Bakfita - hvernig mælt

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Bakfita - hvernig mælt

Ólesinn póstur af Björn R. » 12 Ágú 2014 20:22

Jæja, Sigurður Aðalsteinsson hefur óafvitandi kennt mér nýtt hugtak. (hafi hann þökk fyrir þráðinn, "Veiði dagsins"). Ekki gefið að menn nenni að setja inn slíkan þráð og haldi honum við.
Þá er það bakfitan. Nú stefni ég á tarf nr tvö í næstu viku. Eftir næstu viku hef ég sem sagt vonandi skotð tvo tarfa og séð fjóra aðra skotna. Reynslan er því ekki að þvælast fyrir á þessum bæ.

Hvernig get ég mælt bakfituna og hvar nákvæmlega er það gert. Einnig, hvað segir hún mér?

Ef einhver nennir, með fyrirfram Þökk

p.s er einhver hér sem getur gefið mér upplýsingar hvernig gangurinn hefur verið á svæði 3?

Björn
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Bakfita - hvernig mælt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Ágú 2014 20:47

Sæll Björn.
Héna á myndinni fyrir neðan sérðu 3 tarfskkrokka, þeir eru til gamans 103 kg. 108 kg. og 117 kg. allir skotnir sama daginn með mér á hálfri klukkustund á Háumýrum á Brúardölum.
Neðri myndin er klippt út úr þeirri efri, þú tekur hníf og rekur gegn um fituskjöldin ofan á miðjum mölunum á skrokknum 2 til 3 tommum fyrir neðan rassopið eins og það sést á myndinni, þar sem fituskjöldurinn er þykkastur, þar til hnífurinn stendur á beini sem er rófubeinið og mælir svo hvað hnífurinn gekk langt inn í fituna, þá færðu fituþykktina inn að beini, svokallaða bakfitu.
Viðhengi
871_7125.JPG
Þessir ,,kallar" voru með bakfitu á bilinu 70 til 80 millimetrar.
871_7125 (2).JPG
Mæla skal bakfituna um 2 til 3 tommur fyrir neðan rassopið þar sem fituskjöldurinn er þykkastur.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Bakfita - hvernig mælt

Ólesinn póstur af Björn R. » 12 Ágú 2014 22:24

Kærar þakkir Sigurður.

Ég prófa þetta í næstu viku
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Svara