Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 8
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:
Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af jon_m » 26 May 2014 22:40

Ný æfingaskífa Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum og Skotveiðifélag Íslands ætti nú að vera komin til allra skotfélaga á landinu sem taka veiðimenn í skotpróf vegna hreindýraveiða.

Allir veiðimenn sem taka skotpróf fá eintak af nýju skífunni til að átta sig á hvar þessi 14 cm hringur sem skotið er á í prófinu er á dýrinu. Ætlast er til að skotið sé á skífuna af 100 metra færi og að skotið ljósmyndina og útkoman svo skoðuð á bakhliðinni.

Myndin er ekki í raunstærð en ef veiðimaður hittir inn í hringinn af 100 metra færi ætti hann að geta hitt hreindýr í raunstærð á 150 metra færi, líkt og hugsunin er með 14 cm hringnum á prófskífu UST.

Allir þeir sem taka skotpróf hjá skotfélagi fá eitt eintak af æfingaskífunni til að æfa sig og átta sig betur á því hvar best sé að skjóta á hreindýrið þegar þar að kemur í haust. Skífan er í boði FLH og Skotvís, en Hlað styrkti útgáfu hennar.

fh. FLH
Viðhengi
Capture.jpg
Framhliðin
Capture1.jpg
Bakhliðin
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af skepnan » 28 May 2014 00:22

Þarna er vel að verki staðið, fræðandi og vekur menn til umhugsunar. Menn sem eru að fara í fyrsta sinn á hreindýr, ættu að læra vel á þessu og fara rólegri/öruggari á veiðar.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Árni » 28 May 2014 00:37

Þetta er já flott framtak.

Væri samt alveg til í fleiri en eitt eintak, er hægt að kaupa nokkur svona einhverstaðar?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 8
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af jon_m » 28 May 2014 09:48

Sælir

Það hringdi í mig maður í gær og spurði hvort hann gæti keypt svona skífur einhversstaðar og nú er Árni að spyrja sömu spurningar. Þar sem Ellingsen og Hlað hafa báðir verið að selja skífur og lítið selst þá ákáðum við að gefa þessar skífur, en aðeins til þeirra sem eru í raun að fara á hreindýraveiðar til að menni fari ekki að misnota þetta.

En ef menn hafa áhuga þá er sjálfsagt að redda mönnum skífum. Hlað er með slatta af skífum sem þeir eru að gefa sínum viðskipavinum og spurning um að leita til þeirra eftir eintaki.

Ef einhverjir vilja kaupa eitthvað magn af skífum þá mega þeir hafa samband við mig og ég læt senda þeim skífurnar og þeir greiða kostnaðarverð + sendingarkostnað.

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 8
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af jon_m » 01 Jun 2014 15:49

Jæja, er einhver búinn að prófa þetta ? Hvernig er þetta að koma út hjá mönnum ?
Finnst mönnum þetta ekki tilbreyting frá því að skjóta á hvítt blað ?

kveðja
Jón Magnús
www.facebook.com/hreindyr
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af BrynjarM » 01 Jun 2014 21:43

Flott framtak. Prufaði þetta í gær og já, þetta er skemmtileg tilbreyting. Fín æfing fyrir hreindýrið í sumar.
Brynjar Magnússon

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 8
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af jon_m » 15 Jun 2014 11:22

Nýjan skífan komin í fréttirnar á RÚV
http://www.ruv.is/frett/hausskot-geta-endad-illa
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 15 Jun 2014 13:38

jon_m skrifaði:Nýjan skífan komin í fréttirnar á RÚV
http://www.ruv.is/frett/hausskot-geta-endad-illa
Ég velti fyrir mér hvað mynd félaga hreindýraleiðsögumanna er að draga upp af veiðimönnum hjá almenningi í landinu eru virkilega svo mikið um að hreindýr með undanskotinn kjálka sleppi frá veiðimönnum að leiðsögumenn finnist þeir knúnir til að fara með málið í fréttir og fá almenningsálitið í lið með sér.
Mér finnst það frábært framtak að koma þessari skífu á framfæri í skotprófunu og tel að jafnvel ætti hún að vera bakgrunnur við skotpróf þar sem prófskífan félli inní myndina. en ég varð verulega undrandi á umfjöllunninni í fréttunum þegar ég sá fréttina í sjónvarpi (á að vísu eftir að skoða fréttina aftur)
Jens Jónsson
Akureyri

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af karlguðna » 15 Jun 2014 15:28

sammála Jens ,,, skrítið að fara þessa leið :?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Jun 2014 16:58

Ég er sammála ykkur með það að það er furðulegt að vera að búa til neikvæða ímynd af hreindýraveiðimönnum.

En annað með þessa skífu, það er talað um að veiðimenn eigi að fá þessa skífu, ég tók prófið fyrir um 10 dögum og þá hafði skotfélagið þar sem ég tók prófið ekki fengið skífur til þess að láta veiðimenn hafa!!! Er þetta kannski bara ætlað fyrir menn sem taka prófið eftir 20 juni, maður spyr sig?

Mér var hinsvegar lofað að ég fengi skífu þegar skotfélagið fær þær og ég efast ekkert uim að hún skili sér til mín, en kannski hefði verið betra að búa til skífurnar og koma þeim til skotfélaganna áður en farið er að gaspra um þær í fréttum eða hvað?
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Jun 2014 23:32

Þessi skífa er frábært framtak hjá félagi hreindýraleiðsögumanna en herferðin fer hálf klaufalega af stað með þessari frétt.

Mér finnst óþarft að draga upp svona neikvæða mynd af hreindýraveiðimönnum í fjölmiðlum, því ég held að mikill meirihluti þeirra taki yfirvegaða ákvörðun um hvernig skot er best að framkvæma eftir aðstæðum.

Ég tel að það hefði verið heppilegra að senda þessa tilkynningu beint á veiðimenn í formi tölvupósts, þar sem veiðimönnum væri bent á að þeir gætu nálgast sína skífu þar sem þeir tóku prófið ef þeir eru þegar búnir að þreita það og aðrir eigi von á því að fá skífuna að prófi loknu.

Alment étur fólk svona fréttir upp og málar myndina mikið svartari en hún er... Samt ber að hrósa Félagi hreindýraleiðsögumanna fyrir þetta framtak.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jun 2014 07:48

Við skulum athuga það piltar að fréttin sem slík er ekki neikvæð og verður aldrei.
Það er viðhorf okkar til fréttarinnar sem gerir hana neikvæða í okkar eigin hjörtum.
Við skotveiðimenn ættum kannski að temja okkur jákvæðara viðhorf, það mundi gagnast okkar málstað best.
Það er ekki til neins að rífa fréttina niður í okkar hópi það magnar aðeins neikvæða umræðu úti meðal hinna ófræddu.
Ég hefi til dæmis hvergi séð neikvæða umsögn um þessa frétt nema bara í okkar hópi!

Umræðan er samt þörf, það sem Jón Hávarður lýsir þarna eru skotsár eftir þungar hægfleigar kúlur sem fletjast takmarkað út þega þær hitta bráð og sumar fletjast ekki neitt, þó þær séu með linum oddi eins og lög kveða á um.
Þarna er komin helsta ástæðan fyrir af hverju ég er að mæla með léttum og hröðum vamit kúlum á hreindýraveiðar, ég leyfi aldrei hausskot nema með þannig kúlum á vel yfir 3000 fetum.
Það er alveg sama hvar svoleiðis kúla hittir á haus dýrsins, niður á kjálkum eða hvar, hún sundrast svo mikið, sprengir nánast hausinn að dýrið er dautt og málið líka!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 16 Jun 2014 09:04

Mér finnst málstaðurinn góður og tel þessa skotskífu frábært framtak og ef þessi hugmynd verður þróuð aðeins meira þá ætti að vera hægt að koma prófskífunni fyrir á svona mynd af hreindýri.
ég tel að ef menn venjast því að taka skrokk skot í skotprófi þá muni það leiða til þess að menn velji það ósjálfrátt frekar en haus eða hálsskot.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af GBF » 16 Jun 2014 09:16

Veiðimeistarinn skrifaði: það sem Jón Hávarður lýsir þarna eru skotsár eftir þungar hægfleigar kúlur sem fletjast takmarkað út þega þær hitta bráð og sumar fletjast ekki neitt, þó þær séu með linum oddi eins og lög kveða á um.
Hvar í viðtalinu segir maðurinn þetta ? Hann mælir alfarið gegn hausskotum og mælir hinsvegar eindregið með skotum á hjarta/lungnasvæði "Ljóst er að dýr sem er skotið þarna fer ekki langt" "Við skjótum þarna og reynum að stunda örugga veiðimennsku í stað þess að taka óþarfa sénsa". Hvergi talar hann um þungar hægfleygar kúlur eða illa útflattar.

ertu viljandi að túlka orð mannsins þinni skoðun í hag ? Hann virðist hreint ekki deila þinni skoðun á hausskotum... :roll:
Georg B. Friðriksson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 8
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af jon_m » 16 Jun 2014 09:36

iceboy skrifaði:Ég er sammála ykkur með það að það er furðulegt að vera að búa til neikvæða ímynd af hreindýraveiðimönnum.

En annað með þessa skífu, það er talað um að veiðimenn eigi að fá þessa skífu, ég tók prófið fyrir um 10 dögum og þá hafði skotfélagið þar sem ég tók prófið ekki fengið skífur til þess að láta veiðimenn hafa!!! Er þetta kannski bara ætlað fyrir menn sem taka prófið eftir 20 juni, maður spyr sig?

Mér var hinsvegar lofað að ég fengi skífu þegar skotfélagið fær þær og ég efast ekkert uim að hún skili sér til mín, en kannski hefði verið betra að búa til skífurnar og koma þeim til skotfélaganna áður en farið er að gaspra um þær í fréttum eða hvað?
IceBoy, hjá hvaða skotfélagi tókst þú próf ? Skífurnar fóru í póst fyrir mánuði síðan svo að ef þitt félag hefur ekki fengið skífur þá vantar okkur upplýsingar um hvert á að senda þær.
Stebbi Sniper skrifaði: Mér finnst óþarft að draga upp svona neikvæða mynd af hreindýraveiðimönnum í fjölmiðlum, því ég held að mikill meirihluti þeirra taki yfirvegaða ákvörðun um hvernig skot er best að framkvæma eftir aðstæðum.

Ég tel að það hefði verið heppilegra að senda þessa tilkynningu beint á veiðimenn í formi tölvupósts, þar sem veiðimönnum væri bent á að þeir gætu nálgast sína skífu þar sem þeir tóku prófið ef þeir eru þegar búnir að þreita það og aðrir eigi von á því að fá skífuna að prófi loknu.
Hvaða neikvæðu mynd eruð þið að tala um ? Það er staðreynd að fjöldi særðra dýra sem þarf að aflífa á eða eftir veiðitíma hefur farið vaxandi og því full þörf á að vekja athygli á því.

Menn eiga ekki að þurfa að taka neina ákvörðun þegar á hólminn er komið. Skotskífunni er ætlað að sjá til þess að þeir sem ekki hafa reynsluna geti nú fellt sitt dýr á öruggan hátt með lágmarks áættu og lágmarks skemmdum. Flestir þurfa á leiðbeiningum að halda varðandi hvar sé best að skjóta til að hitta örugglega í lungun og forðast að lenda á beini. Nú geta menn verið búnir að æfa sig áður en þeir fara á veiðar og gengið hreint til verks.

Ég held að margir sem hafa skotið á hausinn hafi gert það af þekkingarleysi og af hræðslu við hinar margumtöluðu kjötskemmdir. Því má bæta við að hausskotinn tarfur fær ekki staðfesta hornamælingu og einhverjir hafa þurft að sjá af öruggum gullverðlaunum þar sem höfuðkúpan var brotin.

FLH hefur ekki aðgang að upplýsingum um veiðileyfishafa og netföng þeirra svo að ekki var hægt að hafa samband við þá beint. Einnig skilar fjöldi veiðimanna inn leyfinu svo að okkur fannst upplagt að koma þessu á skotfélögin, þar sem að þeir sem taka skotpróf eru ákveðnir í að fara á veiðar.

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 8
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af jon_m » 16 Jun 2014 09:40

Jenni Jóns skrifaði:Mér finnst málstaðurinn góður og tel þessa skotskífu frábært framtak og ef þessi hugmynd verður þróuð aðeins meira þá ætti að vera hægt að koma prófskífunni fyrir á svona mynd af hreindýri.
ég tel að ef menn venjast því að taka skrokk skot í skotprófi þá muni það leiða til þess að menn velji það ósjálfrátt frekar en haus eða hálsskot.
Það er búið að koma skotskífunni fyrir á myndinni og ekkert til fyrirstöðu að nota hana sem prófskífu, nema mögulega kostnaður.

Best væri að menn væru látnir skjóta á ljósmyndina á prófinu og útkoman skoðuð á bakhliðinni, mögulega mætti þá nota 18 cm hringinn í stað 14 cm sem er notaður í dag. Með þessu væri ekki eingöngu verið að prófa skyttuna heldur einnig veiðimanninn og þekkingu hans á bráðinni.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 4
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 16 Jun 2014 10:08

jon_m skrifaði: Það er búið að koma skotskífunni fyrir á myndinni og ekkert til fyrirstöðu að nota hana sem prófskífu, nema mögulega kostnaður.

Best væri að menn væru látnir skjóta á ljósmyndina á prófinu og útkoman skoðuð á bakhliðinni, mögulega mætti þá nota 18 cm hringinn í stað 14 cm sem er notaður í dag. Með þessu væri ekki eingöngu verið að prófa skyttuna heldur einnig veiðimanninn og þekkingu hans á bráðinni.

Kostnaðurinn þyrfti ekki að vera svo mikill það væri hægt að sleppa núverandi prófskífu, skjóta á ljósmyndina og taka svo ljósmynd af útkomunni á bakhliðinni til staðfestingar á skotprófi þar væri búið að fylla inn þær upplýsingar sem fara á núverandi prófskífu.
menn gætu svo haldið áfram að æfa sig með nýju skotskífunni á mismunandi færum.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 8
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af jon_m » 16 Jun 2014 12:41

Viðtal við formanninn í Bítið á Bylgjunni
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP27707
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af iceboy » 16 Jun 2014 17:11

Jón Ég tók skotprófið hjá því ágæta skotfélagi sem heldur úti þessari spjallsíðu ;)

Ég er ekki með neina neikvæðni gagnvart þessari skotskífu, þvert á móti finnst mér þetta ágætis framtak, en þegar er verið að tala um að særa dýr og þessháttar þá er marg að annað heldur en bara það að verið sé að hausskjóta dýrin, en það er efni í aðra umræðu sem ég er alveg til í að taka hvenar sem er.

Smá til Sigga.

Ég hef einu sinni hausskotið hreindýr, það var kálfur sem var skotinn með 200 gr blýoddskúlu úr 30-06, ekki veit ég hleðsluna bak við hana en kálfurinn var steindauður fyrir því, enda ekki skotinn nema á 40 metra færi :)
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 16 Jun 2014 20:58

Sæll Siggi

Hárrétt, umræðan er þörf, skífan og tilgangurinn líka. Umræðan hér á spjallborðinu nær þó líklega ekki mikið útfyrir hóp veiði og skotmanna og þar á hún heima að mínu mati.

Ég og þú horfum á þessa frétt frá sitthvoru sjónarhorninu, þú sem leiðsögumaður og ég sem veiðimaður. Viðhorf fólks til fréttarinar mótast af því hvernig hún er flutt og innihaldinu, þarna fannst mér að menn væru að gefa í skyn að þetta væri stórkostlegt vandamál, þ.e. misheppnuð hausskot.

Þið leiðsögumenn eruð að sjálfsögðu betur í stakk búnir til þess að gefa mat á það heldur en ég og það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en að vandamálið sé stórt.

Mér finnst þessi frétt sem slík, samt sem áður draga upp þá mynd að menn séu að reyna hausskot í í tíma og ótíma í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. Auðvitað er það frekar bagalegt að þið séuð í þeirri aðstöðu að menn sem eru í besta falli meðal góðar skyttur með riffil sem heldur varla 2 tommum á 100 metrum séu biðja um að fá að reyna að hausskjóta.

Mér finnst þetta frekar eiga að vera hvatingar átak sem beint er að veiðimönnum og á ekkert sérstakt erindi í fréttum við almenning þar fyrir utan. Það er mitt mat að þessi frétt dragi upp neikvæða mynd af okkur veiðimönnum sem ég held að máli veruleikan svartari en hann er.

Sæll Jón Magnús

Sú neikvæða mynd sem ég er að tala um er sú að með fréttinni er það teiknað upp sem mikið vandamál að menn feilskjóti þegar þeir reyna hausskot og hreindýrin deyji kvalarfullum dauðdaga Þar sem þau svelta í hel. Þetta segir þú vera staðreyndir sem mér finnst miður ef satt er.

Fyrir hinn almenna malbiksborgara sem hefur aldrei komið á veiðislóð er þetta nú orðin birtingamynd þess sem gerist á veiðislóð þegar menn halda til hreindýraveiða, þó ég telji að það sé alment ekki þannig?

Það er mjög auðvelt að tala fjálglega hér, en ég man nú ekki betur en að einhver veiðimaður hafi grobbað sig af því að hafa hausskotið tarf á yfir 300 metra færi með þér og gott ef það var ekki bara með hinu marg rómaða .308, man það þó ekki.

Set hér inn til gamans 300 metra skífu sem ég skaut þegar ég var að æfa mig fyrir Tófumótið hjá okkur í vor, sem segir mér að ég sé ef til vill ekki alveg í stakk búinn til þess að taka hausskot á þessu færi. Væri nú samt gaman að bera þetta saman við próf skífuna sem Siggi Aðalsteins póstaði inn hérna um árið og í kjölfarið fóru fram umræður um hausskot. 8-)

Hraði við hlaup er c.a. 820 metrar sem gerir 2690 fps Mælt. Skífan sem slík skírir sig nokkuð sjálf, ég misreiknaði vindinn í einu af 10 skotum, fyrri grúppan er skotin með engan stuðning eins og reglur skotprófsins og Tófumótsins kveða á um. Seinni til þess að staðfesta ferilinn á 300 metrum, sem virðist vera 3 cm hærri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.
130 grs Berger 300M.jpg
300 Metrar 6,5 x 47
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara