Hornady SST

Allt sem viðkemur hreindýrum
emilbb51@gmail.com
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:30 Sep 2012 20:25
Hornady SST

Ólesinn póstur af emilbb51@gmail.com » 27 May 2014 14:18

Góðan dag
Ég ,,lenti í" að kaupa pakka af Hornady SST 140 gr. skot í minn 6,5x55 riffil. Sauer Outbak með mjög léttu hlaupi. Forsagan er sú að ég hef verið að þreifa mig áfram með að finna skot sem bæta nákvæmnina í rifflinum. Á hraðferð skaut ég þremur skotum á 100 m og þau settu öll innan tíkallsins þannig að þau gætu kannski hentað rifflinum vel. En það á eftir að koma í ljós við nánari prófun.
Mig langar að vita hvort þið þarna úti hafið reynslu af að veiða hreindýr með þessari kúlu og þá hvernig hún fór með bráðina.
Kveðja, Emil Björnsson Dalvíkurbyggð

joi byssusmidur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:21 May 2014 11:05
Fullt nafn:Jóhann Vilhjalmsson

Re: Hornady SST

Ólesinn póstur af joi byssusmidur » 27 May 2014 15:00

Þetta er mjög góð kúla í raun og veru gamla Hornady Interlock sem var með blýodd, þessi er með plastodd, bæði búin að hlað þessa kúlu fyrir mig og aðra.
Kv Jói byssusmiður
Jóhann Vilhjálmsson
GSM 894-1950
www.icelandicknives.com

Svara