Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Feb 2012 11:46

Jæja nú er búið að draga í hreindýralottóinu, eins og við köllum það. Menn misjafnlega ánægðir eins og gengur, en þetta er nu einu sinni takmörkuð auðlind, umsóknirnar verða sífellt fleyri með ári hverju. Ég vil að hreindýr verði flutt á fleiri svæði á landinu, til dæmis Vestfirðina, þaðmundi hjálpa að ná jafnvægi á framboð og eftirspurn.
Núna um 4300 umsóknir um rumlega 1000 leyfi og til dæmis yfir 600% ásókn í tarf á svæði 1og2.

Smá hugleiðing um vopnaval á hreindýraveiðum, sem helgast mest af áratuga reynslu á hreindýraveiðum og við leiðsögn.
Gamlir refir sem eru búnir að veiða og skjóta úr stórum rifflum svo árum skiptir og búnir að þróa með sér allskonar kúlur og hleðslur eru yfirleitt sjálfbjaga og geta skotið sitt dýr skammlaust og ekkert frekar um það að segja, þó gaman sé að stríða þeim á því ef þeir hafa aðra skoðun á getu kalibera en ég.
Nú eru margir nýjir og óvanir menn að hugsa um fyrsta eða annan hreindýratúrinn sinn tilvonandi eins og gengur.
Margir eru að spurja út í hvaða vopni reyndari menn mæla með, hvaða kaliberum, kúluþyngd og fl. og fl.
Við þessa menn vil ég segja, það er ekkert að því að byrja með ódýr vopn það er hið best mál einhvernstaðar verða menn að byrja, það er líka einu sinni svoleiðis að ef menn eru að fara þungvopnaðir til veiða í fyrsta skipti, skiptir vopnið litlu máli, það er nú einu sinni maðurinn fyrir aftan riffilinn sem skiptir öllu máli ,,veldur hver á heldur" segir máltækið og það á vel við í þessu efni.
Það skiptir meira máli hvernig menn búa upp í hendurnar á sér.
Ég mæli með tiltölulega léttum kaliberum með léttum kúlum sem þola mikinn hraða og hafa flatan feril.
Svo sem 6,5 í allskonar útgáfum, 2506 er snilldar alhliða veiðikaliber og 270 svo einhver séu nefnd, kaliber með milli 6 og 7 millimetra kúlu.
Það er vegna þess að þá þarf óvanur veiðimaður minna að hugsa um fall og fjarlægð sem kannski vanur veiðimaður hefur haft á hreinu í mörg ár.
Vindrek er ekki vandamál á svo stórt skotmark sem hreindýr er, við erum oftast á skjóta á þau á móti vindi og við þurfum ekki að ná neinum ,,bens rest fíling" þegar við erum á hreindýraviðum, það er nóg að drepa hreindýrið fljótt og vel.
Hreindýr eru ekki skothörð dýr og 100 graina kúla drepur öll hreindýr fljótt og vel sé hún sett á réttan stað, til dæmis hring sem er um það bil 50 cm. í þvermál á bógsvæðinu á hreindýri, þann hring ættu nú allir að hitta í vandræðalaust hafi þeir einhverntíman skotið af stórum riffli (jafnvel hinir líka) á annað borð.
Hafi menn hins vegar áhuga á að fara út í að keppa í skotfimi þurfa menn að hugsa á allt annan veg en þá ættu menn að leita sér ráða annars staðar en hjá mér, ég hef takmakað vit á þeirri skotfimi.
En til allra almennra veiða með riffli þarf ekki endilega dýrustu og vönduðustu rifflana þar eru ódýrir veiðirifflar góður kostur enda framleiddir til slíks.
Það sama á við um kíkirinn á vopninu, hann þarf bara að vera réttur, skiptir engu máli hvað hann heitir en það hjálpar að hann hafi að minnsta kosti 12x stækkun.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Feb 2012 14:19

Ég er sammál hverju einasta orði hjá þér
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Feb 2012 15:38

Það má víst með sanni segja að "veldur hver á heldur" í þessu sambandi. Persónulega tæki ég eitthvað öflugra en 6 mm kaliber. 243 er ekki að heilla mig neitt sérstaklega, og alls ekki með þungum kúlum, sem hann varla ber, sé tekið tillit til slagkrafts. 6,5 mm kúlur eru mjög heppilegar til þessara hluta, vafalítið 25 kaliber líka, þó ég hafi ekki mikla reynslu af þeirri hlaupvídd. Þessa stundina nota ég 300 win mag. með 165 grs kúlu, og það kaliber hefur aldrei svikið mig. (Sako TRG) Á tti líka 6,5x284 Jalonen sem er mjög gott líka.
Nýliða hvet ég til að velja eitthvað öflugra en 6 mm og hugsa þá einkum til 6,5mm kúlna eins og ég nefndi áður. Nú.. um 308 ætla ég ekkert að ræða. Það höfum við Sigurður nokkrum sinnum gert, en í aðalatriðum er ég sammála honum.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Feb 2012 16:00

Já ég er alveg sammála Gylfa, 243 er of lítið fyrir byrjendur sérstaklega með þungum kúlum vegna þess að 100 graina kúla er þung kúla í 243 þú hún sé lett í kaliberin sem ég nefndi áðan. Hins vegar er 243 allt í lagi í vargskytterí með minni kúlunum, ég átti 243 í mörg ár svo ég veit að hann hefur ákveðnar takmarkanir hvað hreindýraveiðar varðar.
Ég er sammála Gylfa að hvetja nýliða til að fá sér eitthvað öflugra en 6 mm kaliber, samanber það sem ég skrifaði hér ofar.
Nei sammála, tölum ekki um 308, þeir eru góðir til síns brúks en svolítið flóknir fyrir byrjendur að mínu áliti, samkvæmt minni reynslu!
Já Gylfi, þú ert flottur með 300 win mag. (Sako target) sem og margir með það kaliber sem eru búnir að veiða lengi. En er það ekki dulítið ,,overkill" fyrir byrjendur?
Sammála, 6,5-284 klikkar ekki, sérstaklega ekki Jalonen!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Mar 2012 11:42

Flottur pistill hjá þér Sigurður!
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 7
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af E.Har » 27 May 2012 23:53

Sammála að ölluleiti.

Svo er sitt hvort græjan sem leiðsögumaður þarf og veiðimaður.
Það kemur ekki að leiðsögumanni fyrr en allt annað hefur brugðist og færið og aðstæður orðnar einkennilegar. En til veiða á Íslandi, sæmilega flatt, 6,5-7mm cal og yfirveguðskytta. ;-)

E.Har
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 May 2012 00:04

Sæll Einar, gaman að sjá þig hérna, varst þú orðinn eitthvað leiður þarna hinumegin :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 7
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af E.Har » 28 May 2012 00:12

Jamm hef svo sem lesið hér og læðst um ;-)
Fonnst menn vera málefnalegir hérna.

E.Har
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 7
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af E.Har » 28 May 2012 00:14

p.s takk fyrir hjálpina með 6,5-284.
Hann er að skjóta þokkalega veð 95 gr v-max.
Á eftir að mæla hann en er sáttur.

E
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 5
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Bowtech » 28 May 2012 09:30

Ég er sammála Sigurður um að það þarf ekki dýra riffla til að klára verkið. Ég t.d fékk mér þann ódýrasta sem ég fann og er bara sáttur við hann, en ég hef aðeins þurft að dutla við hann og það hefur mér fundist gaman og nú er maður að finna út í rólegheitum hvaða hleðsla gengur best.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 May 2012 09:38

Hvernig riffil fékkst þú þér Indriði?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 5
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Bowtech » 28 May 2012 09:46

Mossberg Atr 100 .308 Heilbeddaði og þyngdi sjálfur þar sem að plast skeptið var frekar svagt. Og er mjög sáttur við gripinn eftir það. Er með í láni kíki og hef verið að horfa eftir ódýrum til kaups.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 May 2012 09:59

Já er Mossberg svona ódýr, þekki þá lítið, en hef kynnst 710 og 770 Remington vel og þeir eru að koma vel út þegar búið er að klappa þeim aðeins eins og þú gerðir við þinn, svo hafa Savage og Howa verið að koma vel út líka.
Það var til dæmis Howa sem vann skotkeppnina Refur 2012 hjá SKAUST þó þar væru ýmis merki í boði :)
Þegar upp er staðið veldur alltaf hver á heldur :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Spíri » 28 May 2012 11:02

Ég er með smá valhvíða varðandi hvaða vopn ég á að taka með mér núna í haust. En ég hef úr nokkrum að velja 243,6mm284, 6,5x55, 308,30.06 300wsm og svo 300win mag. Eftir að vera búinn að velta þessu talsvert fyrir mér þá held ég að það verði 6,5x55 sem fái að koma með og kanski 300winmag til vara (ef útlit er fyrir mjög langt færi). Ekki kemur til greina að taka 243 eða 6mm284 vegna lágmarksþyngdar á kúlunni, finnst 100grs kúla of þung fyrir 243 og hef ekki hug á að fara að setja svo þunga kúlu í 6mm284. Ástæðan fyrir að velja 6,5x55 er sú að einhverra hluta vegna gríp ég hann alltaf með mér þegar ég er að fara að veiða og þar af leiðandi tel ég mig þekkja hann mjög vel. Kúlan sem ég ætla að nota er Nosler Bst 120grs. og hefur kúlu umræðan á öðrum þræði hérna á spjallinu sannfært mig ennfrekar um að nota þessa kúlu ;) En þess ber að geta að þau hreindýr sem ég hef fellt sem eru orðin tvö voru bæði felld með 300wsm og fannst mér það cal svoldið "overkill" á þeim færum sem þá voru í boði, 120-200 metrar, en vissulega eru færin mjög mismunandi.
En kanski til gamans hvað mynduð þið taka af þessum cal sem ég hef úr að velja????
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 May 2012 11:27

Ég mundi nota 6,5x55 og setja í hann 100 gr. ball. tip kúlu og hafa 300 WSM til vara með til dæmis 150 gr kúlu en ég mundi prufa í hann 125 gr. og jafnvel 110 gr. og sjá hvernig hann stabíliserar þær.
120 gr. kúlan er að vísu nokkuð góð í 6,5x55 en það er ekki hægt að koma henni eins hratt og 100 gr kúlunni, síðan skemmir 100 gr. kúlan örugglega minna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 7
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af E.Har » 28 May 2012 11:31

6,5*55 eða 300 wsm. Þann sem þé likar betur við og setur betur.

Í raun duga allir í vopnabúrinu vel. 6 mm sleppur alveg.
Ef þú ert að fara á svæði þar se mikið labb þá skiptir þingdiin máli.
Annars baa þann sem þú treystir best.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Spíri » 28 May 2012 11:49

Í fyrra voru það einmitt 6,5x55 og 300wsm sem fengu að fljóta með austur, en einhverra hluta vegna tók ég 300wsm með á veiðarnar. En ætla að fara eftir Sigurði veiðimeistara og prufa mig áfram með 100grs bst kúluna, er svo ekki bara málið að skjóta í hausinn :D Það sekmmir ekki kjötið ;)
Viðhengi
DSC00828.jpg
DSC00828.jpg (12.07KiB)Skoðað 3382 sinnum
DSC00828.jpg
DSC00828.jpg (12.07KiB)Skoðað 3382 sinnum
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 7
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af E.Har » 28 May 2012 14:09

persónulega er ég ekki hrifin af hausskotum.
Mesta vésn sem menn lenda i er að dýr lítur upp og kjálkinn er af.
Vambað legst, flest önnur akkera þau niður.

En ef færið er stutt all kyrt, helst lyggjandi og skittan yfirveguð þá ok.

Annars hef ég verið ad fikta aðeins í 125 grein ballastictip á tæplega 3700 fetum á 300 wsm
Svona hratt og flatt. Myndi samt ekki velja það á hreindýr ennþá.

En bara það sem þú fílar best.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 May 2012 14:40

Spíri, það er allt í lagi að skjóta í hausinn ef menn treysta sér til að hitta.
Einar, þar kemur til galdur Nosler ballistic tip, hittir þú í haus á hreindýri með 100 gr. ball.tip á yfir 3000 fetum, fer hausinn nánast af, sama hvar þú hittir í hann, þó þú sért niður á kjálka naumt meira að segja, steinliggur dýrið samt.
Það eru kúlurnar sem sveppast og skotið er á litlum hraða, svo sem soft point sem eru hættulegar á haus, þannig kúlum leyfi ég aldrei að skjóta á haus.
Að vísu þegar kúlur eru komnar upp í 250-300 grain er svosem sama hvar þær hitta í hausinn, en þá þarf maður bara að komast svo nálægt til að hitta, þetta eru oft svoleiðis bananaskot!
Einu kúlurnar sem ég leyfi hausskot með eru Nosler ballistic tip og accubond og V-MAX og reyndar allar plastoddskúlur sem sundrast.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Hugleiðing um vopnaval til hreindýraveiða

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 28 May 2012 20:44

Fjórar beljur og einn kálf hef ég á samviskunni. Öll dýrin skotin á 100 - 180 metrum með 6,5x55. Öll skotin í hjarta og lungnasvæðið með 125gr nosler partiction. Fyrir utan beljuna í fyrra sem féll fyrir 120gr nosler BT. Ekki var neinum skemdum fyrir að fara eftir BT kúluna og beljan féll á nokkrum sekúntum.

Einna helst 2010 kýrin sem var lengi að detta. Var ég farinn að ókyrrast ögn, en Veiðimeistarinn fullvissaði mig um að þessi væri ekki að fara neitt :)
Myndin hér að neðan sýnir einmitt Veiðimeistarann laumast að dýrinu með hnífinn (sem sonur minn var nýbúinn að gefa mér) á lofti.
Partiction kúlan hafði farið góða leið í gegnum lúgnasvæðið, en flís úr henni virtist hafa farið á flakk og gert smá gat inn í kviðarholið. Það var auðvelt mál að skola, og kom ekki að sök.
Hreindýraveiði 2010 011.jpg
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

Svara