Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Allt sem viðkemur hreindýrum
konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04
Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af konnari » 29 May 2012 09:47

Ég held að flest caliber frá 25-06 og upp í 300wm séu mjög brúklega á hreindýraveiðar...svo er bara að velja græju við hæfi....helst ekki of þungan riffil og ekki með of stóran sjónauka...að mínu mati er t.d. 3-12 eða álíka mjög góð stækkun í hreindýr. Varðandi kúluval þá hefur Nosler reynst mér vel....einnig Hornady.....ég hef einu sinni bógskotið dýr með Sierra Game King og ég var að tína kopar og blý út um allt í síðunni hinu megin, mæli frekar með Sierra Pro hunter.
Síðast breytt af konnari þann 29 May 2012 22:03, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Sveinn » 29 May 2012 21:08

Chuck Hawks er með góða grein um hvað einkennir góðan dádýrariffil (eða hreindýrariffil) þ.e. ætlað á ekki skotharða bráð upp í ca 160 kg, sk. CXP2 bráð). Og hvað hylki gæti passað. Ágætur rökstuðningur en ekki þar með sagt að þetta sé eini sannleikurinn.
Hylki: 260Rem, 6,5x55, 6,5mm RemMag, 7mm-08 Rem, 7x57 Mauser
Riffill:
Hlaup: 20-24" (auðveldur í sveiflu og meðförum)
Þyngd (með kíki): 7,5 lb - 8,5 lb (3,4 - 4 kg), of léttur ræður illa við bakslag, of þungur ekki góður á göngu
Nákvæmni: 2 MOA á 100 m með köldu hlaupi
Sikti: Kíkir, 4x fast, eða 2-7x eða 3-9x stækkun, 40 mm gler (léttur og mikið sjónsvið)
Lás: ekki aðalatriði, löm eða bolti.

Og í hverju endaði hann? Valið stóð á milli Remington Model 700 LSS Mountain Rifle í .260 eða Winchester Model 70 Classic Featherweight í 6.5x55. Hann endaði í Winchester 70 í 6,5x55...
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 7
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af E.Har » 30 May 2012 00:16

Hvað varðar Chuk þá var hann venjulega svon "sama hver spurningin er 270 win er svarið"
Málið að hér hjá okkur er mismunandi færi soldið atriði, og engin tré til að laumast nær.
Svo meiri stækkun. Sjálfur vil ég meiri nákvæmni en fimm cm á hundrað metrum en ekki að það skipti máli. Meira að ég treysti græjunni.

Svo er sitt hvort græja sem menn nota til að fella eitt dýr á fjagra ára festi og okkar hinna veiðifikklanna þegar aðeins það besta er nógu gott!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Sveinn » 30 May 2012 20:38

Rétt, þess vegna er athyglisvert að sjá að Chuck mælir ekki með 270W heldur minni kaliberum.

Það gleymist oft þegar menn dásama mikla stækkun að það þýðir minna sjónsvið og jafnvel minni birtu (exit pupil minnkar með meiri stækkun). Mikil stækkun þýðir líka oft meiri þyngd þe. framlinsan verður að vera breiðari til að mikil stækkun hafi eitthvað að segja, að kíkirinn tapi ekki mikilli birtu með meiri stækkun.

Þessir spekkar eru ekki endilega ódýrir, það er alveg hægt að eyða miklum peningum í svona léttan veiðiriffil ef menn vilja. Góður 3-9x40 kíkir getur alveg kostað vel yfir 100 K ISK.

Fimm cm nákvæmni á 100 m er svo sem ekki mikil nákvæmni en er þó þrisvar sinnum meiri nákvæmni en UST biður um á skotprófi.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

ragnarfr
Póstar í umræðu: 3
Póstar:8
Skráður:30 May 2012 22:57

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af ragnarfr » 12 Jun 2012 21:00

Sælir félagar.

Núna eru kúlupælingarnar að ná hámarki.
Ég sé að meistarinn hann Sigurður mælir með plastoddkúlum en mig langar til að beina spurningu til leiðsögumanna sem eru á þessu spjalli og auðvitað notendum líka.

Hvernig hafa t.d. Lapua Scenar kúlurnar verið að koma út eða t.d. Sierra MatchKing(HPBT).
Nú sé ég að í USA eru Scenar kúlurnar vinsælar til að veiða bráð sem er svipuð á stærð og hreindýrin okkar og reyndar alveg upp í svartabirni og elg.
Ég gleymdi nú að taka fram að kaliberið er .308 sem ég mun líklegast halda á veiðar með(þó enn óákveðinn þar sem 308 er þungur en nákvæmur VS 6,5x55 sem er léttur en nákvæmnin er ekki alveg eins og ég vill).
Með kveðju
-Ragnar Franz

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af konnari » 13 Jun 2012 09:34

Ragnar ! Mér þætti gaman að sjá þessar heimildir þínar um að Lapua Scenar markkúlur séu vinsælar í USA til að veiða bráð ! N.b. það kemur mjög skýrt fram á heimasíðu Lapua að Scenar kúlur eru Target kúlur EKKI hunting kúlur. Lapua veiðikúlur eru fyrst og fremst Mega, Naturalis og Soft point. Eins með markkúluna frá Sierra.....á hverri einustu síðu í hleðslubókinni frá þeim þar sem Matchking kúlan kemur fyrir stendur skýrum stöfum: Sierra does NOT recommend Matchking bullets for hunting applications.
Það er beinlínis óábyrgt að ganga í berhögg við það sem sjálfur framleiðandinn mælir með.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 5
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Bowtech » 13 Jun 2012 20:31

Fyrst að yfirskrift þessa þráðs er um vopnaval en ekki riffil, þá get ég ekki stillt mig um að setja þetta inn. Held að þetta væri málið. ;)
Diamond Marquis og Swhacker veiðioddur..
Viðhengi
diamond-marquis.jpg
diamond-marquis.jpg (38.91KiB)Skoðað 2719 sinnum
diamond-marquis.jpg
diamond-marquis.jpg (38.91KiB)Skoðað 2719 sinnum
4dc2df7ca7ced.jpg
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Jun 2012 20:52

Hann vekur allavega hroll :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af skepnan » 13 Jun 2012 23:07

Já, ekki vildi ég mæta þessum oddi í dimmu húsasundi :shock:
Virkilega gerðarlegur bogi EN í helv.... camo litum :evil: :lol: :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 5
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Bowtech » 13 Jun 2012 23:33

Þú getur verið öruggur í bili Keli það er ekki heimilt að flytja þennan odd inn en það má flytja þessa inn þar sem þeir eru ætlaðir til að skjóta í mark hverskonar og þeir eru jafn oddhavssir en ekki með blöðum jafnbeittum og rakvélablöð
Viðhengi
images.jpg
images.jpg (5.69KiB)Skoðað 2695 sinnum
images.jpg
images.jpg (5.69KiB)Skoðað 2695 sinnum
MartinFieldPoint.jpg
MartinFieldPoint.jpg (9.71KiB)Skoðað 2695 sinnum
MartinFieldPoint.jpg
MartinFieldPoint.jpg (9.71KiB)Skoðað 2695 sinnum
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

samuel83
Póstar í umræðu: 1
Póstar:6
Skráður:10 Jun 2012 14:28

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af samuel83 » 13 Jun 2012 23:59

Væru þessir match oddar ekki passlegir í rjúpuna?

Örugglega ósköp huggulegt að rölta um hálendið okkar með boga á öxlinni
í staðin fyrir þungu leiðinlegu pumpuna mína (stoeger).

Fyrir gefið útúrdúrin, vona að ég hafi ekki unnið skemmdir á þráðnum
með þessari hugleiðingu minni.
Bestu kveðjur

Samson Bjarni

ragnarfr
Póstar í umræðu: 3
Póstar:8
Skráður:30 May 2012 22:57

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af ragnarfr » 14 Jun 2012 08:41

Sælir Konnari.
Fann það á spjallborði Snipers Hide
http://www.snipershide.com/forum/ubbthr ... er=2997077

Ég vill taka fram að það er ástæða afhverju ég er að kanna þetta hérna hjá ykkur.
Með kveðju
-Ragnar Franz

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Jun 2012 08:59

Það er rétt hjá Ragnari að markkúlur eru notaðar til veiða af sumum sérstaklega í USA og er hægt að finna heilmikið um það á t.d. www.longrangehunting.com

Sierra MK virðast þó koma betur út en Scenar almennt að sögn þeirra sem nota þessar kúlur. Berger VLD kúlurnar teljast sem veiðikúlur ( merkta sem slíkar ) enda hafa þær sannað gildi sitt til veiða. Hérna er ég að tala um að sem ég hef lesið á þessum vefum þannig að það er nóg af heimildum um þetta. Er ekki að hvetja til notkunnar á þessum kúlum end eru þær ekki ætlaðar til veiða.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af iceboy » 14 Jun 2012 10:20

Eru þessar mark kúlur ekki harðar kúlur?

Alveg sama hvað þeir gera í ameríku hreppnum þá eru nú reglur hérna um hreindýraveiðar.

11. gr.
Til veiða á hreindýrum má einungis nota riffla með hlaupvídd 6 mm eða meira. Kúluþyngd skal ekki vera minni en 6,5 g (100 grains) og slagkraftur ekki minni en 180 kgm (1300 pundfet) á 200 metra færi. Veiðikúlur skulu vera gerðar til veiða á stærri dýrum, þ.e. þenjast hæfilega út í veiðibráð. Óheimilt er að nota sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla við hreindýraveiðar. Fyrir upphaf veiðiferðar skal gengið úr skugga um að riffill sé rétt stilltur.

Þarna er talað um að kúlan verður að þenjast hæfilega út og ég get nú ekki séð að harðarkúlur geri það.

Og annað, er örin úr boganum með þennan slagkraft sem til þarf á 200 metrum?
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Jun 2012 10:32

Ég þekki ekki eiginleika þessara mark kúlna en þetta með bogan mun Indriði svara þér öruggleg með.
En persónuleg efast ég um það en ég veit að ef bogveið verður leyfð þá verða settar mikklu meiri kröfur á bogveiðimenn en okkur riffilskytturnar.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

konnari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af konnari » 14 Jun 2012 11:45

Þegar lítil antilópa er skotin með 250 gr. kúlu úr .338 Lapua Magnum á 600 eða 882 metrum eins og þessi gaur er að gera þá þarf ekki að spyrja að leikslokum fyrir antilópuna. Persónulega finnst mér þetta ekki til eftirbreytni enda ekki allra að getað framkvæmt slíkt skot burtséð frá kúluvalinu.....mér finnst þetta komið út í hálfgerðan tölvuleik frekar en veiði að skjóta á svona rosalega löngum færum enda fylgir það ekki sögunni hversu mörg skot hann þurfti til að hitta ! En ég er ekki að dæma einn eða neinn....hver og einn hefur þetta bara eins og honum sýnist.

Annað sem er líka athyglisvert í þessum þræði er að þeir vara við að geta lent í því að markkúlan opnist ekkert.... það komi bara lítið gat inn og út ! Hmmmmm.....ein ástæða fyrir því af hverju ég nota ekki markkúlur í veiði 8-)
Kv. Ingvar Kristjánsson

ragnarfr
Póstar í umræðu: 3
Póstar:8
Skráður:30 May 2012 22:57

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af ragnarfr » 14 Jun 2012 13:23

Fyrir mitt leiti þá finnst mér þetta vera allt of löng færi.
Ég fer líklegast í sierra gameking eða sambærilega kúlu þar sem ég þekki þær.
Ég vill ekki að dýrið þjáist ef ég hittnin hjá mér myndi eitthvað klikka(þ.e.a.s. ef t.d. kúlan myndi ekki opnast og fara bara í gegn).
Ég ákvað þó að spyrja ykkur hvað ykkur finnst um þessar kúlur.
Ég og mitt Veiðisiðferði förum ekki í löng færi né í skotfæri sem gætu klikkað, dýr ber að aflífa strax ekki leyfa því að særast, reyna að flýja og þjást, það er eitthvað sem ég vill ekki taka áhættu á.
Með kveðju
-Ragnar Franz

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Jun 2012 14:34

Það ber að hafa í huga með kúlur, og þá af öllum gerðum að þær virka bara eins og þær eiga að gera á ákveðnu hraðabili. Flestar kúlur opnast ekki undir ákveðnum hraða og/eða splundrast áður en þær hitta á of miklum hraða. Þetta verður að hafa í huga, sérstaklega hjá þeim sem eru eitthvað að spá í lengri færi eins og þeir á longrangehunting. Berger VLD hunting kúlurnar eru þær kúlur sem hafa eiginleika markkúlna, nákvæmar og með háan BC stuðul en eru einnig góðar á veiðar, þ.e. opnast vel ef þær eru á réttum hraða.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 5
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Bowtech » 14 Jun 2012 22:43

Með boga hámarks fjarlægð í skóglendi 20-40m, á opnu svæði allt að 70m hámark.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 7
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af E.Har » 15 Jun 2012 13:51

Ég hef séð tarf skotin með 416 rem.
Hörð kúla rúllaði í gegn fundum hvorki inn né útgat fyrr en við fláningu.
Kúlan er svipað breið og sveppuð 6 mm Ekkert að því að nota hana.

Ég hef séð dýr snirtilega skotin með "plastodd" ballastictipp.
Mjög löng færi ekkert útgat lungun í tættlum.
Ég hef flegið dýr eftir 6,5*55 btipp kúlu stutt færi fór í gegn óverulegar skemdir.

Ég hef séð ballastictipp springa í bógi á innleið og allt skemt!

Ég hef séð bondaðar kúlur úr 300 cam rifna snemma og skaðskemma dýr.

Ég reikna með að nota koparkúlur´sem sveppa hægt. Hugsað fyrir stærri brá-ð þar sem mínar hleðslur miða við færa allt að 350 m.

Ég hef orðið skilning með mönnum sem nota varmint kúlur. Séð fína vinnu eftir þær.

En vil ekki sjá markkúlu úr caliberi undir 338.
6-7 mm kúla sem smígur í gegn getur verið ávísun á vésin.

Aðalatriðið er staðsetning. Dýr sem er þverskotið um lungnasvæðið er í fínulagi, næstum sama hvaða kúla er notuð.

E
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara