Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki
Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 16 Jun 2014 21:27

Sæll Stefán.

Ágætis pistill hjá þér.
Kveðja.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 8
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af jon_m » 17 Jun 2014 11:09

Stebbi Sniper skrifaði:
Mér finnst þetta frekar eiga að vera hvatingar átak sem beint er að veiðimönnum og á ekkert sérstakt erindi í fréttum við almenning þar fyrir utan. Það er mitt mat að þessi frétt dragi upp neikvæða mynd af okkur veiðimönnum sem ég held að máli veruleikan svartari en hann er.

Sú neikvæða mynd sem ég er að tala um er sú að með fréttinni er það teiknað upp sem mikið vandamál að menn feilskjóti þegar þeir reyna hausskot og hreindýrin deyji kvalarfullum dauðdaga Þar sem þau svelta í hel. Þetta segir þú vera staðreyndir sem mér finnst miður ef satt er.

Fyrir hinn almenna malbiksborgara sem hefur aldrei komið á veiðislóð er þetta nú orðin birtingamynd þess sem gerist á veiðislóð þegar menn halda til hreindýraveiða, þó ég telji að það sé alment ekki þannig?

Það er mjög auðvelt að tala fjálglega hér, en ég man nú ekki betur en að einhver veiðimaður hafi grobbað sig af því að hafa hausskotið tarf á yfir 300 metra færi með þér og gott ef það var ekki bara með hinu marg rómaða .308, man það þó ekki.
Mér sýnist að við séum sammála um flest hér að ofan Stefán, sem er gott.

Mér fannst fréttin á RÚV ekki nógu góð og hefði ég ekki samþykkt að birta hana eins og hún fór í loftið ef ég hef ráðið einhverju um það.

Við skulum ekki gleyma því að það eru líka "almennir malbiksborgarar" sem fara á hreindýraveiðar sem hafa alla sína vitneskju frá þeim sem segja hetjusögur af sjálfum sér og öðrum sem skjóta hreindýr á fleiri hundruð metra færi. Til að ná til þessara almennu borgara duga umræður í okkar litla hópi ekki, sérstaklega þar sem maður veit aldrei hverju maður á að trúa sem maður les á internetinu.

Stebbi, ekki trúa öllum sem þú lest á internetinu, sannleikurinn er ekki alltaf sá sami.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jun 2014 13:03

Georg minn, þú ert nú eitthvað að misskilja hlutina, Jón Hávarður var í viðtalinu að lýsa skotsári á kjálka en ég var hins vegar að lýsa því hvernig það (skotsárið) verður til!
Ég var hvorki að túlka eitt eða neitt, en ég veit hvernig svona skotsár eins og Jón Hávarður var að lýsa verða til, vegna þess að ég hef séð þetta með eigin augum allt of oft!
Stefán, þessi kjálkaskot eru alls ekki eins útbreytt vandamál og halda má af þessari umræðu, en þetta kemur jú einsaka sinnum fyrir og það er einstaka sinnum of oft, svona á ekki að gerast það erum við sammála um.
Þetta er og verður alltaf mat leiðsögumannsinns, það verða allir hreindýraveiðimenn að hafa með sér leiðsögumann og það er hann sem ræður þegar upp er staðið hvort hausskot er reynt eða ekki, leiðsögumaðurinn liggur jú við hliðina á veiðmanninum og metur stöðuna í hvert skipti.
Það er tvennt í stöðunni, hætta alveg að skjóta á haus, nú eða miða þetta alfarið við aðstæður, reyna þetta bara á styttri færum, með skotfærum sem henta.
Ég læt flesta veiðmenn mína skjóta á lungnasvæðið vel aftan við framlöppina svona 15 til 20 cm rétt ofan við mitt dýr, sem er að vísu aðens aftar en sýnt er á skífunni, vegna þess að líffæra skipanin á skífunni er akki alveg rétt, að mínu viti, hafandi unnið mörg ár í slátuhúsi við innanúrtöku það á meðal stuttan tíma í hreindýrasláturhúsi á Grænlandi og tekið innan úr mörgum hundruðum hreindýra á veiðslóð.
Hjartað er aðeins aftar og neðar liggur nánast niður í bringukollinum og lungun ná mun aftar en sýnt er á skífunni, en það er nú annað mál.
Árnmar þú segist bara hafa reynt hausskot einu sinni. Ætli ég sé ekki sá maður sem sé þess vafasama heiðurs aðnjótandi að hafa tekið flest hausskot af öllum hreindýraveiðimönnum, ég treysti mér allavega ekki til að segja hvað hausskotin mín eru mörg en þau skipta mörgum tugum ef ekki hundruðum, mikið af þeim að vísu til að lóga særðum dýrum og þá ekki alltaf á löngum færum, kannski oftast svona kring um 100 metra.
Eftir að ég fór eingöngu að nota 100 gr. varmit kúlur, Nosler ballistic tip og Hornady V-Max og A-Max á 3400 til 3500 fetum á sekúndu man ég ekki til að hausskot hafi mistekist hjá mér ef skotið á annað borð hittir hjá mér einhvernsstaðar í hausinn, en auðviðað kemur fyrir að ég hitti ekki eins og gengur, ég er jú einu sinni bara mannlegur.
Ég sem leiðsögumaður leyfi alla jafnan ekki hausskot, það kemur þó fyrir ef aðstæður eru mjög góðar, gott veður, stutt færi, dýrin liggja og kannski ekki stór hluti dýrsins til að skjóta á sjáanlegur.
Algert skilyrði að minni hálfu er að menn noti hraðfleyga varmit kúlu!
Þessi umræða er til góða, hún er ekki ný, ég hef heyrt hana frá því ég man eftir mér eða í rúm 50 ár eða svo, ég lít á hana sem almenna hvatningu fyrir veiðimenn til að skjóta á hjarta og lungnasvæði dýranna, en þegar upp er staðið er þetta alltaf ákvörðun leiðsögumannsins á staðnum, þess vegna er þetta líka að sjálfsögðu hvatning til allra leiðsögumanna í leiðinni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 17 Jun 2014 13:54

Veiðimeistarinn skrifaði:Stefán, þessi kjálkaskot eru alls ekki eins útbreytt vandamál og halda má af þessari umræðu, en þetta kemur jú einsaka sinnum fyrir og það er einstaka sinnum of oft, svona á ekki að gerast það erum við sammála um.
Þetta er og verður alltaf mat leiðsögumannsinns, það verða allir hreindýraveiðimenn að hafa með sér leiðsögumann og það er hann sem ræður þegar upp er staðið hvort hausskot er reynt eða ekki, leiðsögumaðurinn liggur jú við hliðina á veiðmanninum og metur stöðuna í hvert skipti.
Það er tvennt í stöðunni, hætta alveg að skjóta á haus, nú eða miða þetta alfarið við aðstæður, reyna þetta bara á styttri færum, með skotfærum sem henta.
Eftir að ég fór eingöngu að nota 100 gr. varmit kúlur, Nosler ballistic tip og Hornady V-Max og A-Max á 3400 til 3500 fetum á sekúndu man ég ekki til að hausskot hafi mistekist hjá mér ef skotið á annað borð hittir hjá mér einhvernsstaðar í hausinn, en auðviðað kemur fyrir að ég hitti ekki eins og gengur, ég er jú einu sinni bara mannlegur.
Ég sem leiðsögumaður leyfi alla jafnan ekki hausskot, það kemur þó fyrir ef aðstæður eru mjög góðar, gott veður, stutt færi, dýrin liggja og kannski ekki stór hluti dýrsins til að skjóta á sjáanlegur.
Algert skilyrði að minni hálfu er að menn noti hraðfleyga varmit kúlu!
Þessi umræða er til góða, hún er ekki ný, ég hef heyrt hana frá því ég man eftir mér eða í rúm 50 ár eða svo, ég lít á hana sem almenna hvatningu fyrir veiðimenn til að skjóta á hjarta og lungnasvæði dýranna, en þegar upp er staðið er þetta alltaf ákvörðun leiðsögumannsins á staðnum, þess vegna er þetta líka að sjálfsögðu hvatning til allra leiðsögumanna í leiðinni.
Í ljós þess sem Siggi er að segja hér þá er ég alveg forviða á að Félag hreindýra leiðsögumanna hafi farið í þessa áróðursherferð í fjölmiðlum ef "þetta er alltaf ákvörðun leiðsögumannsins" hvort hausskot er reynt eða ekki þá hefði verið hægt að fara yfir þessi mál á félagsfundi hjá FHL og svo hefði UST og FHL sent þeim leiðsögumönnum sem ekki eru í félaginu tilmæli hvað þetta varðar.
En samkvæmt sjónvarpsfréttinni þá virtist þetta vera algerlega ákvörðun veiðimanna og þeir væru meira og minna að feilskjóta í haus.

Ég er reyndar ekki sammála Sigga um að það sé leiðsögumaðurinn sem ráði hvernig skoti á hreindýr sé hátta Ég tel að það sé réttur veiðileyfishafa að ákveða hvernig hann hagar veiðunum og leiðsögumaðurinn sé til ráðgjafar og eftirlits um að lögum og reglugerðum sé fylgt eins og fram kemur í lögum og reglugerðum.

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... enDocument

En hvort sem það er ákvörðun leiðsögumanns, veiðimanns eða sameiginleg ákvörðun þeirra beggja hvort hausskot sé reynt þá tel ég að FLH hafi gengið of langt þegar þeir ákváðu að fara með þetta í fjölmiðla frekar en með fræðslubæklingi og breyttri prófskífu við skotpróf.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jun 2014 14:33

Jens, þú ert nú að fara aðeins fram úr þér, eða hrapa að ályktunum, eins og sagt er i sveitinni.
Auðviðað er það réttur veiðileyfishafa hvernig hann hagar veiðunum, en ætli hann að skjóta í haus þá tek ég í taumana og fer yfir það með honum hvort það sé yfir höfuð ráðlegt að reyna það við þær aðstæður sem uppi eru hvert sinni.
Ég mundi nú seint kalla þetta áróðursherferð gegn hausskotum af hendi hreindýraleiðsögumanna þó formaður þeirra sé kallaður í viðtal hjá sjónvarpinu útaf þessari nýju skotskífi og hringt í hann í bítið af Bylgjunni í framhaldin og hann spurður út í hlutina!
Leiðsögumenn fóru fráleitt með þetta að eigin frumkvæði í fjölmiðla en auðvitað svara þeir spurningum jafnt fjölmiðla sem annara þegar þeir eru spurðir!
Svo það sé nú líka alveg á hreinu, þá er ekki búið að breyta skotskífunni við skotprófin neitt og stendur ekki til það ég best veit, þó leiðsögumenn hafi komið með nýja skotskífu og bent á að hún henti mæta vel til skotprófa, kannski verður hún tekin upp sem prófskífa einhverntíman, hver veit!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jun 2014 16:06

Nú hef ég sjálfur ekki neina reynslu af veiðum erlendis, en eftir því sem ég hef rætt við þá veiðimenn sem þær stunda, þá taka menn aldrei hausskot þar, bara lungna skot. Enda er eðli veiðanna öðruvísi þar.
Stefán, þessi kjálkaskot eru alls ekki eins útbreytt vandamál og halda má af þessari umræðu, en þetta kemur jú einsaka sinnum fyrir og það er einstaka sinnum of oft, svona á ekki að gerast það erum við sammála um.
Þetta er og verður alltaf mat leiðsögumannsinns, það verða allir hreindýraveiðimenn að hafa með sér leiðsögumann og það er hann sem ræður þegar upp er staðið hvort hausskot er reynt eða ekki, leiðsögumaðurinn liggur jú við hliðina á veiðmanninum og metur stöðuna í hvert skipti.
Það er tvennt í stöðunni, hætta alveg að skjóta á haus, nú eða miða þetta alfarið við aðstæður, reyna þetta bara á styttri færum, með skotfærum sem henta.
Ég get alveg viðurkennt það að ég er nokkurn veginn á þinni línu með þetta Siggi, að þetta sé mats atriði í hvert skipti og stundum eru aðstæður þannig að þetta er réttlætanlegt. Alment þykir mér skynsamlegt að sem flestir skjóti á lungna svæðið og best er þegar dýrin stilla sér upp eins og silhouette alveg þvert á skotlínuna.

Ég hef sjálfur verið í nokkrum veiðiferðum þar sem hauskot eru tekin og öðrum þar sem dýr eru bógskotin, það er skemmst frá því að segja að bógskotin hreindýr sleppa aldrei og í þetta eina skipti sem hauskotið misfórst þá náðum við dýrinu samt eftir stuttan eltingarleik.

Ég færist samt nær þeirri sannfæringu að lungna/bógskot sé heilt yfir heppilegasta skotið eftir því sem veiðiferðunum fjölgar.

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hélt alltaf að maður ætti ekki að skjóta svona ofarlega og svona aftarlega eins og þú lýsir Siggi. Fyrst þegar ég var að fara til veiða þá var ég alltaf að skjóta of neðarlega og framarlega og lenti stundum í beininu.

Ég var að hlusta á viðtalið við Jón Hávarð á Bylgjuni og það er mikið ítarlegra og gefur líklega betri hugmynd um það sem FLH er að reyna að ná fram. Þar skilar boðskapurinn sér líka betur en í fréttinni hjá rúv.

Þarna koma inn athyglisverðir punktar eins og hvort haus skot séu betri eða verri skot, hvort menn skemma skrokkinn á því að skjóta í bóginn, eins að með því að skjóta í bóginn þá blóðrenna þau og einhverjir vilja meina að það sé betra kjöt ef það fær að blóðrenna strax eins og eftir bógskot, sem ég hef ekki hundsvit á. Mér hefur alltaf þótt kjétið afbragðs gott hvort sem það er eftir haus- eða lungnaskot.

Reyndar kom svo athyglisverður punktur þarna í lokin á Bylgju viðtalinu þar sem Jón segist hafa skilning á því að eitthverjir nágranar mínir á malbikinu vilji ekki að það sé verið að veiða hreindýr eða dýr yfir höfuð, því þeim fylgi blóð og að menn vilji hugsanlega sem minnsta umræðu um þetta.

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef engan skilning á slíkum þankagangi og mér þætti betra að slíkt fólk léti mig í friði með mín áhugamál og væri ekki að abbast uppá mig, því ég er ekki að fetta fingur út í það þegar þetta fólk ráfar um tuskubúðirnar í borginni helgi eftir helgi, þó mér finnist það heimskulegt. Ef ég kýs að fara á veiðar og pósta myndum af því á netið þá kemur það engum við, því þetta er hinn eðlilegasti hlutur.

En nú er ég að sjálfsögðu kominn í hring og farinn að tala gegn því sem ég presenteraði í upphafi... ha ha ha :lol: :lol: :lol: Það gerist!!! Ragnar Reykás hvað...

Eftir stendur, frábært framtak FLH að láta útbúa þessa skífu sem á vonandi eftir að skila sér jafnvel og skotprófið í alment hæfari veiðimönnum!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af gkristjansson » 17 Jun 2014 20:32

Ég held að ég sé ekkert að ofsegja nokkuð ef ég segi að ég hafi stundað veiðar erlendis mikið.

Veiðimenn hér taka öllu jöfnu ekki haus skot. Svo til einu skiptin sem ég sé hausskot í veiðunum hér er í rekstrarveiði þar sem menn eru að "leiða" dýrið aðeins of mikið miðað við hraða dýrsins og hraða kúlunnar sem verið er að nota.

Fyrir minn hlut þá hef ég ekkert á móti því að menn taki hausskot ef þeir telja sig geta það en þá myndi ég líka gera ráð fyrir því að þessir veiðimenn væru nægilega reyndir til að setja annað skot í hlaupið um leið og búið er að taka í gikkinn til að vera klár í fylgiskot ef eitthvað fer ekki eins og ætlast er.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jun 2014 23:02

Það verður að segjast eins og er að meiriparturinn af íslenskum veiðimönnum er óvanur á hreindýraveiðum svona 80 til 90 % íslenskra veiðimanna sem ég hef farið með á hreindýraveiðar verður að teljast óvanur.
Því til staðfestingar voru 50 % af veiðmönnum sem ég fór með á hreindýraveiðar árið 2012 að fara í fyrsta skipti á hreindýraveiðar.
Það eru ekki nema svona 10 til 20 % veiðimanna sem ég fer með á veiðar sem hafa farið oftar en þrisvar á hreindýraveiðar.
Þess vegna er ég á móti því yfir höfuð að 80 til 90 % minna veiðimanna hlaði í fylgiskot, vegna þess einfaldlega að þegar þeir hafa tekið í gikkinn vita þeir ekkert hvað er að gerast, auk þess sem adrenalínið ruglar oft á tíðum allt raunveruleikaskin hjá þeim í nokkrar sekúndur eftir skotið.
Þess vegna banna ég mönnum yfirleitt að hlaða í fylgiskot, það getur beinlínis verið hættulegt þegar illa áttaðir veiðmenn eins og oft gerist eftir skot hjá óvönum, eru með hlaðinn veiðiriffil í því hugaástandi sem þá skapast.
Á þessu sést að það er gott framtak hjá Félagi leiðsögumanna að hafa forgöngu um að þessi skotskífa sem hér er til umræðu, skuli hafa verið gerð og skapa þá umræðu sem nú á sér stað :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af gkristjansson » 18 Jun 2014 18:55

Siggi,

Ég skil vel hvað þú ert að segja, gráu sellurnar muna enn hvað adrenalínið flæddi þegar að ég var að fella mín fyrstu fjórfættu dýr.

Nú orðið, hins vegar, þá er það nokkurn veginn sjálfvirkt að ég set fylgiskot í hlaupið eftir að ég tek í gikkinn, ég hugsa ekki einu sinni um það, það er bara ósjálfrátt. Ég er ekki frá því að þú hafir reyndar "urrað" pínu á mig í okkar fyrstu veiðiferð á hreindýr þegar að ég gerði þetta að þér óforspurðum....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

emilbb51@gmail.com
Póstar í umræðu: 2
Póstar:5
Skráður:30 Sep 2012 20:25

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af emilbb51@gmail.com » 24 Jun 2014 10:09

Ágætu veiðimenn
Það er ánægjulegt að heyra og sjá hvað nýrri skotskífu Félags leiðsögumanna á hreindýraveiðum og SKOTVÍS er vel tekið. Í hana var lögð mikil vinna, fyrirmyndir skoðaðar og upplýsinga aflað og margar útgáfur prófaðar áður en niðurstaða fékkst um þá útgáfu sem fór í prentun. Eins og fram kemur hjá Veiðimeistaranum er hjartað ekki alveg eins og það á að vera þar sem athugasemd skilaði sér ekki við loka útgáfu. Einnig er það rétt að myndin sýnir ekki allt lungnasvæðið, það nær mun aftar í dýrinu og þindin festist að mestu með rifjaboganum. En hún hvelfist einnig fram í brjóstholið þannig að myndin á að afmarka ,,dauðasvæði" án þess að gorskjóta. Ég lenti t.d. í að gorskjóta kú sem var að bíta í grafningi, stóð nánast á framlöppunum í grafningnum. Fínt bógskot en gor um allt brjósthol þar sem vömbin hafði legið mjög framarlega vegna stöðunnar á dýrinu. En það má lagfæra og prenta á ný. Eftir miklar vangavelltur var punkturinn settur þar sem sjá má hann á skífunni og dagljóst að vel heppnuð skot má setja ofar og aftar í dýrið.
Ég hvet menn til að prófa að skjóta á ,,heilu" myndina af dýrinu og sjá hvernig það kemur út í hringnum á bakhliðinni. Þar kemur best í ljós hvort veiðimenn, sérstaklega nýliðar hafa næma tilfinningu fyrir hvernig á að fella dýr með skjótum og öruggum hætti.
Velgagnist og gangi ykkur vel á veðum.

emilbb51@gmail.com
Póstar í umræðu: 2
Póstar:5
Skráður:30 Sep 2012 20:25

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af emilbb51@gmail.com » 24 Jun 2014 10:11

Undirritun vantaði á þennan stutta pistil sem ég var að skrifa rétt í þessu (hélt að hún væri stillt sjálfvirkt).
Emil Björnsson frá Birkihlíð

Svara