Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 19 Jun 2014 09:19

Sniperinn fór í skotpróf UST og FLH hjá Jóhanni A Kristjánssyni (aka JAK).

Kvikmyndagerðamaður Skotfélags Kópavogs var með í för til þess að ganga úr skugga um að allt færi siðsamlega fram. :shock:

Stebbi Sniper tekur skotprófið.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Jun 2014 09:36

Svona á einmitt að gera þetta :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Jun 2014 21:48

Já, hvað segir Siggi 8-)
Það þarf ekki að hafa nein orð um Skotprófsskífuna hún er upp á níu komma níu :P
Þá er það hreindýraleiðsögumanna skífan ;)
Hausskotið er dálítið riski, það á aldrei að skjóta á haus nema dýrið sýni alla hliðina, þetta er samt besti staðurinn í þessari stöðu, samt hefði ég samt viljað fá kúluna 1 tommu til hægri, vegna þess að hún hittir í augað og það eru engin bein að taka á móti henni fyrr en inni í miðjum haus og ég hef séð kúlu með linum blýoddi smjúga fram hjá heilanum vegna þess að hún flest svo lítið út vegna lítils hraða (undir 3000 fetum) og drepa dýrið ekki en þetta dýr með kúluna þarna er ekki að fara langt það mundi að öllum líkindum rotast eða hengja haus ef kúlan hittir ekki heilann.
Svo er það spurningin hvaða kúlu þú notar og á hvaða hraða, eins og ég hef sagt skiptir engu máli ef kúlan er varmit kúla til dæmis Nosler ballistic tip eða A-Max eða V-Max, þá væri hausinn af þessu dýri og það steindautt og málið líka.
Barns holow point springur líka vel, sé hún létt og á miklum hraða.
Skotin á bógsvæðið eru öll banaskot, sama hvaða kúla er notuð og á hvaða hraða, bara að hú dragi út á 300 metra og komist inn úr skinninu ;)
Fremsta kúlan er kárlega neðst á herðablaðinu og báðir bógarnir stór skemmdir og enn fer það eftir kúlugerini hvort útskotsbógurinn er ónýtur, til dæmis með Nosler Accubond væru báðir bógarnir ónýtir eftir svona skot.
Einungis aftasta kúlan er hreint lungnaskot en hinar þrjár gætu sloppið ef þær væru aðeins neðar, alla vega þær tvær aftari.
Kúlurnar verða helst að vera í rauða pungtinn í frmsta lagi síðan er skotlínan upp á við eftir sem aftar dregur vegna þess að lungun ná aftast uppi við hrygg, svo það er hægt að skjóta alveg upp undir fylé, án þess að skemma neitt.
Stefán, hvaða gerð af kúlu varstu að nota, hve þunga og á hvað miklum hraða, þegar ég veit það skal ég gefa þér einkunn fyrir hverja kúlu fyrir sig og hvaða nýtingu þú færð út úr skrokknum :D
Kannski langt mál um lítið efni, en til að taka af allan vafa er þetta glæsileg skotmennska hvað sem öllu líður :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 5
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Morri » 19 Jun 2014 22:06

Haha... þetta er snilld
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af jon_m » 19 Jun 2014 22:52

Vel skotið, dýrið fallið í öllum tilfellum, en eins og Siggi segir þá hefðu skotin öll má vera ofar og aftar ef menn vilja sleppa örugglega við báða bógana. En þá verða menn líka að þekka kúluferilinn vel því að ef menn lenda neðar en þeir ætla þá er dýrið gorskotið. Það er ástæðan fyrir því að rauði punkurinn var hafður þetta framarlega á skífunni.

Ég leyfi mér að giska á að skotið sem hitti ekki inn í hringina tvo hafi verið no. 6 í röðinni, þ.e. þegar var búið að skjóta 5 á sighter, slíkt er því miður ekki í boði á veiðum.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

jonb
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:10 Feb 2013 21:08
Fullt nafn:Jón Viðar Björnsson

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af jonb » 20 Jun 2014 09:33

Alveg til fyrirmyndar, bæði hjá sitjandi og fráfarandi formanni Skotfélags Kópavogs.
Virkilega skemmtilegt framtak.
Jón Viðar Björnsson

Feldur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:20
Skráður:28 Jun 2012 09:14

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Feldur » 20 Jun 2014 23:58

Ég skaut mitt fyrsta hreindýr (belju) með 140 gr Accubond úr 7mm Rem Mag á undir 100 metrum. Vegna reynsluleysis lenti ég út í gegnum löppina fjær (hún var á hægum gangi og sú löpp aðeins aftar). Við skoðun kom hins vegar í ljós að aðeins var um smá gat að ræða og "kjötskemmdir" í algjöru lágmarki. Get því ekki tekið undir með Sigga að Accubond sé einhver "vargur".

Kv. Feldur
Ingvar Ísfeld Kristinsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Jun 2014 01:23

Það þarf ekki að hafa nein orð um Skotprófsskífuna hún er upp á níu komma níu :P
Þá er það hreindýraleiðsögumanna skífan ;)
Þakka þér fyrir Siggi, það dugar mér þangað til ég þarf aftur að sýna færni mína á hundrað metrum...
Hausskotið er dálítið riski, það á aldrei að skjóta á haus nema dýrið sýni alla hliðina
Ég beið og beið og beið, það bara vildi ekki sýna mér alla hliðina... Svo þá var ekki um annað að ræða en að setja það á augað.

Þetta var nú meira til gamans gert, mitt augað var áætlaður lendingarstaður svo ég var nú bara nokkuð sáttur þegar ég sá hvar það fór. Tíkallinn er samt líklega ekki inn í myndinni hjá mér strax... :?

Hraðinn: Léttur samanburður fyrir talnanörda.

100 grs Nosler BT á 3500 fps við hlaup er á c.a. 2560 á 300 metrum með 1450 pundfet í slagkraft
130 grs Berger á 2700 fps við hlaup er á c.a. 2200 fps á 300 metrum með 1390 pundfet í slagkraft

100 grs Nosler fer undir 3000 fps rétt hægrameginn við 150 metrana.

Eftir 350 metra er Berger kúlan í stubbakaliberinu mínu kominn framm úr 100 grs Nosler kúluni í slagkraft.

Nýi 284 riffilinn hans Jenna lítur svolítið betur út og reikar yfir 6,5-284 (100 grs Nosler) með
168 grs Berger á 2860 fps við hlaup er með sama slagkraft á 600 metrum eins og 100 grs Nosler er með á 300. UST metur 168 grs kúluna hæfa til þess að fella hreindýr á 650 metrum miðað við þennan upphafshraða. :lol:

130 grs kúlan í 6,5 fer inn og út hinumeginn á lungnasvæðinu á 270 metrum og skilur eftir sig útsár á stærð við gólfkúlu, svo ég hef ekki ástæðu til þess að ætla að hún geri það ekki líka á 300. Þetta er líklega ekkert frábær veiðikúla, en hefur dugað mér ágætlega hingað til. Myndi sennilega henta betur í 6,5-284 Norma, með nóg af púðri á bakvið sig.
Ég leyfi mér að giska á að skotið sem hitti ekki inn í hringina tvo hafi verið no. 6 í röðinni, þ.e. þegar var búið að skjóta 5 á sighter, slíkt er því miður ekki í boði á veiðum.
ha ha... Sumir eru aldrei ánægðir!!! :D Enda á ekki að sætta sig við meðalmensku... Reyni að gera betur næst!

Það var reyndar númer 11 í röðinni, því ég var áður búinn að skjóta 5 á 100 og hinum 5 á 300. Ég tek hausskotið til baka, enda var það nú bara tekið til að storka egóinu í mér... er bara nokkuð sáttur með útkomnua úr hinum.

Ég á helling eftir ólært í skotfimi sem betur fer, það þarf alltaf að hafa einhvað til að stefna að....

Jón Viðar: Jóhann á nú allan heiðurinn af þessu sprelli, hann var til langt að ganga 3 um nóttina að setja myndbandið saman eftir að við komum heim úr Höfnum... Sannur heiðursmaður þar á ferðinni.

Annars var ég nú alveg hundsvektur að ná ekki að klára þessa skífu með 50 stig, spurning hvort það séu margir sem hafa náð fullu húsi stiga, ég held að það hafi enginn náð 49 stigum hjá SFK áður, án þess að ég muni það alveg.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Jun 2014 10:27

Ingvar, þetta slapp hjá þér vagna þess sennilega að kúlan hefur líklega ekki náð að opnast, hún er jú kápulímd og ekki svo mikil fyrirstaða í beljunni að kúlan nái að opnast svo neinu nemi.
Ég er ekki einn um þessa skoðun á Accobond Steini Mokk sá þrautreyndi kjötiðnaðarmaður á Egilsstöðum deilir þeirri skoðun með mér eftir áralanga vinnu við að úrbeina hreindýr, hann vill banna þessa kúlu á hreindýraveiðum 8-)
Stefán, þú gleymdir að segja mér hvaða kúlu þú varst með í þessum prófum, gerð, þyngd og hraða við hlaup.
Samanburðurinn fyrir talnanörda virðist gagnast lítið þegar komið er út í alvöruna, höggþunginn virðist skipta miklu minna máli en stærð kúlunnar, stærri kúlurnar virðast opnast miklu síður, ég veit ekki af hverju það er.
Hundrað greina varmit kúlurnar í 6,5 virka alltaf best finnst mér í hreindýrið, þær virka eins og nokkurs konar sprengjur sem springa þegar þær hitta bráðina en hafa ekki massa til að halda þunganum til aðhalda áfram gegn um bráðina, þær hafa litla ,,penertradion" eða hvað það var nú kallað hérna í árdaga.
Stefán, ég hef heyrt um nokkra sem hafa náð 49 stigum á þessu prófi (innan við fimm) en engan sem hefur náð fullu húsi 50 stigum hingað til.
Kiddi Skarp sem er hérna á spjallinu, er einn af þessum 49 stiga mönnum, náði þessum árangri með 100 ára riffli að mig minnir 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Jun 2014 15:55

Ég nota 130 grs Berger Hunting á 2690 - 2700 fps í 6.5 x 47 Lapua. Gæti reyndar sennilega komið henni upp í 2850 - 2900 fps með RL-15. En er bara svo sáttur með ákomuna að ég sé ekki ástæðu til að breyta...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 21 Jun 2014 17:20

Sælir/ar.
Árangurinn hjá Kidda Skarp kemur nú ekki á óvart þeim er til hans þekkja ;)
-og oft eru gamlir rifflar betri- :lol:
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Jun 2014 17:29

Stefán, með þessari kúlu er hausskotið á skífuna hja þér eins og það kom ekki öruggt dauðaskot, til þess að svo væri hefði það þurft að vera aðeins til hægri og aðeins ofar, þessi kúla á þessum hraða gerir bara örlítið gat gegn um hausinn vegna þess að beinin þarna eru svo lin og þunn og lítil fyrirstaða í þeim að þau ná ekki að þenja kúluna neitt, hún smýgur bara í gegn eins og full metal jacket kúla.
Svona kúlu á þessum hraða skildi aldrei reyna að skjóta á haus, það mundi ég aldrei leyfa í það minnsta og mundi skamma þann veiðimann blóðugum skömmunum sem gerði það að mér forspurðum (urra á hann eins og Guðfinnur sagði).
Brjóstholsskotin hjá þér eru öll dauðaskot 100 % með kjötskemmdir í lágmarki nema fremsta skotið sem fer í bógbeinið, það eru skemmdir upp á um 2 til 3 kíló.
Síðan eru efstu skotin tvö fyrir ofan rauða pungtinn ansi nærri stóra bógvöðvanum sem gætu orsakað blóðhlaup við vöðvann en það er í lágmarki vegna þess hvað kúlan er hæg, einig væru skemmdirnar meiri eftir fremsta skotið ef kúlan væri á meiri hraða.
Mjg flott skotmennska eingu að síður, eini mínusinn sem þú færð i kladdan er vegna hausskotsins, ég gef þér núll fyrir hann svo þú lendir niður undir níu í meðaleinkun fyrir skotin 11.
Einginn mínus fyrir skotið í bógbeinið, þetta er jú þitt kjöt og þú mátt skemma það eins og þér sýnist fyrir mér, dýrið er steindautt og ekkert vesen og það er nóg fyrir mig :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 21 Jun 2014 18:27

Svona flottur árangur næst þegar að menn eru duglegir að skjóta og þekkja sinn riffil 100%

Vel gert.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 21 Jun 2014 19:16

Þetta er glæsilega skotið, Siggi heldur að efsti hálsliðurinn sleppi við kúluna í hausskotinu varla færi kúlan þar í gegn án þess að þenjast nóg út til að taka í sundur mænuna.
Það er athygliverð umræðan um bonduðu kúlurnar ýmist vilja menn alls ekki nota þær eða þeir nota ekkert annað.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Jun 2014 22:01

Já, hér er glæsilega skotið, það deilir enginn um það :D
Jens, ég hef skotið rollu á 50 m. færi með 222 Rem. nákvæmlega á þennan stað undir augað, hún stóð og sneri í mig hliðinni og leit til mín nákvæmlega eins og beljan á skífunni, kúlan fór aftur í gegn um hausinn en slapp við hálsliðinn og rollan stóð eftir jafngóð en með blóðnasir, ég náði stax öðru skoti á hliðina á hausnum á henni, undir eyrað og hún steinlá.
Ég var með verksmiðjuhlaðin Sako skot 50 gr. kúlu með blýoddi og hún þandist greinilega ekki út, ekki seinna skotið heldur.
Hefði ég notað 40 gr. Nosler ballistic tip kúlu hefði hún legið af fyrra skotinu og hausinn á henni farið í mauk eins og ég setti það seinna á hana.
(Hér mælir einn hokinn af reynslu)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Feldur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:20
Skráður:28 Jun 2012 09:14

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Feldur » 21 Jun 2014 22:29

Siggi, þessi kúla opnast alveg í belju. Skaut eitt sinn eina á ca 30 metrum og ég gat sett hnefann inn í hana þeim megin sem kúlan kom út. Hef ekki verið að sjá svo stór göt út nema á þessu stutta færi, annað hefur verið nokkuð eðlilegt. Annars er reyndar öll hliðin, frá háls og aftur í rass rauðari en allt sem rautt er en ég er nú ekki á leið með þessa skrokka á Fegurðarsýningu. Kjötið hefur alltaf verið mjög gott á bragðið :)
Ég gerði nú eitt sinn vísindalega prufu á þenslukúrfu nokkurra kúlna (Accubond, BT, Partition og Scirocco). Ef það er skoðað sést að Accubond er að opna sig hraðar en BT (báðar 140 grs) ef eitthvað er. Reyndar er Accubond opnunin nánast eins og Partition. Ég á þetta allt í forlátu Excel skjali en veit ekki hvernig ég gæti hent þessu hér inn. Get sent þetta á póst á menn ef þeir hafa áhuga að skoða þetta, sendið mér þá bara póst (feldur(hjá)isholf.is) og ég sendi þetta til baka.

Feldur
Ingvar Ísfeld Kristinsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af sindrisig » 21 Jun 2014 22:38

Bonduð kúlurnar og eitthvað annað.

það er nú það. Siggi þú sagðir orðrétt þegar beljan féll hjá mér í fyrra: "Er þetta alltaf svona með 7 unni". Reyndar skaut ég heldur framarlega en það var viljandi og út í þá sálma fer ég ekki hér, ég hafði mína ástæðu. Það má segja að hún hafi steindrepist í klaufunum, kúlan 140 gn accubond í rem mag.

En ég hef líka skotið fleira en eitt dýr með nazista (115 gn hp koparkúla) og lent í gori, þó að kúlan hafi farið inn og út langt fyrir framan þind. Þar er hraðinn og sprengikrafturinn of mikill fyrir hreindýr, að mínu mati.

Oryx kúlur fara ekki aftur á hreindýraveiðar með mér. Það er alveg á tæru.

Að nota símaskrá sem þennslumæli er gott tæki. Ef ég man rétt þá á Feldurinn Nazistann í excelsjalinu, man ekki lengur í hvaða símaskrá hann stoppaði og á hvaða blaðsíðu.

Góð umræða.
Sindri Karl Sigurðsson

Feldur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:20
Skráður:28 Jun 2012 09:14

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Feldur » 21 Jun 2014 22:54

Nazistinn er þar, fór í gegnum 5 símaskrár, Accubond og einhverjar aðrar fóru í gegnum 6...
Ingvar Ísfeld Kristinsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 22 Jun 2014 01:40

Veiðimeistarinn skrifaði:Jens, ég hef skotið rollu á 50 m. færi með 222 Rem. nákvæmlega á þennan stað undir augað, hún stóð og sneri í mig hliðinni og leit til mín nákvæmlega eins og beljan á skífunni, kúlan fór aftur í gegn um hausinn en slapp við hálsliðinn og rollan stóð eftir jafngóð en með blóðnasir, ég náði stax öðru skoti á hliðina á hausnum á henni, undir eyrað og hún steinlá.Ég var með verksmiðjuhlaðin Sako skot 50 gr.
Siggi þú hefðir átt að nota 308 í þetta job :D :D :D þá gerir ekkert til þó kúlan þenjist ekkert út hún er samt sverari en cal 22.
Veiðimeistarinn skrifaði:Hefði ég notað 40 gr. Nosler ballistic tip kúlu
(Hér mælir einn hokinn af reynslu)
Notaru þetta ekki bara á niðurburð varla eru sviðin góð sem eru skotin með 40 gr Nosler BT :roll: :roll:

Ég er alveg farinn að skilja hvað þú ert að tala um Siggi með léttu Nosler BT kúlurnar ég prófaði að skjóta appelsínu á 100 metrum með 125 gr Nosler BT ég fann engann bita stærri en sykurmola á eftir :)
Ég held að menn ættu að notfæra sér að prófa hausskjóta á nýju skotskífuna á + 200 m færi í fyrsta skoti sem þeir skjóta á skífuna og meta svo árangurinn.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Jun 2014 13:56

Fyrst að skífunni, mun snirtilegri en mín :-)
Annars tók Valur Ricter á Ísafyrði 49 stig með 300 win mag og var það óánægður að hann skaut aftur með 6-284 og viti menn aftur 49! Það þarf lítið að klikka fyrir eitt stig : _ Annare eru Ísfirðingarnir að nota þessa skífu á 500 m :-)

Kúlur og kúlur vi'ð verðum aldrei sammála um kúlu val á hreindyr, enda færin mislöng og kúlurnar að hitta á mismikklum hraða. Ég veit ekki hve mörg dýr ég hef flegið undannfarin ár en þau eru nokkur. Flestallar veiðikúlur opnanast nógu hratt. Hels ef kúla er ekki á mikklum hraða rennur milli rifja gegnum lungu að hún opnist ekki mikið en hún drepur samt þokkalega. haus hál varminnti kúlur jafnvel bógskot líka ef hún er vel staðsett. Ég er hinsvegar einn að þeim sem er ekki yfirmig hrifin af bonduðum kúlum. Ástæðan er að fletir í kringum mig eru að skjóta frekar hratt. 33-37 00 fet / sec Ef við fáum stutt færi þá hefur mér fundist að separnir rifni af sveppnum á öllum þessum kúlum. Bondaða brotið er þá þannig að blýið heldur í kápuna og verður eins og brot af poppkorni í laginu og skrúfast bara einhvað um dýrið. Þer lungnaskotið dyr og gor í maga eða bógur rifinn. Hef ekki orðið var við það hjá hefðbundnum kúlum eins og Orix eða Partition. Þar losnar kápan en er létt og fer ekki eins langt! Varmint kúlan fer í tætlur og undantekning ef hún fer í gegn. Hreint lungnaskot er fín með henni líka og í raun öllum kúlum. Hinsvegar ef menn td setja varminnt fram í bóg eða upp í hrygg tapa þeir helling af kjöti. Sem gæt .... fínt að menn nota varminnt minna vésin ef menn hitta illa fyrir mig :-) En að öðrum kosti farið að vera meira sama, skiptir meira að skyttan sé yfirveguð og setji kúlun í gegnum lungnasvæðið. Þá er þetta vandræðalaust nema kannski fyrir kjötvinnsluna :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara