Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Jul 2014 19:20

Vá ég held svei mér þá að ég nálgist að komast á hreindýr.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... skotprofi/
en að öðru er þetta ekki dálítið hátt hlutfall miðað við að það ætti að vera komin reynsla á prófið og slíkt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 16 Jul 2014 20:01

Mér finnst að Umhverfisstöfnun hefði átt að taka saman tölur um raunfall og birta þær, menn falla ekki í raun á prófinu fyrr en 3 tilraun mistekst eða þeir reyna ekki aftur
það eru í raun 197 sem hafa ekki skilað inn skotprófi eða 15%.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jul 2014 20:07

Já það væri gaman að fá frekari útlistun á þessu 8-)
Eitt hef ég þó heyrt á skotspónum, samkvæmt áræðanlegum heimildum, að flestir sem féllu á skotprófinu notuðu cal. 308
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af konnari » 16 Jul 2014 22:06

Veiðimeistarinn skrifaði: Eitt hef ég þó heyrt á skotspónum, samkvæmt áræðanlegum heimildum, að flestir sem féllu á skotprófinu notuðu cal. 308
Þetta hefur mig alltaf grunað :D
Mæli með að þessar skyttur fái sér alvöru kaliber t.d. 30-06 til að ná skotprófinu :lol:
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Morri » 16 Jul 2014 22:19

Ég held að .308 sé orsökin á þessum öllu
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 2
Póstar:28
Skráður:30 Dec 2012 11:47

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af JAK » 16 Jul 2014 22:34

Sælir félagar.

Ég renndi yfir skotprófin sem tekin hafa verið hjá prófdómurum Skotfélags Kópavogs fyrir þetta veiðitímabil til að sannreyna fullyrðingu Veðimeistarans frá "skotspónum" hans.

71 próf hafa verið þreytt. Þar af var fall í 25 prófum sem gerir ríflega þriðjungs fall. (Reyndar voru sumir að falla oftar en einu sinni).

Í fallprófunum notuðu:

fjórir - .308win
fjórir - 6.5x55
fimm - .243win
þrír - 300 wsm
sex - 270wsm
tveir - 300wm
einn - 30 06

Það sem vakti þó mest athygli mina var að í þessum 25 fallprófum voru 18 þreytt með lánsvopnum. Þetta vekur upp vangaveltur um hvort leyfa eigi lánsvopn til veiðanna eða gera þær kröfur að veiðimenn eigi sitt verkfæri.

JAK
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af sindrisig » 16 Jul 2014 23:25

Sælir.

Held að kaliberið hafi nú ekkert með þetta að gera aftur á móti varpaði Jóhann hér fram hugmynd sem ég ætla aðeins að diskútera.

Nú ligg ég alveg þokkalega í súpunni því að ég treysti ekki mínum riffli í skotprófið, þó ég hafi staðið það í nokkur skipti með æfingaskífuna. Við félagarnir dæmdum það þannig að þar sem að það vantaði nokkra mm. fremst á eina rilluna væri varla hægt að vera með neitt á hreinu. Eðlilega er það kór rétt og ekkert meira með það. Aftur á móti vantaði þennan part líka í fyrra þegar ég tók prófið og stóðst það. Ég reikna nú með að fá nýtt hlaup á riffilinn fyrir lok vertíðar.

Til að taka prófið fékk ég lánaðan riffil til verksins, áður fékk ég þá bara lánaða til þess að skjóta einni kúlu til að drepa hreindýr, það var þá.

Nú er það kommon sens spurningin: Þegar ég fæ nýtt hlaup á riffilinn, er ég þá betur settur með hann eða láns riffilinn?

Og get ég þá tekið skotprófið á minn riffil og skilað hinum?

Kv.
Sindri Karl Sigurðsson

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 3
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 16 Jul 2014 23:44

Ég hef tekið eftir töluverðu falli með 243win. hjá mér, ef menn nota ákveðna tegund Norma verksmiðjuskota sem eru í boði núna.
Ég veit að það kom líka lítið eða ekkert af 100grs. kúlum fyrir 6mm til landsins þetta árið, svo menn hafa sennilega lent í vandræðum vegna þess einhverjir .
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jul 2014 00:36

sindrisig skrifaði:Sælir.

Held að kaliberið hafi nú ekkert með þetta að gera aftur á móti varpaði Jóhann hér fram hugmynd sem ég ætla aðeins að diskútera.

Nú ligg ég alveg þokkalega í súpunni því að ég treysti ekki mínum riffli í skotprófið, þó ég hafi staðið það í nokkur skipti með æfingaskífuna. Við félagarnir dæmdum það þannig að þar sem að það vantaði nokkra mm. fremst á eina rilluna væri varla hægt að vera með neitt á hreinu. Eðlilega er það kór rétt og ekkert meira með það. Aftur á móti vantaði þennan part líka í fyrra þegar ég tók prófið og stóðst það. Ég reikna nú með að fá nýtt hlaup á riffilinn fyrir lok vertíðar.

Til að taka prófið fékk ég lánaðan riffil til verksins, áður fékk ég þá bara lánaða til þess að skjóta einni kúlu til að drepa hreindýr, það var þá.

Nú er það kommon sens spurningin: Þegar ég fæ nýtt hlaup á riffilinn, er ég þá betur settur með hann eða láns riffilinn?

Og get ég þá tekið skotprófið á minn riffil og skilað hinum?

Kv.

Við þessu er mjög einfalt svar Sindri, ef þú ert að fá eitthvað þokkalegt hlaup og lætur reema það út í .308 þá ertu alltaf betur settur með hann en láns riffil... nú nema láns riffilinn sé .308, þá ertu svo að segja jafn vel settur...

Í þínum sporum tæki ég svo prófið á þinn riffil en myndi alls ekki skila hinum... því það getur alltaf verið ágætt að hafa backup riffil innan seilingar...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 17 Jul 2014 02:15

Ég sé að hér er ekkert fall á 6,5x284 ætli menn séu alveg hættir að nota það til hreindýraveiða
en það var alveg sérstaklega áberandi árin 2005 til 2007 þegar fjölgun á veiðileyfum var um 48%
þá fækkaði þeim sem notuðu þetta ultra flata caliber um samtals 18% svipuð fækkun varð á milli 2005 og 6 og 2006 og 7 :)
mest fjölgun var á cal 270 svo 6,5x55 og í þriðja sæti var cal 308 með 243 fast á hælunum.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jul 2014 06:56

Ég var nú bara að grínast þetta með 308 :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Ég hef ekkert heyrt um hvaða kalíber eða hvort það eru einhver kalíber með meira fall en önnur :lol:
Þessi athugasemd náði hins vegar tilætluðum árangri að hressa upp á þennan annars dapurlega þráð, það klikkar aldrei að pönkast aðeins út í 308 :D
Hins vegar er þetta mjög athyglisverður pungtur hjá JAK, allrar athygli verður og þegar hugsað er út í þetta er það alveg rökrétt að menn þekki ekki lánsriffil jafn vel og eigin riffil.
Hins vegar set ég stórt spurningamerki við að banna alla lánsriffla, skotvopnalöggjöfin gerir nú einu sinni ráð fyrir að menn eigi tiltölulega auðvelt með að fá lánuð skotvopn, svo ég sé ekki ástæðu til að hafa reglur varðandi skotprófin þrengri en löggjöfina.
Síðan er það til í dæminu að tveir eða fleiri eigi riffil saman sem er bara skráður á einn, ég veit allavega dæmi þess.
Svona íþyngjandi reglur mundu koma í veg fyrir þann möguleika til dæmis, sem og vera hvetjandi til að fleiri keyptu sér riffla.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Ingvi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:41
Skráður:23 Jul 2013 10:28
Fullt nafn:Ingvi Reynir Berndsen
Staðsetning:Akureyri

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Ingvi » 17 Jul 2014 08:39

Það er nú frekar erfit að standast svona próf þegar enginn kennsla er til staðar og menn æfa sig ekki .Svo seiga flestir að það sé ekkert mál að hitta eitt hreindýr tilhvers þá að æfa sig eða að fá kennslu hvernig eigi að skjóta
Ingvi Reynir Berndsen
Savage 10/110 FCP HS Precision
Finn Classic 512
Remingtone 870
Xreme 2
CZ 455

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jul 2014 10:40

Það er nú nokkuð auðvelt að greina þessar tölur um fall...
1. Þetta er heilt yfir fólk sem kann ekkert að skjóta
2. Er með riffla sem það ræður ekkert við að skjóta úr
3. Riffilinn farinn að tapa nákvæmni
4. Eða sambland af þessu öllu...

Þetta hefur að sjálfsögðu ekkert að gera með kaliberið sem slíkt, nema að því leiti að fólk ræður ekki við bakslagið af stóru sleggjunum, sem er liður tvö í þessari greiningu.

Maður stendur yfir fólki og segir því að draga djúpt andan og anda svo frá sér... þegar rifillinn er orðinn þokkalega stöðugur í kringum 10 hringinn, þá skal auka þrýstinginn á gikkinn þangað til skotið hleypur úr... Það er BANNAÐ að loka eða blikka augunum fyrr en eftir að skotið er farið...

Hvað gerist... jú fólk dregur djúpt andan og andar svo frá sér... svo er bara eins og kennslan hafi ekki náð lengra því fólkið ýmist kippir snöggt í gikkinn og lokar augunum eða rikkir byssuni úr miði á meðan það lokar augunum og tekur svo í gikkinn... og það allra versta er þegar fólk tekur höfuðið af kinnpúðanum og hallar því frá áður en það lokar augunum og tekur svo síðast í gikkinn, vegna þess að það er svo hrætt við að fá kíkirinn í augað.

Heilt yfir er þetta það sem fellir fólk sem ég hef séð taka skotprófið...

Ef þú ert með riffil sem heldur c.a. 8 hringnum úr resti... þá á ekki að vera hægt að falla á þessu prófi þó menn og konur kunni lítið að skjóta.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Jul 2014 10:59

Ég tók prófið með mínum riffli sem ég nota mikið, þekki hann vel og hitti vel með honum.
Frændi minn á riffil með félaga sínum, við tókum æfingu 2 dögum fyrir próf, mér leist ekki á hittnina hjá honum með þeim riffli þannig að ég lét hann hafa minn riffil og hann náði prófinu, enda riffillinn réttur, tiltölulega þungur fyrir veiðiriffil ( er 5,4 kg) og slær ekkert (6,5x55)

Hans riffill er 270 Wsm og hann hafði eitthvað verið að banka hann í öxlina, ég mat það svo að hann myndi ekki ná prófinu með þeim riffli þar sem hann myndi verða "hræddur" við bakslagið og stífna upp.

Ég þarf svo bara að draga hann með mér á skotsvæðið í vetur og láta hann æfa sig svo hann geti tekið prófið á sinn riffil næst.

Ég held að þetta sé nú bara frekar týpiskt fyrir þá sem falla, of lítil æfing og eins og fleiri hafa sagt, menn þekkja ekki rifflana sem þeir eru að nota
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af jon_m » 17 Jul 2014 11:03

Ég held að margir falli á því að fara með lánsriffla í próf án þess að prófa þá. Það er ekki þar með sagt að þó að eigangi byssunar hitti með henni að aðrir geri það líka. Ég hef stillt riffla fyrri fólk sem er að fara í próf og látið það svo prófa og þá er útkoman allt önnur hjá þeim en hjá mér.

Einn sem ég man eftir var búinn að skjóta heilum pakka án þess að hitta blaðið, sá var með nýjan Rösler 6,5x284 og Zeiss sjónauka sem átti að vera réttur. Eftir 30-40 click til vinstri og 10 upp skaut hann 40+ í fyrstu tilraun. Þannig að ég held að flestir ættu að ná þessu prófi ef þeir æfa sig aðeins fá einhvern til að stilla fyrir sig áður en þeir fara í próf.

Mín frú hefur t.d. ekki skotið af riffli í 6 ár, eða síðan hún fór síðast á hreindýraveiðar. Nú tók hún 3 eða 4 æfingapróf og stóðst öll. Hún mætti svo í prófið og skoraði hærra en ég :shock:
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Bowtech » 17 Jul 2014 11:09

Stebbi Sniper skrifaði:Það er nú nokkuð auðvelt að greina þessar tölur um fall...
1. Þetta er heilt yfir fólk sem kann ekkert að skjóta
2. Er með riffla sem það ræður ekkert við að skjóta úr
3. Riffilinn farinn að tapa nákvæmni
4. Eða sambland af þessu öllu...

Þetta hefur að sjálfsögðu ekkert að gera með kaliberið sem slíkt, nema að því leiti að fólk ræður ekki við bakslagið af stóru sleggjunum, sem er liður tvö í þessari greiningu.

Maður stendur yfir fólki og segir því að draga djúpt andan og anda svo frá sér... þegar rifillinn er orðinn þokkalega stöðugur í kringum 10 hringinn, þá skal auka þrýstinginn á gikkinn þangað til skotið hleypur úr... Það er BANNAÐ að loka eða blikka augunum fyrr en eftir að skotið er farið...

Hvað gerist... jú fólk dregur djúpt andan og andar svo frá sér... svo er bara eins og kennslan hafi ekki náð lengra því fólkið ýmist kippir snöggt í gikkinn og lokar augunum eða rikkir byssuni úr miði á meðan það lokar augunum og tekur svo í gikkinn... og það allra versta er þegar fólk tekur höfuðið af kinnpúðanum og hallar því frá áður en það lokar augunum og tekur svo síðast í gikkinn, vegna þess að það er svo hrætt við að fá kíkirinn í augað.

Heilt yfir er þetta það sem fellir fólk sem ég hef séð taka skotprófið...

Ef þú ert með riffil sem heldur c.a. 8 hringnum úr resti... þá á ekki að vera hægt að falla á þessu prófi þó menn og konur kunni lítið að skjóta.
Gleymdir einu Stebbi.

Stress/ hausinn ekki í lagi á við próf. veit þetta af eigin reynslu, ekkert mál á æfingarskotum en í prófinu allt í klessu... Ég tel þetta vera aðalþáttin í því að menn falli svo þar á eftir komi of lítil æfing en það var ekki í mínu tilviki æfingarleysi bara prófstress... Svo ef viðkomandi er með lánsriffil kann ekkert á hann = æfingarleysi.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Jul 2014 11:14

Það er alveg satt hjá þér að það er ekkert gefið að fólk hitti með riffli þó að hann sé réttur, menn verða samt að æfa sig.
Svo er fólki líka mis vel gefið að hitta, hvort sem að riffillinn er réttur eða ekki.

Þegar prófið var sett á , þá féll einn sem ég þekki 3 sinnum og þurfti að skila inn sínu tarfaleyfi.
Þegar hann féll í síðasta skiptið þá var ég og frúin með, ég lét frúna prófa riffilinn minn, hún hefur lítið skotið áður en tók 5 skot á æfingaskífuna, þessa sem er eins og hreindýraprófsskífan.
Öll skotin inni og bara allt í lagi skor, en haldið þið að félaginn hafi verið svekktur :D

Æfa sig er málið, það er spurning hvort það þurfi að taka upp eins og er í Noregi, þar þarf að taka 30 skot áður en mætt er í prófið, og það má ekki taka þau öll sama daginn, þannig að þá er búið að "neyða" menn til þess að mæta allavega 2 sinnum á æfingarsvæði
Árnmar J Guðmundsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 17 Jul 2014 11:22

iceboy skrifaði:Æfa sig er málið, það er spurning hvort það þurfi að taka upp eins og er í Noregi, þar þarf að taka 30 skot áður en mætt er í prófið, og það má ekki taka þau öll sama daginn, þannig að þá er búið að "neyða" menn til þess að mæta allavega 2 sinnum á æfingarsvæði
Ég er ekki hrifinn af þeirri hugmynda að "neyða" fólk á æfingasvæðið það myndi fljótlega breytast í námskeið fyrir skotpróf held að það ætti frekar að halda á lofti að töluvert fall sé á skotprófinu og þeir sem ekki ná þessu prófi þurfa að hugsa um ástæðuna fyrir fallinu.
Jens Jónsson
Akureyri

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Jul 2014 11:28

Ég er svosem ekki hrifinn að því að þvinga og neyða fólk til einhvers heldur, en þetta hlýtur samt að vera íllskárri hugmynd heldur en það að skilda menn til þess að eiga riffil til hreindýraveiða, að menn geti ekki fengið lánaða riffla.

En umræðan um þetta er allavega þörf og er það bara hið besta mál að við skulum velta þessu fyrir okkur og jafnvel hjálpum vinum og kunningjum með sína riffla og drögum þá með á æfingar
Árnmar J Guðmundsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 8
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Fjórðungs fall á hreindýraprófi

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 17 Jul 2014 11:41

iceboy skrifaði:Ég er svosem ekki hrifinn að því að þvinga og neyða fólk til einhvers heldur, en þetta hlýtur samt að vera íllskárri hugmynd heldur en það að skilda menn til þess að eiga riffil til hreindýraveiða, að menn geti ekki fengið lánaða riffla.
Vissulega er þetta miklu skárra en að skilda menn til að eiga rifflana það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að menn fá lánaða riffla til hreindýraveiða
Jens Jónsson
Akureyri

Svara