Datt í ða

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Datt í ða

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 18 Ágú 2014 22:27

Eftir að hafa dottið í það í orðsins fyllstu merkingu er ég loks að verða ritfær aftur. Þannig atvikaðist að sexhjól sem ég hafði afnot af kastaði mér af baki og datt ég í mýradrullupoll.

Veiðimeistarinn hafði skemmtun af til að byrja með en sá aumur á mér þegar ég kveinkaði mér við að rétta hjólið við á öll sex.
Þrátt fyrir góða fyrirmynd úr fornsögum þar sem kappi einn með fótamein kvaðst ganga óhalltur meðan báðir fætur væru jafnlangir hægði ég á mér um tíma.

Frólegt spjall átti ég við Veiðimeistarann um kúlur og eitt og annað sem hann kann góð skil á. Nú er ég í svipaðri sálrkreppu og kjósandi sem hefur hlustað á alla flokka útlista efnahagsstefnu. Allt mjög sannfærandi og auðvelt að vera sammála síðasta ræðumanni.

Þar ofan á koma allir erlendu sérfræðingarinir Hornady, Lapua, Norma og hvað þeir heita allir með sína speki og réttu kúluna í þessa eða hina veiði.

Eitt stendur þó upp úr þessum umræðum og tengist það cal. 308 og urðum við báðir sammála um að 308 sé gott og vandað cal í pappa skotfimi og sé nothæft í veiði.

Á Vaðbrekku er ljósmynd þar sem teiknað hefur verið V-laga svæði á hreindýr og heppilegt er að setja kúlu í. Þetta er ljómandi góð mynd og gefur einfalda mynd af því svæði sem heppilegt að miða á.
Með þessa mynd í huga og þær aðstæður sem oftar en ekki er verið að fella hreindýr á tel ég rök Veiðimeistara eiga vel við.
Léttar hraðfleygar kúlur sem ekki falla um of og geri menn eins og Veiðimeistari leggur línur með eru góðar líkur á að allt lukkist.

En nú verður valkvíði sá er ég get dundað mér við þegar kemur að því að velja mér kúlu smávægilegur í samanburði við það sem gæti gerst.

Nú stefnir all í að Goðin reiðist og fundir daglangir hjá ráðamönnum um þær hörmungar sem í vændum eru og leitar því hugurinn norður, suður og austur á land. Væntanlega eru bændur farnir að sækja sitt fé svo ekki fenni í öskustafla en hvað verður um hreindýrin?
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af gylfisig » 18 Ágú 2014 23:24

Uhumm,,, ég datt íða lika... læt það duga.
Viðhengi
öl.jpg
öl.jpg (76.45KiB)Skoðað 2605 sinnum
öl.jpg
öl.jpg (76.45KiB)Skoðað 2605 sinnum
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 19 Ágú 2014 00:57

Mér sýnist þetta nú vera meira og minna óopnað hjá þér Gylfi... þannig að þú gætir líklega frekar orðað þetta "ég dett í það" :lol:

Varðandi kúlurnar þá er líklega best að hver velji það sem þeim hentar best.... sú kúla sem ég nota til þess að fella mitt dýr verður örugglega ekki það sem ég get sakast við ef það klikkar...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af Björn R. » 19 Ágú 2014 08:11

Skemmtilegur pistill.
Á fimmtudaginn mun ég reyna hið ómögulega ef Guð og góðir (leiðsögu)menn lofa, fella hreindýr með .308 og Accubond :D :o

Hvernig er það annars að gríni slepptu. Eru menn almennt farnir að notast við sexhjól til að sækja dýrin þar sem því er viðkomið?
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Ágú 2014 09:07

Held að Sveinki hafi verið með kynningu á þessum gripum
En ég veit að þessi er ekki alveg rétt en verð að láta hana fara þar sem hún bara kom svona beint í kollinn á mér.
Bárðarbunga skelfur ósköp ótt
Ógnar fer nú Kela
Karlinn drekkur meira en gnótt
Gambrasull úr pela
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af jon_m » 19 Ágú 2014 10:37

Björn R. skrifaði: Hvernig er það annars að gríni slepptu. Eru menn almennt farnir að notast við sexhjól til að sækja dýrin þar sem því er viðkomið?
Nei Björn það er ekki almennt, þar sem sexhjólum verður ekki komið við á öllum svæðum. Margir veiðimenn og leiðsögumenn eru farnir að teygja þessa undanþáguheimild til hins ýtrasta með tilheyrandi óánægju landeigenda.

REGLUGERÐ nr. 528/2005, um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands.

Heimilt er leiðsögumönnum með hreindýraveiðum við þau störf að sækja fellda bráð á léttum vélknúnum ökutækjum að lágmarki með sex hjólum, enda sé að mati leiðsögumanna ekki talin hætta á náttúruspjöllum. Gildir þetta þó eingöngu þar sem dýr hafa verið felld fjarri vegum enda talið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að afurðir dýranna skemmist. Heimildin nær ekki til sjálfrar leiðsagnarinnar.

Hyggist leiðsögumaður sækja fellda bráð með þessum hætti ber honum að tilkynna Umhverfisstofnun um það áður en bráð er sótt. Umhverfisstofnun gefur út leiðbeinandi reglur um framkvæmd þessa ákvæðis að höfðu samráði við Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2014 10:54

Gisminn skrifaði:Bárðarbunga skelfur ósköp ótt
Ógnar fer nú Kela
Karlinn drekkur meira en gnótt
Gambrasull úr pela
Hún er fín þó hún sé ekki alveg rétt en það má laga það með því að breyta þriðju línunni í:
"Karlinn drekkur í geig en gnótt"
Þá er hún rétt bragfræðilega
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af skepnan » 19 Ágú 2014 12:28

Hahahahaha :lol: :lol: :lol:

Ef ég færi að drekka gambrasull, þá væri eldgos minnsta áhyggjuefnið :mrgreen: :?

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2014 15:23

Fyrst menn eru ornir svona skáldlegir hérna, þá datt mér í hug.......
Það er satt ég hló þegar Sveinbjörn datt í dýið en þegar ég sá að hann hafði meitt sig og kveinkaði sér sneri ég mér undan og hló lægra....!
....en datt í hug!

Ekur ei svo öllum líki,
ekki´ er eftir neinu´að bíða.
Bara finna drullu dýki
og detta svo bara í ða!

Þegar ég sá myndina hans Gylfa og vangaveltur manna hér hvort hann hefði dottið í ða eða ætlaði að detta í ða og mér flug í hug að kannski hefði konan eitthvað um málið að segja, vegna þess að það er ekki endilega sá sem á kvölina sem á völina!

Gylfi er að gutla núna,
Guð veit hvað það á að þíða.
Díla þarf við dömu snúna,
og dettur bara kannski í ða
Viðhengi
IMG_1590.JPG
Þannig fór um sjóferð þá, í forgrunni er dýkið sem Sveinbörn valdi sér, brúnlitað eftir að hann oraði upp í því með því að stinga sér í það eins og dýfingameistari á ólipíuleikum og sennilega enn vogt eftir að hann velgdi það upp með því að baða sig í því.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Ágú 2014 21:29

:D það er greinilega fullt af skáldmæltum skyttum á Íslandi.
En svona að öllu gamni slepptu, þá var þetta hluti af nestinu mínu, sem ég tók með mér i sumarbústaðinn um Versló. austur á Hérað. Ég verð sennilega seint talinn með meiri drykkjumönnum. Hef meira gaman af því að veita góðum gestum, sem til mín koma. Kann samt að meta vandað viskí :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af konnari » 20 Ágú 2014 10:29

Veiðimeistarinn skrifaði:
Ekur ei svo öllum líki,
ekki´ er eftir neinu´að bíða.
Bara finna drullu dýki
og detta svo bara í ða!


Gylfi er að gutla núna,
Guð veit hvað það á að þíða.
Díla þarf við dömu snúna,
og dettur bara kannski í ða
Siggi þú ert algjör snillingur :lol:
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 12 Sep 2014 23:05

Vit er í Vaðbrekku kolli
Og í vel-flestu er hann fær
En ef svamlar í skítugum polli
Hann snýr við þér baki og hlær
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Datt í ða

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Sep 2014 23:53

:lol:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara