Síða 1 af 1

Verð á Hreindýraleiðsögn!

Posted: 25 Jun 2014 07:51
af Bowtech
Nú fer að styttast í að menn fari á fullt að leita sér að gædum fyrir hreindýraveiðar.

Langaði því til gamans að athuga hvaða verð eru menn að heyra og sjá hvað gæti verið meðaðlverð á leiðsögn þetta árið.

Pr dagur: á mann eða hóp.
Og ef gædar redda.
Hjól:
Bíll:
Kerra:
Fláning:

Re: Verð á Hreindýraleiðsögn!

Posted: 25 Jun 2014 19:55
af Veiðimeistarinn
Hér eru mín verð:
Pr. dagur: 20 þús. á dag og 15 þús. á hvert fellt dýr + VSK
Þá verður þetta 35 þús á 1 mann, 25þús. á mann séu þeir 2 saman, og 22 þús á mann séu þeir 3 saman + VSK náttlega.
Og ef gædar redda.
Hjól: 5 þús. til 20. þús. eftir hvað það er mikið notað
Bíll: Pakki + 100 km. á dag. 25. þús. á dag og 140 kr. á kílómeter fram yfir 100 km. 25 til 30% afsláttur af daggjaldi ef aldrei er farið út af malbiki eða þjóðvegi.
Kerra: 5 þús.
Fláning: Innifalið í leiðsögn.
Þetta er sama gjald og í fyrra en ég hækka þetta sennilega næsta veiðitímabil.

(Sá fyrsti sem skýtur hreindýr með boga með mér fær fría leiðsögn)

Re: Verð á Hreindýraleiðsögn!

Posted: 25 Jun 2014 20:53
af Jenni Jóns
Þetta er glæsilegt tilboð Siggi
Veiðimeistarinn skrifaði:(Sá fyrsti sem skýtur hreindýr með boga með mér fær fría leiðsögn)
Vonandi verður þetta sem fyrst leyfilegt

Re: Verð á Hreindýraleiðsögn!

Posted: 25 Jun 2014 22:37
af Bowtech
Veiðimeistarinn Skrifaði:
Sá fyrsti sem skýtur hreindýr með boga með mér fær fría leiðsögn
Það eru mjög margir búnir að þrýsta á mig með að fara með boga á veiðar, hættur fyrir löngu að telja hvað það séu margir. Á og er klár með græjuna í þetta verkefni. En!!!!

Vonandi fer einhvern tíma að koma skrið á þetta og að yfirvöld skoði málin en eins og málin standa þá vantar meiri þunga.