Hvernig fjölgum við hreindýrum á Íslandi

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Hvernig fjölgum við hreindýrum á Íslandi

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Mar 2012 12:04

Smá hugleiðing varðandi hvernig mér finnst að eigi að fjölga hreindýrum á Íslandi.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við erum með of fá hreindýr á Íslandi, umsóknum um hreindýraveiðileyfi fjölgar með ári hverju nú síðast sóttu 4320 einstaklingar um að veiða 1009 hreindýr á næsta veiðitímabili.
Til þess að koma á móts við þessa eftirspurn finnst mér að það þurfi að fjölga hreindýrum á Íslandi. Ég vil byrja á að flytja hreindýr á Hornstrandir þaðan sem þau gætu dreift sér um Strandir og Vestfirði.
Ég held líka að það væri affararsælast að flytja hreindýr þangað inn frá Grænlandi, það eru engir sjúkúdómar í dýrunum þar, þá eru menn lausir við hættuna af að flyrja sjúkdóma milli landshluta eins og notað hefur verið í rök um að flytja ekki hreindýr þangað vestur hér að austan.
Það væri hægt að byrja smátt til að auðveldara væri að halda utan um þetta og fella stofninn strax í byrjum ef eitthvað kæmi upp á sem mönnum litist ekki á.
Stefá Hrafn hreindýrabóndi á Grænlandi sagði mér að þumalputtareglan væti að það væri hægt að tífalda stofninn á 10 árum.
Það þíðir að 50 hreindýr ættu að geta orðið 500 hreindýr á 10 árum og þá 200 hreindýr að 2000 og svo framvegis!
Til þess að af þessu geti orðið verða landeigendur þarna fyrir vestan að bindast samtökum og þrýsta á stjórnvöld um að af þessu megi verða, einnig er rétt að við veiðimenn og áhugamenn um hreindýraveiðar leggi sín lóð á vogaskálarnar.
Viðhengi
IMG_6844.JPG
Hreintarfar á Grænlandi
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 04 Mar 2012 23:03, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvernig fjölgum við hreindýrum á Íslandi

Ólesinn póstur af Gisminn » 03 Mar 2012 13:48

Mér finnst hugmyndin góð en þetta er slagur sem er svakalega erfiður.
Því rök þeirra sem leggjast á móti svona tllögum verða allavega þessi.
Hreindýr virða ekki varnarlínur og sækja sjúkdóma frá smituðum svæðum.
Hreindýr eyðileggja girðingar.
Innfluttningur lifand dýra er bannaður ef það er talið að það geti haft áhrif á dýrastofna hérlendis.
Hagsmuna aðilar fyrir austan munu sennilega setja mikinn þrýstng á að stoppa svona í fæðingu.
Þetta er það fyrsta sem mér datt í hug að þeir sem vija fjölga dýrum og veiðisvæðum þyrftu að glíma við.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hvernig fjölgum við hreindýrum á Íslandi

Ólesinn póstur af oliar » 03 Mar 2012 15:04

Ég er mjög hlyntur því að bæði fjölga dýrunum á Íslandi og orfi þess vegna mest á Hornstrandir/Strandir og vestantil Barðaströnd í þeim efnum og einnig eru svæði á Tröllaskaga sem gætu borðið vænar hjarðir. Sauðfé það hefur fækkað umtalsvert á þessu svæði síðustu áratugina og sums staðar hafa allar girðingar verið fjarlægðar og eða eru í mikilli niðurníslu, þannig að ég hef nú minnstar áhyggjur af því og eins og sumir fyrir vestan hafa sagt um að þau muni ekkert tolla á svæðinu.... það er bara fólk sem ekkert veit um kjörlendi hreindýra, ekki það að ég sé einhver sérfræðingur :-)
Hins vegar er það svo að Grænlennsku dýrir eru ekki alveg laus við óværu (skal ekki fullyrða að svo sé allstaðar) en þar er fluga sem verpir undir húð og lirfan vex þar og dafnar þar til hún kleggst og svo koll af kolli. Þetta ku valda gríðarlegu áreyti hjá dýrunum.
Þetta skorkvikindi kom með húsdýrum flutt inn frá Danmörku þannig að ekki vill sé sjá þau dýr hér.
Ef ekki er hægt að notast við dýrin að austan, þá eru líklega dýrin á Svalbarða næst besti kosturinn, því þar eru mjög litlar líkur á að snýkjudýr fylgi með það sem umhverfið er enn harðbýlla en hér. Hugsanlega gæti þeim stafað hætta að íslensku dýraflórunni !!!!!
Þannig myndi ég mæla með 200 dýra, vel samsettri hjörð á norðanverðar Strandir í fyrstu :-)
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvernig fjölgum við hreindýrum á Íslandi

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Mar 2012 18:16

Já ég veit um fluguna, þetta er moskito fluga sem verpir undir húð dýranna á Grænlandi. En það þarf ekki að fá hana með dýrinum verði þau flutt til landsins.
Þegar ég var úti á Grænlandi hjá Stefáni var það í oktober en þá er flugan búin að klekjast út úr púpunum og ekkert lengur undir húðinni til að koma með til Íslands og til að vera alveg viss er hægt að sprauta dýrin með alhliða sníkjudýrabólefni eins og gert er við allt sauðfé sem flutt er milli landshluta í fjárskiptum, þá getum við verið alveg vissir um að engin óværa komi með þessum dýrum frá Grænlandi.
Aðal röksemdin fyrir að flytja þessi dýr frá Grænlandi frekar en frá Svalbarða er að dýrin á Svalbarða eru miklu minni.
Einnig væri gott að hafa vestfirska stofninn af öðru kyni til þess að hægt væri í framtíðinni að kynblanda stofnana fyrir austan og vestan með óskyldu blóði til að koma í veg fyrir skildleikarækt !
Viðhengi
IMG_6846.JPG
Fleiri hreintarfar á Grænlandi
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Hvernig fjölgum við hreindýrum á Íslandi

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 08 Mar 2012 22:04

Sæll Sigurður.
Þetta eru áhugaverðar hugleiðingar og tímabært að setja kraft í þessa umræðu. Það hljóta allir að vera sammála því að beitarálag er hverfandi, svo að af fæðu ætti að vera nóg.

Annars geri ég ráð fyrir að þú munir gæda mig á Vestfjörðunum eins og fyrir austan þegar þar að kemur.
Þú færð reyndar frí frá okkur Borgfirzku feðgunum þetta árið þar sem við lentum aftarlega á merinni í úrdrættinum.

Kveðja Óli
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

Svara