Veiði dagsins 2014

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Jul 2014 21:17

Sveinn, þetta telst því miður ekki undirvikt miðað við svæði 2 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Ágú 2014 00:55

Jæja það má segja að það hafi hlaupið á snærið í dag.
Fór í Miðfjarðarheiðina í samstarfi við Svein Auðunn Sveinsson á Vopnafirði, hann leitaði upp með Hvammsánni, uppá Eyrar, Hágangaheiðina og Þverfellsdalinn.
Á þeirri leið slóst hann í hóipinn með Pétri Jónssyni hreindýraleiðsögumanni í Teigi og Jóni Trausta bróðir hans.
Þeir sáu ekkert á þeirri leið en vestur af Ytri Hágangnum sáu þeir tvær hjarðir langt í vestri innst í Miðfjarðardrögum.
Var þá ákveðið að ég kæmi inn úr Miðfirði sem ég og gerði og rakst á 14 tarfa og 1 kú á Lambafelli norðan Djúpavatns.
Það er skemmst frá að segja að þar náðust 3 tarfar en kýrin stóð útaf.
Mínir tarfaveiðimenn Jón Hilmar Purkhús og Sveinn Auðunn Sveinsson og Jón Trausti veiðimaður Péturs, náðu þarna sínum tarfinum hver.
Jón Hilmar Purkhús felldi 107 kg. tarf með bakfitu 65 mm. veiðiriffill hans Sako 85 cal 243 með Norma Semi Pointed 100 gr. verksmiðjuhlaðinni kúlu á 115 metra færi.
Sveinn Auðinn Sveinsson felldi 95 kg. tarf með 75 mm. bakfitu, veiðiriffill hans Tikka T3 cal. 6,5-284 með 120 gr. Ballistic tip kúlu og færið 55 metrar.
Jón Trausti felldi sinn tarf með Tikka T3 veiðiriffli einnig, frekari upplýsingar um hann koma síðar.
Viðhengi
IMG_1506.JPG
Jón Hilmar Purkhús ásamt veiðifélögum sínum, Jákup Napoleon föður sínum og Árna Hilmarssyni.
IMG_1511.JPG
Sveinn Auðunn Sveinsson kampakátur með veiðina í dag.
IMG_1513.JPG
Jón Trausti Jónsson með vænan tarf.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af sindrisig » 03 Ágú 2014 02:48

Sælir.

Alveg brilljant uppsetning myndatökumannsins ( sem allir þekkja ). Tala nú ekki um veiðimennina sem klárað hafa daginn með því að fella.

Enn að hugsa um kú á svæði 5, sem ég á eftir að fella...

Flott.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Ágú 2014 10:12

Vinur minn séra Sigurður Ragnarsson á Norðfirði fór á veiðar með Palla Leifs og Sævari á svæði 5 í fyrradag.
Ég var búinn að vera að vinglast um með hann á fyrstu dögum veiðitímans og ekkert gekk eins og fram kom hérna, svo hann fékk sér annað skip og annað föruneyti og þá gekk rófan strax.
Hann felldi 90 kg. tarf felldur í Húsadal í Vöðlavík.
Riffill Savage cal. 243, skot Norma veiðikúla 100gr. Færi 130-140 m.
Bóg og lungnaskot.
Bara flottur tafur í tæpælega hundrað dýra hjörð.
Viðhengi
untitled1.jpg
Nafni minn með flottan tarf í Húsadal.
untitled1.jpg (176.95KiB)Skoðað 5755 sinnum
untitled1.jpg
Nafni minn með flottan tarf í Húsadal.
untitled1.jpg (176.95KiB)Skoðað 5755 sinnum
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 19 Ágú 2014 15:28, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Ágú 2014 10:26

Jæja þá er þetta farið að ganga sæmilega á svæði eitt, enda ég loksins mættur á svæðið og þá veiðast tarfarnir dag eftir dag, já ég hef alltaf verið frekar lítillátur maður :lol:
Í gær fórum viðfrá Djúpavatni á Miðfjarðarheiði út og austur fyrir Ytri Hágang um 10 kílómerta og felldum við Urðartjörn við Urðarbrúnir.
Árni Stefán Hilmarsson felldi væna tveggja vetra gelda kú, fyrsta kýrin sem felld er með mér á þessum veiðitíma.
Kýrin vóg 45 kg. með 25 mm bakfitu, veiðriffill Árna er Sako 75 243 cal. kúlan var Norma Semi point úr verksmiðjuhlöðnu skoti, færið var 140 metrar.
Gísli Ásgeirsson felldi tarf hann vóg 96 kg. með 76 mm bakfitu. veiðiriffill Gísla er Sako cal. 6,5x55 með 130 gr. Nosler Accubond kúlu, færið var 107 metrar.
Krístín Gísladóttir felldi sinn fyrsta tarf 96 kg og notaði veiðriffil Gísla föður síns og sömu kúlu.
Viðhengi
IMG_1531.jpg
Krístín er fæddur veiðimaður og á örugglega eftir að leggja þá marga tarfana.
IMG_1520.jpg
Gísli Ásgeirsson með vænan tarf við Urðartjörn.
IMG_1534.jpg
Árni roggin með kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 04 Ágú 2014 17:51

Lítillátur eða ekki, þá er ég ánægður með Veiðimeistarann og þennan þráð hans.
Góða veiði og sjáumst á næstu hreindýravertíð.
Kveðja Óli
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af sindrisig » 04 Ágú 2014 22:13

Heyr, heyr
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Ágú 2014 14:12

Jæja, nú er komið smá upprof í leiðsögnina hjá mér (svona meðan ég man, ég er laus fram að miðjum mánuði).
Fór á svæði 2 í gær að veiða einn tarf með Lárusi Sigfússyni við ráumst á 10 tarfa við Eyabakkavað hvar Lárus felldi vænan tarf með 60 mm fitu, hann vigtar ábyggilega milli 90 og 100 kíló, óvenju stórt á svæði 2 en það er ekki búið að vikta hann, set inn viktina um leið og það er búið.
Hann reyndist 102 kg miðað við blautvigt.
Lárus var með veiðriffil Tikka T3 cal. 270 kúlan var Hornady SST 130 gr. og færið um 180 metrar.
Viðhengi
IMG_1542.JPG
Brekkujarlinn með sinn eðla tarf.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Ágú 2014 16:16

Hefur enginn veitt neitt síðan 6. sem talandi er um... maður bíður alltaf eftir nýjum sögum!

Hvað með aðra leiðsögumenn sem eru skráðir hérna inn, nennir enginn að henda hérna inn stuttri veiðisögu að hætti Sigga... skora á Jón Magnús og aðra sem eru hérna reglulegir gestir að glæða þennan þráð ennþá meira lífi.

Dettur svolítið niður þegar Siggi er ekki á veiðum...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af sindrisig » 12 Ágú 2014 00:43

Já það bar vel í veiði. Sit og pikka þetta inn blóðugur upp að olnbogum eftir að hafa skroppið í kvöldgöngu upp Oddsdalinn og út að Grænafelli til að fella kú. Eins og gefur að skilja þá er veiðimaðurinn ánægður með túrinn enda með eindæmum léttur þegar svæði 5 á í hlut. Fékk hringingu frá þindarlausum nágranna sem var að koma úr tófu eftirlitsferð úr Gerpisdal og slysaðist til að kíkja undir Grænafellið á leið niður Oddskarðsveginn. Þá var klukkan 18 og dýrið komið niður upp úr klukkan 21.

Kýrin var milk, vóg 47 kíló, engin bakfita (reyndar leit út fyrir að vera frekar rýr þegar að var komið og það kom okkur því á óvart að hún skyldi þó vera þetta þung) og nú eru 94 dýr í hópnum.

Fellt þetta árið með Sako 85 6,5x55 og ballistik tip 120 gn. á ca. 200 metrum og dýrið ca. 30 metrum neðar, helvítis rok beint á móti. Reyndar svo að Sigurgeir, leiðsögumaður, átti í erfiðleikum með að sjá í handsjónaukanum hvað voru kýr og hvað snuddar og Marvin hjálparkokkur sá eitthvað lítið með berum augum. Síðan heyrði ég ekki neitt hvað Sigurgeir var að segja og hann ekki heldur hvað ég sagði. En við höfðum nú ekki miklar áhyggjur af því.

Marvin tók eina eða tvær myndir, þær gætu birst hér einn daginn. Ég tek það fram að ég var ekki eins þreyttur á að pósa nú eins og hjá Sigga Aðalsteins í fyrra.
Hreindyr 2014.jpg
Vindurinn reddaði hárgreiðslunni
Hreindyr 2014.jpg (104.25KiB)Skoðað 4970 sinnum
Hreindyr 2014.jpg
Vindurinn reddaði hárgreiðslunni
Hreindyr 2014.jpg (104.25KiB)Skoðað 4970 sinnum
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Ágú 2014 22:53

Jæja þá er ég farinn af stað aftur eftir smá hlé, ég var að sækja tarf á svæði 1 í dag.
Tarfarnir fundust við Gæsagil inn af Bakka í Bakkafirði.
Gengum í þá frá póstkassanum á Sandvíkurheiðnni rúma 3 km. norður af veginum.
Brynjar Már Magnússon veiddi þar 110 kg. tarf með 75 mm. bakfitu, veiðiriffill Brynjars er Sauer cal. 270 hann notaði Nosler Patition kúlu 130 gr. með 58,4 gr af N-165. Færið var 159 metrar.
Bjarni Bergþórsson leiðsögumaður í Hjarðarhlíð var í samfloti með með mér hans maður var líka með tarf. Almar Týr Haraldsson veiddi þar úr sama hópi 106 kg. tarf, einnig með 75 mm. bakfitu, veiðiriffill hans er Steyer Manliker cal. 6.5x55 og færið 126 metrar.
Viðhengi
IMG_1574.JPG
Brynjar rígmontinn við sinn 110 kg. tarf, þó sá böggull fylgi skammrifi að hann lofaði að eta heilan disk af skyrhræringi í fyrramálið ef hann fengi meira en 100 kg. tarf, en skyrhræring leggur Brynjar sé alla jafnan ekki til munns.
IMG_1563.JPG
Sigurvin bróðir Almars og gormaður hans, veiðmaðurinn Almar og leiðsögumaðurinn Bjarni kampakátir við tarf Almars.
IMG_1582.JPG
Breiðsíða leiðsögumanna og veiðimanna við tarf Brynjars, undirritaður, Bjarni, Brynjar og Almar.
IMG_1588.JPG
Svo kom Sveinbjörn Guðmundsson skáfrændi Brynjars á splunkunýju Can Am sexhjóli og skutlaði törfunum í bílinn. Taldir frá vinstri Bjarni Bergþórsson, Almar Týr Haraldsson, Brynjar Már Magnússon, Sigurvin Haraldsson og Sveinbjörn sjálfur.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af BrynjarM » 17 Ágú 2014 09:36

Þetta var frábær túr. Kærar þakkir Siggi. Við sjáumst vonandi aftur fyrir austan á næsta ári og fáum okkur skyrhræring.
Brynjar Magnússon

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af jon_m » 17 Ágú 2014 14:27

Stebbi Sniper skrifaði:Hefur enginn veitt neitt síðan 6. sem talandi er um... maður bíður alltaf eftir nýjum sögum!

Hvað með aðra leiðsögumenn sem eru skráðir hérna inn, nennir enginn að henda hérna inn stuttri veiðisögu að hætti Sigga... skora á Jón Magnús og aðra sem eru hérna reglulegir gestir að glæða þennan þráð ennþá meira lífi.

Dettur svolítið niður þegar Siggi er ekki á veiðum...

Ég reyni að setja myndir inn á www.facebook.com/hreindyr jafnóðum. Síðan er opin fyrir alla, líka þá sem ekki eru með Facebook.

Þar er mönnum einnig frjálst að deila myndum og veiðisögum ef þeir vilja.

Kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Ágú 2014 21:59

Ég fór í dag á svæði 1 með ungverja sem er hér á snærum Guðfinns félaga okkar hérna á spjallinu.
Árangurinn varð ekki samkvæmt væntingum, frétti af dýrum við Dalhús í Bakkafirði, hraðaði mér á staðinn með viðkomu í kaffi hjá séra Brynhildi á Skeggjastöðum til að fá landleyfi sem var auðsótt og leiðsögn um landið.
Fórum inn frá Skeggjstöðum slóð inn hjáStaðará ofan við Dalhús, hreindýrin þar farin norður, næst var prufa að fara sloðina inn frá Þorvalsstöðum í Miðfirði en ekkert sást en af henni sést þó víða.
Það merkilegasta sem við sáum var regnboginn yfir Súlendunum sem glampaði í allri sinni dýrð þegar rigningunni slotaði undir hádegið.
Viðhengi
IMG_1591.JPG
Regnbogi yfir Súlendum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Ágú 2014 20:15

Jæja þá gekk þetta í dag við Guðfinnur félagi okkar hérna á spjallinu fórum með ungverjana aftur á veiðar í dag á svæði 1 þau Mihály Kerekes, Réka Szabó og soninn Misó Kerekes.
Ég fann dýrin í Miðfirði Bakkaflóa á brúninni fyrir ofan Veðramót á meðan við vorum að nálgast þau komu þau alveg niður undir jafnsléttu.
Þar náði Mihály 114 kg tarfi með 58 mm. bakfitu, með flotta krúnu.
Veiðriffill hans var Sauer cal. 2506 með 100 gr. Barnes TSX kúlu. Færið var 138 metrar.
Viðhengi
IMG_1611.JPG
Misó Kerekes er vön refaskytta í Ungverjalandi hefur skotið 14 refi þó ekki sé hann hár í loftinu, hér bætti hann hreindýri í veiðiflóru sína og er bísna ánægður með það.
IMG_1607.JPG
Hann er engin smásmíði tarfurinn hans Mihálys og krúnan glæsileg.
IMG_1608.JPG
Fjölskyldan faðir móðir sonur við tarfinn hans Mihaly.
IMG_1620.JPG
Misó spretti á tarfinn af myndaskap, pabbi hans og Guðfinnur fylgjast með.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Ágú 2014 23:32

Ég fór á svæði 1 í dag og eftirtekjan rýr, einn hópur fannst um 300 dýr, blönduð hjörð í Miðfjarðardrögum.
Ég fór inn frá Miðfirði inn hjá Djúpavatni inn hjá Miðfjarðarheiðarkofa yfir í Kverkæatungukofa, norður fyrir Kverká, inn í Kvíslarmót og þaðan inn á brúnina þar sem sér austur að Hágöngum ytri og syðri, ekkert fannst og heim við svo búið.
Á morgun verða sennilega 8 leiðsögumenn á veiðum á svæði 1 með yfir 20 dýr að veiða!
Viðhengi
IMG_1634.JPG
Ég rakst á þennan stóra stein á leiðum mínum í dag, Gylfi Sig. veit kannski hvar hann er?
IMG_1596.JPG
Ein regnbogamynd, regnboginn vakir yfir grænfóðurakrinum á Hákonarstöðum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af gylfisig » 24 Ágú 2014 11:05

Já, þarna er Surtur lifandi kominn. Við hjónin löbbuðum að honum sl. sumar. Aldrei datt mér i hug að það yrðu stundaðar hreindýraveiðar í Tunguselsheiði og nágr.
Viðhengi
við Surt 2.jpg
við Surt 2.jpg (114.22KiB)Skoðað 4339 sinnum
við Surt 2.jpg
við Surt 2.jpg (114.22KiB)Skoðað 4339 sinnum
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af E.Har » 25 Ágú 2014 13:30

Lítið búin að fara í haust. Ætla að reyna að fara lítið :-)
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =3&theater
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =3&theater
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =3&theater
Hér eru 3 fyrstu tarfarnir, svæði 6 og 8.

Leit aðeins við á 7 og þarf að þakka Jóni m aðstoðina en veiðimaðurinn hafði ekki þrek í veiðarnar svo :-( Annars er það bara svoleiðis að menn verða að vera í standi miðað við svæðin !
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Björn R. » 25 Ágú 2014 18:02

Jæja, kannski að maður ryðjist inná þennan þráð með eina veiðisögu, vonandi tekur Siggi það ekki illa upp :)
Við vorum þrír með tvo tarfa og eina kvígu. Veiðisvæðið var nr. þrjú.
Fyrsti dagurinn var síðast liðinn fimmtudagur. Mættum galvaskir kl 08:00 hjá Dagbjarti Jónssyni sem var okkar leiðsögumaður. Planið var að taka kvíguna fyrst og reyna svo við tarfa tvo. Nú vona ég að ég fari rétt með staðhætti (einhver leiðréttir mig þá bara). Ókum sem leið lá til Njarðvíkur og þáðum kaffi hjá bóndanum á Njarðvík. Eftir skraf og ráðagerðir var ekið áfram inn að Borgarfirði eystri. Ekki þótti okkur það svæði vænlegt og var því ekið aftur inn í Njarðvík og þaðan gengið inn Urðardal. Engar voru kvígurnar þar en í hlíð beint á móti Urðardal, í raun öxlin sem ekin er til að komast til Njarðvíkur frá Egilsstöðum, þar sáum við 200 dýra hóp. Aðallega kvígur og ungir tarfar. Eins til tveggja vetra. Skúli á Borg vissi af þessum hóp og hafði tipsað okkur með líklega staðsetningu. Þar sem Skúli var sjálfur að leita var að sjálfsögðu haft samband við hann og hittum við hann með tvo veiðimenn. Þegar við vorum svo komnir þar sem dýrin höfðu verið klukkutíma áður, voru þau auðvitað farin. Dagbjartur var nokkuð viss um hvert þau gætu hafa farið þannig að við treystum honum. Klukkutíma síðar fannst hjörðin aftur. Þá var lagst niður og skriðið. Færið aldrei nógu gott (Ég var að vísu áhorfandi þarna því ég var ekki með leyfi á kvígu). En greinilegt að hjörðin var ókyrr og gaf lítið færi á sér. Þá var staðið upp aftur og hjörðin elt uppi á nýjan leik. Öllum græjum stillt upp en ekkert gaf. Enn var hjörðin elt uppi og lagst niður. Þá kom blessuð austfjarðarþokan, tveir túristar birtust einnig í þessu fína skotfæri! Ekki annað að gera en að hysja sig á lappir og elta hjörðina sem styggðist auðvitað við túristana óboðnu. Enn var lagst og loks eitt skot og bang, kvíga dauð, skotin með 6.5x55 130grain game king. Gleðin var gríðarleg enda fyrsta dýr viðkomandi. Þótt skotreynslan væri ekki mikil var vel skotið og kjötskemmdir ekki teljandi. Færið um 140m. Dýrið var dregið af okkur tveimur um það bil 2km, ekkert teppi enda ein kvíga ekki mikið mál eða það héldum við! (Með Dagbjarti vorum við reyndar þrír einn hvíldi og tveir drógu.)
Þegar öllu þessu var lokið var klukkan að slá í 20:00 og við höfðum því verið að í 11-12 tíma og ekki annað en að geyma tarfaleit til morguns.
Á Föstudeginum var ræs kl 06:00 og haldið inn í Hraunfjörð held ég að hann heiti Er ekki nógu nákvæmt að segja að hann sé við hlið Loðmundafjarðar? Til að komast þangað þarf auðvitað að keyra Borgarfjörðinn og inn í Húsavík. Þar er fyrna fallegt fjall er Hvítserkur heitir. Hvítserkur er ein af perlum austfjarða. Er komið var í Hraunfjörðinn var ekinn slóði á enda og svo gengið. Engin fundust dýrin þar og var því gengið inn í Loðmundarjörð. Skemmst er frá því að segja að Loðmunda- og Hraunfjörður voru báðir galtómir. Það voru hnípnir veiðimenn sem héldu heim í bústað, gengnir upp að öxlum. Við hugguðum okkur þó við að gott væri nú að skella sér í heita pottinn og láta líða úr sér. Auðvitað var potturinn kaldur og þriggja tíma verk að hita hann upp. Þrír tímar sem ákveðið var að nýta frekar í svefn enda ekki vanþörf á. Við getum sagt að kaldur pottur var ekki til að rífa upp stemninguna :) Jæja, á Laugardeginum vildi Dagbjartur fara aftur inn í Hraundal því hann hafði frétt af nokkrum törfum sem Skúli hafði séð kvöldið áður. Ekki fundum við tarfana en í því hringdi Jón Egill. Sá mæti höfðingi hafði þá séð tíu tarfa hóp inní Eiríksdal. Sjálfur var Jón Egill á hestbaki einhversstaðar á veiðum. Þá var skundað inní Eiríksdal og viti menn, þar fundum við hjörðina. Þar sá ég Dyrfjöllin í fyrsta sinn með berum augum. Hjörðin var í Grjótfjalli og lengst upp í rassgati. Þegar við komum að dýrunum höfðu þau verið svo almennileg að færa sig aðeins neðar. Upphófust nú skothríðir harðar eins og segir í kvæðinu. Meiningin var að samskjóta. Ekki gekk það nú vel, um það bil sem við áttum að skjóta missti ég færið, kenni reynsluleysi um. Ég vildi samt ekki skemma fyrir félaga mínum en hann var í úrvalsfæri. Hann skaut, dýrið sem særðist og hljóp í burtu frá okkur. Dagbjartur kláraði svo það mál á 300m. Auðvitað varð ég saltillur og sá fyrir mér margra klukkutíma labb á eftir hjörðinni til að ná mínu dýri. Þá gerðist hið ótrúlega. Hjörðin snéri við og kom æðandi að okkur. Slík sjón er svo tignarleg að ég sleppti kíkinum og horfði á þau koma nær og nær, þetta var eins og í bíómynd. Að lokum hunskaðist ég í kíkinn aftur, valdi mér dýr og fylgdi þvi eftir. Þá tók Dagbartur að syngja eins og lóan. Við það staðnæmdist hjörðin, líklega forvitin. Þarna fékk ég þessa einu sekúndu sem mér var gefin og dýrið var fellt á litlum 30 metrum. Vopnið var Sako 85 .308 150gr Accubond, kjötskemmdir litlar sem engar. Að lokum voru dýrin tvö dregin niður á einu töfrateppi. Við vorum fjórir að draga og það tók í að rölta með tvo tarfa á einu teppi :) Blessunarlega voru skaflar hér og þar sem léttu okkur lífið.
Það var dauðuppgefinn en glaðbeittur veiðimaður sem hafði með hjálp annarra lokið góðu dagsverki. Ég sem aldrei opna kjamman til að syngja tók meira að segja til við að að raula fyrir munni mér lagstúf sem ég lærði fyrir nokkrum árum og er eftir Hákon Aðalsteinsson.

Ég fór inn á heiðar á hreindýraveiðar
búmm búmm - búmm búmm.

Á albjörtum degi um illfæra vegi,
búmm búmm - búmm búmm.

Ferleg og blaut var mörg fúamýrin
þó fann ég að síðustu veiðidýrin.

Ég fór inn á heiðar á hreindýraveiðar
búmm búmm - búmm búmm.

Ég reyndi hjá steini að liggja í leyni
búmm búmm - búmm búmm.

Uns skynsamlegt væri að skríða í færi
búmm búmm - búmm búmm.

Ég hafði vellandi veiðihuga
og veltist um skorninga eins og fluga.

Ég var inn á heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm - búmm búmm.

Er langt var um liðið, ég langt hafði skriðið
búmm búmm- búmm búmm.

Mér sýndist ég væri í sæmandi færi
Búmm búmm-búmm búmm.

Þá lagði ég riffilinn létt að vanga
og lét svo dæluna úr honum ganga.

Ég var inn á heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm - búmm búmm.

Eftir skothríðir harðar, þá skall eitt til jarðar
búmm búmm - búmm búmm.

Einn fallegur bolti, nú fylltist ég stolti
búmm búmm - búmm búmm.

En þegar ég kannaði vígreifur valinn,
Þá verður andskotans tarfurinn galinn.

Ég var inn á heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm-búmmbúmm.

Hann gekk þarna aftur, ó Guð minn sá kraftur
búmm búmm - búmm búmm.

Og strax er hann sá mig, þá stefndi hann á mig
búmm búmm - búmm búmm.

Um leið var ég gripinn lamandi ótta
og lagði því næst í skelfingu á flótta.

Ég var inn á heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm - búmm búmm.

Ég hljóp þarna í mónum, með hjartað í skónum
búmm búmm - búmm búmm.

Það virtist allt búið og veiðunum snúið
búmm búmm - búmm búmm.

En þegar mér var að þrjóta kraftur,
Þá hneig tarfssvínið dauður aftur.

Ég var inná heiðum á hreindýraveiðum
búmm búmm - búmm búmm.

Nú reika ég heima og reyni að gleyma
búmm búmm - búmm búmm.

Ég þoli ekki heiðar, né hreindýraveiðar,
búmm búmm-búmm búmm.

Og þetta fór í mig þannig lagað,
ég þoli ekki kjöt nema niðursagað.

Ég fór inn á heiðar á hreindýraveiðar
búmm búmm - búmm búmm.

Fallþunginn var aðeins 78 og 85kg en það er nú samt nóg af mat, kvígan var 38kg
Nú er bara að safna fyrir næstu ferð. Vil ég að lokum þakka Dagbjarti, Skúla og Jóni Agli fyrir sína þætti ef þeir lesa þetta einhverntímann.

Björn
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Ágú 2014 22:12

Það lágu tveir tarfar í valnum í dag við Bjarnarlæk hjá Kollufelli á svæði 1 inn af Vopnafirði.
Nikulás Halldórsson felldi 107 kg. tarf með 75 mm. bakfitu, sennilega 7 vetra gamlan.
Veiðriffill Nikulásar er Mauser cal. 7x57 hann notaði 140 gr. Sierra Game king kúlu og færiið var um 250 metrar.
Davíð Þór Vilhjálmsson felldi 100 kg. tarf með 80 mm. bakfitu, veiðiriffill hans var Sako cal. 6,5x55 hann notaði 120 gr. Nosler ballistic tip kúlu og færið var 250 metrar einnig.
Faðir minn Aðalsteinn Aðalsteinsson 82 ára var að leiðsegja í dag með honum var Bogi Jónsson sem veiddi kú á svæði 2 innan við Bjálfafell, kýrin var mylk og vóg 43 kg. veiðiriffill Boga er Sako cal. 6,5x55 hann notaði Fedral verksmiðjuhlaðið skot með soft point 140 gr. kúlu og færið um 90 metrar.
Viðhengi
IMG_1685 - Copy.JPG
Eimskipsgengið glaðbeitt við tarf Nikulásar, frá vinstri undirritaður, Rafn Sigurðsson og Nikulás A Halldórsson.
IMG_1693.JPG
Davíð Þór, ásamt Garðari gormanni sínum við tarfinn frá í dag.
bogi.jpg
Bogi Jónsson ásamt Oddi syni sínum við kúna.
bogi.jpg (58.38KiB)Skoðað 4121 sinnum
bogi.jpg
Bogi Jónsson ásamt Oddi syni sínum við kúna.
bogi.jpg (58.38KiB)Skoðað 4121 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara