Veiði dagsins 2014

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 26 Ágú 2014 19:59

Sælir.
Takk fyrir meiriháttar flotta veiðisögu Björn R, meira svona strákar. & Siggi takk fyrir þráðin átt hrós skiliðfyrir að nenna þessu.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Ágú 2014 23:27

Í dag fór ég að veiða tarf á svæði 1 með Andras Mester frá Ungverjalandi.
Hann veiddi 107 kg. tarf við Stórhólmavatn, sá var með 70 mm. bakfitu.
Veiðiriffill Andras er Blazer R 93 cal. 300 Wetherby Mag. með Night force sjónauka, hann notaði Nosler Partition kúlu 200 gr.
Færið var 196 metrar.
Viðhengi
IMG_1700.JPG
Andras Mester með vænan tarf, 107 kg. og glæsilegt trophy.
IMG_1708.JPG
Andras ásamt konu sinni Önnu Máriu Szopkó og Richard Bagyó.
IMG_1710.JPG
Að sjálfsögðu eru ungverskar hefðir í heiðri hafðar og veiðmaðurinn kaghýddur fyrir veiðiguðinn þegar hann skýtur sitt fyrsta hreindýr, Richard vinur hans annast verkið og kona hans Anna Mária fylgist sposk með.
IMG_1694.JPG
Veiðiriffill Andras er glæsilegur á að líta, hér er hann í höndum vinar hans Richard Bagyó sem er að spotta með sjónaukanum hreindýrahópinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Ágú 2014 02:34

Margrét systir mín fór á veiðar í dag, maðurinn hennar Vigfús H. Jónsson var leiðsögumaðurinn hennar.
Gréta eins og hún er alltaf kölluð felldi væna mylka kú í Skjöldólfsstaðahnjúk sú vóg 46 kg. og var með 15 mm. bakfitu.
Veiðiriffill Grétu er Russler cal. 6,5-284 hún notaði 120 gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið var um 70 metrar.
Viðhengi
IMG_5147.JPG
Það var komið fram undir myrkur þegar kýrin féll, enda skroppið til veiða eftir vinnu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Ágú 2014 02:34

Það var bara hálf fjölskildan á hreindýraveiðum í dag.
Aðalsteinn (Steini) og Ingibjörg (Inga) systkyni mín og mágar mínir Vigfús H. Jónsson (Fúsi) og Úlfar Svavarsson voru öllað veiða í Skjöldólfsstaðahnjúk eftir hádegi í dag.
Fúsi leiðsagði Steina, Úlfari og Ingu en Snæbjörn Ólason á Hauksstöðum leiðsagði Fúsa, Steini bróðir var með tarf en hin þrjú með kýr.
Steini og Fúsi veiddu með sama riffli, Russler cal 6,5-284 sem er orðið nokkurskonar ættarkaliber hérna á Vaðbrekku.
Mér telst til að það séu til að minnsta kosti 5 rifflar með þessu cal. í eigu okkar systkynanna og systkynabarna.
Inga systir veiddi með Sauer 202 cal. 6,5-284, öll voru þau með 120 gr. Nosler ballistic tip kúlu.
Síðan er Úlfar með sinn Mauser 300 Win Mag.
Tarfur Steina var 90 kg. með 75 mm. bakfitu.
Kýr Úlfars geld 62 kg. með 50 mm. bakfitu, sem er algert met hvað þunga og bakfitu á kú varðar.
Kýr Fúsa 43 kg. með 20 mm. bakfitu. Kýr Ingu var 45 kg.
Viðhengi
image3.jpg
Svona lítur 62 kg. kú út, Úlfar kampakátur með metkúna.
image2.jpg
Steini bró. og Guðbjörg dóttir hans við tarfinn hans.
image1.jpg
Steini og Úlfar við sín dýr, 90 kg. tarf og 62 kg. gelda kú.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Ágú 2014 21:27

Ég fór með 3 veiðimenn á svæði 1 í dag, einn í tarf og tvo í kýr, við lentum út að Hnjúksvatni við Laxárdalshnjúk á Smjörvatnsheiði.
Halldór Jónsson felldi 114 kg. tarf með 75 mm. bakfitu, veiðiriffill hans er Brno ZKK600 cal. 3006, hann notaði 150 gr. Sierra Gameking kúlu og færið var 109 metrar.
Sveinn Aðalsteinsson felldi 55 kg. gelda kú með 34 mm. bakfitu , veiðiriffill Sveins er Tikka cal. 6,5x55 hann notaði 120 gr. Nosler ballistic tip kúlu og færið var um 100 metrar.
Andrés Ívarsson felldi 46 kg. mylka kú með 25 mm. bakfitu veiðiriffill Andrésar er Steyr Mannlicher cal. 308 hann notaði 150 gr. Sierra Gameking veiðikúlu og færið rúmir 100 metrar.
Viðhengi
IMG_1736.JPG
Halldór Jónsson við vænan hornprúðan tarf sem hann felldi við Hnjúksvatn.
IMG_1733.JPG
Sveinn Aðalsteinsson félagi okkar hér á spjallinu með væna gelda kú.
IMG_1727.JPG
Andrés Ívarsson við bráð sína í dag.
IMG_1722.JPG
Svona á að blóðga hreindyr með lungnaskoti.
IMG_1744.JPG
Veiðifélagar Halldórs stilltu sér upp með honum við tarfinn, Hallfreður Emilsson og Jón sonur hans.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af gylfisig » 31 Ágú 2014 00:25

Hvernig er það Siggi,,, ertu bara hættur með "léttu " kúlurnar i 6,5x284 ?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af E.Har » 31 Ágú 2014 18:10

Flott dýr. Er þetta úr hjörðunum þarna vestur frá?
Var mikið af góðum dýrum þarna :-)

Annars er lítið eftir hjá mér
Einhvað klór á 7. Svo spurning um hvað biðlýsta menn gera.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af jon_m » 31 Ágú 2014 21:47

Ég var að heyra að Íslandsmetið hafi verið slegið á svæði 1 í vikunni, er einhver með staðfestar fréttir af því ? Var ekki þyngsti tarfurinn til þessa 134 kg ?

kveðja
Jón Magnús
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Sep 2014 20:54

Já Einar, þetta er úr hjörðunim á svæði 1 þessi voru veidd úti við Laxárdalshnjúk sem er yst á Jökuldalsbrúnunum. Þau voru búin að hlaupa innan úr Skjöldólfsstaðahnjúk og eru nú komin inn fyrir Háreksstaði aftur.
Jón það eru einhverjar kviksögur um met tarf á svæði 2 en það eru tölur sem ég tek ekki trúanlegar, hann var sagður svo og svo þungur eftir reiknikúnstir!
Hef ekki heyrt um mettarf á svæði 1.
Ég hélt til veiða með þrjá heiðursmenn í dag á svæði 1, við hittum á dýrin við Háreksstaði.
Birgir Þór Þórsteinnson veiddi 112 kg. tarf með 75 mm. bakfitu, veiðriffill Birgis er Mauser 03 cal. 6,5x65 hann notaði 130 gr. Barnes TSX kúlu og færið var 130 metrar.
Ólafur Ingólfsson veiddi 102 kg. tarf með 68 mm. bakfitu, veiðiriffill hans er Sauer 202 cal. 6,5x55 hann notaði 140 gr. Hornady SST kúlu og færið var 160 metrar.
Hafsteinn Númason veiddi 45 kg. mylka kú, veðiriffill Hafsteins er Sauer Take down cal. 300 Win. Mag. hann notaði 150 gr. Scirocco swift kúlu og færið var 210 metrar.
Viðhengi
IMG_1766.JPG
Birgir Þór við vænan tarf sem hann veiddi við Háreksstaði í dag.
IMG_1756.JPG
Ólafur Ingólfsson við tarfinn sinn.
IMG_1764.JPG
Hafsteinn Númason, með kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Sep 2014 23:22

Pabbi, Aðalsteinn Aðalsteinsson fór með Tékkneskan veiðimann á svæði 2 í dag til að veiða tarf, hann fann dýrin innan við Eyjakofa.
Þar felldi Fratisék Strnad 105 kg. tarf með 70 mm. bakfitu, þetta þykir býsna góður tarfur á svæði 2.
Veiðiriffill Fratisék er Russler Titan 6 cal. 270 hann notaði 135 gr. Sierra Gameking kúlu og færið var 275 mertar.
Viðhengi
image.jpeg
Fratisék með tarfinn sem er vænn og hornprúður með Snæfellið og hjörðina í baksýn.
image (2).jpeg
Fratisék ásamt veiðfélögum sínum Einari Þór Jóhannssyni og Ara Steini Hjaltestad við tarfinn sem hann felldi ði dag.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 04 Sep 2014 09:37, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2014 09:29

Axel Kristjánsson veiðihöfðingi kom í sína árlegu veiðiferð ásamt syni sínum og dóttursonum, sannkölluð fjölskylduferð!
Þess má geta að 51 ár eru síðan Axel fór fyrst til hreinaveiða austur hér, nú hefur hann útbreitt fagnaðarerindið og smitað ættina.
Daði og Axel Sigurðarsynir héldu uppi merkinu í þetta sinn og felldu sinn tarfinn hvor á Kollseirudal við Einbúa.
Daði veiddi 105 kg. tarf með 67 mm. bakfitu, veiðiriffill hans var ættargripurinn sem gengur undir nafninu Tékkinn, vegna þess að þetta er tékkneskur Mauser cal. 6,5x57. Hann notaði Hornady SST 123 gr. kúlu og færið var 126 metrar.
Nafni veiddi 96 kílóa tarf með 61 mm. bakfitu, veiðiriffill hans ekki síður ættargripur, Hollandinn sem er Remington M721 cal. 300 Holand & Holand, hann notaði Hornady SST kúlu einnig 150 gr. og færið var 170 metrar.
Viðhengi
IMG_1772.JPG
Daði með Tékkann við vænan tarf Einbúinn á Kollseirudal í baksýn.
IMG_1774.JPG
Nafni stoltur með Holandinn við sinn tarf.
IMG_1784.JPG
Það var haldið nokkurskonar ættarmót við Einbúann, þar voru helstu ættarlaukarnir komnir frá vinstri Axel, Nafni, Helgi og Daði Sigurðarsynir og Karl sonur Axels.
IMG_1780.JPG
Tarfur Nafna var dreginn í bílinn.
fra_nafna.JPG
Svo var bara tekið innanúr í rólegheitunum, sameiginlega. Mynd Axel Sig.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 04 Sep 2014 10:34

Sigurður veiðimeistari á Vaðbrekku á mikið hrós skilið fyrir frábæra fréttaþjónustu af hreindýraveiðum. Það er gaman að sjá að Axel Kristjánsson og hans menn á hreindýraveiðum. Heilt yfir virðast tarfarnir sem hafa veiðst verið vænir að ekki sé nú talað um risakúna.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2014 12:48

Já ég var að taka saman þungann á törfunum sem hafa verið veiddir hjá mér, þeir eru mun vænni á svæði 1.
Þar er sá þyngsti 114 kg. og sá léttasti 95 kg.
Meðaltalið af 13 törfum hjá mér á svæði 1 í ár hingað til er 105 kg. sem er býsna gott.
Á svæði 2 er sá þyngsti 105 kg. og sá léttasti 70 kg. og meðaltalið af 5 törfum þar er 89 kg.
Kýrnar hjá mér eru líka vænar í ár þyngsta kýrin hjá mér er 55 kg. risakúin 62 kg var hjá Fúsa mági mínum.
Sú léttasta hjá mér er 43 kg. og hún er af svæði 2 og meðaltalið er 46 kg. sem er líka gott en það er bara ein þeirra á svæði 2 hinar eru á svæði 1.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 1
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af krossdal » 04 Sep 2014 13:27

Betra seint en aldrei. Fórum á veiðar síðasta miðvikudag og hripuðum niður smá veiðisögu í gestabókina sem var í skálanum sem við gistum í að Leirási í Múladal.
eythorogkristjan.jpg
Eyþór vinstramegin og Kristján hægramegin.
Hér er sagan úr gestabókinni:
Lögðum af stað í hreindýraleiðangur aðfaranótt miðvikudagsins 27. ágúst og gistum.
Skúli Ben ræsti út mannskapinn með orðunum: „Drullið ykkur á fætur, ég er búinn að finna dýrin“.
Það var kl, 05:40. Veiðimaðurinn Kristján Krossdal, Krossi, Berufjarðarströnd og gordrengurinn Eyþór Stefánsson, Hnefilsdal, Jökuldal máttu hafa sig alla við svo að Skúli skildi þá ekki eftir.
Dýrin voru efst uppi, innan við Sunnutind. Hófst þá ganga sem tók um 90mín upp brattann.
Felldur var fallegur tarfur úr 50 dýra hjörð.
Allt gekk eins og í sögu. Kristján og Eyþór drógu dýrið niður með töfrateppi og Skúli stýrði með bandi að aftan og var með hreindýrshausinn á herðunum.
Þegar gegnið var fram á brattasta hjallann var ákveðið að sleppa dýrinu. Skúli öskraði sleppið og dýr og dýrið rann niður brekkuna. Það gekk þó ekki betur en svo að Skúli flæktist í spottanum og kútveltist með dýrinu niður með hausinn á herðunum.
Hann slasaðist og blæddi úr hausnum og síðunni þar sem hreindýrshornið stakkst í hann. Kallað var á hjálp í talstöð og Eiður Gísli frá Lindarbrekku kom og ferjaði Skúla til byggða. Þar sem hann er nú meðan þetta er skrifað og við bjálfarnir vorum skildir einir eftir.
Við höfðum það af að lokum að koma dýrinu niður og í bílinn.
Það sem verst var að Skúli hafði fundið merkilegan grjóthnullung (jaspis) sem hann hafði troðið í bakpokann sinn og neyddist ég (gordrengurinn) til að koma honum niður. Enda ekki annað hægt svo Skúli fái einhverjar jákvæðar minningar úr ferðinni.

skuli.jpg
Skúli með hausinn á herðunum.
skuli.jpg (203.86KiB)Skoðað 7097 sinnum
skuli.jpg
Skúli með hausinn á herðunum.
skuli.jpg (203.86KiB)Skoðað 7097 sinnum
Riffill: Baikal IZH18 cal 270 einsskota með lamarlás.
Kúla: 110gr Sierra Pro Hunter
Tarfurinn var 105kg og 65mm bakfita.
Færið var 140m og lungnaskot.

Skúli er sem betur fer ekki verr farinn en svo að hann er farinn að veiða aftur! :D
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af E.Har » 06 Sep 2014 20:06

Frábærar sögur og gríðarlega gaman að þessu.
Sit í bænum þessa helgina og hugsa austur :mrgreen:

Þetta eru flott dýr á 1. Stærðin er svna " fjarðarleg "
En hinnsvegar er svæðið orðið rosaæega stórt og mikil vinna að finna.
Eins gott að hafa færan gæd.
Til lukku Siggi með flottan þrað og flott dýr.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Sep 2014 22:16

Jæja ég er eitthvað latur við að setja hérna inn, fór í gær í tarf á svæði 1, í slagtogi með pabba sem var líka að leiðsegja í tarf.
Sæmundur Ingvarsson veiddi 105 kg tarf við Arnarvatn í Hauksstaðaheiðinni, tarfurinn var með 55 mm. í bakfitu sem telst ekki mikið á svona þungum tarfi.
Veiðiriffill Sæmundar er Sauer 202 cal. 6,5x55 hann notaði 120 gr. Sierra Prohunt kúlu og færið var 126 metrar.
Viðhengi
IMG_1797.JPG
Sæmundur við tarfinn sem er hinn vænsti.
IMG_1806.JPG
Veiðimaðurinn ásamt veiðfélögunum og leiðsögumönnunum sem voru á staðnum frá vinstri Davíð, undirritaður, Guðmundur, Sæmundur og Aðalsteinn. Mynd Sig.Sig.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 08 Sep 2014 07:40, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Sep 2014 22:33

Pabbi var að leiðsegja Stefáni frænda mínum í gær.
Hann veiddi vænan tarf við Arnarvatn í Hauksstaðaheiði, veiðiriffill hans var Mauser 98 cal. 6,5-284 hann var með 100 gr. Hornady A-Max kúlu og færið var 130 metrar.
Viðhengi
IMG_6365.jpg
Ég heiti Stefán Einar Stefánsson og tala frá Sviss.
IMG_1807.JPG
Pabbi er enn vel liðtækur við aksturinn, þó aldinn sé, honum varð ekki skotaskuld úr því að taka bílinn hans Snorra bróður ferjuleið í veiðitúrnum.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 08 Sep 2014 07:44, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Sep 2014 23:00

Ég fór í dag enn á svæði 1 nú í tvær kýr með Manúalsgengið, þó Manúal sé nú farinn á hinar eilífu veiðilendur, lifir minning hans meðal okkar veiðifélaga hans, blessuð sé minning hans.
Ég fann dýrin á Sauðárdalnum í Háreksstaðalandi 300 til 400 dýra blönduð hjörð með risatörfum meðal annars.
Hallúr Þór Hallgrímsson veiddi 43 kg. mylka kú við Sauðafell, veiðiriffill hans er Sauer 202 cal. 2506 hann notaði 100 gr. Nosler ballistic tip kúlu og færið var 15 metrar.
Jónas Bergsteinsson veiddi 55 kg. mylka kú, niður við Háreksstaðakvísl hún var með 25 mm. bakfitu sem er gott á mylkri kú, veiðiriffill hans er Sako 75 cal. 6,5x55 hann notaði 130 gr. Berger HPT kúlu og færið var 136 metrar.
Viðhengi
IMG_1820.JPG
Hallur Þór Hallgrímsson við kúna sem hann felldi í sjálfsvörn á 15 metra færi.
IMG_1822.JPG
Jónas Bergsteinsson við væna mylka kú.
IMG_1840.JPG
Undirritaður að troða sér inn á mynd með veiðimanninum.
IMG_1838.JPG
Manúalsgengið, frá vinstri Ásgeir Þór, Jóhann, Hallur Þór, Þórir, Hallgrímur sem félagarnir bera á höndum sér, Jóhann Már og Jónas krjúpandi við kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Sep 2014 23:09

Ég fór til veiða á svæði 7 í dag, við fórum upp Fossárdal inn á Vatnaskil, Lönguhlíð og niður á útsýnisstað þar og sáum dýr yst á Bótarbrúnunum í Hamarsdal.
Þar felldi Guðmundur Ólafsson 40 kg. mylka kú veiðiriffill hans er Sauer 202 cal. 2506 með 100 gr. kúlu og færið var 130 metrar.
Síðan fórum við út Lönguhlíðina, yfir Leirdalinn og niður á Öxi, sáum 18 tarfa á Leirdalsbrúnunum þeir stefndu á Ódáðavötnin, stóran kúahóp sáum við líklega um 100 dýr sem stefndu út á Fossárfell.
Að endingu sáum við utarlega í Kjalfjallinu 6 risa tarfa, alla 100+ sem stefndu inneftir, inn á Öxi.
Viðhengi
IMG_1849.JPG
Guðmundur við kúna á Bótarbrúnunum, enn sannast hið fornkveðna ,,ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið"..........
IMG_1854.JPG
.....og þá er bara að skella kúnni á bakið og tölta upp að bíl.
IMG_1859.JPG
Það var ánægður veiðimaður sem kom í bílinn ásamt veiðifélögum sínum sem aðstoðuðu hann við burðinn, Sæmundur og Davíð ásamt Guðmundi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Árni » 08 Sep 2014 11:57

15 metra færi?

Hvernig fara svoleiðis ósköp fram?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Svara