákveðið var að fella hann. Komums í ca 230 m smá vindur og hann ýggjandi. Við ákváðum að samskjóta hann í hausinn, í og með vegna vindsinns. Tóti með 300 win mag ég 300 wsm báðir með balltipp kúlur. Teæljum niður og búmmmm! Kvíkindið stóð upp og tóti skaut aftur. Málið var að hugsanlega sagði ég þrír skírar eða einhvað olli því að hann lyfti hausnum örlítið. Kúlurnar okkur voru með ca 3 cm bili í kjálka og eftst í hálsi ofan við baka. Runnu í gegn. Seinna skotið hjá tóta tók hálfan hausin af :-) Báðir teljum við okkur kunna að fara með rifflana okkar.

Sjálfur eltist ég ekki sérstaklega við hausskot þegar ég er að skjóta fyrir mig, hversvegna ætti ég að ráðleggja öðrum það? Hálfur hammari, max ef þú skýtur bóginn snirtilega. :?

Allavega mín skoðun sem er jú bara mín skoðun :roll: er að bógskot sé tryggara. Dragi úr líkum á illa særðum dýrum. Þú þarft að klikka um 20-30 com til að kúla lendi aftur fyrir þynd, og jafnvel þá er skárra að ná særðu dýri en við mislukkað hausskot! Því mæli ég með því við þá sem ég þekki eða þjónusta að bógsskjóta. Og ef þeir vilja hausa.... ok en ég lygg við hliðina á þeim og við minnsta bras þá læt ég vaða, beint á kvítablettinn með þungri kúlu í Texas heartshott! :lol: :twisted: :lol:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hausskot eða ekki hausskot

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Mar 2014 12:01

Það hefur kannski ekki komið nógu skírt fram hjá mér hér að ofan að aðstæður ráða því algerlega og stemming á staðnum hvort reyna beri hausskot.
Það er algerlega undir leiðsögumannnum komið og mati hans hvort viðkomandi veiðimaður er hæfur til að reyna hausskot eða hvort utanaðkomandi aðstæður séu fyrir því á annað borð.
Það er margt sem spilar inn í það hvort ég mæli með að veiðimaður reyni hausskot, annað hvort að tillögu hans sjálfs eða minni tillögu.
Þetta er og verður alltaf mat og tilfinning fyrir hlutunum.
Það sem ég lít fyrst til eru aðstæður á staðnum, gerð skotvopns og skotfæra, gerð og hraði kúlu, lengd færis, vindstyrkur og samspil þessara þátta að einhverju leiti, svo eitthvað sé nefnt.
Síðan er það upplifun mín á skyttunni, ég er jú oftast búinn að vera með honum allan daginn og stundum frá kvöldinu áður, aðra þekki ég af lengri kynnum.
Það fer svo mikið eftir stemmingunni á staðnum, taugastyrk skyttunar og upplifunar minnar á honum, hvernig hann bregst við álagi og hve vel hann tekur leiðsögn, hvaða ákvörðun ég tek.
Að öllu þessu metnu tek ég ákvörðun, það er nú einu sinni svo að leiðsögumaðurinn verður að vera hálfgerður sálfræðingur eða í það minnsta áhugasamur um svoleiðis hluti og hafa hæfileika til að lesa fólk býsna vel til að allt gangi fullkomlega upp 8-)
Viðhengi
DSC00326.JPG
Það er að ýmsu að hyggja þegar komið er í færi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara