Veiði dagsins 2014

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jul 2014 20:32

Góðan daginn, daginn!
Ég fór í fyrsta túrinn í dag og það á svæði 5 í fyrsta skipti og gerði víðreist, ekki var nú árangurinn samt í samræmi við yfirferðina.
Má heita að ég hafi verið í læri hjá Sævari leiðsögukonungi Guðjónssyni á svæði 5 í allan dag, hreyfði mig lítið nema ráðfæra mig við hann, Sævar hafðu bestu þakkir fyrir að sinna þessu hvabbi mínu :D
Við byrjuðum á að fara og horfa eftir Hólmatinds törfunum, eftir að hafa séð tarfana á Lambeyrardalnum af hlaðinu hjá Sævari og Berglindi á Mjóeyri, sem Sigurgeir Jóhannsson veiddi úr eldsnemma í gærmorgun í 900 metra hæð í Hólmatindinum.
Ég og veiðmenn mínir, Sigurður Rúnar Ragnarsson og Ragnar sonur hans rákumst á þá 14 saman inn af Hólmanesinu Eskifjarðarmegin við gömlu ruslahaugana, þeir fóru síðan rakleitt út fyrir Hólmaborg og héldu sig í friðlandinu þar í allan dag, af þessum 14 eru 7 vænir tarfar um 100 kíló sýndist okkur.
Því næst var farið út í Vöðlavík þar sem veiðimenn mínir sáu blandaða hjörð upp undir eggjum beint fyrir ofan Ferðafélagsskálann á Karlsstöðum, ekki sáum við neitt til þeirra í dag þrátt fyrir að kíkja á allan Dysjadalinn og upp á Sanda við Dysina.
Okkur fannst of seint að fara eftir það upp á Lambeyrardal, enda menn í törfunum þar og fórum því heim við svo búið en fylgjumst grannt með törfunum í Hólmanesinu og hugsum þeim þegjandi þörfina þega þeir láta svo lítið að fara aftur upp fyrir veg 8-)
Viðhengi
IMG_1403.JPG
Felumynd af törfunum 14 í Hólmanesinu.
IMG_1407.JPG
Var enhver að tala um að það væri verið að hlaða undir þessa presta, séra Sigurður horfir eftir dýrunum af brúnum Desjardals.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 19 Jul 2014 08:11, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jul 2014 21:07

Við séra Sigurður og Ragnar sonur hans ákváðum að fara og kíkja eftir törfunum í Hólmatindinum og þeim sem hafa haldið sig kring um Eskifjörð, ekki létu þeir nú sjá sig blessaðir, svo við fórum bara heim við svo búið, um hádegisbilið að sinna þarfari verkefnum.
Viðhengi
IMG_1423.JPG
Það má sega að þeir feðgar hafi farið með himinskautum í dag, enda ekki amalegt, nær skafheiðríkt þó einstaka skýhnoðri sæist ráfa um festinguna.
Já það voru þræddir fjallatopparnir.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Jul 2014 13:51

Enn er verið að gaufa við að leita að hreindýrum á svæði 5, þoka í fjöllum og árangurinn eftir því dýrin virðast vera ofan þokulínunnar.
Fórum út í Vöðlavík og inn að Dysinni áleiðis til Viðfjarðar, síðan heim aftur.
Viðhengi
IMG_1428.JPG
Það er skylda að leggja stein í Dysina þegar leiðin liggur þar um.
IMG_1434.JPG
Það var tilhlíðilegt að mynda leiðsögumannakóngana saman, er þeir hittust á förnum vegi við Dysina.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Jul 2014 14:28

Ja, svei mér þá, ef Sævar er ekki að hlaupa í spik :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Jul 2014 00:44

Ég fór á svæði 1 í dag með einn veiðimann. Fór upp í Miðfirðinum í Bakkafirði austan ár inn í Miðfjarðardrög, frétti af dýrum austan við Syðri Hágang, gekk með veiðimanninm úr Dragakofa austur milli Háganga, inn austan við Syðri Hágang inn að Almenningsáadrögum, fann dýrin ekki svo ekkert veiddist í dag, gengun síðan niður utan við Sauðána niður í Leifsstaði í Selárdal þar sem bíllinn beið okkar, hressandi 20 km. gönguferð að baki.
Viðhengi
IMG_1443.JPG
Jón Ágúst undir brúninni á Ufsunum við Sauðá, fyrir ofan Leifsstaði í Selárdal í Vopnafirði.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Jul 2014 08:53

Jæja, það var annar labbdagur, rétt um 20 kílómetrar aftur, en það var þó sól og sumar, svolítil fluga fyrst í stað.
Við gengum upp frá Reiðaröxl við Hvammsgerði í Vopnafirði, utan við Hvammsána, meðfram Reiðarvatni Miðvatni og Nyrstavatni upp á Hvammseyrar, Hágangaheiði, Þverfellsdal og þaðan upp í ytri Háganginn sunnanverðan svo sást vel inneftir norðan við Syðri Háganginn, inn með Kistufelli og norður og vestur eftir öllu, inn að Barðmel og norður í Kvíslamót, enn ekki sást neitt einasta dýr, þessi rúmlega 100 sem sáust þar í gær virðast gufuð upp.
Ég fann hins vegar gamlan kíki í vesturhorninu á Ytri Hágangnum í efsta urðarhjallanum sem er við aðal brekkuræturnr í fjallinu, það er nú aðeins móða í honum en kannski hægt að hreinsa hann.
Jú og lóuhreiður með eggjum í, það er nú frekar seint, þeir verða litlir ungarnir úr því í haust.
Síðan gengum við niður Hölknárdrög að Dragakofa þangað sem bíllinn sótti okkur.
Viðhengi
IMG_1448.JPG
Svona lá hann nú blessaður á jörðinni eins og einhver hefði lagt hann frá sér og gleymt honum.
IMG_1449.JPG
Ég auglýsi hér með eftir eiganda þessa kíkis sem fannst Vestan í Ytra Hágangnum.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 25 Jul 2014 21:46, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jul 2014 13:21

Hehehe þetta fer bara að verða Lords of the rings 8-) Gangan endalausa :lol:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Jul 2014 13:42

He he... þetta er ekki alveg eins og á svæði 7, þar sem maður gæti legið á pallinum hjá Tengdapabba!!! Mér sýnist menn líka vera að salla niður tudda við þjóðveginn á Teigarhorni! Tekur því varla að fara í gönguskónna!

Annars er spennan að magnast fyrir loka vikuna í ágúst, þá ætla ég að vera með fríðu föruneiti á hreindýraveiðum á svæði 7, verst að maður er enn að draga með sér þessi auka 15 kíló sem áttu að vera farin núna... það eru tveir þokkalega þungir rifflar í yfirvikt! :lol:

Er þessi kíkir búinn að liggja þarna í allan vetur Siggi? Kannski fleiri en einn?

Hafa menn ekkert verið að kíkja upp á Smjörvatnsheiðina á svæði 1, eru kannski engin dýr þar? Ekki víst að það sé komið upp úr snjó ennþá miðað við magnið sem var að snjó þarna í vetur.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Jul 2014 22:07

Þorsteinn, allar göngur enda einhverntíman, svo var og um þessar :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Stebbi, kíkirinn getur vel verið búinn og líklega að liggja þarna nokkra vetur.
Jú það voru tarfar á Sunnudalsbrúnunum á norðanverðri Smjörsu en þeir hafa heldur ekki fundist undanfarna daga.
En tarfahópurinn norðan Selárdals fannst loksins í dag vestan við Kistufellið í átt að Heljardalsfjöllunum. Það veiddist úr honum einn tarfur sá fyrsti sem er felldur á svæði 1 þetta árið, hinur ruku upp á Kistufellið.
Ég var með mína veiðimenn tilbúna í slaginn eftir að hafa leitað norður fyrir utan Súlendur, út að Arnarvatni, niður í Selárbotna, Hrútafjöll, Ytri Hrútárdrög fyrir innan austara Símahúsið.
Þaðan fór ég norður Sandhnjúkaslóð og gekk út á Stakfellsurðirnar áleiðis að dýrunum sem fundust vestur af Kistufellinu, í glaða sólskini og hita með mýflugurnar suðandi fyrir eyrunum, við vorum rétt byrjaðir að horfa eftir þeim þegar það fór að helli rigna og allt skyggni þar með farið forgörðum svo við fórum við svo búið heim á leið um Fossvallabrúnir niður Í Aðalból inn af Selárdal.
Viðhengi
IMG_1452.JPG
Fyrst kom bara skúr og regnboginn sem fylgdi honum var bara snotur, en svo fór að rigna og rigna og rigna........Syðri Hágangur og hluti Kistufells í baksýn.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 27 Jul 2014 18:52, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Jul 2014 00:16

Virkilega flott mynd hjá þér ómissandi að hafa svona næmt auga fyrir fegurð .
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Jul 2014 18:51

Þetta varð nú hálfgerður útsýnistúr í gær.
Já Þorsteinn, Fallegir menn hafa óneitanlega auga fyrir fegurð 8-) :lol:
Ég fór með veiðimenninan út á Vopnafjarðarheiði og við leituðum kring um Arnarvatnið fylgdumst svo með Snæbirni sem var að skanna Kistufellið en þar lenti hann í rigningu og þoku svo ekkert fannst.
Ég fór með mína menn inn Kollseirudal, inn í Grjótgað, Sænautasel og inn Jökuldalsheiði en ekkert sást.
Viðhengi
IMG_1454.JPG
Við kíktum á Grjótgarðinn sem heitir raunar Skessugarður en munnmælin segja að þennan garð hafi Skessur hlaðið eftir að þeim sinnaðist og vildu hafa vegg á milli sín.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Jul 2014 19:10

Jæja loksins gekk rófan.
Ég fór á svæði 2 í dag og fann tarfa á Eyjabökkunum, hvar einn var felldur á 260 metra færi með Ruger M77 cal. 270 Win., já það er gott að hafa spræka riffla þegar færin eru svona löng.
Veiðimaðurinn var Eyvindur Atli Ásvaldsson úr Önundarfirði vestur örugglega frændi Fjalla Eyvindar og svipar til hans að öllu atgerfi.
Tarfurinn viktaði 83 kíló, fallegur skrokkur, að vísu dálítið laskaður frampartur eftir 130 gr. Accubond kúlu.
Tarfurinn sá arna var síðan dregin á teppi upp á slóð.
Viðhengi
IMG_1459.jpg
Eyvindur Ásvaldsson með tarfinn kampakátur á austurbakka Jökulsár í Fljótsdal, sem var ágætt vegna þess að það var léttara að draga hann upp ána.
IMG_1468.jpg
Það var gott að geta dregið tarfinn eftir vatninu áleiðis að slóðinni. Eyvindur er þessi á bláa bolnum, einbeittur eins og Fjalla Eyvindur frændi hans að vestan.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af E.Har » 28 Jul 2014 09:44

Siggi ég á Tasco kíki ofan á vörðu á svæði 2. Var þar með Ívari og tveim veiðimönnum sem ég fór með á 6 fyrir helgi. Vorum búnir ða "dfinna" dýr í Tasco helvíti langt í burtu og 'ivar sá þau ekki í Zeissinum. Ruglaði bara alltaf um hvort þau væru hjá steinunum! Rétt áðuir en við lögðum af stað þá leit ég í gegnum Zeissin hanns og skildi þá gamla stækkunargleraugað mitt eftir á vörðunni. Maður grætur bara einusinni þegar .....

Annar fór ég með þessa sömu veiðimenn á fimtudaginn á 6. Tókum tvo tarfa í Gunnarstindi Stöðvarfjarðarmegin, svo það var labb og puð. Sá minni 93 kg með eina þá flottustu krónu sem ég hef náð í. Hinn slefaði yfir 100. Var með tvo harða gordrengi með og veitti ekki af. Föstudagurinn fór allur í að sækja :D
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af jon_m » 28 Jul 2014 12:30

Áttu ekki mynd af þessari krúnu Einar ?
Fórstu með hana til Reimars í mælingu eða mælir þú sjálfur ?

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af E.Har » 28 Jul 2014 15:57

Mynd
Mynd
Hún er á Skriðustekk og bíður Reimars þar.
Rosalega jöfn og töff.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 4
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af jon_m » 28 Jul 2014 20:31

Ahhh... ég sá hausinn í kælinum, en gaf mér ekki tíma til að skoða hann. Hefði getað kippt honum með til Reimars, en var orðinn heldur þreyttur eftir að brasa með þennan alla nóttina. Vonumst til að þessi nái gulli, en líklega er hún ekki alveg nógu jöfn til þess.

31.7 - Óformleg hornamæling hefur farið fram og mældist krúnan 361 tomma, en lágmark til að ná gullverðlaunum er 350. Nú þarf bara að koma í ljós hvað hún rýrnar mikið við þurrkun áður en formleg mæling getur farið fram og hvort að hornamælinganefnd komist að sömu niðurstöðu.
Viðhengi
katla.jpg
Katla Björk Hauksdóttir
Síðast breytt af jon_m þann 31 Jul 2014 00:05, breytt 2 sinnum samtals.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jul 2014 23:54

Fór til veiða á svæði 2 í dag, þoka til fjalla ímorgun en komumst á stað um 10 leitið.
Fundum dýrin neðan við Múlahraunið við Folavatnið austan Jökulsár í Fljótsdal.
Þar skaut veiðimaður minn Páll M Stefánsson ágætan tarf sem vóg 85 kg og var með 65 mm bakfitu.
Veiðiriffill hans Sauer 202 cal 6,5x55 með 120 gr. Sierra PH kúlu og færið 100 metrar, aðstæðurnar gerðu það að verkum að þetta var hausskot, dýrin lágu og það eina sem var í færi inn á milli var hausinn á þessum tarfi.
Viðhengi
IMG_1475.JPG
Páll ásamt konu sinni Jóhönnu við tarfinn í rigningunni í dag.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

hubertus2
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:09 Dec 2013 20:21
Fullt nafn:Sigfús Heiðar

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af hubertus2 » 30 Jul 2014 13:54

Vel gert :)
kv
Heiðar

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jul 2014 18:17

Já og í dag var komið að frúnni, við hittum dýrin á svipuðum stað og við skildum við þau í rigningunni í gærkveldi, þar sem við snerum frá vegna rigningar og slæms skyggnis, ekki hægt að skjóta vegna vatnsaga á kíkinum.
Við komumst í ágætt færi 130 metra, þau lágu öll og við biðum dágóða stund, þá stóð einn upp og frúin hans Páls sem skaut í gær, Jóhanna V. Hauksdóttir var ekki sein á sér og smellti honum niður, sama vopn Sauer 202 6,5x55 með 120 gr. Sierra pro hunter kúlu á um 2900 fetum.
Hann steinlá þessi fagurhyrndi 80 kg. boli, hann var með 35 mm bakfitu, flottur skrokkur.
Viðhengi
IMG_1487.JPG
Stolt kona með sinn bola.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

sveinnas
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:30 Jul 2014 23:46
Fullt nafn:sveinn a sveinsson

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af sveinnas » 30 Jul 2014 23:51

Flott hjá ykkur en er þetta ekki undirvigk :lol:
kv sas

Svara