Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 5
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu
Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Morri » 25 Jun 2014 13:34

49stig hér líka. .308
Viðhengi
2014-06-23 23.16.20.jpg
2014-06-23 23.16.20.jpg (54.6KiB)Skoðað 2043 sinnum
2014-06-23 23.16.20.jpg
2014-06-23 23.16.20.jpg (54.6KiB)Skoðað 2043 sinnum
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Jun 2014 14:00

Snirtilegt Ómar

50 stiga grúppa, talsvert flottari en mín! Bara aðeins rangt staðsett...

Gengur ekkert ennþá með Tikkuna, Jónas hringdi í mig um daginn til þess að fá hleðsluupplýsingar í hana. Ég skaut nú aldrei svona flottar grúppur með henni samt. En var oftast nokkuð innan við 1 MOA í 5 skotum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 5
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Morri » 25 Jun 2014 21:42

Sæll Stebbi

Grúppan hefði mátt vera aðeins neðar og eitt skoið örlítið meira til vinstri til að fá 50 líklega...... en ég var ánægður heh

Af tikkunni er lítið að frétta, þar sem ég bara sinni henni ekki neitt. Þegar maður hefur nóg að gera, og hefur annan riffil í lagi, þá fer maður alltaf í eitthvað annanð en að þrífa hlaup og prófa og prófa eitthvað.

á 2 gerðir af prufum, sem Jónast gerði handa mér, 95gr Horandi og 120gr nosler með upplýsingum frá þér. Ég vil helst fá góðar grúppur úr henni áður en ég fer að nota hana á veiðum.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Jun 2014 07:33

Ómar, þú varst ,,heppinn" að verða með 308, allt grennra hefði bara gefið þér 48 stig :lol: :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 26 Jun 2014 22:24

Veiðimeistarinn skrifaði:Ómar, þú varst ,,heppinn" að verða með 308, allt grennra hefði bara gefið þér 48 stig
Enn og aftur sannar eðalcaliberð 308 ágæti sitt :D og ef það væri aðeins latara en raun ber vitni þá hefðu 50 stigin stein legið :lol: :lol: :lol: :lol:
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af sindrisig » 26 Jun 2014 22:49

Þið eruð svo skemmtilega ruglaðir að ég legg til að næsta próf verði tekið með boga. Bara þeir sem kljúfa örina geta póstað niðurstöðunni....

Annars er þetta að sjálfsögðu flott niðurstaða, sem maður sjálfur ætti kannski að stefna á... eða ekki.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Jun 2014 23:44

Jæja, frúin fór í skotprófið í kvöld hja Dreka í Fjarðabyggð ásamt fríðu föruneyti úr frændgarðinum.
Hún stóðst skotprófið með láði eins og reyndar allur frændgarðurinn sem fékk á bilinu 26 til 38 stig.
Síðan reyndi Guðbjörg mín við skotpróf FLH og það gekk alveg einstaklega vel eins og sjá má.
Hún skaut 6 skotum á skífuna, mér finnst aftasta skotið best, það er einmitt akkurat á þeim stað sem ég vil hafa lungnaskot, en grúbban er í fínu lagi.
(Það skal tekið fram að ég var inni í kaffihúsi Drekamanna meðan hún var að skjóta og var ekkert að stjórna í henni)
Já þetta er allt skylt mér og venslað, bróðir minn, konan mín, sonur minn og systir mín!
Viðhengi
IMG_1302.JPG
Talin frá vinstri Aðalsteinn Aðalsteinsson jr. Guðbjörg Þorvaldsdóttir með báðar skots´kífurnar sínar, Aðalsteinn Sigurðarson bóndi á Vaðbrekku og Margrét Aðalsteinsdóttir.
IMG_1305.JPG
Það er nákvæmlega ekkert yfir þessari skotmennsku að kvarta.
IMG_1304.JPG
Svona leit þetta út þegar kíkt var á bakhliðina.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Jun 2014 13:23

Eins gott að þú varst ekki að stjórna í henni, Siggi. :D :D
Fyrir mína parta, þá hef ég notað Nosler bt 165 grs i 300 wm á hreindýr. Haus, háls, bógur. Skiptir engu málu. Dýrin hafa alltaf steinlegið.
Og varðandi skotprófin.... og myndirnar af þessum skífum. Af hverju koma menn sem skjóta svona á skotprófi, ekki á riffilmót sem haldin eru td. norðan og austan lands?
Þetta er ekki síðra heldur en það sem skotið er með sérsmíðuðum bench rest rifflum, sem að auki eru niðurnjörvaðir ofan í rest að framan, og þykka sandpoka að aftan. Vel skotið.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 5
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Morri » 27 Jun 2014 14:38

Sælir

Gylfi, þú er nú væntanlega að tala til mín varðandi mótin. Ég hef nú aldrei haft áhuga á því að fara og keppa í móti í riffilskotfimi. En hinsvegar er sú löngun kannski aðeins farin að koma fram. Ég hef hugsað mér að taka þátt í einhverju móti á næstunni, hlað mótinu kannski?
Skotfimi á pappa á 200m+ hef ég aldrei látið reyna á einusinni.

Annars hef ég lítið sem ekkert skotið á mark, t.d. skaut ég ekki einu skoti á pappa ur sakonum frá hreindýraprófinu í fyrra, þar til ég tók æfingaskot á skífu rétt fyrir prófið núna í ár.


Annars er maður alltaf í skotprófi þessa dagana, á ref.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Jun 2014 17:23

Já... þetta var smá sneið... m. a. til þín :D
Hefði viljað sjá þig á riffilmótunum okkar í vor, en kannski ekki öll nótt úti enn. Það er stefnt að því að halda veiðirifflamót á Húsavík, fyrripart júlímánaðar.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 28 Jun 2014 00:23

Sæll Gylfi

Ég hlít þá að eiga restina af sneiðinni. Fyrir mína parta þá finnst mér of langt að fara austur og norður til þess að skjóta mót sem ég hef lítinn áhuga á að skjóta. Mér finnst mikið skemmtilegra að skjóta liggjandi en frá borði og hef engan áhuga á BenchRest, ég er vissulega heillaður af þeirri nákvæmni sem hægt er að ná með þessum rifflum en þar endar áhugi minn á þessari göfugu íþrótt.

Ég myndi nú samt hafa riffilinn með mér og taka þátt ef ég væri á svæðinu þegar mót væri haldið. Mót sem eru svona tactical style eins og Tófumótið og Hreinn höfða til mín og ég tók þátt í Hreinn fyrir austan í fyrra með þokkalegum árangri, þó ég hefði viljað gera betur. Svo skaut ég 500 metra mótið núna um daginn hjá Skaust.

Hreindýra hreysti er skemmtileg nýung hjá þeim fyrir austan en það er nokkuð langt síðan ég hætti að láta reyna á líkamlegt atgervi mitt í kappleik svo ég passa á það mót af þeim ástæðum.

Mér finnst samt aðdáunarvert hvað sumir eru dauglegir að mæta í mót og þar ber náttúrulega fyrst að nefna Egil og Finn Steingríms... miklir fagmenn þar á ferðinni. Eins sveitungi hans Ómars sem kom hérna til okkar í Tófumótið og hirti 3ja sætið ásamt nokkrum öðrum sem felngjast landshornana á milli til að vera með, gaman að því.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 28 Jun 2014 00:36

Glæsilegt ættarmót þarna Siggi!

Sonurinn og frúin með svipað mynstur á prófskífuni, svo eru systir og bróðir með svipað... ætli þetta sé í blóðinu?

Varst þú ekki með leyfi í ár?

Fyrir forvitnissakir að FLH skífunni hjá frúnni, hvað má maður fara aftarlega með svona hraðfleyga sprengikúlu eins og þú ert að nota án þess að eiga á hættu að sprengja upp vömbina í leiðinni... varla mikið aftar og helst ekki mikið neðar en þetta, eða hvað?

Annars kemur þetta vel heim og saman hjá konunni þinni, við það sem maður hefur heyrt leiðsögumenina tala um.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Jun 2014 14:53

Vonandi taka menn þessa "sneið " mína ekki sem eitthvað neikvætt komment. Það væri vissulega gaman að sjá ný andlit á þeim mótum sem við höfum haldið. 'Eg sé ekki betur en það leynist víða skyttur sem eiga erindi á keppnir, hvers eðlis sem þær eru. Bench rest, og ekki bench rest. Við höfum einungis haldið tvö mót, þar sem einungis voru Bench rest rifflar saman i einum flokki. Fyrri part júlimánaðar er ætlunin er að halda keppni, með venjulegum´obreyttum rifflum, ásamt breyttum.
Fyrirkomulag hefur svosem ekki verið ákveðið, en ekkert Bench rest mót verður þar á ferðinni. Við höfum haldið nokkurs konar hreindýraprófs mót, þar sem skotið var úr liggjandi stöðu, á 100 og 200 m og liklega er það besta mæting sem við höfum fengið á mót. Það kæmi vel til greina að halda eitthvað svipað. Riffilmót eru langt því frá, einungis fyrir bench rest riffla, og vonandi tók engin skrif mín sem ádeilu á annars konar fyrirkomulag. Einungis var það hugsun mín, að það leyndust víða góðar skyttur, sem ekki koma á þessi mót okkar.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 5
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Morri » 28 Jun 2014 16:54

Já einmitt, kannski kemur maður einn daginn á mót.

Smelli einni mynd inn að gamni, þar sem ekki er mikið um veiðimyndir hér inni.


Læðan fékk í hausinn skot úr .308, reyndar bar hausinn í boginn og því fór kúlan þar í líka, annars hefði ég ekki miðað á hausinn á henni.

Rebbinn bógskot.
Viðhengi
2014-06-14 00.06.59.jpg
2014-06-14 00.06.59.jpg (115.07KiB)Skoðað 1789 sinnum
2014-06-14 00.06.59.jpg
2014-06-14 00.06.59.jpg (115.07KiB)Skoðað 1789 sinnum
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stebbi Sniper tekur Skotpróf UST og FLH

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Jul 2014 23:11

Stefán, það er kannski ekki í blóðinu þetta með munsrtin á prófskífunum, frúin og sonurinn tóku prófið á sama riffil og systir og bróðir á sama riffilinn, ekki sami riffillinn en þeir eru í sama kaliberi (Vaðbrekkukaliberinu 6,5-284), Mauserinn minn og Rusler titan.
Við eigum nokkra riffla Vaðbrekkusystkynin ein sér eða saman ein 4 stykki alla í 6,5-284 og nú er systursonur minn sennilega að bæta einum enn í það safn.
Hvernig ætli að standi annars á þessu, ég giska á að það sé vegna þess að þeir eru eingöngu notaðir til veiða.
Ég er ekki með leyfi frekar en endranær, ég hef ekki sótt um hreindýraleyfi síðan ég öðlaðist hreindýraleiðsögumannaréttindin árið 1992.
Þú mátt fara jafn aftarlega og frúin fór og jafnvel ívið aftar, þú sprengir aldrei upp vömbina með varmit kúlu nema hitta beint í hana, það koma í mesta lagi smágöt eftir kápubrotin, göt sem engu máli skipta.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara