"Hreindýraveiði" 2014

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 1
Póstar:28
Skráður:30 Dec 2012 11:47
"Hreindýraveiði" 2014

Ólesinn póstur af JAK » 18 Jul 2014 13:43

Þar sem hreindýraskotprófin hafa verið nokkuð til umræðu hér datt mér í hug að setja inn 1. útgáfu af hreindýraveiði minni þetta árið.

Reyndar er ekki búið að taka alla bíómyndina en það stendur til bóta. Sjá má skotprófin tvö sem ég fór í, fyrst til að taka dómararéttindin og síðar með rifflinum sem ég hyggst nota til veiðanna.

Vonandi hefur einhver gaman af þessu. :)

https://www.youtube.com/watch?v=VjggBfD1enE

JAK
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: "Hreindýraveiði" 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Sep 2014 19:36

Ég ætla að lauma þessu inn á þennan þráð, þetta tilheyrir óumdeilanlega hreindýraveðinni 2014.

http://www.austurfrett.is/frettir/2398- ... a-ser-tima
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: "Hreindýraveiði" 2014

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Sep 2014 19:39

Þetta fékk ég sent í tölvupósti í dag, set þetta líka hérna inn.

Breyting á úthlutunarreglum hreindýraveiðileyfa:

Kæri veiðmaður
Við viljum minna á póst sem við sendum þér 4.júní vegna breytinga á úthlutunarreglum hreindýraveiðileyfa síðustu daga veiðitímabilsins. Hér að neðan er efni þess pósts.

Í því skyni að auka skilvirkni úthlutunar veiðileyfa hefur Umhverfisstofnun gert breytingu á vinnureglum varðandi biðlistaúthlutun.
Breytingin er á þann veg að eftir 5.september hvað tarfa varðar og10. September hvað kýr varðar áskilur stofnunin sér rétt til hafa aðeins samband við þá á biðlista sem hafa sérstaklega tilkynnt að þeir væru tilbúnir að fara til veiða fái þeir úthlutað eftir þann tíma.
Á undanförnum árum hefur verið erfitt að úthluta innskiluðum veiðileyfum síðustu daga veiðitímabilsins þar sem Umhverfisstofnun hefur verið bundin að því að fara eftir biðlistum fram á síðasta dag. Oft hefur farið mikill tími í að ná í veiðimenn sem voru svo löngu búnir að gefa frá sér hugmyndina að fara til hreindýraveiða. Vegna þessa hafa jafnvel verið brögð að því að ekki hafi tekist að koma öllum veiðileyfum út.
Það er því ósk okkar að þú kæri veiðimaður látir okkur vita sjáir þú fram á að þiggja leyfi síðustu daga verði þér boðið það.
Hér er að neðan er slóðin til að fara inn á til að skrá sig á listann. Farið verður eftir þeim slembitölum sem umsækjandi fékk í útdrættinum í febrúar.

http://www.ust.is/default.aspx?pageid=6 ... 505695691b

hér má svo sjá úthlutunarreglurnar í heild sinni.

http://ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara