Verða veiðar 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland
Verða veiðar 2015

Ólesinn póstur af gkristjansson » 12 Jan 2015 21:40

Sælir félagar,

Hefur einhver heyrt eitthvað um hvort eða hvenær kvótinn fyrir 2015 verður gefinn út og hvenær verður opnað fyrir umsóknir?

Ég man að í fyrra þá var þetta í enda Janúar með bara nokkurra vikna umsóknartíma, verður það sama uppi á teningnum í ár?

Bara forvitinn.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Verða veiðar 2015

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 13 Jan 2015 00:50

Þetta hefur verið svona undanfarin ár, svo þú mátt búast við svipuðum tíma.
Síðast breytt af Sveinbjörn V þann 13 Jan 2015 01:27, breytt í 1 skipti samtals.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Verða veiðar 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jan 2015 01:20

Já, Guðfinnur mínar heimildir segja það sama, opnað fyrir umsóknir seint í janúar og umsóknarfrestur til 15. febrúar :?
Þetta hljómar allt svona ,,copy paist" frá síðasta ári, hvað sem öllu regluverki líður :o

Fjöldi veiðleyfa svipaður og undanfarin ár, ívið fleiri kýrleyfi en í fyrra samt og aðeins fleiri leyfi í nóvemberveiði en þá, spái ég 8-)

En hafa ber í huga ,,enginn er spámaður í sínu eigin föðurlandi", eins og þar stendur :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Verða veiðar 2015

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 13 Jan 2015 21:46

það er nokkuð ljóst að einhverjir ætla að sækja um veiðileyfi og eru menn farinir að spá í búnað og annað sem við á.

Auk þess hef ég verið inntur eftir því hvort að Veiðimeistarinn sé væntalegur á svæði 101 Reykjavík til þess að mæla með vörum.

það er ekki ólíklegt að það verði 6-hjól í camo til sýnis með hækkandi sól alveg sérstaklega fyrir Veiðimeistara.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

valdur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Verða veiðar 2015

Ólesinn póstur af valdur » 14 Jan 2015 10:44

Vegna þess að síðasti ræðumaður minntist á sexhjól. Nú velti ég því fyrir mér hvers vegna enginn fer á venjulegu fjórhjóli til að sækja fellt hreindýr. Hvergi í reglugerðinni sem leyfir sókningu á vélknúnu ökutæki er tekið fram að hjólin sex, sem skylt er að séu undir slíkum grip, skuli vera á þremur öxlum. Nú er til dæmis alkunna að vörubílar eru gjarnan á sex hjólum en þau eru jafnan á tveimur öxlum og þykir eðlilegt.
Nú fyndist mér með öllu eðlilegt að einhverjir þeir sem hagsmuna ættu að gæta í þessum málum létu á það reyna enda alkunna hversu tveggja öxla dvergjeppar eru ódýrari en þriggja öxla og lítið kapítal í því að tvöfalda hjólin að aftan og jafnvel framan líka.
Mér datt þetta svona í hug.
Þorvaldur frá Hróarsdal

Svara