Hreindýr kvóti 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Jan 2015 11:05

Að mínu mati voru miklir hagsmunir fyrir veiðimenn að eyða upp falskri eftirspurn eftir dýrum og að flýta öllu ferli í kringum veiðarnar.
Hver er hagur veiðimanns að tarfur yrði hækkaður allavega tvöfalt með rökum um að það sé vel hægt sökum fjórfaldrar eftirspurnar eftir leyfum.Og þetta gert að ríkramanna sporti ?
Að mínu mati enginn !
Það verða altaf einhverjir ósáttir sama hvaða aðferð er beytt. Minni á tillögur um 20% staðfestingu við umsókn til að taka út lottóspilarana og endurgreiða þeim sem ekki fengju dýr og fjaðrafokið að einhver geymdi fullt af pening og græddi ógurlega á vöxtum.
Ps ég veit að þú ert ekki hræddur við að falla en klifar samt stanslaust á að við eigum að láta fallista ráða för ef ég skil þetta rétt og miða allt út frá þeim.
Hér er reglugerðin sem styðst við 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
REGLUGERÐ
um skiptingu arðs af hreindýraveiðum.
1. gr.
Umhverfisstofnun skiptir arði af sölu veiðileyfa og afurða felldra dýra að fenginni
umsögn hreindýraráðs. Skulu eingöngu þeir sem fyrir ágangi hreindýra verða á lönd sín njóta
arðsins. Við úthlutun veiðileyfa er leyfum skipt niður á ágangssvæði. Með ágangssvæði er átt
við nánar skilgreint svæði, þar sem ágangur hreindýra er svipaður á öllu svæðinu.
Úthluta skal arði á einstök ágangssvæði í samræmi við úthlutuð veiðileyfi á svæðinu.
Umhverfisstofnun gerir ár hvert tillögu til umhverfisráðuneytisins um fjölda og mörk ágangssv
æða að fengnum tillögum hreindýraráðs og Náttúrustofu Austurlands. Skal þar tekið mið af
dreifingu hreindýra á síðustu 10 árum, en tillit skal taka til breytinga á ágangi og dreifingu
hreindýra á undangengnu ári séu umtalsverð frávik milli ára.
Af hverju felldu dýri fara kr. 5.000 til ábúenda eða umráðenda, eftir atvikum, þeirrar
jarðar sem dýr er fellt á. Eftirstöðvar skiptast sem hér segir:
1. Á allar jarðir innan hvers ágangssvæðis sem verða fyrir ágangi (40%):
a. Samkvæmt fasteignamati lands, fjórðungur.
b. Samkvæmt landstærð (mæld eða flokkuð), þrír fjórðu hlutar.
2. Samkvæmt mati á ágangi (60%):
a. Lítill ágangur, 5%.
b. Nokkur ágangur, 10%.
c. Töluverður ágangur 25%.
d. Mikill ágangur 60%.
Heimilt er að hnika frá ágangi um allt að 5% ef veigamiklar ástæður mæla með.
Umhverfisstofnun metur ágang á einstakar jarðir með hliðsjón af ofangreindu að fenginni
umsögn Náttúrustofu Austurlands. Óheimilt er að láta arð af hreindýraveiðum ganga til þeirra
sem ekki heimila hreindýraveiðar á landi sínu.
2. gr.
Umhverfisstofnun skal leggja fram drög að úthlutunargerð til kynningar í viðkomandi
sveitarfélögum. Innan tveggja vikna geta landeigendur eða ábúendur gert skriflegar athugasemdir
við skiptingu arðs. Að þeim tíma liðnum metur Umhverfisstofnun þær athugasemdir
sem borist hafa og úthlutar síðan arði til þeirra ábúenda eða landeigenda þeirra jarða sem arðs
njóta. Úthluta skal hreindýraarði til ábúanda viðkomandi jarðar nema samkomulag sé um
annað við landeigendur eða ef ábúð er ekki á jörðinni. Tilkynna skal um úthlutun formlega og
tilgreina kærufrest.
Arður skal greiddur út fyrir áramót vegna síðasta veiðitímabils. Heimilt er að kæra
úthlutun Umhverfisstofnunar til umhverfisráðherra til úrskurðar.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað
og gildir fyrir ráðstöfun arðs sem fellur til frá og með árinu 2003 að telja. Jafnframt fellur úr
gildi reglugerð með sama heiti nr. 485/2002.
Umhverfisráðuneytinu, 2. júlí 2003.
F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.

En svona annar vínkill á þetta. Ég er búinn að sjá hvernig þú vilt ekki að þetta sé svonú langar mig að vita hvernig vildir þú Jenni að staðið yrði að úthlutun og greiðslum þannig að ust þurfi ekki að vera að endurúthluta leyfum nánast til enda tímabils með tilheyrandi veseni og óþolandi bið fyrir veiðimenn sem langar að komast á hreindýr.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 115
Skráður: 03 Oct 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Morri » 24 Jan 2015 12:03

Sælir

Já þeta er þá ennþá 30.júní. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hafa tímann enn rýmri til að fara í skotpróf. 1.ágúst, 15.ágúst eða eitthvað í þá áttina. Ég hef sjálfur verið í vandræðum með að koma mér í próf, vegna anna í júní. Það hefur sloppið til, en mér þætti betra að hafa rýmri tíma, ætti ekki að koma mikið að sök. Ég þarf að aka 200km til að komast í skotpróf.

Mér finnst fínt að borga leyfið í einni greiðslu 15.april. Það dreyfir bara kostnaðnum við þessar veiðar og vingsar frekar út þá sem ætla sér ekki á veiðar, bara gott mál.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 9
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 24 Jan 2015 12:30

Ég vill að það sé farið að lögum og sú gjaldtaka sem innheimt sé hafi lagastoð.
Hef ég verið að leggja til að gera þetta að ríkra manna sporti?
Gisminn skrifaði:Hver er hagur veiðimanns að tarfur yrði hækkaður allavega tvöfalt með rökum um að það sé vel hægt sökum fjórfaldrar eftirspurnar eftir leyfum.Og þetta gert að ríkramanna sporti ?
Ég get ekki séð að það eyði bið eftir endurúthlutun leyfa sem koma inn vegna fallina skotprófa þó rukkað sé fyrir allt dýrið fyrir 15 apríl þar sem það breytir engu í raun. menn borga og fyrir allt dýrið og fá svo 75% endurgreitt ef þeir falla eða af einhverjum ástæðum geta ekki mætt ef það tekst að endurúthluta leyfinu. það eina sem þetta brölt breytir er að umhverisstofnun fær rúmlega 1400 leyfi greidd fyrir 15 apríl sem þýðir að Umhverfisstofnun er að bæta í gjaldtöku sína um 3 mánaða vexti af 147.610.000 kr. án lagaheimildar

eins og ég bendi á hér
Jenni Jóns skrifaði:Við ákvörðun gjaldsins skal taka mið af kostnaði við vöktun hreindýrastofnsins og eftirlit og stjórn hreindýraveiða.
þá ætti þetta gjald að lækka við auknar tekjur UST vegna breyttra innheimtuaðferða.

Vissulega fælir þetta frá þá sem borguðu staðfestingargjaldið en tóku ekki leyfið, veistu hvað það er hátt hlutfall af þeim leyfum sem var endurúthlutað í fyrra?

Ég myndi vilja breyta lögunum þannig að menn þyrftu að borga umsýslugjald við úthlutunina þegar sótt er um leyfið.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Jan 2015 13:12

'eg man ekki nákvæmlega töluna en hún var um 350-370 sem borguðu staðfestingu og skiluðu og svo voru tæplega 350 sem borguðu að fullu og skiluðu. þett tvent var yfir 700 og er ég ekki búin að fá töluna sem hafnaði dýri strax eða lét líða allan frest og tapaði rétti það voru ófáir líka því miður
þú nefnir vextina sem eitthvað ægilega tölu
en miðað við afföllin hér að ofan þá skulum við leika okkur aðeins
700x135.000= 94,500.000 kr vextir 4%
94,500,000x0.004 = 3.780.000 þannig að á mánuði eru vextir 3,780,000/12 = 315.000.og þá í versta falli liggur allur 315 kallinn inni í 3 mánuði = 945.000kr
Ég var ekki að flækja þetta með að hafa 350 með staðfetinguna og kannski helming sem hefðu rétt á endurgreiðsluni eða tók ekki 25% af hinum 350 dýrunum sem væri þá hrein eign UST.
Hver ætli launakostnaður þessa tveggja aukamanna sem hefur þurft að ráða í 4 mánuði vegna endurúthlutana og umsýslu sé ?
Ég skal giska með öllum launatengdum gjöldum ca 450.000 á mann þannig að mín ágiskun er
2x450.000x4= 3,600,000kr
En ef þessi reiknisleikur er nálægt raun er leiðinlegt að hafa vinnu af 2 mönnum í 4 mánuði en aftur á móti er þarna kominn sparnaður og tekjur sem má færa til lækkunar á öðru og þar gæti hagsmunarsamtök veiðimanna komið sterkt inn sem hagsmunamál allra veiðimanna.
Umsýslugjaldið var rætt en eins og margar aðrar góðar hugmyndir var hún lögð til hliðar því menn sögðu það aukaskatt sem væri inn í leyfum nú þegar.
En það er gott að velta þessu fyrir sér.
Og eins og ég sagði áður að næsta skref ætti að vera að þrýsta á að UST fari að lögum og kvóti gefinn út fyrr svo úthlutun geti verið fyrr og þá er tíminn til 15 apríl lengri og hver veit nema þetta breytist og taki meira mið af öðrum þáttum síðar.
Margar hugmyndir þar í vinnslu og eiga þær allar að hjálpa og flýta umsóknarferlinu án þess að komi til kostnaðar auka helst til lækkunar en þessi síðasta með lækkun er nú bara bjartsýni held ég en ef hægt er að gera ferlið skilvísara,hraðara og gegnsætt þá er mikið unnið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Jan 2015 13:30

En ég er samt alveg hjartanlega sammála að UST ber að fara eftir lögum eins og það ætlast til að við gerum.
Það eru því miður margar brotalamir þar
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 9
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 24 Jan 2015 13:59

Ef það hafa verið um 700 sem borguðu ýmist staðfestingargjald 25% og eða fullt gjald 75% endurgreitt þá erum við að tala um 18,3 milljónir sem UST innheimtir af fólki sem ekki fer til veiða það má ráða töluvert af aukafólki inn fyrir þá upphæð.
Gisminn skrifaði:þú nefnir vextina sem eitthvað ægilega tölu
það er reyndar ekki rétt að ég nefni þetta sem einhverja ægilega tölu en þú misskilur alveg hvað ég er að tala um í því efni.
UST er að flyta innheimtu á öllum kvótanum um nokkra mánuði og miða við 4% vexti þá er það 1.476.100 kr á 3 mánuðum. (reyndar gæti ég alveg trúað því að þessir peningar séu á vaxtalausum reikningum)

Ef þetta + það gjald sem er inní veiðileyfunum er raunkosnaður þá finnst mér umsýslukostnaðurinn vera mjög hár.

Ég tel fullt tilefni fyrir Skotvís til að skoða þetta hér er um opinbera stofnun að ræða sem má ekki innheimta gjöld að vild einstakra starfsmanna.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Jan 2015 14:57

Við erum að nálgast hvorn annan ég er sammála því að þetta sé auka tekjulind sem ekki á að vera frjáls en það sem ég hef verið að reyna að koma til skila er að ég set staðfestingargjald=sem loforð um að þú ætlar á dýr og fullnaðargreiðsla sem endanlega staðfestingu þannig að það ætti ekki að vera neitt sem Ust gæti grætt þar nema þessi flýting sem þú bendir á og sá möguleigi vaxtar munur sem gæti orðið
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 25 Jan 2015 11:58

Ég er sammála Jenna í þessari umræðu.

Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en borgun leyfisins fyrirfram, með áhættu um fall í skotprófi, þýði í raun að UST þurfi að borga leyfisgjaldið til baka með vöxtum og verðbótum til þeirra sem falla á skotprófinu.

Annað gengur einfaldlega ekki upp.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jan 2015 12:46

Og ég er algjörlega ósammála að láta áhættu um fall stjórna úthlutun.
Hafa þeir sem skilað hafa inn dýrum undanfarin ár vegna ýmisa aðstæðna eins og falls á prófi eða annara þátta fengið vexti og verðbætur ? Ég held ekki og afhverju ætti það að breytast eitthvað?
Ég bara trúi því ekki að þú Sindri teljir að fall sé bara hlutur sem gerist og sé óheppni en hafi ekkert með hæfni skyttunar að gera.En ég get samt ekki lesið annað út úr þessari fall umræðu.
Ég aftur á móti trúi því að skytta sem æfir sig og þekkir vopnið fellur ekki svo einfalt er það
Og skytta sem fellur vegna vanhæfni eða vanþekkingar á rifflinum (láns eða annað) er engum öðrum að kenna nema henni og á ekki að bitna á öðrum.
Fyrir mér gengur einfaldlega ekki upp að láta fall stjórna þessu.
Svo ég endi þetta eins og Sindri þá verðum við að hætta með þessi skotpróf því þeir sem falla missa af dýrinu sínu og það gengur einfaldlega ekki upp fyrir þá .
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jan 2015 13:24

Svo ég klári umræðuna um fallið þá er þetta frá þér í fyrra Sindri
.
Þú hefur fengið úthlutað hreinkú á svæði 5.

Staðfestingargjald verður að greiðast fyrir lok dags 31.mars og er það 25% af heildarupphæðinni, 20.000 krónur fyrir kú og 33.750 krónur fyrir tarf. Athugið að gjaldið er óafturkræft og fæst ekki endurgreitt
Fljótlega mun berast til þín gíróseðill eða tilkynning í heimabanka þínum fyrir greiðslunni. Hafi greiðsla ekki borist fyrir lok dags 31.mars fellur umsóknin úr gildi og þá verður dýrinu úthlutað að nýju. Lokagreiðslu þarf svo að greiða fyrir lok dags 30.júní
Veiðimaður sem hyggst fara til hreindýraveiða þarf að skila inn skotprófi fyrir 1.júlí. Upplýsingar um það má finna á vef Umhverfisstofnunar.

Ef þú vilt draga umsóknina til baka þá viljum við fá að vita það sem fyrst því langir biðlistar eru eftir leyfum. Einnig er gott að fá breytingar á heimilisföngum ef einhverjar verða fram að veiðitíma.

Hefðir þú fallið á prófinu og ekki búin að full greiða dýrið hefðir þú tapað 25% staðfestingargjaldinu
Hefðir þú verið búin að borga allt dýrir og fallið samt á prófi hefðir þú tapað 25% af dýrinu við endurúthlutun.
Þetta er sama tap fyrir að falla á prófi svo einfallt er það
.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 9
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 25 Jan 2015 14:50

Gisminn skrifaði:Hefðir þú fallið á prófinu og ekki búin að full greiða dýrið hefðir þú tapað 25% staðfestingargjaldinuHefðir þú verið búin að borga allt dýrir og fallið samt á prófi hefðir þú tapað 25% af dýrinu við endurúthlutun. Þetta er sama tap fyrir að falla á prófi svo einfallt er það.
Ég sé að þú ert ekki ennþá að skilja hvað ég er að gagnrína, tek það á mig sennilega hef ég ekki sett það nógu skírt fram en það var að hluta til vegna þess að mig vantaði upplýsingar.

Miða við að núverandi kvóti sé 1412 dýr þá er borgað í veiðigjöld af honum 147.610.000 kr.
inní þeirri tölu er allur kostnaður við hreindýraveiðar veiðileyfi felligjöld, greiðslur vegna ágangs og eftirlit og umsýsla vegna veiðileyfa og svo farmvegis.
Það er ekki heimild í lögum til að innheimta meira, eftir að skotprófin voru tekin upp þá er mjög mikið um endurúthlutanir vissulega kosta þær eitthvað og ekki nema sanngjarnt að innheimtur sé kostnaður af því, kannski var það einhvertíman nálægt 25% af veiðileyfinu en í dag þegar við erum að tala um 700 leyfi sem þarf að endurúthluta eða rétt um helming þá er UST farin að innheimta 147.610.000 kr. fyrir veiðileyfin + staðfestingargjaldið af 700 dýrum 18.294.441 kr. svo færa þeir innheimtuna á heildar upphæðinni fram um 3 1/2 mánuð sem þýðir lauslega 1.000.000 í vexti þetta er þá orðið rúmar 19 milljónir sem UST er að innheimta umfram 147.610.000 kr án lagaheimildar

Ef menn vilja eyða umsóknum sem ekki verða nýttar þá þarf rukka umsýlugjaldið við umsókn.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jan 2015 16:08

Jú ég næ þessu með vextina vegna flýtingar um 3 mánuði en ég NÆ EKKI hvað þetta kemur skotprófum við eins og Sindri segist vera sammála þér með skotprófin .
Þu segir að eftir að skotprófin voru tekin upp þá sé mjög mikið um endurúthlutanir ! Voru ekki endurúthlutanir áður en skotprófin voru ?
Og þú sérð þar sem þú vitnar í mig að sá sem fellur tapar altaf 25% og hefur alltaf gert.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 25 Jan 2015 16:19

Það má alveg draga upp hin og þessi komment um þetta mál og velta því fyrir sér hvort einhver sé þess umkominn að geta skotið hreindýr.

Því verður samt ekki breytt að þú borgar ekki fullt leyfi fyrir hreindýr og færð því síðan ekki úthlutað, "vegna óheppni" eða einfaldlega annara óviðráðanlegra hluta, án þess að fá það greitt til baka 100% með því sem því tilheyrir.

Það er ekki hægt að kaupa einhvern hlut með margra mánaða fyrirvara og skilyrðum annars aðila í þokkabót (skotprófið), án þess að geta skilað honum amk. 100%.

Þú mátt ausa lekabyttuna eins og þér hentar Þorsteinn mokaðu því bara ekki yfir í garðinn hjá mér. Það er alveg ljóst í mínum huga að ef það kemur upp að ég fell í skotprófi og fæ úthlutað hreindýri, þá mun ég sækja þessi 100% í gegnum þar til bærar leiðir. Ég reyndar ef það stórlega að UST muni setja kraft í að verja mál eins og þetta. Það er fyrirfram tapað.

Það er stór munur á staðfestingargjaldi og fullu leyfi.


Smá viðbót.

Það er síðan stjórnunarlegt atriði og hagur þeirra sem fá arð af veiðunum að það sé ekki verið að eyða fé í allskyns krúsidúllur og þvælu í kringum þetta. En þetta er önnur umræða sem þarf að taka á öðrum þræði.
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 9
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 25 Jan 2015 16:37

Gisminn skrifaði:Voru ekki endurúthlutanir áður en skotprófin voru ?
Vissulega voru endurúthlutanir fyrir skotpróf en væntanlega eru þeir sem fá ekki að veiða vegna falls næstum því hrein viðbót við þær endurúthlutanir sem áður voru.
Ég er að gagnrína hversu há upphæð er tekin af veiðimönnum fyrir endurúthlutun þetta er dulin hækkun á veiðileyfum.
Svo þegar innheimtan færist á öllu gjaldinu þá er það líka dulin hækkun á veiðileyfunum sem nemur vaxtakostnaði á ca 110.000.000 kr án þess að þessi tilfærsla á greiðslu leyfa geri nokkuð til að fækka endurúthlutun að minnsta kosti ekki þegar kemur að þeim sem falla á prófinu því eins og þú hefur sjálfur bent á þá eru menn almennt ekki að taka skotpróf fyrir 15 apríl heldur síðustu dagana..

Ef menn vilja fækka þeim sem fá úthlutað en fara svo ekki á veiðar þá ætti í fyrsta lagi að rukka umsýslugjald fyrir umsókn (dregur úr tilhæfulausum umsóknum)
og í öðru lagi flýta þeim tíma sem menn þurfa að vera búnir að skila inn skotprófi (væri hægt að útfæra þannig að þeir sem hafa fallið eða eru að taka skotpróf í fyrsta skipti) skili inn skotprófi fyrir 1 júni það og fullnaðargreiðslu þá eftir þann tíma.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jan 2015 16:53

Nei Sindri þú ert fyrirfram búin að tapa því máli þar sem þú sýndir fram á vanhæfni á skotprófi
Lagaramminn er alveg skýr með það og lagaramminn er líka skýr að verðir þú að skila dýrinu vegna vanhæfni eða annara orsaka þá færð þú 75% af dýrinu endurgreytt í besta falli taktu eftir ! takist UST að endurúthluta því. Þetta er skýrt og skorið í leikreglunum og með lagaramma til stuðnings og engin geimvísindi bak við það.
Hvað helduru að margir hafi reynt að fá dýrin sín borguð til baka á síðustu árum ? hvað eigum við að fara langt aftur?? Höfum það bara stutt og nefnum 5 ár.
Peningalega er mikill munur á staðfestingu og fullnaðargreiðslu en skilgreyningalega séð er ekki eins mikill munur Staðfesting=dýr Fullgreytt=dýr.
Nýja fyrirkomulagið eyðileggur reyndar að öllum líkindum að sumir hafi örugg dýr vegna erfiðleika í endurúthlutunum vegna þess að endurúthlutanir verða mikklu færri og mikið fyrr endurúthlutað þeim fáu sem koma til endurúthlutunar,
Ef við tökum síðasta ár er ég viss um að við getum strax fækkað þeim sem bara greyddu staðfestnguna.Þá eru ca 350 eftir sem fækka örugglega um meira en helming.
Er það aðlavandamálið ?
Jenni og Sindri
Þessi þráður hefur nánast engöngu gengið út á endurúthlutanir sem eiga bara að mínu mati ekki að vera til staðar nema í undartekningum þegar skyndilegar utankomandi aðstæður sem ekki var hægt að stjórna koma uppá
Sækir þú um dýr til að láta endurúthluta því eða ætlar þú að fara á hreindýr er í raun aðal spurningin ekki satt ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jan 2015 17:04

Jenni þetta með umsýslugjaldið var búið að skjóta í kaf hérna í þráð um að fækka tilhæfulausu umsóknunum (lottospilurunum) Var sagt að það væri aukaskattur á veiðimenn.
Tilagan um 25% staðfestingargjald og svo endurgreydd ef þú fékkst ekki dýr við umsókn líka skotin í kaf þótti íþyngjandi og framvegis.
Tilaga um að staðfesta dýr innan 10 daga frá úthlutun og rest í jun var líka skotin niður frestur til að sjá að þeir hefðu verið dregnir of skammur.
Og fleiri misgóðar tillögum líka
Niðurstaðan varð þessi hjá UST ég persónulega hefði kosið 15 mai búinn að fá orlof og slíkt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 9
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 25 Jan 2015 17:14

Gisminn skrifaði:Er það aðlavandamálið ?Jenni og Sindri
Þetta er aðalvandamálið í mínum huga
"Af hverju felldu hreindýri skal greiða til Umhverfisstofnunar sérstakt leyfisgjald sem ráðherra ákveður árlega að fengnum tillögum stofnunarinnar. Við ákvörðun gjaldsins skal taka mið af kostnaði við vöktun hreindýrastofnsins og eftirlit og stjórn hreindýraveiða. Gjaldið skal þó ekki vera hærra en sem nemur þeim kostnaði."Þ

þessar síðustu breytingar hafa í raun engin áhrif á þá sem hafa efni á að láta staðfestingagjaldið brenna inni því þó þeir borgi fullt gjald 15 apríl þá fá þeir 75% endurgreitt ef tekst að endurúthluta leyfinu þeirra. þannig að þetta er engin breyting nema fyrir þá sem fara á veiðar og þá sem falla á skotprófi .
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 25 Jan 2015 17:44

Kór rétt hjá Jenna.

Við erum að tala um epli Þorsteinn, en þú ert greinilega með appelsínu. Eða kýst að halda henni fram.

Til að hnykkja á því sem þú segir sjálfur Þorsteinn, þá er verið að tala um 100% greiðslu í apríl en ekki 25% greiðslu. Það er stór munur þar á þar sem að búið er að greiða FULLT GJALD fyrir leyfið. 25% var hægt að réttlæta sem pappírskostnað osfrv. þó fáránlega hátt sé.

Kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Jan 2015 18:17

Nei Sindri við erum að báðir að tala um appelsínuna því ég er alveg sammála Jenna í síðasta innleggi hanns
Enda er þetta akkurat það sem ég hef verið að benda á frá upphafi.
Gjald á dýr hefur ekkert hækkað enda eins og Jenni setti inn sem vandamál en ég sé ekki vandamálið við að dýr sem hefur ekki hækkað.
Það ræður engin við efnamennina hvorki nú né áður.
Ég er ekki efnamaður né sennilega 80% hreindýraveiðimannana og því tímum við ekki að missa dýrin í endurúthlutun né tímum að falla á skotprófum og það að borga dýrið er þá bara partur sem er óumflýjanlegur ekki satt ? og skiptir þá ekki megin máli hvenær hann er þó það skipti einhverju samt hefði kosið 15 mai en mér finnst það ekki aðal þar sem annar stór kostur kemur í staðinn sem er að þeir sem taka ekki dýrin fara í endurúthlutun strax í apríl þannig að það er næsta víst að það vita allir fyrir juní hvort þeir fá dýr eða ekki og ef þeir fá ekki dýr geta þeir leyft sér eitthvað annað gott í sumarfríinu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 25 Jan 2015 19:09

Ég er eitthvað haltur í að koma tilvitnunum hingað inn en bókstafir tala og ég læt það duga.

Þorsteinn, það er gott að við séum sammála um að hækka ekki hlutina um meira en sem nemur "eðlilegu gjaldi".

Kv.
Sindri
Sindri Karl Sigurðsson

Svara