Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 28 Sep 2014 16:19

Sæll Veiðimeistari og takk fyrir síðast.

Í seint í gærkveldi var logn á Reykjanesi og notaði ég tækifærið til skotæfinga.
Mér er það minnisstætt þegar við áttum spjall um lengri færi og talið barst að því hvernig mönnum hættir við að yfirskjóta sé miðað fyrir ofan dýrin.

Til að fyrir byggja það er ráðlegra að miða efst á herðakamb. Ég var að nota Ellingsen skotskífur sem þú væntanlega kannast við og fallið er 30sm á þeim riffli sem ég var að nota í gærkveld.

Hann er stilltur á 100m.

Skífan er talsver smærri en Hreindýr en ég velti því fyrir mér hvað það munar miklu og miðað við kú?

Öll skot voru undir dýrið á skífuni og þar sem ég hef ekki hreindýr á milli handa dagsdaglega til samanburðar leita ég til Veiðimeistara.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Gunson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:36
Skráður:03 Jul 2012 09:05

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Gunson » 10 Oct 2014 18:08

Góðan daginn, góðar skyttur.
Svei mér þá, ég verð að segja mina skoðun hér umbúðalaust. Sveinbjörn í Ellingsen er búinn að þráspyrja Veiðimeistarann um ráð, en fær engin. Mér er fyllsta alvara með því að segja; Ja nú er Veiðimeistarinn ráðalaus! Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, og á það sannarlega við hér og nú. Við einfaldri spurningu fæst ekkert ráð, engin svör og ljóst er að Veiðimeistarinn liggur undir feldi og hugsar hvernig hann eigi að svara spurningunni frá Sveinbirni. Kannski heldur hann bara fyrir eyrun og hugsar í hljóði; ,,ekki meir ekki meir". Hann er nýkominn úr Ameríkuhreppi, í nýjum felugalla, svo það er ekki auðvelt að koma auga á hannn á förnum vegi. En það má heyra skóhljóð. Kannski sviptir hann sér nú undan feldinum og kemur með svarið sem Sveinbjörn er búinn að bíða svo lengi eftir. Hvernig var annars spurningin??? Spyrja fyrst, skjóta svo, eða var það öfugt!!?
Kveðja Sigurður Rúnar Ragnarsson, Remingtonstræti 308 í Hjartastað
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af karlguðna » 10 Oct 2014 19:12

:lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: GÓÐUR :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:

JÁ KANNSKI HEFUR KALLIN ENGIN SVÖR '??????
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 10 Oct 2014 21:07

Sælir piltar.

Það er nú ekki alveg þannig að Veiðimeistarinn sé ráðalaus.

Nú vill svo vel til að Meistarinn átti leið um borg óttans á för sinni til Ameríkuhrepps og í framhaldi af því kom það til tals að Sigurður Veiðimeistari yrði í Ellingsen til skrafs og ráðagerða.
Verður það auglýst nánar þegar nær dregur.

Að sjálfssögðu með fyrirvara um blessun drottins því að hann hefur ávalt síðsta orðið.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af karlguðna » 10 Oct 2014 21:48

haha ,,,já Svenni ,,Guð á alltaf síðasta orðið..... "ef Guð lofar " er nefnilega í fullu gildi,,, það væri gaman að sjá kallinn í einhverri auglýsinga herferð !!!!!!!!!!! :shock: :shock: :shock: :D :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2014 15:59

Jæja félagar nú er ráðagóði Veiðimeistarinn kominn aftur heim á klakann úr Ameríkuhreppi þar sem ég dvaldi um viku tima frá 1. til 8. oktober.
Tók Laufskálrétt með i ferðinni svo þetta frí frá spjallinu er rúmlega hálfur mánuður ef mér skjöplast ekki.
Já Sveinbjörn, það stendur nú ekkert um hvaða kaliber þú hefur verið að leika þér með þennan eina logndag sem komið hefur á Reykjanesinu í ár heheheehe.....
Árangrinum virðist svipa til þess að þú hafir verið með ónefnt kaliber sem ég hef löngum kennt við bananalýðveldi.....allavega virðist skotmarkið hafa verið of lítið fyrir verkfærið sem þú notaðir.
Það er margt langt síðan þú skaust á mig þessari spurningu og hef ég víða ratað um heiminn síðan........enn mig dreymdi einhvernstaðar á þessum ferðum mínum að þú hefðir verið með 6,5x55 þennan vandfundna logndag á Reykjanesinu í áliðnum septembermánuði síðasliðnum.
Þá er svarið einfalt, þú hefur verið með of þunga kúlu sem hefur ferðast fyrir þig á allt of litlum hraða!!!!
Þá er bara tvennt til ráða, þrjóskast með apparatið sem þú hefur svo búið upp í hendur þínar og stækka skotmarkið........er ekki einhvernstaðar til hlöðuveggur fyrir ykkur þverhausana þarna á suðurnesjunum :lol:
Eða hitt, sem mér lýst miklu skár á, að létta kúluna (ég klíp stundum aftanaf kúlunum með stóru klíptönginni hans föður míns ef mér finnast kúlurnar of þungar) og auka á henni hraðann með að bæta púðri í baukinn 8-)
Já nafni minn Gunson, sem gengur á guðs vegum. Ég er sloppinn undan feldinum, náði að snúa mig af konunni, en sárt var það, þar sem hún hafði svo fjári gott hreðjatak á mér þar undir, enda ég hálf fatalaus áður en ég náði að fylla upp í fataþörf mína þarna í Ameríkuhreppi og eignast enn fleiri flíkur í mínum stíl.
Já, ef menn hafa ekki tekið eftir því þá á ég minn eigin fatastíl, versla eigi föt nema sérstaklega hönnuð fyrir mína kunnu smekkvísi á litum og yfirbragði, merkjavöru að sjálfsögðu helst merkta Cabilas ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af gylfisig » 12 Oct 2014 16:54

Ummm... það var komin uppástunga um það lika, hvort það ekki heppilegt að skipta um lit á baggabandinu, sem er á ská yfir öxlina á veiðimeistaranum, og heldur uppi veiðihnífnum stóra. Kannski minni líkur á að löggan á Akureyri tæki eftir áðurnefndu baggabandi, ef það væri i felulitum, þegar Siggi þarf næst að leggja leið sína um verlanir í Glerártorgi :D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 12 Oct 2014 17:51

Það var 6,5x55 og það sem meira er að í gærkveld og síðustu nótt dúraði og náðist þá ágætur samanburður á 2506 með 85gr og 6,5x55 með 123SST.

Það er troðið ágærlega í bæði hylki án þess að sleppa sér í vittleysu.

Það er ótrúlega lítil munur á falli þrátt fyrir léttari kúlu og stærri bauk. EN er 2506 líklegri til að rata í mark á lengri færum.
En það sem verra var er að félagi minn var að hausskjóta skífuna með 308 og náði þokkalegri grúbbu á 300m.

Því verð ég að endurskoða alla þá trúarbragðafræðslu um caliber sem á borð hefur verið borin.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 12 Oct 2014 22:07

Sveinbjörn skrifaði:Til að fyrir byggja það er ráðlegra að miða efst á herðakamb. Ég var að nota Ellingsen skotskífur sem þú væntanlega kannast við og fallið er 30sm á þeim riffli sem ég var að nota í gærkveld.
Þó það vefjist ekki fyrir Veiðimeistaranum að gefa ráð vaðandi þetta fall þá þætti mér fróðlegt að vita hvað kúlan var búin að ferðast langt þegar umræddu falli var náð og kannski upphafshraða ásamt kúlugerð og þyngd. :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2014 22:25

Jenni minn það er nú algert auka atriði, skooooo....aðal atriðið er, HHF sem stendur fyrir, heitt, hratt, flatt :)
Andstæða KHB, kalt, hægt, bogið :(
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 12 Oct 2014 22:41

Veiðimeistarinn skrifaði:skooooo....aðal atriðið
að kúlan sem þú ert að skjóta úr riflinum þínum hefur fallið um 30 cm eftir 320 metra flug ef riffillinn er núllaður á 100 metra.

Og þar sem ekkert kom fram um hvaða hylki væri að ræða og 6,5x55 er fráleitt fallinn um 30 cm eftir 200 metra ef hann er núllaður á 100 þá skiptir þetta svolitlu máli. :D :D :D
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2014 22:55

Jenni minn, mér finnst þú flækja málin óþarflega mikið :!:
HHF versus KHB.............................einfalt ekki satt :?:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 12 Oct 2014 23:12

Veiðimeistarinn skrifaði:Jenni minn, mér finnst þú flækja málin óþarflega mikið
Kannski er þetta rétt hjá þér verst að ég get ekki prófað að skjóta eftir útreikningunum mínum versus því að þú skjótir í humátt fyrr en ég kem í land þar sem ég er nú á Ísbjarnaslóðum og áætla að vera þar fram í nov en eftir það er sjálfsagt að skoða þetta nánar.
Veiðimeistarinn skrifaði:HHF versus KHB.............................einfalt ekki satt
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 12 Oct 2014 23:18

Svona til að hafa þetta rétt þá stilli ég mína riffla oftast 4-6cm yfir á 100m

Það gefur svigrúm til að vera laus við útreikniga á 200.

fallið á 123gr SST kúlu er því um 30cm á 300m +-
Fallið á 2506 85gr er um það bil 20cm á 300m +-

Það sem mér hefur komið mest á óvart við þessar haustskotæfingar er hvernig mismunandi púður bregst við 2506.

Þá er ég ekki að tala um grúbbur eða fall. td er minn 2506 mjúkur á öxl með N165.
Harður og hoppandi með N560
og eitthvað þar á milli með öðrum púðurgerðum sem kend eru við USA.


En rétt að geta þess að það eru nokkuð mörg ár síðan ég stundaði veiðar með riffli og er þetta þá meira til gamans gert.Í besta falli eitt til fjögur tófugrey á ári þegar svo verkast.

222rem er það kaliber sem mér finnst skemtilegast að veiða með og í hann set ég 40gr Varmint kúlu og þar sem hylkið er nú ekki rúmáls mikið er það nýtt til fulls í þeirri hleðslu sem ég hef verið með í einn ákveðinn riffil.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Nú vantar ráð frá Veiðimeistara

Ólesinn póstur af sindrisig » 13 Oct 2014 00:27

Hvernig væri að setja rétta skammstöfun á þetta: KHB... og KEA...

Síðan er hornafallafræðin fín þegar skotið er uppundir og niðrá kvikindin. Ástæðan fyrir því að skotið er undir dýrið ofan af fjalli er að kúlan fellur ekkert undan en skyttan reiknar kannski með því.

Þið snillingarnir finnið út úr því með annari.

kv.
Sindri
Sindri Karl Sigurðsson

Svara