Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík
Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af oliar » 24 Feb 2012 21:04

Tekið af vef UST !

Frétt

22. febrúar 2012

Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á laugardaginn 25. febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér á vef Umhverfisstofnunar þegar nær dregur. Alls bárust 4.328 umsóknir um þau 1.009 dýr sem heimilt er að fella árið 2012. Fimmskiptareglan er í gildi í útdrættinum og eru 46 aðilar sem sóttu um sem falla undir þá reglu og fara í forgang á biðlista verði þeir ekki dregnir út í útdrættinum.

Dregið verður með sama hætti og undanfarin ár í beinni útsendingu. Í ár var umsækjendum gefinn kostur á því að í útdrætti birtist annaðhvort nafn þeirra eða veiðikortanúmer. Veiðikortanúmerið helst óbreytt milli ára og er hægt að finna það á veiðikortinu.

Niðurstöður útdráttar verða svo sendar umsækjendum í tölvupósti á sunnudeginum. Þeir sem ekki hafa tölvupóst fá niðurstöður sendar í bréfi á mánudeginum.

Vefslóð á beina útsendingu frá útdrættinum verður birt á umhverfisstofnun.is þann 25. febrúar.
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Feb 2012 21:08

Hvernig hefur mönnum gengið að fá dýr síðustu ár? og sóttu menn um núna? Ég sjálfur sótti um í hittífyrra, og lenti einhverstaðar aftast en hef ekki sótt um síðan þá.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Feb 2012 21:41

Sótti um í fyrsta skipti í fyrra og fékk ekki og var númer níuhundruð og eitthvað á biðlista :-)
En keypti þá bara annan riffil fyrir hreindýra peinginn :twisted:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Feb 2012 22:24

Ég hef ekki sótt um hreindýraleyfi síðan ég varð leiðsögumaður 1991. Alltaf búinn að fá yfir mig nóg af hreindýraveiðum þegar ég er búinn að leiðbeina 60 til 90 hreindyraskyttum yfir veiðitímann. Nenni enganvegin að standa í hreindýraveiðum fyrir sjálfan mig eftir þá törn og ef mig langar í hreindýrakjöt kaupi ég það bara, enda mér svosem ekki mikið nýnæmi í hreindyrakjöti, alinn upp á því frá blautu barnsbeini.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af oliar » 25 Feb 2012 10:06

Er með mína 6 umsókn inni núna, hef fengið 3 sinnum, þar af í síðustu 2 skifti, en eingöngu tarfa og í ár var sótt um kú........
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Feb 2012 13:32

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

hubertus
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:27 Feb 2012 06:28

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af hubertus » 27 Feb 2012 06:43

Sælir
hef fengið síast liðin 6 ár, en nú kom að því , er númer 220 á listanum eftir kú á svæði 7 þar sem eru bara 120 kýr í boði. Svo að mínar hreindýraveiðar snúast um leiðsögn þetta árið, sem er ekkert leiðinlegt heldur.

Kv Heiðar

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Feb 2012 19:45

Tarfur á sv. 7.
Mæti galvaskur þangað í ágúst, með minn TRG-42 ...ehemmm... ef ég stenst prófið :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Feb 2012 20:14

Til lukku með það og hvað máttu endurtaka prófið oft :twisted:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Feb 2012 20:45

ja.. það er kannski vissara sð athuga það :D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Feb 2012 23:49

Til hamingju Gylfi :D
Vantar þig ekki leiðsögumann :roll:
Ég bíð mig fram 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Feb 2012 02:06

Takk.
Jújú.. mig vantar gæd :)
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara