Veiði dagsins 2014

Allt sem viðkemur hreindýrum
Gunson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:36
Skráður:03 Jul 2012 09:05
Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Gunson » 23 Oct 2014 07:36

Ágæti nafni minn og veiðimeistari. Að veiðimeistarinn sé sendur af æðri máttarvöldum til leiðsagnar má vel vera og er þá bara af hinu góða. Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við svari þínu,svo vel sé nema með eftirfarandi smásögu. Við vígslu ónefnds guðfræðings til prests, var augljóst að hann var kvíðinn svo miklu hlutverki, að taka vígslu og gerast prestur. Biskup sér þetta og spyr, ertu eitthvað kvíðinn? Ja- á frekar, mér finnst ég svo óverðugur og lítið sigldur enn. Þá segir einn vígsluvottur svo allir heyra. Þetta er allt í lagi vinur, fyrst Guð gat notað hanann, þá getur hann notað þig!
Þeir sem kunna biblíusögur vita um þetta. Já nafni minn ekki er þetta nú flóknara en svona.Guð gefi þér og öllum skyttum góðan dag. Kveðja Sigurður Rúnar
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2014

Ólesinn póstur af Haglari » 23 Oct 2014 13:48

Veiðimeistarinn skrifaði:Ég varð mikils heiðurs aðnjótandi þegar ég kom úr Ameríkuhrepp á dögunum, fékk mín fyrstu ritlaun fyrir skrifin hérna, það er ekki lítill heiður að mér finnst.
Ég fór í Beco á Langholtsveginum til að sækla myndavelina mína sem þar var í viðgerð meðan ég snattaði í henni Ameríku.
Jú, jú myndavélin var að sönnu tilbúin, viðgerð og betri en ný, og á reikningnum sem fylgdi stóð.
Viðgerðin kostar ekkert vegna skemmtilegra skrifa eigandans á Skyttuspjallinu :D
Takk kærlega fyrir mig Óskar Andri :D

Það var nú lítið. Leitt að vera fastur í símanum þegar að þú komst! Ég verð bara að taka í spaðan á þér næst!

Kv.
Óskar Andri

Svara