Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Jul 2014 11:54

Er ekki niðurstaðan þegar á allt er litið þá skiptir ekki máli lánsriffill eða eignar að þú verður að hafa æft þig á hann og þekkja til riffilsins.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Björn R. » 17 Jul 2014 12:18

Ef menn finna það ekki hjá sjálfum sér að æfa sig og ná einhverri færni, mega þeir þá ekki bara falla í friði?
í stað þess að setja upp eitthvert hreindýrabatterí og auka þann kostnað enn frekar finnst mér að mætti frekar skoða að kollvarpa byssuprófinu sem slíku. Á námskeiðinu sem ég sat árið 2008 var töluverðu púðri eytt í uppbyggingu hagla- og riffilskota. Mismunandi tegundir skepta voru tíundaðar og eitthvað fleira stórmerkilegt eins og saga púðursins og hvernig byssur voru upprunalega hannaðar, svo ekki sé minnst á að í dag er notuð önnur gerð púðurs en í den.
Eitt sagði kennarinn þó á námskeiðinu sem ég hef alltaf haft í huga, ekki vera með augað of nálægt kíkinum, hann gæti bankað í þig og það fast. Ég hef reynt að muna eftir þessu.
Verklegi þátturinn var skelfing. Tíu eða fimmtán skot með haglabyssu og reynt að hitta einhverjar leirdúfur sem komu á ægilegri fleygiferð. Flestar leirdúfnanna lentu brosandi í mölinni og brotnuðu þar. Að þessu loknu var haldið í skothúsið og puðrað út nokkrum riffilskotum. Cal 22 gekk ágælega en stóru kaliberin enduðu þannig að ég sá aldrei hvort að ég hitti battann, blaðið eða eitthvað annað.

Ég endaði svo á haglabyssunámskeiði hjá Gunnari Sig og það margborgaði sig. Riffilþekkingin hefur komið með lestri bóka og blaða, endalausum spurningum og mega t.d Hlaðmenn hafa þökk fyrir að nenna að svara endalausum spurningum mínum. Svo hafa mér færari menn af og til stillt mér upp þannig að í dag ligg ég allavega sómasamlega með riffil í hönd. Að lokum skotið og skotið, hittnin kemur aldrei með bókvitinu einu saman.

Ég efast um að ég sé mikið frábrugðinn öðrum byrjendum og tel því að í byssuprófinu megi gera mikið betur. Það hlýtur að vera lágmark að maður með byssuleyfi uppí erminni geti skotið sómasamlega úr slíkum gripum. Að skjóta úr byssu er ekki ósvipað og að taka myndir. Það geta allir smellt af en alls óvíst að myndin verði góð ef kunnáttan er engin.
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jul 2014 18:02

Bowtech skrifaði:
Gleymdir einu Stebbi.

Stress/ hausinn ekki í lagi á við próf. veit þetta af eigin reynslu, ekkert mál á æfingarskotum en í prófinu allt í klessu... Ég tel þetta vera aðalþáttin í því að menn falli svo þar á eftir komi of lítil æfing en það var ekki í mínu tilviki æfingarleysi bara prófstress... Svo ef viðkomandi er með lánsriffil kann ekkert á hann = æfingarleysi.
Já satt... ég gleymdi þessum þætti! Þetta er reyndar nokkuð stór þáttur hjá mörgum, þó mér finnist þetta próf ekki vera neitt til að stressa sig á... Ég verð reyndar að viðurkenna að ég fékk auka hjartslátt þegar ég tók síðasta skotið í skotprófinu mínu... en það var af öðrum ástæðum en að ég væri stressaður yfir því að skjóta framhjá skífuni.

Hins vegar held ég að lang flestir geti minkað stress þáttinn mjög mikið með því að æfa sig að skjóta! Sjálfstraust dregur mjög mikið úr þessum þætti.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 2
Póstar:28
Skráður:30 Dec 2012 11:47

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af JAK » 17 Jul 2014 18:38

Fyrirgefðu Stefán að ég skyldi stressa þig með myndavélunum. 8-)

Þar er ef til vill komin skýringin á þessu eina stigi sem vantaði. :?

https://www.youtube.com/watch?v=2BF3QLHeYmA

JAK
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jul 2014 20:25

Myndavélarnar... já... það væri ágætt ef maður gæti kennt þeim um... :roll: Spurning um að prófa kannski annan prófdómara næst... :lol: eða nýtt caliber... eða kannski bara að reyna að vanda sig aðeins betur... ;)
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af gkristjansson » 17 Jul 2014 20:36

Já, eins og til dæmis útlendingarnir sem koma og vija ekki eiga við allt þetta vesen sem er í king um að ferðast með riffil......

Ég veit vel að þetta er ekki "gott dæmi" en raunveruleiki samt. Staðreyndin er sú að það er fullt af mönnum sem eru að fella dýr á stærð við eða minni / stærri en hreyndýr og þeir eru að falla á prófinu.

Fyrir mig þá er þetta klassískt dæmi um "próf skrekk" þar sem að stressið tekur yfir. Veit sjálfur um einn reyndann veiðimann sem náði ekki prófinu fyrr en á þriðju tilraun þó að hann hefði fellt mikið af dýrum áður......

P.S: Hef sjáflur aðeins þurft að taka prófið einu sinni (fékk ekki dýr fyrr) og náði í fyrstu tilraun en var reyndar með einn "flyer" sem náði þó að snerta ysta hringinn (með lánsriffil þar sem ég vildi ekki stressið sem fylgir að ferðast með byssu milli landa (fór í gegnum Amsterdam)) ;)
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af sindrisig » 17 Jul 2014 21:38

Spyr aftur:

Get ég tekið prófið aftur á minn riffil eftir að nýtt hlaup er komið á hann og hann rýmaður í sitt kaliber sem er 7mm rem mag og verður ekki breytt... Burt séð frá einhverjum tiktúrum í öðrum skyttum ??

Er hægt að standa á því að taka próf á einn riffil og standa og falla með því, hvort sem riffillinn hverfur, er ónothæfur eða eitthvað annað, frá því prófið var tekið þar til á veiðar er farið?

Kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 18 Jul 2014 01:17

Sæll Sindri

Afsakaðu en ég las fyrri spurninguna þína ekki alveg nógu vel og skildi því ekki fullkomlega hvað þú áttir við. Setjum þetta upp í dæmi?

Þú hefur í upphafi þrjá sensa til þess að ná prófinu... Ég geri ráð fyrir því að þú sért að fiska eftir því hvort þú megir taka prófið á riffil sem er í lagi og setur vel til þess að ná prófinu og fá úthlutað leyfinu og getir svo seinna um sumarið/haustið tekið prófið aftur á þinn riffil með nýju hlaupi til þess að geta farið með hann á veiðar.

Ég býst við því að þetta sé í lagi.

Ef þú hinsvegar fellur svo þrisvar með þínum riffli þá verðuru væntanlega að nota þennan sem þú tókst prófið á, í upphafi.

Nú er ég ekki alveg með þetta á hreinu hvernig þetta er orðað hjá UST varðandi prófið. Það er alveg hugsanlegt að það sé glufa í reglunum um framkvæmdina þannig að þú getir reynt að taka prófið á annan riffil eftir að þú hefur fallið þrisvar með þínum riffli og kært það svo ef menn neita þér um að fá leyfið þitt á þeim grundvelli að þú sért með skotpróf í vasanum sem þú hefur staðist.

Það er allavega svolítið furðulegt að þú getir byrjað á því að taka prófið á lánsriffil sem er ekkert mál að standast prófið með... þar með verið kominn með uppáskrifað að þú getir skotið hreindýr með þeim riffli, en svo máttu falla þrisvar með þínum, en þú ert samt með leyfið.

Ef þú hinsvegar gerir þetta í öfugri röð, þá fáir þú ekki leyfið vegna þess að þú byrjaðir á því að falla þrisvar... þetta er vissulega staða sem getur komið upp.

Það er ekkert sem bannar þér að taka prófið á 100 riffla ef þú vilt. Ég held að einu takmörkin séu þau að þú getur ekki tekið prófið oftar en 3 á hverju ári á sama riffilinn. Þetta er líklega tilvik sem þyrfti að fá sér umfjöllun hjá UST.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Bowtech » 18 Jul 2014 09:25

Eins og ég hef skilið hef skilið þetta að þá ef þú skiptir um eða breytir hlaupi rifils og hefur hug á að veiða með honum eftir að þú hefur staðist skotpróf þá þarftu að taka prófið aftur með þeim rifli, og eins og stebbi segir þú mátt taka skotpróf á nokkra riffla en einungis nota þá sem þú hefur staðist prófið með. En fyrst þarf að standast áður en þú ferð í einhverjar æfingar með öðrum riflum fyrsti riffllinn gildir til að staðfesta dýrið.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Jul 2014 09:51

Reglugerðin segir að eingöngu megi fara með riffil á veiðar sem skotpófið hefur verið tekið (staðið) með. Framar í sömu reglugerð er talað um skotvopn sem "ætlunin" er að halda til veiða með en eins og segir í upphafi þá er það síðan skilyrt neðar í reglugerðinni. Ég er nú bara að velta því fyrir mér hvort að það mætti fara eftir mánuð eða svo í skotprófið aftur og þar með fá "veiðileyfið" á annan riffil? Þetta er líka aðeins umhugsunarefni því ef það verður að taka skotprófið fyrir 1. júlí og vopnið verður fyrir tjóni í millitíðinni frá skotprófi að veiðum?

Frá mínum bæjardyrum séð heldur þessi reglugerð ekki vatni, þannig er nú það.
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Jul 2014 15:01

Stebbi Sniper skrifaði:Það er ekkert sem bannar þér að taka prófið á 100 riffla ef þú vilt. Ég held að einu takmörkin séu þau að þú getur ekki tekið prófið oftar en 3 á hverju ári á sama riffilinn. Þetta er líklega tilvik sem þyrfti að fá sér umfjöllun hjá UST.
Ef þessi regla gildir
"7. gr.
Lágmarkskröfur.
Standist leiðsögumaður eða veiðimaður ekki lágmarkskröfur, sbr. 1. mgr. 3. gr. getur hann endurtekið prófið tvisvar sinnum sama ár. Veiðimaður greiðir prófgjald fyrir hvert verklegt próf sem hann þreytir."
þá máttu bara feila tvisvar á skotprófinu og ef þú fellur á þriðju tilraun þá máttu ekki koma með annan riffil til að taka prófið það árið.
Jens Jónsson
Akureyri

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af iceboy » 18 Jul 2014 15:07

Nú er ég búinn að taka skotprófið og ná því.

Og þar af leiðandi standast þær kröfur sem mér eru settar til þess að fara á veiðar, ef ég hinsvegar vill skipta um riffil, er þá nokkuð sem bannar mér að fara jafnvel 5-6 sinnum með þann riffil í próf, ég er með gilt skotpróf og það verður ekki af mér tekið sama hversu oft ég fell með öðrum riffli.

Það eina sem gerist er að þetta yrði helvíti dýrt..hehe
Árnmar J Guðmundsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Jul 2014 16:10

Ef farið er bókstaflega eftir því sem stendur í reglunum þá máttu ekki taka prófið aftur eftir að hafa feilað þrisvar hvort sem þú hefur náð því í fyrsta eða annað skipti,

Annars skil ég ekki þessa 3 skipta reglu Ég sé ekkert athugavert við að leyfa mönnum að taka prófið eins oft og veskið leyfir svo framalega sem þeir enda á að skila stöðnu prófi
Ef menn vilja borga 4500 fyrir æfingu í skotprófstöku þá sé ég ekkert sem mælir á móti því.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 18 Jul 2014 18:16

Mér finnst nú mjög líklegt að þetta væri túlkað á þann veg að ef þú ert kominn með skotpróf á eitthvern ákveðinn riffil og vilt taka það aftur á annan riffil þá hafir þú þrjá sénsa til þess að ná prófinu á þann riffil fyrir yfirstandandi veiðitímabil.

Ég hugsa að mönnum sem hafa til þess elju og áhuga væri stætt á því að standa í stappi til þess að ná því í gegn að fara oftar í prófið þó þeir féllu þrisvar eftir að vera búnir að standast það.

Hvað myndi UST t.d. gera ef ég færi í prófið núna með riffilinn minn og félli þrisvar, gæti ég þá ekki tekið prófið fyrir næsta veiðitímabil? Ef ég fell þrisvar núna er ég þá búinn að fyrirgera rétti mínum á næsta ári.

Fræðilega séð get ég tekið skotprófið á morgun fyrir næsta ár, sótt svo um tarf með það að markmiði að skjóta hann á bilinu 15 - 18 júlí á næsta ári.

Ég verð reyndar að viðurkenna að hugsanlega ætti að leyfa mönnum að reyna endalaust við prófið á meðan veskið leyfir.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af jon_m » 19 Jul 2014 08:37

Sælir

Ég þekki ekki reglurnar með hvað gerist ef menn fara með annan riffil í próf og falla þrisvar, held að engum hafi dotti það í hug fyrr. Þeir sem ná þessu prófi einu sinni eru ekki líklegir til að fara aftur í próf með riffil sem er ekki að skjóta vel, eða hvað ?

Einhverjir leiðsögumenn voru ósáttir við að þurfa að taka próf á einn riffil þegar þeir fengu endurnýjuð starfsleyfi síðast. Þá kom upp svipuð umræða og niðurstaðan var sú að vilji menn fara með annan riffil á veiðar en þeir tóku próf á upphaflega þá taka þeir annað próf með þeim riffli.

Ég geri ekki ráð fyrir að þó menn hefðu fallið 3 sinnum með nýja rifflinu að starfsleyfði hefði verið afturkallað. Sama hlítur því að gilda með hreindýraleyfið.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 19 Jul 2014 14:35

Það er skiljanlegt að menn fái lánaðan riffil til að prófa að fara á hreindýr í fyrsta sinn. Ef þeir ákveða að halda áfram að veiða hreindýr hljóta flestir að reyna að koma sér upp riffli eða að komast í fast samband við riffil! Ég veit um menn innan sömu fjölskyldu sem deila með sér riffli, eftir því hver fær veiðileyfi og ekkert við það að athuga. En niðurstaðan hvað varðar árangurinn á skotprófunum með lánsrifflunum talar sínu máli.

Hreindýraveiðimenn í Noregi eru skikkaðir til að taka skotpróf, líkt og hér. Norska prófið er tvíþætt. Þar verða menn fyrst að skjóta 30 skotum og fá það staðfest. Skotunum verður að skjóta á a.m.k. tveimur dögum, mest 15 skotum á dag. Það er etv. eitthvað sem mætti skoða hér. Að minnsta kosti skil ég ekki skyttur sem ekki nenna að æfa sig fyrir hreindýraveiðina eða skotprófið.

Seinni hluti norska prófsins er þannig að skotið er fimm skotum á mynd sem er 1x1 metri af hreindýri á 100 metra færi með veiðiskotum úr boltariffli. Skotið er þremur skotum úr tvíhleyptum rifflum, kombibyssum og þríhleypum (drilling). Skotin verða að hitta innan 30 sentimetra hrings, sem ekki sést frá skotstaðnum. Bannað er að skjóta frá bekk eða nota tvífót, en skotól er leyfð. Menn geta valið um að skjóta liggjandi, sitjandi eða frá hné. Ég sé engin tímamörk sett fyrir því hvað menn mega vera lengi að skjóta prófskotunum.

Nánar er hægt að lesa um norska skotprófið hér:

http://www.miljodirektoratet.no/Global/ ... jegere.pdf
Með kveðju,
Guðni Einarsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 19 Jul 2014 14:41

Ég hélt að tilgangurinn með þessu prófi væri að prófa skyttuna og til þess ætti að vera nóg að menn mæti með riffil í skotprófið sem er löglegur á hreindýr.
ef það er verið að prófa rifflana líka af hverju þá ekki skotin það er hleðslu, púðurmagn og kúlusetningu líka.
kannski eru það einhverjir sem myndu mæta með rifla í prófið sem þeir færu ekki með á veiðar en ég held að þeir væru ekki margir.
mér finnst að það sé verið að njörva þetta alltof mikið niður með því að skilyrða hreindýraleyfið við þann riffil sem notaður var í skotprófið það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að menn verða/vilja nota annan riffil en ég tel að það væri ekki svo mikið um það.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af TotiOla » 19 Jul 2014 14:51

Jenni Jóns skrifaði:kannski eru það einhverjir sem myndu mæta með rifla í prófið sem þeir færu ekki með á veiðar en ég held að þeir væru ekki margir.
Númer riffilsins, sem prófinu er náð með, er skráð á leyfið þannig að ef leiðsögumaðurinn er að vinna sitt starf þá áttu ekki að fá að skjóta dýrið með öðrum riffli. Þetta er því ekki option hjá þér nema fara aftur í prófið og fá nýtt leyfi með nýju númeri.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 19 Jul 2014 15:46

TotiOla skrifaði:Þetta er því ekki option hjá þér nema fara aftur í prófið og fá nýtt leyfi með nýju númeri.
Ég hef engar áhyggjur af því að fara með þann riffil sem ég tók prófið með, mér finnst útfærslan á þessu skotprófi óþarflega flókin og tel að það ætti að vera nóg til að prófa skyttuna að hún mæti með riffil sem stenst lágmarkskröfur til hreindýraveiða í skotprófið.
Ef prófið er hugsað til að prófa rifflana líka þá er einnig full ásæða til að fara framá lýsingu á skotunum það er kúlusetningu, púðurmagn og kúlugerð Því breytingar á þessum þáttum getur haft alveg jafn mikil áhrif og önnur byssa.
Jens Jónsson
Akureyri

marin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af marin » 19 Jul 2014 17:07

Sælir, eins og ég skil þetta skotpróf og hef talað um það við Einar Guðmann þá máttu taka 3 próf og ekki fleiri hvort sem þú fellur eða nærð í fyrsta skipti, en þú mátt taka 3 próf á 3 mismunandi riffla og taka þá alla með þér á hreyndýraveiðar ef þú vilt a það sjálfur, það er ekkert sem bannar það.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

Svara